Fréttablaðið - 20.08.2005, Page 29

Fréttablaðið - 20.08.2005, Page 29
Helga J. Gísladóttir vek- ur óhjákvæmilega at- hygli þegar hún brunar um götur borgarinnar á græna, gamla sportbíln- um sínum, Morgan +4 sem er handsmíðaður. „Ég bjó í Stokkhólmi um tíma meðan maðurinn minn var þar við nám og þá keypti ég þennan bíl. Þetta var 1970-71,“ segir Helga Jenný Gísladóttir sem ekur um stræti á glæsilegum grænum Morgan +4. Hún kveðst hafa verið auralítil á þessum tíma og eignast bílinn með afborgunum en á meðan hafi hann staðið inni í skúr hjá fyrri eig- anda. „Maðurinn vildi endi- lega selja mér bílinn en geymdi hann þar til ég var búin að borga hann upp. Það tók sjö mánuði. Hann keypti sér svo annan fjög- urra sæta því hann átti orð- ið fjölskyldu. En við sigld- um heim með Gullfossi 1971 með okkar græna bíl og notuðum hann dálítið fyrst meðan við áttum eng- an annan,“ segir Helga og bætir við hlæjandi: „Það er reyndar frekar erfitt fyrir mig að keyra hann því ég er svo stutt í annan endann. En það hefst nú samt.“ Morganinn er af árgerð 1958. Helga segir hann hafa verið eins og nýjan þegar hún fékk hann og þannig sé hann enn. „Þetta eru bresk- ir bílar og þeir eru hand- smíðaðir,“ lýsir hún og kveðst tvívegis hafa komið í verksmiðjurnar. Í annað skiptið bauð hún tveimur vinum með út sem höfðu hjálpað henni að gera við. Ekki veit hún hversu mikið bíllinn er keyrður en segir það mjög lítið miðað við aldur. Hún kveðst hafa haft bíladellu þegar hún var yngri en svo sé ekki lengur. Samt á hún annan sportbíl, sá er Mercedes Bens og er notaður til allra snúninga en Morganinn bara spari. Smáauglýsingar Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar H i m i n n o g h a f - 9 0 4 0 3 7 9 agstæð sumarhúsalán Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað? Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar- húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar- kostnaði. Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is. www.frjalsi.is 5 ár 18.850 19.100 19.560 19.800 10 ár 10.580 10.850 11.350 11.610 15 ár 7.880 8.170 8.710 8.990 * Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Vextir % 4,95% 5,50% 6,50% 7,00% Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 60%veðsetningarhlutfall Góðan dag! Í dag er laugardagur 20. ágúst, 232. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 5.34 13.31 21.26 AKUREYRI 5.09 13.16 21.20 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Frekar erfitt að ná niður Helga notar Morganinn bara spari. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Góði Guð, pass- aðu mömmu og hafðu líka auga með pabba! Mégane coupé cabriolet reynsluekið BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is Meðal ferða Útivistar á næst- unni er fimm daga gönguferð um Sveinstind-Skælinga og áfram Strútsstíg í skálann undir Strút. Þar má bæði ljúka ferð, byrja eða taka hvíldardag og halda svo áfram. Óvenjulegt sjónarhorn yfir Mælifellssand, Kaldaklof og Emstrur fæst þeg- ar farið er upp á jökulsléttu Mýrdalsjökuls og gengið fyrir upptök Bláfjallakvíslar og Innri- Emstruár að Entujökli, sem er eitt fjölmargra leyndarmála Fjallabaksins. Eftir að hafa gist í Botnum verður arkað í Bása. Leiðarval ræðst af veðri og áhuga ferðalanga en eitt er víst að endað verður í grilli og til- heyrandi afmælisfjöri í Básum. Önnur ganga er yfir Fimm- vörðuháls. Þá verður farið um Drangshlíðardal og upp með Skógaá að vestan, yfir Fimm- vörðuháls og um Hvanngil í Bása. Auk þessa eru bæði dagsferðir og kvöldferðir í Bása í tilefni afmælisins. Nánar er sagt frá ferðunum á www.uti- vist.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is Afmælisfjör hjá Útivist ÚTIVIST FAGNAR 30 ÁRA AFMÆLI Í LOK ÞESSA MÁNAÐAR. Horft af Sveinstindi yfir Langasjó og Fögrufjöll. M YN D /I N G IB JÖ RG E IR ÍK SD . M YN D /S IG U RG EI R SI G U R JÓ N SS O N Hjá Ford í Bandaríkjunum telja menn að ný 16 milljón dollara öryggisprófunaraðstaða muni koma farartækjum tíu mánuð- um fyrr á vegina. Aðstaðan er hluti af 65 milljón dollara til- raun fyrirtækisins til að minnka útgjöld og laga sig að breyttum markaði. Nú tekur það Ford um 28 mánuði að setja bifreið á markað frá því að hönnun er lokið. Hjá Ford ætla menn að stytta þennan tíma í 18 mán- uði um mitt ár 2007. Í nýju að- stöðunni eru meðal annars til- raunastofur þar sem verkfræð- ingar geta prófað hve vel farar- tækin hindra höfuðmeiðsl. Forráðamenn Toyota, stærsta bílafram- leiðanda Japans, ætla nánast að tvöfalda framleiðslugetuna í verksmiðju sinni í Suður-Afríku árið 2007. Þessi áætlun er hluti af stefnumörkun fyrirtækisins til að stækka við sig erlendis. Verksmiðjan, sem stjórnað er af dótturfyrirtækinu Toyota South Afrika Motors, mun auka af- kastagetu sína í 200.000 farar- tæki á ári en getan er nú 110.000 farartæki. Árið 2007 er búist við að í verksmiðjunni verði settir saman 120.000 jeppa- og pallbílar. Farartækin verða flutt á evrópskan markað þar sem einingasala Toyota jókst um tíu prósent, upp í 916.000 farartæki, frá árinu áður. LIGGUR Í LOFTINU í bílum MORGAN +4 Framleiðsluland: Bretland Árgerð: 1958 Vél: Standard Vanguard 200 kúbik Hestöfl: Um 80 Gírkassi: Jagúar atvinna@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.