Fréttablaðið - 20.08.2005, Page 18
18 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
MERKISATBURÐIR
1741 Danski landkönnuðurinn
Vitus Bering finnur Alaska.
1898 Veitinga- og gistihúsið Val-
höll á Þingvöllum er vígt.
1933 Fyrstu bílferðinni yfir
Sprengisand lýkur að Mýri í
Bárðardal.
1942 Áhöfn vélbátsins Skaftfell-
ings bjargar 52 Þjóðverjum
af kafbátnum U-464 sem
sökkt hafði verið suður af
Hornafirði.
1975 Ómannaða geimfarið Viking
1 leggur af stað í leiðangur
til Mars.
1995 Hópur erlendra ferða-
manna lendir í hrakningum
á Vatnajökli. Átta voru flutt-
ir með þyrlu á sjúkrahús
vegna ofkælingar.
2000 Tiger Woods verður fyrsti
kylfingurinn til þess að
sigra á þremur stórmótum
á einu ári.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Guðmundar Benediktssonar
Dalbæ, Dalvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dalbæ fyrir góða og hlýlega
umönnun, einnig til lækna og hjúkrunarfræðinga á gjörgæslu-
deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Hermann Guðmundsson Margrét Arnþórsdóttir
Ingvar Guðmundsson Sigríður Ólafsdóttir
Kolbrún Hilmisdóttir
afa- og langafabörn
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
Einar Einarsson
frá Bjólu,
lést á Grund fimmtudaginn 4. ágúst. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey. Bestu þakkir til starfsfólks Grundar og Áss í Hveragerði.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Unnur Einarsdóttir Kristinn Gunnarsson
Hafsteinn Einarsson Gíslína Sigurbjartsdóttir
og fjölskyldur
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma,
Alda Sigurvinsdóttir
Barðastöðum 11, Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. ágúst.
Kristín S. Vilhelmsdóttir Atli Edgarsson
Guðmundur J. Vilhelmsson Jóndís Einarsdóttir
Ragna G. Vilhelmsdóttir Rudolf K. Rúnarsson
Linda B. Vilhelmsdóttir Óskar G. Óskarsson
Halldór G. Vilhelmsson Íris Ólafsdóttir
Alda Guðlaug, Bryndís Ósk, Ragnar Björn
Hanna Liv, Guðný Ása og Vilhelm Frank.
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
Jenný Oddsdóttir
Kárastíg 13b,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 18. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Lárus Arnþór Brown
Hjalti Már Hjaltason Hjördís Jóna Sigvaldadóttir
Guðni Pálmi Oddsson Kolbrún Hansen
og frændsystkini.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Jón Skafti Kristjánsson
vélstjóri,
Heiðargerði 19, Akranesi,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 16. ágúst.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 14.00.
Erna Gréta Ólafsdóttir
Kristján Jónsson Lilja Hákonardóttir
Sigríður Jónsdóttir Þórir Gunnarsson
Óli Þór Jónsson Jóhanna B. Andrésdóttir
og afabörn.
SIR FRED HOYLE (1915-2001)
lést þennan dag.
„Geimurinn er alls ekki afskekktur. Hann
er aðeins í klukkutíma fjarlægð ef bíllinn
gæti keyrt beint upp á við.“
Fred Hoyle var breskur stjarnfræðingur sem þekktur var fyrir óvenju-
legar kenningar. Einnig skrifaði hann vísindaskáldsögur.
timamot@frettabladid.is
www.steinsmidjan.is
Fyrir þrjátíu árum lagði hópur
átta vaskra félaga í Hjálparsveit
skáta í Reykjavík upp í ferð til
Evrópu og setti stefnuna á hæsta
tind álfunnar Mont Blanc. Með í
för var hin 22 ára Ólafía Aðal-
steinsdóttir sem varð þar með
fyrst íslenskra kvenna til að stíga
fæti á topp hæsta fjalls Evrópu.
Slíkar ferðir voru fremur
óvanalegar á Íslandi árið 1975.
„Kærasti minn og mágur höfðu
tveimur árum áður farið í fjalla-
skóla til Austurríkis og Sviss og
komu heim með vitneskju um bún-
að og fatnað en það hafði verið
stöðnun í þessum málum á Íslandi
síðan fyrir miðja öld,“ segir Ólafía
þegar hún rifjar upp aðdraganda
ferðarinnar. „Maður var allan vet-
urinn að safna gjaldeyri og kaupa
á svörtu því þá voru gjaldeyris-
höft,“ minnist
Ólafía sem
fór utan með
fullar hendur
fjár til að
versla búnað-
inn í ferðina
en hann
fékkst ekki
hér á landi.
„ Þ a n n i g
vildi til að
þetta ár var
a l h e i m s m ó t
skáta í Noregi
og ég fór
þangað fyrst.
Síðan hitti ég ferðafélaga mína í
Kaupmannahöfn,“ segir Ólafía en
hópurinn keyrði niður alla Evrópu
á tveimur bílaleigubílum. Á leið-
inni fóru þau á nokkur lægri fjöll í
hæðaraðlögun en Mont Blanc er
rúmir 4800 metrar.
Það sem kom Ólafíu hvað mest
á óvart á leið sinni upp fjallið var
sóðaskapurinn. „Ég var miður mín
að sjá útganginn,“ segir hún en á
stígnum sem lá upp fjallið mátti
sjá bæði umbúðir, rusl og manna-
skít.
Að kvöldi fyrsta dags komu þau
að hóteli í 4.500 metra hæð en það
er síðasti áfangastaður fyrir loka-
gönguna upp á topp. „Maður pant-
aði ekki neitt heldur mætti eins og
maður ætti heiminn. Þá kom í ljós
að það hafði verið óveður á fjall-
inu í nokkra daga þannig að skál-
inn var sneisafullur af fólki sem
beið eftir að komast á fjallið. Okk-
ur var nú ekki hent út heldur mátt-
um við gista í skógeymslu. Hins
vegar urðum við að vakna um
þrjúleytið um nóttina þegar
göngufólkið vildi endurheimta
skóna sína,“ segir Ólafía með bros
á vör. Þá fengu þau að liggja í koj-
um það sem eftir var nætur en
ætlunin var að aðlagast hæðinni í
einn dag. „Sumir verða fyrir verri
hæðarveiki en aðrir,“ segir Ólafía
sem lýsir henni sem ógleði á sál-
inni. Þrír úr hópnum voru svo illa
haldnir að þeir treystu sér ekki í
síðasta áfangann.
Stundin á tindinum er Ólafíu
ekki sérstaklega minnisstæð. Hins
vegar man hún vel eftir þeim gíf-
urlegu harðsperrum sem hún fékk
í maga og læri við að ganga sama
dag niður allt fjallið. „Ég gat sko
ekki sest í bíl dagana á eftir. Á
þessum árum teygði ekki nokkur
maður á,“ segir Ólafía hlæjandi.
Ferð þeirra félaga vakti nokkra
athygli á Íslandi. „Árið 1975 var
ennþá pínulítil hippamenning og
okkur fannst þetta ekkert merki-
legt,“ minnist Ólafía en blöðin
höfðu samband við hana við heim-
komuna. „Ég vildi ekki tala við
þau, hafði ekki smekk fyrir því
þá,“ segir hún kankvís og bætir
við að líklega kitli þetta hégóma-
girndina meira núna.
Mont Blanc virðist hafa eitt-
hvert aðdráttarafl á fjölskyldu
Ólafíu. „Börnin mín tvö hafa
einnig gengið á fjallið,“ segir Ólaf-
ía sem tók þá ákvörðun á toppi
Mont Blanc að klífa hæsta fjall
Afríku, Kilimanjaro. Það tókst, 27
árum síðar.
ÓLAFÍA AÐALSTEINSDÓTTIR: KLEIF MONT BLANC FYRST ÍSLENSKRA KVENNA
Gistu í skóskáp á hæsta fjalli Evrópu
Á TOPPNUM Ólafía á toppi hæsta fjalls Evrópu. Með henni á myndinni er Jósep Smári
Jósepsson sem ákvað að hætta að reykja á toppnum. Reykti sína síðustu sígarettu og
drap í henni.
ÓLAFÍA AÐALSTEINS-
DÓTTIR Útivist er enn
eitt aðaláhugamál Ólaf-
íu. Hún fór á hæsta fjall
Afríku, Kilimanjaro, fyrir
þremur árum.
JAR‹ARFARIR
11.00 Sæmundur Árni Hermannsson,
Jöklatúni 3, Sauðárkróki, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju.
14.00 Oddný Þorvaldsdóttir, frá Sóma-
stöðum, Fáskrúðsfirði, verður jarð-
sungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju.
ANDLÁT
Jóhanna Oddný Guðmundsdóttir
Waage lést laugardaginn 6. ágúst. Útför
hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmundur Pálsson, Södertalje, Sví-
þjóð, andaðist fimmtudaginn 11. ágúst.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Valgerður Ólöf Adolfsdóttir, til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Fellsenda, lést á
Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
14. ágúst.
Stefán Gunnarsson, frá Skipanesi, and-
aðist á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
miðvikudaginn 17. ágúst.
Páll G. Hannesson, fyrrverandi tollfull-
trúi, Ægisíðu 86, Reykjavík, andaðist á
heimili sínu fimmtudaginn 18. ágúst.
Ragnhildur Jónsdóttir, Norðurbrún 1,
Reykjavík, lést á Landspítalanum Foss-
vogi fimmtudaginn 18. ágúst.
AFMÆLI
Ólafur Egilsson
sendiherra er 69 ára.
Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn er 51 árs.
Guðrún María Finnbogadóttir söng-
kona er 36 ára.
Ívar Ingimarsson knattspyrnumaður er
28 ára.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
Siggeir Ólafsson
bifreiðastjóri og sölumaður,
Flétturima 36,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Ester Haraldsdóttir
Vignir Þór Siggeirsson Katrín Jónsdóttir
Haraldur B. Siggeirsson Margrét Á. Jóhannsdóttir
Ólafur Karl Siggeirsson
Guðlaug Edda Siggeirsdóttir Helgi Hafþórsson
barnabörn og systkini hins látna.