Fréttablaðið - 05.08.2005, Page 25

Fréttablaðið - 05.08.2005, Page 25
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005 Kastsýning með Klaus Frimor Klaus Frimor kastkennari hjá Loop í Svíþjóð verður með kastsýningu á Klambratúni föstudaginn 5. ágúst kl 18:30. Enn fremur verður hann með kastkennslu dagana 6-7 ágúst. Klaus er án efa einn besti skot- línu kastkennari sem hefur komið til Íslands. Hann er af mörgum kunnur sem leiðsögu- maður og hefur hjálpað mörg- um að ná í lax og silung bæði hér á landi og erlendis. Áhugasamir geta snúið sér til Útivistar og veiði til skráningar á námskeið hjá honum, eða sent meil á benni@utivistogveidi.is Í ágúst er veittur 15 prósenta afsláttur af tölvunámskeiðum hjá Tölvu- og verkfræðiþjón- ustunni. Tölvu- og verkfræðiþjónustan hefur um nokkurt skeið starfrækt tölvuskóla TV og haldið skemmti- leg tölvunámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Í ágúst er veittur sér- stakur haustafsláttur af nám- skeiðunum og því um að gera að nota haustið til að auka við þekk- ingu sína á tölvum. Veittur er 15 prósenta afsláttur af öllum nám- skeiðunum en verðið er misjafnt eftir námskeiðum. Meðal námskeiða má nefna Fingrasetningu, námskeið í Word og almennri ritvinnslu, Photoshop námskeið, Freehand námskeið, internetið frá A til Ö, stafræn ljósmyndun og vefsíðugerð í Front Page. Athugið að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms í tölvuskólanum og einnig fá félag- ar í VR, Eflingu og ýmsum öðrum stéttarfélögum afslátt. Nánari upplýsingar um námskeiðin má nálgast á heimasíðu Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar: www.tv.is. Pizza Hut býður unglingum upp á gott tilboð. Þeir unglingar sem leggja leið sína á Pizza Hut þessa dagana geta keypt pítsu og gos á sérstöku unglingatilboði. Lítil margaríta og stór flaska af pepsí kosta að- eins 800 krónur. Tilboðið gildir fyrir krakka á aldrinum 12 til 18 ára. Athugið að tilboðið gildir ein- ungis í veitingasal en ekki þegar pantað er í heimsendingu. Veit- ingasalir Pizza Hut eru á Nordica, Sprengisandi og í Smáralind. Tölvunámskeið á góðu verði Unglingatilboð á pítsum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.