Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 62

Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 62
42 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Það hefur að vonum vakið athygliað samkvæmt nýrri Gallup-könnun telja 37% Reykvíkinga Gísla Martein Baldursson líklegastan til að leiða lista sjálfstæðismanna til sigurs í næstu borgar- stjórnarkosningum. Gísli Marteinn hefur svarið könnunina af sér þótt hún virðist runnin undan rifj- um stuðningsmanna hans en talsmaður að- standenda könnunarinnar, Einar Örn Ólafsson, er nágranni Gísla Marteins á Melhaganum. Þeir sem könnunin var gerð fyrir hafa upplýst hvernig fylgi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins skiptist eftir aldri og kyni aðspurðra. Þeir sem lentu í úrtaki Gallup voru þó ekki aðeins spurðir um viðhorf sín til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins heldur einnig hvernig þeir hygðust verja at- kvæði sínu í næstu borgarstjórnarkosning- um. Það vekur því óneit- anlega forvitni að að- standendur könnunnarinn- ar hafa ekki gefið neitt uppi um það hvernig fylgið skiptist á milli frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eft- ir því hvernig hinir spurðu hugðust kjósa í næstu kosningum og því er ekki úr vegi að ætla að sú niðurstaða sé aðstandendum könnunnarinnar ekki að skapi og hún því látin liggja milli hluta. Þar til annað kemur í ljós má því ætla að sá maður sem næst- flestir borgarbúar telji að geti sigrað R-listann, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, eigi jafnvel frekar upp á pallborðið hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins en Gísli Marteinn. Indverska söngprinsessan Leonciehefur lengi haft í hyggju að yfirgefa Ísland en nú segist hún vera byrjuð að pakka niður. Hún segist vera búin að fá sig fullsadda af spilltu kerfinu á Íslandi og ráðherrum sem þekki ekki muninn á réttu og röngu. Leoncie hefur margsinnis kvartað undan ofsóknum og kynþáttafordómum samborgara sinna á Ís- landi og segist hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla á hrakförum sínum á Íslandi. Leoncie er að sögn mjög ánægð með þá ákvörð- un sína að yfirgefa klakann enda selj- ist nýja platan hennar, Invisible Girl, vel á erlendri grundu. Hún er orðin svo langþreytt á Íslendingum að hún segist ekki einu sinni munu heim- sækja landið aftur eftir að hún flytur á brott. Hún hafi meira að segja sagt Viktori, íslenskum eiginmanni sínum, að hún muni skilja við hann reyni hann að draga sig aftur til landsins. Humar 1.290,-kr.kg Ótrúlegt verð á fínum humri. „Mér fannst yndislegt að vakna í morgun og vera kóngur Íslands,“ segir hinn nýkrýndi dragkóngur Íslands ársins 2005, Halla Frí- mannsdóttir. Hún vann hug og hjörtu viðstaddra á Gauki á Stöng á miðvikudagskvöld þegar Drag- keppni Íslands fór þar fram. Halla kom fram í gervinu Tino the latino lover, daðrara af guðs náð, sem talaði ensku með spænskum hreim og dansaði tangó yfir sviðið. „Ég átti ekki von á þessu en ég keppti þó að sjálfsögðu til sigurs. Ég var búin að undirbúa mig í tvær vikur og inni í því var ströng fimm daga tangókennsla.“ Að- spurð hvers vegna hún hefði valið persónu spænska daðrarans segir hún: „Þetta er spurning um per- sónusköpun. Drottningarnar eru svo oft tíkarlegar og orðhvassar og ég vildi frekar vera daðrari dauðans. Mér finnst latínógæjar vera sérstaklega góðir í því. Tino talar ensku með spænskum hreim og það vill svo skemmtilega til að það býr maður hjá mér í mánuð sem er frá Ítalíu. Við tölum saman á ensku og ég náði þessum hreim snögglega.“ Halla hafði áður farið á leiklist- arnámskeið hjá Maríu Pálsdóttur og lærði ýmislegt gagnlegt þar. „Ég lærði þar að vera kóngur í einn dag, búa til gervið og sjá hvað það er sem menn gera öðru- vísi en við. Þeir hafa til dæmis öðruvísi augnaráð, standa öðru- vísi, eru með minni mýkt í líkam- anum og gera bara einn hlut í einu en ekki marga eins og konur,“ seg- ir hún og skellir upp úr. „Úps, þetta var hart skot á karlkynið.“ Aðspurð hvort titillinn sé henni mikilvægur segir Halla að hann sé ekki beinlínis mikilvægur fyrir hana sjálfa. „Frekar finnst mér það skipta miklu máli fyrir drag- keppnir almennt að það sé búið að brjóta blað í sögunni hér á Íslandi og stelpur fái loksins að taka þátt. Það er æðislegt og ég vona að þetta sé hvatning til fleiri stelpna að skrá sig. Það skiptir ekki máli hvort þú ert sam-, tví- eða gagn- kynhneigður því þetta snýst um persónusköpun, er leikur og ákveðin tegund af leikhúsi. Ég fékk að minnsta kosti mjög mikið kikk út úr þessu,“ segir Halla, sem vinnur dags daglega sem ráð- gjafi hjá Hinu húsinu. Hún verður að sjálfsögðu mjög sýnileg á Gay Pride hátíðinni sem nú stendur yfir og sérstaklega í skrúðgöng- unni á laugardaginn. hilda@frettabladid.is TINO THE TANGO LOVER Halla Frímannsdóttir brá sér í gervi spænska daðrarans í Dragkeppni Íslands á miðvikudagskvöld. Hún heill- aði viðstadda upp úr skónum og vann að sjálfsögðu keppnina. HALLA FRÍMANNSDÓTTIR: DANSAÐI TIL SIGURS Í DRAGKEPPNI ÍSLANDS 2005 Latínódaðrari af guðs náð FRÉTTIR AF FÓLKI ... fá Róbert Douglas og aðrir að- standendur kvikmyndarinnar Strákarnir okkar fyrir að fá hana inn á kvikmyndahátíðina í Toronto í Kanada. HRÓSIÐ Einhvern veginn upplifir maður öll sín verstu augnablik þegar það má alls ekki gerast. Að því er virðist er eitt- hvert æðra máttarvald sem ákveður það fyrir okkur. Svo eru örugglega einhver efni í líkamanum sem koma fram um leið og stress sem hjálpar til við að setja mann í þessar ömurlegu aðstæður. Mér svelgist til dæmis aldrei á nema þegar ég er á mikil- vægum fundi, í leikhúsi eða á deiti. Þá byrjar það þannig að mér tekst ekki að kyngja munnvatninu rétt og ég fæ svakalegt hóstakast. Hóstakastið verður að einhverju sem líkist því þegar maður er að kafna, ég svitna og verð eldrauð í framan. Þá er alveg á tæru að allir þeir sem eru staddir í 3ja kílómetra radíus eru búnir að taka eftir panikkinu og farnir að glápa. Þá verð ég vandræðaleg og roðna enn meira. Því næst spyr mig einhver hvort það sé í lagi með mig um leið og mér er klappað á bakið. Klappið er hins vegar meira eins og rýtingur í bakið því eftir svona kast er röddin í mér gersamlega lömuð og ég þarf að vandræðast við að segja „já“ svo allir heyri. Þegar þessi ömurlegu atvik mín hafa komið fyrir á deiti hafa þau þó aldrei haft neinar alvarlegri afleiðingar en brjál- æðisleg hlátursköst hjá okkur báðum. Ein kunningjakona mín fór öllu verr út úr svona atviki. Hún var loksins búin að fara á stefnumót með gæjanum sem hana var búið að dreyma um í lengri tíma. Stefnu- mótið fór svakalega vel og þau ákváðu að fara saman í sund daginn eftir. Staðráðin í því að heilla manninn þegar hún labbaði eftir bakkanum á leiðinni ofan í keypti hún sér svakalega pæjulegan sundbol. Hún er rosalega mikill kroppur og passaði sig að hann sæi sig vel á sundboln- um. Einhverra hluta vegna virtist hann henni afhuga og þau stoppuðu stutt í lauginni. Hann hringdi aldrei aftur! Nokkrum vikum seinna fór hún í sund með vinkonu sinni. Rétt áður en þær fóru út í laug fékk vinkonan móðursýkislegt hláturskast og benti á rassinn á henni því orðin stóðu á sér af hlátri. Þá var risastór saumspretta á rassinum á sundbolnum og það glampaði í beran bossann! Nú skildi hún af hverju mað- urinn hafði aldrei hringt aftur og íhugaði að fara í mál við íþróttavörubúðina sem seldi henni bolinn. Hún komst þó að þeirri niðurstöðu að hún hefði frekar átt að senda þeim blóm fyrir að sýna sér fram á hversu grunnhygginn maðurinn væri. Sannkallað lán í óláni því það er nauðsynlegt að geta hlegið að vitleysunni í hvort öðru. Sumir hafa einfaldlega ekki húmor, aumingja þeir! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR HEFUR SAMÚÐ MEÐ ÞEIM HÚMORSLAUSU. Lán í óláni Þeir sem vilja heyra nýjustu plötu Sigur Rósar, Takk, sem kemur út 13. september geta stimplað sig inn á heimasíðuna oink.me.uk en þangað var henni nýlega lekið. Þessi tíðindi hljóta að koma sér illa fyrir sveitina og útgáfu- fyrirtæki hennar, rúmum mánuði áður en platan kemur út. Jónsi, söngvari Sigur Rósar, var stadd- ur í Ástralíu með hljómsveit sinni þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segist hafa verið bú- inn að heyra af þessu en kippti sér lítið upp við tíðindin. „Ég held að þetta skipti ekki neinu máli og er bara fínt. Netið er búið að gera okkur svo gott. Margt fólk hefur kynnst tónlist- inni okkar í gegnum netið þannig að ég held að þetta sé til góða, þó að þetta sé dálítið leiðinlegt. Þetta eyðileggur smá spennu fyrir fólki. En þetta er búið að gerast og þá gerist það og menn verða að sjá það góða í því,“ segir hann. Jónsi býst ekki við að útgáfu- degi plötunnar verði flýtt eins og oft er gert með plötur sem er lekið svo snemma á netið. Að- spurður segir Jónsi að tónleika- ferð Sigur Rósar um heiminn hafi gengið rosalega vel og í raun framar öllum vonum. Hljóm- sveitin sé nýbyrjuð að spila nýju lögin á tónleikum og þau hafi komið vel út. ■ Lálárétt: 1 lagleg, 6 tæki, 7 stórfljót, 8 kveinstafir, 9 herma eftir, 10 reið, 12 skordýr, 14 óveður, 15 átt, 16 keyrði, 17 félaga, 18 sýniglugga. Lóðrétt: 1 megn, 2 askur, 3 leikar, 4 kunngjöri, 5 kyrra, 9 herðandi forskeyti, 11 hársveip, 13 jarðveg, 14 blóm, 17 hætta. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt:1snotur, 6tól,7pó,8æi,9apa, 10ill,12lýs,14rok,15sa,16ók,17vin, 18skjá. Lóðrétt:1stæk,2nói,3ol,4upplýsi,5 róa,9all,11lokk,13sand,14rós,17vá. SKÓLAVÖRÐUSTIG 2 Plata Sigur Rósar komin á neti› SIGUR RÓS Platan Takk með Sigur Rós er komin á netið, rúmum mánuði fyrir áætl- aðan útgáfudag. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.