Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 57

Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 57
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005 37 FRÉTTIR AF FÓLKI HLJÓÐFÆRANÁMSKEIÐ Bassanámskeið Gítarnámskeið fyrir leikskólakennara og foreldra Innskráning í haustönn Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er hafin. Námskeiðin sem haldin eru í skólanum eru um margt frábrugðin öðru tónlistarnámi, þar sem námsskráin miðar út frá því að miðla þekkingu um tónlistarbransann. Áhersla er lögð á hljóðversvinnu og miðlun gagnlegra upplýsinga sem nýtist þeim sem vilja starfa við tónlist í framtíðinni. Leiðbeinendur við skólann eru allt valinkunnir fagmenn úr íslensku tónlistarflórunni. Trommunámskeið Lengra komnir gítarleikarar Reykjavík Music Productions • Kringlan 7 • 103 Reykjavík • Iceland • Tel.: +354 534-9090 • Fax +354 534-9091 • info@reykjavikMP.com • www.reykjavikMP.com Einn umsetnasti stúdíóbassaleikari þjóðarinnar, Róbert Þórhallsson, sér um bassanámskeiðin fyrir TÞB. Þetta eru 10 vikna námskeið þar sem farið er í öll lykilatriði bassaleiks. Lögð er áhersla á bassaleik í hljóðveri, samspil og bassaleik í mismunandi stílbrigðum popptónlistar. Námskeiðinu lýkur með upptökum í hljóðveri Reykjavik Music Productions. Ólafur Hólm, trommuleikari Todmobile, Ný Danskrar og Dúndurfrétta er sérlegur trommukennari TÞB. Hann mun miðla reynslu sinni og hæfni á tíu vikna námskeiði. Allir grunnþættir trommuleiks eru á dagskránni á þessu námskeiði og er sérstaklega farið inn á trommuleik í hljóðveri. Námskeiðið endar með upptökum í hljóðveri Reykjavik Music Productions. Lengd námskeiðs: 10 vikur. (1 tími í viku. 2 einkatímar og 8 hóptímar) Aldur: 14 ára og eldri. Verð: Kr 46.000. kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Lengd námskeiðs: 10 vikur. (1 tími í viku. 2 einkatímar og 8 hóptímar) Aldur: 14 ára og eldri. Verð: Kr 46.000. kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Langar þig að læra á gítar? Viltu vera stjarnan í partýinu eða geta spilað lag fyrir ástina þína? Langar þig kannski bara að koma þér af stað og stofna í kjölfarið rokkhljóms- veit? Einhversstaðar verða menn að byrja og þetta námskeið er kjörinn byrjunarreitur. Kennt verður í 5-10 manna hópum sem verður raðað niður eftir stöðu hvers og eins. Að námskeiði loknu er markmiðið að nemendur kunni öll helstu undirstöðuatriði gítarleiks. Lengd námskeiðs: 12 vikur (10 hóptímar og 2 einkatímar) Kennarar: Vignir Snær Vigfússon (Írafár) og Gunnar Þór Jónsson (Sól Dögg) Aldur: Fyrir alla aldurshópa Verð: 38.800 kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Í hóp fyrir lengra komna verur fari í nokkur þekktustu lög rokksögunnar, kenndar upphafslínur og þekkt sóló úr lögum flytjenda á borð við Metallica, Led Zeppelin, Linkin´ Park og Nirvana. Uppbygging gítarsólóa og notkun skala er kennd í bland við skemmtileg gítar-"trix". Farið verður í mismunandi “karakter”-tegundir gítara og gítarmagnara og notkun þeirra í hljóðverum. Lengd námskeiðs: 12 vikur (10 hóptímar og 2 einkatímar) Kennarar: Vignir Snær Vigfússon (Írafár) og Gunnar Þór Jónsson (Sól Dögg) Aldur: Fyrir alla aldurshópa Verð: 38.800 kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Gítarnámskeið fyrir leikskólakennara og foreldra þar sem farið verður yfir grunnatriði gítarleiks. Eftir 12 vikna námskeið er markmiðið að þáttakendur kunni öll helstu gítargripin og þar að auki mörg helstu barna- og vísnalög sem þekkt eru á meðal íslensku þjóðarinnar. Lengd námskeiðs: 12 vikur (10 hóptímar og 2 einkatímar) Kennarar: Vignir Snær Vigfússon (Írafár) og Gunnar Þór Jónsson (Sól Dögg) Verð: 42.800 kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Gítarnámskeið fyrir byrjendur SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIN FER FRAM Á WWW.TONVINNSLUSKOLI.IS OG Í SÍMA 534 9090 Nú stendur til að gera heimildar-mynd um hina gríðarlega vinsælu þætti Vini. Allir „vinirnir“ munu taka þátt í gerð myndarinnar nema Jenni- fer Aniston, sem hætti við á síðustu stundu. Ástæða þess liggur ekki fyrir en tvær skýr- ingar þykja líklegastar, ann- ars vegar sú að hún sé enn miður sín eftir skiln- aðinn við Brad Pitt og hins vegar að hún vilji hrista af sér ímynd Vina-karaktersins Rachel Green fyrir fullt og allt. Kate Hudson er ekki að stressa sigof mikið á lífinu. Hún sagði ný- lega í viðtali að þó hún vildi auðvitað frekar að eigin- maður hennar, Chris Robinson, yrði henni trúr þá skildi hún vel að krafa um einkvæni væri ekki alltaf raunhæf. „Ef, af ein- hverjum ástæðum, hon- um finnst hann þurfa eitt- hvað annað, þá vil ég ein- faldlega ekki vita af því,“ sagði hún. „Láttu mig bara ekki góma þig.“ Michael Jackson og fyrrverandieiginkona hans Debbie Rowe eru við það að ná samkomulagi um skiptingu forræðis yfir börnum sínum. Árið 2001 skrifaði Rowe undir samn- ing þar sem hún afsalaði forræði sínu algjörlega en þrem- ur árum síðar sner- ist henni hugur og dómari ógilti samninginn. Und- anfarið ár hafa Michael og Debbie því reynt að komast að niður- stöðu sem bæði gætu sætt sig við og lausnin er nú loksins í sjónmáli. Debbie stóð sem klettur við hlið Michaels í réttarhöld- unum yfir honum fyrr á þessu ári og nokkuð hlýtt er milli hjónanna fyrr- verandi. „Lausn málsins mun vera fullnægjandi fyrir báða aðila,“ sagði Michael Abrams, lögfræðingur Jacksons. Lisa Kudrow hefur nú snúið séraftur að sjónvarpinu og leikur að- alhlutverkið í grínþáttunum The Comeback. Þar bregður hún sér í hlutverk leikkonunnar Valerie Cher- ish, sem er fölnandi sjónvarpsstjarna að reyna að endurlífga feril sinn. Gárungar vestra hafa haft á orði að hún þurfi nú ekki að leita langt yfir skammt að innblæstri þar sem hún sjálf sé fölnandi sjónvarps- stjarna, en hún þykir engu að síður standa sig feikna- vel í hlutverkinu. Britney Spears vill skíra ófættbarn sitt Charlie eftir aðalper- sónu bókarinnar Charlie and the Chocolate Factory. Nýverið var gerð kvikmynd eftir sögunni þar sem Johnny Depp leikur aðalhlutverkið en Britney var ein af þeim stjörnum sem boðið var á frumsýninguna. „Þetta væri frábært nafn fyrir stelpu eða strák og ég vil fá mér húðflúr með nafninu til að fanga augnablikið að eilífu,“ sagði poppskvísan. Kevin Federline, eignmaður Britneyjar, er ekki jafn spenntur fyrir nafninu og vill heldur að barn- ið heiti Kevin verði það drengur. Ég og hinn slóvakíski Michael sát- um tveir einir á fyrsta farrými á leiðinni til Davos. Hann er rithöf- undur og á víst að vera þekktur í sínu heimalandi. Hann er mikill að- dáandi GusGus. Ég hélt að hann væri samkynhneigður en svo var víst ekki. „Það sem ég geri í mínu svefnherbergi kemur engum við,“ sagði hann þegar ég baðst afsökun- ar á þessum misskilningi. „Allt í góðu, þú ert ekki sá fyrsti.“ Hann er að skrifa bók um náunga sem er internetklámfíkill og ferðast um Evrópu til þess að losna frá því. Ferðin frá Schaan til Davos er með þeim fallegri sem ég hef farið. Hægt og bítandi fórum við upp í fimmtán hundruð metra hæð. Davos er staðurinn þar sem ríka fólkið fer á skíði, hér hittast stjórn- málamenn og G8-þjóðirnar voru víst með fund hérna líka. Þegar ég sté af lestinni mætti mér svo ferskt fjallaloft að ekki einu sinni bílarn- ir gátu eyðilagt það. Gærkvöldið var ansi skraut- legt. Ráðstefnugestirnir höfðu víst haldið vöku fyrir fólkinu á gistiheimilinu í nokk- uð langan tíma og eigand- inn hafði fengið nóg. Það yrði ekkert áfengi selt um kvöldið. Ráðstefnu- gestirnir létu það þó ekki á sig fá heldur gengu í hálf- tíma til höfuðborgarinnar Vaduz. Ég hitti þá á litlum bar og ræddi við hollenska lesbíu um stelpu sem var að vinna á barnum. Við komumst að því að sú ágæta stelpa væri ekki okkar týpa. „Hún er ekki með rass,“ sagði hún og ég kinkaði kolli henni til sam- þykkis. Rómantíkin blómstraði í hverju horni en ekkert bólaði á símtali frá austurrísku stelp- unni. Kannski myndi eittt- hvað gerast í alpaþorpinu Davos, sem var eins og klippt út úr James Bond- mynd. REISUBÓKARBROT FREYR GÍGJA BLAÐAMAÐUR ER Á LEIÐ Á RÁÐSTEFNU UM RÉTTINDABARÁTTU UNGS SAMKYNHNEIGÐS FÓLKS Í EVRÓPU. Fallegasta fjallalei›in Uppselt er í stúku á tónleikasöngvarans Joe Cocker í Laug- ardalshöll hinn 1. september. Cocker hefur verið einn vinsæl- asti söngvari heims síðan hann sló í gegn á Woodstock árið 1969 og á ófáa sígilda slagara. Cocker er í tónleikaferð til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Heart & Soul, þar sem hann flyt- ur hin ýmsu lög á sinni einstæða hátt. Á meðal laga á plötunni eru One eftir U2, Everybody Hurts eftir R.E.M. og Jealous Guy eftir John Lennon. Miðasalan á tónleikana fer fram í verslunum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi, Pennan- um Akranesi og á www.concert.is. Miðaverð er 5.500 krónur. ■ JOE COCKER Tónleikar kappans í Laugar- dalshöll verða fyrsta september. Uppselt í stúku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.