Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 8
SAMFÉLAG Tuttugu og tvö prósent Ís- lendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima, ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyr- ir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihluta- hópum. Í könnuninni kemur fram að meirihluti Íslendinga telur að inn- flytjendur hafi haft góð áhrif á efnahagslífið og svaraði einn af hverjum fimm svo til að hagur sinn hefði batnað vegna fjölgunar inn- flytjenda meðan einn af hverjum tuttugu hélt hinu gagnstæða fram. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahússins, segir að mið- að við þessar tölur séu Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda af íbúum allra Norðurlandanna og þó víðar væri leitað. Fram kom á fundi þar sem nið- urstaðan var kynnt að karlar eru mótfallnari því en konur að börn sín giftist útlendingi. Fimmti hver karlmaður sagðist myndu verða ósáttur við slíkan ráðahag meðan helmingi færri konur svöruðu á þá lund. Einnig kom fram á fundinum að einn af hverjum sjö vildi ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstak- ling. Rauði kross Íslands sker nú upp herör gegn fordómum í garð inn- flytjenda og annarra minnihluta- hópa og í þeim tilgangi verður átaki undir kjörorðunum „Byggj- um betra samfélag“ ýtt úr vör á Menningarnótt. „Það verður poppað og rokkað í nafni málefnisins um helgina en þar með er ekki öll sagan sögð því þetta er verkefni til fjögurra ára,“ segir Konráð Kristjánsson, verk- efnisstjóri hjá Rauða krossi Ís- lands. jse@frettabladid.is DAGUR SKORDÝRANNA Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar, skordýrafræðings, og Odds Sigurðssonar, jarðfræðings, í dag laugardaginn 20. ágúst. www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 2 9 2 7 6 0 8 /2 0 0 5 Gengið verður um dalinn og hugað að þeim smádýrum sem þar búa. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler. Farnar verða 3 ferðir undir leiðsögn og hefst fyrsta gangan kl. 11:00, önnur kl.13:00 og sú þriðja kl. 15:00. Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur sem er opið öllum til skoðunar, en að lokinni göngu er boðið upp á svalandi drykki. Í Rafheimum stendur yfir ljósmyndasýning Odds Sigurðssonar á skordýrum og verður hún skoðuð. 8 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 www.icelandair.is/florida Florida Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Flug, gisting og bíll í átta daga Verð frá 50.490 kr. Ver› á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn, bíll í B-flokki 15.-23. nóv., 6.-14. des. og 10.-18. jan. Innifali›: Flug, bíll í 8 daga, flugvallarskattar og fljónustugjöld. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. AQABA, AP Þremur eldflaugum var skotið á skotmörk í Jórdaníu og Ísrael í gær. Ein sprakk rétt hjá bandarísku herskipi en önnur hafnaði nærri flugvelli. Einn mað- ur lést í árásinni. Eldflaugaárásin í gærmorgun var gerð frá pakkhúsi í jórdönsku hafnarborginni Aqaba en hún stendur við Rauðahafið en þaðan var þremur Katyusha-eldflaugum skotið áleiðs. Ein þeirra hafnaði nærri bandaríska herskipinu USS Ashland sem lá bundið við bryggju í borginni en það hafði verið við heræfingar á flóanum. Jórdanskur hermaður beið bana þegar sprengjuhleðsla flaugarinnar sprakk. Önnur flaugin lenti nærri sjúkrahúsi skammt frá vöru- skemmunni en ekki er vitað hvort hún hafi valdið manntjóni. Sú þriðja lenti á leigubíl nærri flug- vellinum í ísraelsku borginni Eilat, sem er fimmtán kílómetra frá Aqaba, en sú flaug sprakk þó ekki. „Ég heyrði mikinn hávaða og bíll- inn minn nötraði,“ sagði Meir Fahran bílstjóri en hann meiddist lítillega. Abdullah Azzam herdeildirnar, samtök tengd al-Kaída, hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en ekki er vitað hversu áreiðanleg sú yfirlýs- ing er. Lögreglan leitar nú fjög- urra manna sem leigðu pakkhúsið. Þeir eru íraskir og egypskir. - shg Samtök tengd al-Kaída láta til sín taka í Jórdaníu: Eldflaugaárás á bandarískt herskip GÍGUR MYNDAÐIST Hizbollah-samtökin og palestínskir skæruliðar beittu gjarnan Katyusha-eldflaugum á árum áður. Þær voru fyrst smíðaðar á heimsstyrjaldarárun- um og kölluðu Þjóðverjar þær „stalínska orgelið“. Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss: KEMUR EKKI Á ÓVART KÖNNUN „Þetta kemur ekki svo mikið á óvart í ljósi þeirrar neikvæðu fjölmiðlaumræðu sem á sér stað um múslima en engin vandræði hafa komið upp hér á landi sem gætu skýrt þetta,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, um niðurstöður könn- unarinnar, í henni kom fram að tutt- ugu og tvö prósent svarenda vildu síður búa í næstu íbúð við múslima. Einar segir að Biskupsstofa og Alþjóðahús standi að fundum þar sem fulltrúar frá stærstu trúarhóp- um landsins ræði um sameiginleg hagsmunamál og slík umræða sé líkleg til að eyða fordómum milli trúarhópa. - jse EINAR SKÚLASON Andstaða við að búa nærri geðfötluðum: ÞURFA REYNSLU HVOR AF ÖÐRUM KÖNNUN „Þetta eru sláandi töl- ur,“ segir Sigríð- ur Kristjánsdótt- ir, framkvæmda- stjóri Svæðis- skrifstofu mál- efna fatlaðra á Reykjanesi, um n i ð u r s t ö ð u r könnunar IMG Gallup sem leiddi í ljós að einn af hverjum sjö svar- endum vildi ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. „Ég tel að það sé með þessa fordóma eins og marga að þeir eru oftast sprottnir af einhverju sem fólk hefur sjálft ekki reynslu af en ef þessir tveir hópar, geð- fatlaðir og aðrir, fengju reynslu hvor af öðrum tel ég að viðhorf myndu breytast og umburðar- lyndi aukast.“ - jse SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Formaður Félags múslima á Íslandi: ÞARF AÐ EYÐA MISSKILNINGI KÖNNUN „Þetta er áminning til okkar að fara að kynna trú okk- ar og okkur sjálfa fyrir þjóð- félaginu því það er greinilega kominn upp mikill misskilning- ur sem nauðsynlegt er að eyða,“ segir Salmann Tamimi, formað- ur Félags múslima á Íslandi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup á viðhorfi Íslendinga til minnihlutahópa. „Það eru sláandi tölur að tutt- ugu og tvö prósent vilji ekki búa við hlið múslima og ég er undr- andi á því að Íslendingar, sem oft státa af því að vera umburð- arlynd þjóð, hafi svo bara um- burðarlyndi gagnvart sumum en ekki öðrum. Hvers konar um- burðarlyndi er það?“ - jse FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SALMANN TAMIMI TÖLURNAR ERU SLÁANDI. BLAÐAMANNAFUNDUR RAUÐA KROSSINS Konráð Kristinsson, Þórir Guðmundsson og Sigrún Árnadóttir frá Rauða krossi Íslands og Ásdís Ragnarsdóttir frá IMG Gallup röktu niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi á skrifstofu Rauða krossins í gær. Vilja síst búa nærri múslima Múslimar og ge›fatla› fólk eru fleir minnihluta- hópar sem Íslendingar vilja síst búa í næstu íbú› vi›. Flestir eru fló jákvæ›ir í gar› útlendinga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.