Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 32
Jack Nicklaus er án efa einn besti kylfingur sögunnnar ef ekki sá besti. Í viðtali við Golf Digest tímaritið í fyrra sagði Nicklaus ýmislegt skemmtilegt sem sýnir á margan hátt hvernig hann lítur á golfíþróttina og hvaða mann hann hefur að geyma. Hér koma nokkrar tilvitnanir úr viðtalinu: 4 ■■■ { GOLF } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ég vil frekar hafa tveggja högga forystu fyrir lokadag móts en að vera tveimur höggum á eftir efsta manni. Reyndar verð ég að segja að það er líklega auðveldara að vinna mót þegar maður eltir for- ystusauðinn. Það er enginn ótti fólginn í því að elta menn - aftur á móti getur maður orðið skít- hræddur þegar maður er eltur.“ Ég trúi ekki á heppni. Ekki í golfi. Vissulega getur boltinn skoppað vel fyrir mann eða illa en boltinn er kringlóttur eins og holan. Ef maður er í þeirri aðstöðu að óska eftir smá heppni til að höggið tak- ist þá er maður í virkilega vondum málum.“ Maður verður að útiloka efann. Efinn er ömurlegur.“ Það er nauðsynlegt að kunna að tapa. Faðir minn kenndi mér það. Sá sem vann hlýtur að hafa verið ansi góður víst hann sigraði þig.“ Ef farsími eða myndavél truflar þig þegar þú ert úti á golfvelli þá ertu ekki nógu einbeittur. Ef þú ert algjörlega einbeittur að því að slá næsta högg læturðu ekkert trufla þig - þú heyrir ekkert.“ Eins og þú veist þá er engin leið að losa sig við lag sem maður fær á heilann strax þegar maður er á fyrsta teig. Maður verður bara að vona að lagið sé gott. Ég hef leikið mjög vel með ‘Jamaica Farewell’ (Harry Belafonte) glymjandi í hausnum á mér. Þá er mjög erfitt að leika illa með ‘Raindrops Keep Fall- ing on My Head’ á heilanum.“ Þegar ég flýg í þyrlu óska ég alltaf eftir því að fá að sitja við hliðina á flugmanninum með stjórntæki fyrir framan mig ef það skyldi eitthvað koma fyrir flug- manninn. Ég er engin sérfræðingur, en ég kann nóg til að geta lent þyrlu. Ég hræðist ekkert meira en að hafa ekki stjórn á hlutunum.“ Ég held að ég eigi eftir að leika tennis löngu eftir að ég hætti í golfi. Golf er líkamlega mikið erfið- ari íþrótt en tennis.“ Ég er ekki mikill drykkjumaður í dag. Ég fæ mér kannski þrjá bjóra á ári, ef þá það. Vissulega var þessu aðeins öðruvísi farið þegar ég var yngri. Þegar ég var í háskóla reyndi ég að drekka allan bjór í Columbus í Ohio.“ Ég trúi ekki á heppni JACK EÐA TIGER? Þegar Lee Trevino var spurður að því hvor væri betri Nick- laus þegar hann var upp á sitt besta eða Tiger Woods sagði hann: „Tiger eða Jack - það er mjótt á munum. Ef það væri hægt að koma því í kring að þeir léku átján holur báðir á toppi ferilsins þá myndi ég veðja á Jack. Hann sló lengra en Tiger, var betri púttari og hafði alltaf betra leikskipulag en andstæðingurinn. Þegar Nicklaus var uppi á sitt besta fann hann alltaf leið til að sigra.“ Einbeittur Nicklaus Nicklaus segir að ef farsími eða myndavél trufli menn þegar þeir eru úti á golfvelli þá séu þeir ekki nógu einbeittir. Hin fimmtán ára gamla Michelle Wie er undrabarn í golfi. Í fyrra, þegar hún var aðeins fjórtán ára, lék hún í móti á bandarísku móta- röðinni. Hún komst reyndar ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu, sem var haldið á Hawaii, en það munaði grátlega litlu. Hún var að- eins einu höggi frá því. Parið á vellinum var 70 högg. Hún lék á 72 höggum fyrsta daginn en 68 annan daginn. Samtals var hún því á pari en þurfti að vera einu höggi undir pari til að komast áfram. Já, svo við höfum það á hreinu þá erum við að tala um mót á bandarísku karlamótaröðinni. Hún lék með mörgum af bestu karl- kylfingum veraldar. Það er oft sagt um ungt fólk að það hræðist ekki neitt. Hvaða kylfingur hefur ekki séð átta ára gutta ganga að boltanum og taka nokkrar æf- ingasveiflur með drævernum. Þegar maður horfir á sveifluna hefur maður á tilfinningunni að pjakkur- inn ráði ekkert við þetta. En annað kemur í ljós, hann gengur að bolt- anum og slær hundrað metra. Þetta er svo einfalt. Wie er einmitt gædd þessum kost. Hún er ung og hræðist ekki neitt. Hún mætir full sjálfs- trausts á fyrsta teig. „Mér er alveg sama þó ég slái bolt- ann út í skóg,“ segir Wie. „Ég lít bara á það sem lítið ævintýri. Þegar boltinn liggur í þykku grasi milli trjáa verður leikurinn fyrst spenn- andi. Ernie Els kenndi mér líka frá- bært golfhögg á Sony-mótinu. Hann sagði að ef boltinn lægi í mjög þykku grasi fyrir utan flöt ætti ég ekki að slá niður á hann til að reyna að koma honum einhvern veginn út úr því eða verða pirruð. Ernie sagði að ég ætti að slaka vel á og taka 60 gráðu ‘wedge’ úr pok- anum. Síðan ætti ég að taka langa mjúka sveiflu og slá aðeins fastar en ég raunverulega héldi að þyrfti og fylgja vel á eftir. Ég prófaði þetta og það er ótrúlegt hvað þetta virkar vel. Boltinn flýgur úr karg- anum og á flötina.“ FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G ET TY Michelle Wie Bandaríska undrabarnið hefur mjúka og fallega sveiflu. Fimmtán ára og hræðist ekki neitt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.