Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 20
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur gremst, hversu vel sala Símans tókst. Hún ræðst þessa dagana með ósmekklegum dylgjum á tvo dugnaðarmenn úr hópi kaupenda, Bakkavararbræður, þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, og Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans. En kaupendurnir buðu sjö milljörð- um meira en þeir, sem áttu næst- hæsta tilboð. Söluferlið var gagn- sætt og engum hyglað. Erlendir fjárfestar hurfu á braut, af því að þeir treystu sér blátt áfram ekki til að kaupa Símann á eins háu verði og hinir innlendu. Brynjólfur Bjarnason er ekki sekur um neinn glæp, þótt hann hafi í mörg ár verið samstarfs- maður Bakkavararbræðra og raunar líka Sigurðar Einarsson- ar, stjórnarformanns KB-banka, en sá banki keypti talsvert í Símanum. Þetta eru allt snjallir, áræðnir kaupsýslumenn og hafa nýtt sér vel þau tækifæri, sem hér sköpuðust með frjálsara atvinnulífi. Lítum þó aðeins betur á mál- flutning Ingibjargar Sólrúnar. Hún segir grunsemdir vakna, vegna þess að Brynjólfur Bjarna- son hafi verið í tengslum við Bakkavararbræður. En ef eitt- hvað er, þá hefur það hækkað söluverð Símans, því að hinir nýju eigendur hafa haft fullt traust á Brynjólfi. Seljandinn hagnaðist, án þess að kaupandinn tapaði. Almenningur hefur þó ekki alltaf hagnast á tengslum fólks, og þau hafa ekki öll verið jafn- eðlileg. Eitt dæmið er, að Ingi- björg Sólrún þáði í borgarstjóra- tíð sinni margvíslega greiða frá Sigfúsi Sigfússyni í Heklu. Henni var nokkrum sinnum boðið til Japans, og Sigfús lánaði henni mánuðum saman glæsibíla úr flota sínum, þegar hún þurfti þess við. Ingibjörg Sólrún lét sem kunnugt er Nesjavalla- virkjun kaupa Mitsubishi-vélar af Sigfúsi. Komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu, að borgin hefði staðið óeðlilega að þeim kaupum. Annað dæmið er, að Ingibjörg Sólrún þáði sem frambjóðandi og borgarstjóri margvíslega greiða af Jóni Ólafssyni í Skífunni. Hann lét ráða eiginmann hennar á Stöð tvö sem yfirþýðanda, þótt gengið hefði verið munnlega frá ráðningu annars manns í það starf. Hann lánaði R-listanum fyrir öllum auglýsingum á Stöð tvö fyrir kosningarnar 1994, eins og hann sagði mér hróðugur. Hvernig fékk hann þær síðan greiddar? Að minnsta kosti reyndi Ingibjörg Sólveig tvisvar að úthluta honum verðmætum lóðum undir kvikmyndahús, fyrst í Mjóddinni, síðan í Laugar- dal, þótt hún yrði í bæði skiptin að hætta við vegna háværra mót- mæla. Henni tókst loks að gera Jóni vænan greiða með því að kaupa af honum eitthvert lóða- drasl við Laugaveg, langt yfir markaðsverði. Ósvífnust var þó Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þegar hún dylgjaði um það í Borgarnesræðu sinni fyrir kosningarnar 2003, að skattrannsókn á Jóni Ólafssyni væri runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þessi rannsókn beindist gegn manni, sem hafði í mörg ár lifað óhófslífi, en greitt vinnukonu- útsvar. Það þurfti ekkert annað tilefni, enda kom á daginn, að skattsvikamál Jóns var þá hið stærsta í Íslandssögunni, þótt sennilega eigi einhverjir aðrir eftir að reyna að slá það met. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer ekki vel af stað sem formaður Samfylkingarinnar. Hún var valin í þessa stöðu, af því að flokksfólk taldi hana geta gegnt sama hlut- verki á vinstri vængnum og Davíð Oddsson á hinum hægri. Það treysti sennilega á einhvers konar sögulega ljósritun. Ingi- björg Sólrún vann vissulega borg- ina 1994 eins og Davíð hafði gert tólf árum áður. En mikill munur er á þeim tveimur. Davíð kom fjármálum borgar- innar í lag. Ingibjörg Sólrún safn- aði skuldum. Davíð útrýmdi lóða- skortinum. Ingibjörg Sólrún skapaði hann aftur. Davíð var framkvæmdasamur borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún sat í Ráðhúsinu að skrafi með öðrum unnendum umræðustjórnmála. Davíð lét gera Viðeyjarstofu upp. Helsta afreksverk Ingibjargar Sólrúnar í menningarmálum var að láta taka niður málverkið af Bjarna Benediktssyni í Höfða. Davíð einkavæddi Bæjarútgerðina. Ingibjörg Sólrún jós milljörðum í línu.net. Davíð segir skoðun sína tæpitungulaust. Ingibjörg Sólrún dylgjar. Davíð lætur enga misindismenn komast nálægt sér. Ingibjörg Sólrún lætur taka myndir af sér að skála við Jón Ólafsson. Og síðast, en ekki síst: Davíð gætir sín á að vera engum háður. Hann hefur aldrei verið falur. ■ Einn liður í því að vera þegn í lýðræðisríki er tjáningarfrelsið.Það hefur almenningur meðal annars notað til að mótmælaákvörðunum og aðgerðum stjórnvalda, stundum með árangri og stundum ekki. Fyrstu verulega kunnu mótmæli síðustu aldar voru líklega þegar bændur riðu til Reykjavíkur til að mótmæla lagningu símans. Umfangsmestu mótmæli aldarinnar sem leið voru áreiðan- lega Keflavíkurgöngurnar sem farnar voru til að mótmæla setu Bandaríkjahers í Keflavík og veru Íslands í NATO. Þessar göngur voru gengnar alloft á nokkurra áratuga bili og voru býsna fjöl- mennar á blómaskeiði sínu um miðjan áttunda áratuginn. Mótmæli 20. aldarinnar fólust yfirleitt í því að fólk sýndi sam- stöðu um ákveðið málefni með því að koma saman, oft með áletruð- um mótmælaspjöldum, hlýddi á ræður og kallaði slagorð. Með fáum undantekningum voru þessi mótmæli friðsamleg. Á 21. öld- inni hafa mótmæli tekið á sig nýja mynd og einkennast fremur af aðgerðum, eða nokkurs konar skærum, en áður. Þessi mótmæli eru líka yfirleitt friðsamleg og þróunin er í samræmi við það sem gerist í öðrum löndum. Í anda þessara aðgerðamótmæla eru búðirnar sem stofnað var til í landi Valþjófsstaðar fyrr í sumar en hafa nú verið fluttar að Vaði í Skriðdal. Búðir þar sem óformlegur hópur fólks er saman kominn til að mótmæla bæði virkjunarframkvæmdunum við Kára- hnjúka og stóriðjuframkvæmdunum á Reyðarfirði. Tjaldbúðafólk- ið hafði hægt um sig í fyrstu en efndi í síðustu viku til aðgerða við virkjunina og í gær á Reyðarfirði. Aðgerðirnar felast í að koma í veg fyrir að vinnu vindi fram, með því til dæmis að hlekkja sig við vinnutæki. Þessi tegund mótmæla er ný á Íslandi, þótt íslenskir hvalfriðungar hafi reyndar gefið forsmekkinn þegar þeir festu sig við mastur hvalbáta uppi í Hvalfirði fyrir um það bil aldarfjórð- ungi. Í anda þeirra aðgerða voru einnig mótmæli vörubílstjóra vegna hækkunar vörugjalds á dísilolíu þegar þeir töfðu umferð á leið út úr borginni fyrir mestu ferðamannahelgi ársins. Önnur breyting sem orðið hefur felst í alþjóðavæðingu mótmæl- anna. Fólk hikar ekki við að ferðast milli landa til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri. Þetta sáum við þegar liðsmenn Falun Gong fjölmenntu til Íslands um árið og aftur í mótmælabúðunum á Vaði. Ljóst er að mótmæli sem felast í aðgerðum vekja athygli. Ekki er til dæmis að efa að málstaður mótmælendanna á Vaði hafi feng- ið mun meiri athygli en ef fólki hefði verið safnað saman á torgi og haldnar barátturæður. Það sama á við um mótmæli bílstjóranna í liðinni viku. Hitt er annað mál hversu ágengt mótmælendunum verður. Næsta víst er að enginn árangur er mælanlegur strax. Hins vegar ber ekki að vanmeta gildi mótmæla sem þessara til lengri tíma litið. Þótt afar ólíklegt verði að teljast að hætt verði við fram- kvæmdir við Kárahnjúka, sem þegar eru langt á veg komnar, og byggingu og rekstur álvers á Reyðarfirði verður ekki litið framhjá þeim áhrifum sem mótmælin við Kárahnjúka nú kunna að hafa á virkjana- og stóriðjuáform í framtíðinni, beint eða óbeint. Sömu- leiðis ber að hafa í huga að í lýðræðisríkjum er tjáningarfrelsi og þeir sem vilja tjá sig með aðgerðamótmælum hafa til þess fullan rétt, hvort sem þeir eru í eigin landi eða langt að komnir, meðan ekki eru brotin landslög. ■ 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Áþreifanlegar aðgerðir leysa hefðbundin mótmæli af hólmi. N‡jar a›fer›ir mótmælenda FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG SALA SÍMANS HANNES H. GISSURARSON Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer ekki vel af sta› sem forma›ur Samfylkingarinnar. Hún var valin í flessa stö›u, af flví a› flokksfólk taldi hana geta gegnt sama hlutverki á vinstri vængnum og Daví› Oddsson á hinum hægri. fia› treysti sennilega á einhvers konar sögulega ljósritun. Hvenær eru tengsl óe›lileg? Til grafar? Ýmsir lesenda Morgunblaðsins hafa lík- lega staldrað við heilsíðugrein í viðskipta- kálfi blaðsins í gær undir fyrirsögninni „Óskabarn þjóðarinnar frá vöggu til graf- ar“. Þar var fjallað um Eimskipafélag Ís- lands og af fyrirsögn og niðurlagi, „Eim- skipafélagið í fyrri mynd horfið af sjónar- sviðinu eftir níutíu ára starfsemi“, var ekki hægt að ráða annað en að félagið væri hætt starfsemi. Þetta líktist sem sagt minningargrein, efni sem Morgunblaðið sérhæfir sig í, og falleg og litrík mynd- skreytingin minnti ýmsa lesendur á þann hlýhug sem blaðið hefur alla tíð borið til Eimskipafélagsins, sérstaklega síðustu fimmtán árin. Við hestaheilsu Við ímyndum okkur að það hafi gefið samantekt Morgunblaðsins í gær aukið vægi að margsinnis var vitnað í ritið Eim- skip frá upphafi til nútíma eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Hæg eru heimatökin, og hafði þessi dálkur sam- band við höfundinn og spurði hvort önn- ur útgáfa, sem gæti þá heitið Eimskip frá upphafi til enda, væri væntanleg. Ekki vildi höfundurinn meina það. Hann kvaðst ekki vita betur en að Eimskip væri við hestaheilsu sem fyrr. Hann taldi að hér hlyti að vera einhver misskilningur á ferð, því ekki gæti verið um óskhyggju eða útúrsnúning að ræða hjá hinu virðu- lega blaði. Aldrei fleiri Frekari könnun leiddi í ljós að Morgun- blaðið var með það í huga að allt frá stofnun Eimskips 1914 hefur það verið svokallað almenningshlutafélag með þús- undir eigenda að baki sér. Eftir uppstokk- un er eigandi þess aðeins Avion Group, sem tiltölulega fáir standa að baki. En blaðið var of fljótt á sér, gleymdi að lesa smáa letrið. Þar stendur nefnilega skýrum stöfum að hluthafar hins sameinaða Straums-Burðaráss, um 20 þúsund manns, muni innan tíðar eignast beinan hlut í Avion Group, og verða þannig óbeinir eigendur Eimskips. Þetta á að gerast ekki síðar en næsta sumar, þegar Avion Group fer á markað. Eftir þá breyt- ingu verða eigendur Eimskips fleiri en nokkru sinni fyrr. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.