Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 46

Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 46
Á hverju ári er fórnarlamba kjarnorkusprenginganna í Hiro- shima og Nagasaki 6. og 9. ágúst árið 1945 minnst með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn. Í dag eru tuttugu ár frá fyrstu kertafleytingunni. „Við hjá Sam- tökum herstöðvaandstæðinga fengum bréf frá Japan með tveimur kertum þar sem þeir báðu okkur um að fleyta kertum á vatni í minningu fórnar- lambanna,“ segir Ingibjörg Har- aldsdóttir, sem var ein þeirra sem skipulögðu athöfnina árið 1985. „Þetta er á þeim tíma þegar kjarn- orkuvopnakapphlaupið er á fullu. Verið að setja upp kjarnaflaugar í Evrópu og ráðagerðir um að setja kjarnorkuvopn um borð í skip og kafbáta. Friðarhreyfingar um all- an heim voru þá mjög virkar í baráttu gegn þessum kjarnorku- áætlunum,“ segir Ingibjörg og bætir við að á sama tíma hafi menn fengið aðgang að skjölum frá Japan og kvikmyndum sem teknar voru í Hiroshima og Naga- saki og höfðu verið hernaðar- l e y n d a r m á l fram að því. „Þetta var í rauninni hluti af a l þ j ó ð l e g r i vakningu gegn kjarnorkuvopn- um,“ segir Ingi- björg en sam- tökin létu útbúa um 300 kerti til að fleyta á tjörn- inni. Hún segir það hafa komið á óvart hve marg- ir mættu á staðinn. „Kertin voru rifin út og þau kláruðust öll,“ segir Ingibjörg en samstarfshóp- ur friðarhreyfinga hefur staðið að kertafleytingunum frá 1986. Þó að sprengingin í Hiroshima hafi orðið hinn 6. ágúst var ákveð- ið að halda minningarathöfnina að kvöldi þess fimmta enda væri þá morgunn í Hiroshima. Athöfnin markaði upphaf friðarviku árið 1985 sem endaði með Keflavíkur- göngu. Ávallt hefur verið góð mæting á kertafleytinguna. „Það koma þarna allir aldurshópar, bæði börn og gamalmenni. Það myndast mjög sérstök stemning því fólk upplifir þetta sem einhvers konar framlag eða yfirlýsingu um af- stöðu sína,“ segir Ingibjörg, sem telur tilgang athafnarinnar tví- þættan. Annars vegar að minnast hörmunganna í Japan og hins vegar sem hluta af almennum friðarhugmyndum. Í ár fer kertafleytingin fram klukkan 22.30 þriðjudagskvöldið 9. ágúst bæði í Reykjavík og á Akureyri. Klukkan hálf níu fyrir kertafleytinguna er efnt til sam- komu í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík þar sem sænski rithöf- undurinn og fræðikonan Monica Braw heldur erindi um kjarnorku- árásirnar og áhrif þeirra á jap- anskt og bandarískt þjóðfélag. Guðmundur Georgsson læknir flytur ávarp, en hann heimsótti Hiroshima og Nagasaki og kynnti sér afleiðingar sprengjunnar fyrir tveimur áratugum. ■ 26 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR MARILYN MONROE (1926-1962) lést þennan dag. Óskin barst frá Japönum KERTUM FLEYTT Á REYKJAVÍKURTJÖRN Í FYRSTA SINN FYRIR 20 ÁRUM „Hollywood er staður þar sem þér eru borgaðir þús- und dollarar fyrir koss en fimmtíu sent fyrir sál þína.“ - Marilyn Monroe var bandarísk leikkona og eitt mesta kyntákn tuttugustu aldar. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Þorsteinn Óskar Guðlaugsson, bóndi og bifreiðastjóri, Ölvaldsstöðum 4, Borg- arbyggð, lést fimmtudaginn 28. júlí. Steinþór Jensen, kaupmaður, Norður- byggð 16, Akureyri, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 31. júlí. JAR‹ARFARIR 13.00 Bergur Sigurbjörnsson, Háalundi 6, Akureyri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.00 Elsa Kristín Guðlaugsdóttir, frá Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg. 13.00 Guðbjörg Þórðardóttir, kennari, Granaskjóli 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju. 13.00 Margrét Björnsdóttir, Hlíðarhús- um 3, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Grafarvogskirkju. 13.00 Matthías Andrésson, útskurðar- kennari og fyrrverandi tollvörður, Lækjasmára 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Ingimar Kr. Skjóldal, Skálateigi 1, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Vilhjálmur Heiðar Snorrason, Ís- hússtíg 5, Keflavík, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Jakob Nikulásson verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. KERTUM FLEYTT Í FYRSTA SINN Fjöldi fólks lagði leið sína að Reykjavíkurtjörn árið 1985 til að minnast fórnarlamba í Hiroshima og Nagasaki 40 árum fyrr. Tuttugu og tveir félagar í IRA voru þennan dag árið 1983 dæmdir í samtals fjögur þúsund ára fangelsi í einum umfangsmestu réttarhöldum sem haldin hafa verið í Norður-Ír- landi hvað varðar fjölda sakborn- inga. Fjórir hinna ákærðu hlutu lífs- tíðardóm en alls voru 38 ákærðir. Kevin Malgrew, sem var ákærður fyr- ir flest atriði, 84 talsins, hlaut 963 ára fangelsisdóm. Kallaði dómarinn hann miskunnarlausan hryðjuverka- mann og ófæran um iðrun. Flestir IRA-félaganna voru dæmdir eftir upplýsingum frá uppljóstrara sem kallaður var „supergrass“, Christopher Black. Hann hlaut frið- helgi fyrir vikið. Dómarinn klæddist skotheldu vesti öll réttarhöldin og eins og allir dómarar í slíkum mál- um naut hann lögregluverndar það sem eftir var lífsins. Dómarinn sýndi þó vægð í nokkrum tilvika. Hann sleppti þrettán lausum og póstburðarmaðurinn Francis Murphy fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að lána IRA-félaga búning sinn til að sá gæti framið morð. Móðir Murphys var sýknuð fyrir að brenna síðar búninginn. „Margar mæður hefðu gert slíkt hið sama,“ sagði dómarinn. Árið 1986 fengu átján af þeim sem dæmdir voru dóm sinn ógiltan. 5. ÁGÚST 1983 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1873 Rúmlega 150 Íslendingar leggja af stað til Vesturheims frá Akureyri með skipinu Queen. 1874 Þjóðhátíð hefst á Þingvöllum í tilefni af 1000 ára afmæli Ís- landsbyggðar. Kristján IX Danakonungur er viðstaddur. 1875 Bólu-Hjálmar andast í beitar- húsum frá Brekku. 1914 Fyrstu umferðarljósin eru sett upp í Bandaríkjunum. 1963 Bretar, Bandaríkjamenn og Sovétmenn undirrita sam- komulag um bann við kjarn- orkutilraunum. 2000 Guðrún Arnardóttir setur Ís- landsmet í 400 metra grind- arhlaupi á móti í London. Dæmdir í fangelsi í 4.000 ár Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna and- láts móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Sigurbjargar Helgadóttur Hornbrekku, Ólafsfirði. Ragnheiður Brynjólfsdóttir Gunnar Berg Helga Pálína Brynjólfsdóttir Jón Gauti Jónsson Sigrún Helga Guðjónsdóttir Brynjólfur Sveinn Birgisson, Silja Bára Ómarsdóttir, Brynjólfur Ómarsson, Brynjólfur Sveinsson, Sandra Hrönn Sveinsdóttir, Birkir Guðjón Sveinsson og langömmubörn. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, Matthías Andrésson útskurðarkennari og fyrrverandi tollvörður, Lækjarsmára 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Kristín Eggertsdóttir Ásrún Matthíasdóttir Jón Friðrik Sigurðsson Marta Matthíasdóttir Eggert Matthíasson Nanna Pálsdóttir Þórhallur Matthíasson Elsa María Davíðsdóttir og barnabörn www.steinsmidjan.is AFMÆLI Páll Sigurjónsson, stjórn- arformaður og fyrrverandi forstjóri Ístaks, er 74 ára. Ingimar Einarsson, Fífusundi á Hvanneyri, er 70 ára í dag. Hann verður að heiman. Rósa Ingólfsdóttir, fyrrver- andi þula, er 58 ára. Óðinn Jónsson fréttamað- ur er 47 ára. Jóakim Reynisson kvikmyndagerðarmaður er 44 ára. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, er 32 ára. Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) er 28 ára. INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR SÉRSTÖK STEMNING Allir aldurshópar mæta á hverju ári til að fleyta kertum á Tjörninni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.