Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 18
„Það eru vísbendingar um að launabil milli þeirra sem fá hæstu launin og láglauna- fólks sé að aukast á íslensk- um vinnumarkaði,“ segir Sig- ríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá Alþýðu- sambandi Íslands. „Þetta leiðir af sér aukna misskiptingu í íslensku sam- félagi. Það sem mér finnst ekki síður gefa vísbendingu til framtíðar er að nú er að þróast langtímaatvinnuleysi. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars að vinnumark- aðurinn er grimmari og eig- endur fyrirtækjanna gefa meiri arðsemiskröfur. Þetta eru sömu fyrirtækin og eru tilbúin að greiða stjórnendum langt yfir milljón í laun á mánuði,“ segir Sigríður. Hún segir erfitt að segja til um hvort launabil aukist í framtíðinni. „Fyrirtækin standa sig vel á hlutabréfa- markaði og ég hef ekkert nema gott um það að segja. Auðvitað getur svona þró- un ekki verið endalaus en kominn er hópur sem verður bara ríkari og ríkari. Þetta eru fjármagnseigendur, nýr hópur sem verður ekkert gjaldþrota á einni niðursveiflu, þeir þola væntanlega meira en það. Þegar líður á hagsveifluna og verðbólguaukningin sem ASÍ hefur spáð gengur eftir mun það rýra kjör launþega verulega, bæði vegna minni kaupmáttar og vegna verðtryggingar lána.“ ■ Ólík s‡n á launaflróun Gústaf Adolf Skúlason hjá Samtökum atvinnulífsins og Sigrí›ur Ingibjörg Ingadóttir hjá Alfl‡›usambandi Íslands sjá launaflróun sí›ustu missera me› mjög ólíkum hætti. Gústaf segir lægstu laun hafa hækka› mest en Sigrí›ur segir vísbendingar um aukinn launamun. „Sá hópur sem fær þau laun sem birt eru núna opinber- lega í fjölmiðlum og er áber- andi í umræðunni er mjög af- markaður hópur. Þessi hópur er að stærstum hluta til að fá árangurstengdar greiðslur og það verður að hafa í huga að þessar greiðslur endurspegla árangurinn og verðmæta- sköpunina sem er í samfélag- inu og sem þessi fyrirtæki hafa byggt upp,“ segir Gústaf Adolf Skúlason hjá Samtök- um atvinnulífsins. Hann segir aðspurður að honum finnist ekkert benda beint til þess að launaskrið sé að fara af stað þegar launatöl- ur af þessu tagi eru skoðaðar og koma fram eins og þær gera um þetta leyti. „Launa- skrið er allt annað mál. Það fer gjarnan af stað þegar það er lítið atvinnuleysi og þensla í þjóðfélaginu en við höfum ekki orðið varir við að það sé að fara af stað slíkt launskrið hér á landi,“ segir hann. Gústaf segir að laun hafi hækkað mikið undanfarin ár og hann sjái engar áberandi launahækkanir nú milli ára. „Það eru fyrst og fremst lægstu launin sem hafa hækkað undanfarin ár. Þau hafa hækkað mest. Kaupmáttur þeirra hefur hækkað umfram kaupmátt ann- arra. Laun hafa almennt hækkað en ég held að það sé ekki sjáan- legt að þau hafi hækkað eitthvað sérstaklega milli ára,“ segir Gústaf. ■ Nýlega voru birtar niðurstöður úr rannsókn Agnars Helgasonar mann- fræðings á erfðafræðilegum mun á Íslendingum eftir landsvæðum. Er merkjanlegur munur á Íslend- ingum eftir því af hvaða lands- horni þeir koma? Já, það kom fram í þessari rann- sókn. Munurinn er ekki mikill, en merkjanlegur. Það sýnir að fólk hefur flest haldið sig á slóðum sinna forfeðra og -mæðra, haldið sig í heimasveitinni. Það stangast svolítið á það sem sumir hafa haldið um Ís- lendinga fyrri alda. Ég held að það sé vegna þess að frásagnir frá fyrri tímum hafa yfirleitt verið af fólki sem flutti sig milli svæða. Sem var undantekningin. Þeir sem hvergi fóru þóttu síður í frásögur færandi. Ertu að fletta ofan af fleiri leynd- ardómum um erfðir Íslendinga? Almennt séð snúast rannsóknir mínar um að skilja erfðamengi Íslendinga, uppbyggingu þess, hvernig breytileiki erfðamengisins er, hvernig það skipt- ist upp eftir landsvæðum, hver saga þess er og hvaðan það kom. Mann- fræðingar eru í auknum mæli að tengjast svona rannsóknum eins og fara fram hjá Íslenskri erfðagreiningu, af því að þessar upplýsingar eru í auknum mæli álitnar vera verðmæt- ar. Þarna liggja upplýsingar sem geta hjálpað þeim sem eru að leita að or- sökum sjúkdóma. AGNAR HELGASON Mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Mannfræ›i- rannsóknir ERFÐAMENGI ÍSLENDINGA KORTLAGT SPURT & SVARAÐ 18 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Umferðin um verslunarmannahelgina var stórslysalaus. Þriðja árið í röð varð ekkert banaslys um þessa helgi og í fyrsta sinn í fimm ár varð ekkert alvarlegt umferðarslys um verslunarmannahelgina. Ekki er þó öll sagan sögð. Hvernig standa Íslendingar í umferðarmálum? Í samanburði við önnur lönd er Ísland rétt yfir meðallagi hvað varðar fjölda banaslysa. Bret- land og Norðurlönd státa af fæstum banaslys- um, en á Norðurlöndunum verða flest banaslys á Íslandi og Danmörku. Árið 2004 lét- ust átta manns á Íslandi á hverja 100.000 íbúa (alls 23 í 20 slysum) og sama hlutfall var í Danmörku. Það ár létust sjö á hverja 100.000 íbúa í Finnlandi og sex í Noregi og Svíþjóð. Svipaða sögu er að segja síðustu tíu ár og rekur Ísland alltaf lestina í umferðarörygginu. Hvernig hefur þróunin verið á Íslandi? Umferðarslysum hefur fjölgað en að sama skapi hefur bílaflotinn stækkað. Fjöldi slysa á hver 1000 ökutæki hefur verið svipaður síð- ustu ár, var 36,7 prósent 2004 en 35,6 pró- sent 2003. Hlutfallsleg fækkun hefur orðið á umferðarslysum miðað við aukinn fjölda keyrðra kílómetra. Tala látinna á hvern millj- arð ekinna kílómetra fór niður úr sextán manns árið 2000 í níu manns árið 2000. Hvað með banaslysin? Fjöldi látinna í umferðinni var sá sami árið 2003 og 2004, 23 en flest banaslys urðu á Suðurlandi, suðvesturhorninu og á Norður- landi. Árið 2002 létust 29 í umferðinni, árið 2001 voru þeir 24 og árið 2000 týndu 32 lífi í umferðarslysi á Íslandi. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys í umferðinni árið 2004 kemur fram að helsta orsök banaslysa árið 2004 var að bílbelti var ekki notað og hægt væri að fækka umferðar- slysum um fimmtung ef allir notuðu bílbelti. Umfer›in á Íslandi milli ára FBL GREINING: UMFERÐARSLYS fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Algengustu karlmannsnöfn Heimild: Hagstofan 5. 54 6 / Jó n 4. 24 1 / G uð m un du r 4. 48 8 / Si gu rð ur Fyrirsagnir svipaðar þessari gætu hugsanlega prýtt forsíður dagblaða áður en langt um líður, sé tekið mið af þeirri gríðarlega öru þróun sem á sér stað í svokallaðri IP tækni. IP tæknin gerir það að verkum að hægt er að njóta afburða gæða á símtölum á lægstu mögulegu töxtum eða jafnvel frítt, með því að flytja símtölin í gegn um internetið. Með tilkomu nýrrar tækni og internetsins eru hefðbundin símafyrirtæki um allan heim að missa frá sér einkaréttinn á að flytja símtöl milli einstaklinga. HLUTABRÉF Í SÍMANUM HRÍÐFALLA! Fjárfestar órólegir Ráðstefna um þróun í símamálum á heimsvísu verður haldin laugardaginn 6. ágúst á Grand Hóteli. Heiðursgestur er Carlos H. Östby, stofnandi og einn af eigendum UbiFone, sem er alþjóðlegt internetsímafyrirtæki. UbiFone er að hasla sér völl víða um heim þ.á.m. á Íslandi og nýtir sér allra nýjustu tækni sem völ er á við flutning og tengingu á símtölum. Frá kl. 13 – 16 verður opið hús fyrir almenning og eru þeir sem áhuga hafa á að kynna sér það allra nýjasta í símalausnum hvattir til að mæta tímanlega og nýta sér þetta einstaka tækifæri. Dagskráin hefst á því að fólk getur prófað að hringja ókeypis utanlandssímtöl hvert sem það vill. Kl. 13.30 Carlos H. Östby kynnir gestum nýjungar í símamálum. Að kynningu lokinni gefst aftur kostur á að hringja ókeypis utanlandssímtöl til kl. 16. Kl. 14.30 og 15 er kynning fyrir þá sem vilja gerast sjálfstæðir umboðsaðilar fyrir UbiFone til dreifingar út um allan heim. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Kynntu þér málið: http://1fone.ws Þetta er auglýsing! SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR Verðbólga mun rýra kjör launþega verulega. Tekjublað Frjálsrar verslunar kemur á hverju ári af stað um- ræðu um laun hinna launa- hæstu og þeirra sem lægst hafa launin. Umræðan um hina lægst launuðu er þó oft- ast takmörkuð við þjóðþekkta einstaklinga sem hafa sam- kvæmt álagningarskrám lægri laun en almenningur telur eðlilegt stöðu þeirra vegna. Hafa ber þó í huga að tekj- urnar miðast aðeins við tekju- skattsstofn en ekki fjár- magnstekjur en stór hópur manna hefur aðeins fjár- magnstekjur og stundar ekki fasta launaða vinnu. Laun þeirra sem skipa efstu sætin á listum skatt- stjóranna hækka ár frá ári. Tölur sem þær sem nú birtast hafa aukist töluvert á þeim góðæristímum sem hafa verið hér á landi undanfarin ár. Engum dylst þó að launa- hækkanir hafa verið almennt miklar hér á landi á góðæris- tímum og kaupmáttur almenn- ings hefur aukist mjög. Á hverju ári vaknar einnig sú spurning hvort bilið milli hinna hæst og lægst launuðu sé að aukast eða hvort um sé að ræða almennar launahækk- anir sem komi öllum á hinum almenna vinnumarkaði til góðs. Hagstofan birti í gær launavísitölu fyrir annan árs- fjórðung og kemur fram að vísitalan var í 140,9 stigum en var 132,3 stig á sama tímabili árið 2004 og 126,5 stig árið 2003. Samkvæmt vísitölunni hækka því laun ár frá ári en enginn mælikvarði er þó til á hvort launabilið sé að aukast. ■ Launaflróun og launabil GÚSTAF ADOLF SKÚLASON Mjög afmarkaður hópur fær hæstu launin. Lægstu laun hafa hækka› mest Launabil eykst milli ára

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.