Fréttablaðið - 20.08.2005, Side 26

Fréttablaðið - 20.08.2005, Side 26
Átíu til tólf ára tímabili varðnýtt fólk að fjármagnseig-endum í stórum stíl á Ís- landi og þar með leiðtogar í at- vinnulífi. Er eðlilegt að konur séu jafn lítið áberandi í þessum hópi og raun ber vitni?“ spyr Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Sam- taka iðnaðarins, en á kvennaráð- stefnunni Tengslanet II: Völd til kvenna, sem haldin var í Við- skiptaháskólanum í Bifröst á vor- dögum hélt Kristrún erindi þessa efnis undir fyrirsögninni „Um- breyting íslenska hagkerfisins – hvar standa konur?“. Gagnrýnisleysi ríkjandi of lengi „Það skortir enn sárlega tæmandi upplýsingar og rannsóknir, en all- ar úttektir stofnana, ráðuneyta og fjölmiðla sýna þetta sama: Konur eru ótrúlega fáar í nýja viðskipta- lífinu. Það er á skjön við flest ann- að í íslensku samfélagi á 21. öld- inni,“ segir Kristrún, en að hennar mati munu börn okkar og barna- börn þurfa að læra af síðum Ís- landssögunnar um þann atburð þegar fjármagnsflutningar til og frá landinu voru gerðir frjálsir samhliða aðildinni að EES árið 1994. „Menn munu sjá að þetta voru söguleg straumhvörf. Með þessu var lagður nýr leikvöllur við- skipta á Íslandi. Breytingar á rekstrarformi ríkisbankanna voru eðlilegt framhald og að- gangur að lánsfé gjörbreyttist. Í stað tengsla við stjórnmálaflokka og fulltrúa þeirra í bankaráðum þurfti nú annars konar tengsl, og í stað fasteignaveða þurfti nú viðskiptahugmynd byggða á sýn um alþjóðavæðingu og vænting- um um miklar tekjur af djörfum verkefnum. Opnun íslenska hag- kerfisins var gríðarlegt fram- faraskref en tölurnar sem nú koma fram um hverfandi hlut kvenna í þessari nýliðun eru ugg- vænlegar og vekja knýjandi spurningar um jafnræði og gegn- sæi í viðskiptalífinu. Jafnræði og gegnsæi eru frumkröfur nútíma- viðskiptalífs og þegar allt kemur til alls undirstaða hins fræga stöðugleika og sjálfs hagvaxtar- ins til langs tíma. Meðan konur eru svo miklu færri í þessum nýja heimi en efni standa til, er ástæða til að óttast að þessar grunnforsendur séu ekki fyrir hendi,“ segir Kristrún. „Það logar viðvörunarljós í stjórnborði íslensks efnahagslífs og gerir viðvart um ójafnræði og lokun. Til að tryggja heilbrigði markaða hér á landi og styrk við- skiptalífsins verður að opna þessa umræðu og spyrja ákveðinna spurninga. Gagnrýnisleysi hefur ríkt of lengi. Mér þætti eðlilegt að háskólarnir rannsökuðu þessa þróun ofan í kjölinn, og liggur bein- ast við, enda blómstrar háskóla- kennsla í viðskiptafræðum sem aldrei fyrr.“ Auglýsir eftir skuldsettri yfir- tökukonu Í erindi sínu á Bifröst vitnaði Kristrún í nokkura ára gamalt framsöguerindi þar sem því var haldið fram að konur væru ekki komnar alla leið enn þá, heldur áleiðis og tíminn ynni með þeim. Aukin menntun í verkfræði, við- skiptafræði og lögfræði myndi skila konum ábyrgð og áhrifum í viðskipta- og atvinnulífi því það væru þær greinar sem algengast væri að skiluðu fólki forstjóra- og ábyrgðarstöðum. „Frjáls verslun bjó til hugtak yfir nýliðun leiðtoga í atvinnulífi á Íslandi á síðasta ári og talaði um „nýju ‘68-kynslóðina“. Konur af þeirri kynslóð eru fullt eins marg- ar og karlar með alla þá menntun sem talin hefur verið skipta máli, kynin njóta núna áður óþekkts jafnréttis til fæðingarorlofs, og þessi kynslóð kvenna hefur talið sig standa jafnfætis hverjum sem er að ég held. Samt gat Frjáls verslun ekki talið neina konu til „nýju ‘68-kynslóðarinnar“ í fyrra? Hvað skýrir þetta?“ spyr Kristrún og bætir við að þetta bendi til þess að tíminn vinni hreint ekkert með jafnræði kynjanna á þessu sviði. „Þá kemur til greina að beina spurningunni í hina áttina og spyrja hvernig „nýja ´68-kynslóð- in“ hafi farið að því að komast svo langt. Þá hygg ég að allir séu sam- mála um að það lánstraust sem þeir hafa notið sé lykilforsenda. Og ég lýsi hér með eftir dæmi um skuldsetta yfirtöku fyrirtækis sem kona hefur stýrt á Íslandi,“ segir Kristrún ákveðið. „Getur verið að það þyki jafn óhugsandi nú og það þótti fyrir 50 árum að kona yrði flugstjóri eða forseti?“ Blindni á helming þjóðarinnar „Fjármögnun á Íslandi í dag bygg- ist á nýjum skilgreiningum á for- sendum lánstrausts. Hverjir eiga þar aðgang? Tölur um rýran hlut kvenna ættu að vera viðvörun. Einhverjar viðskiptahindranir eru til staðar, og hindra kannski líka marga aðra en konur á ósann- gjarnan hátt eða hygla óeðlilega. Við verðum að greina hverjar hindranirnar eru, annað er ábyrgðarleysi,“ segir Kristrún og setur fram samskonar rök um stjórnun fyrirtækja. „Ný skýrsla iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins og Byggða- stofnunar sýnir að aðeins átta pró- sent íslenskra fyrirtækja hafa 26 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Á n‡li›num vikum hafa ofurlaun íslenskra athafnamanna og útrás íslensks efnahagslífs veri› áberandi í fljó›félagsumræ›unni, en á undanförnum árum hefur sprungi› út n‡ kynsló› ungra fjármagns- eigenda á Íslandi. fiar sker í augu hve hlutur kvenna er r‡r. Í flví samhengi telur Kristrún Heimisdóttir lögfræ›ingur a› vi›skiptalífi› skorti bæ›i gagnsæi og jafnræ›i. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir átti morgunstund me› Kristrúnu. Dal.is Eldshöfða 16, bakhús Sími: 616 9606 Opið milli 12 - 16 93.0 39 k r BEINT FRÁ KÍNA! GÆÐAVARA FRAMLEIDD FYRIR EVRÓPUMARKAÐ opiÐ Í dag laugard. kl 12 - 16 Stærð 150 X 75 sm 37.5 11 k r 17.1 31 k r Rau›blikkandi vi›vörunarljós FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VAKANDI YFIR VELFERÐ KVENNA Kristrúnu Heimisdóttur, lögfræðingi Samtaka iðnaðarins og varaþingmanni Samfylkingarinnar, er annt um framgang kvenna í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Hún segir gagnrýnisleysi vera ríkjandi gagnvart þeim veruleika að aðeins ör- fáar konur séu við stjórnvöl fyrirtækja og í ört stækkandi hópi nýrra fjármagnseigenda, og að ábyrgðarleysi felist í því að leita ekki full- nægjandi skýringa og svara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.