Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 30
Bifreiðaskoðun Bíla þarf að fara reglulega með í skoðun og segir síðasti stafurinn í bílnúmerinu til um hvaða mánuð ársins á að skoða bílinn. Ef meira en þrír mánuðir eru liðnir frá því að skoða átti bílinn getur lögregla sektað eigandann.[ ] REYNSLUAKSTUR Partur–Spyrnan–Lyftarar Eldshöfða 10 s. 585 2500 og 567 8757 TRIO G O L F H J Ó L Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík Capri-stemning á götum Reykjavíkur Mégane CC Cabriolet er glæsilegur, líka áður en blæjan hefur verið tekin niður. Í raun sést ekki að um blæjubíl sé að ræða. Mégane Coupé Cabriolet er óneitanlega bíll sem vekur at- hygli, í það minnsta sé honum ekið með blæjuna niðri. Hann er straumlínulagaður og sportlegur eins og hæfir bíl af þessari gerð. Mégane Coupé Cabriolet lítur í fljótu bragði út eins og sportlegur tveggja dyra bíll. Í raun er ekkert sem gefur til kynna að á ferðinni sé blæjubíll. Hins vegar hverfur toppur bílsins, sem að stærstum hluta er gler, ofan í skottið eins og hendi sé veifað, á aðeins 22 sek- úndum, sé ýtt á einn takka. Skott- ið fer þó ekki allt undir þennan búnað því plastþynna afmarkar plássið sem nota má undir farang- ur þótt blæjan eigi að komast nið- ur. Standi ekki til að taka niður blæjuna gengur plastþynnan inn í stokk og skottið getur nýst til fulls undir farangur. Blæjubíll og Ísland gæti hljóm- að illsamræmanlegt en eins og Mé- gane CC er byggður gengur þetta fullkomlega upp. Það er nefnilega ekki bara að utan sem ekkert gefur til kynna að um blæjubíl sé að ræða, sé toppurinn uppi. Þá er bíll- inn algerlega þéttur og í engu frá- brugðinn venjulegum sportlegum bíl. Annað sem hlýtur að teljast kostur í íslenskri veðráttu er að unnt er að hafa hliðarrúðurnar uppi þótt þakið sé niðri og þær má taka upp og niður með einum takka í miðjustokknum við hliðina á þeim sem ýtt er á til að taka niður topp- inn. Rúðurnar veita þannig skjól gegn vindi sem stundum fylgir sól- ríkum dögum. Mégane CC er fulltrúi Mégane- fjölskyldunnar og ber þess merki á allan hátt. Sætin eru þægileg og halda vel utan um bílstjóra og far- þega, aðgengi að mælum og hnöpp- um er notendavænt og útlitið nú- tímalegt og skemmtilegt. Geymslu- hólf eru líka aðall þessara bíla og standa fáar tegundir þeim á sporði í fjölda og stærð þeirra. Loks er að geta öryggismála en bíllinn er bú- inn ESP-stöðugleikastýringu og sex loftpúðum, svo eitthvað sé nefnt, og Mégane-línan hefur kom- ið afar vel út úr öryggisprófunum upp á síðkastið. Mégane Coupé Cabriolet er í boði með 1600 og 2000 bensínvél- um og 1900 dísilvél. Reynsluekið var bíl með 1600 en undirrituð tel- ur að bílinn klæði líklega betur 2000 vél. Blæjubíll af þessari stærðargráðu má vera snarpari en þessi bíll getur orðið með 1600 vél. steinunn@frettabladid.is Harley-Davidson eigendur verða á Aust- urvelli til klukkan 17 í dag. Kringum Tjörnina á Harley-Davidson HARLEY-DAVIDSON-EIGENDUR Á ÍS- LANDI BJÓÐA FÓLKI Á RÚNTINN Í DAG. Hefur þig alltaf langað til að þeysa um borgina á Harley-Davidson-mót- orhjóli? Í dag ætla Harley-Davidson- eigendur á Íslandi að bjóða þeim sem leggja leið sína í miðbæinn að stökkva á bak og skella sér á rúntinn. Einn rúntur aftan á Harley hjóli hring- inn í kringum Tjörnina kostar 500 krónur. Öll innkoma rennur til lang- veika barna. Lagt er af stað frá Aust- urvelli en þar bíða kapparnir með hjólin sín til klukkan 17 í dag. Umhverfi bílstjórans er aðgengilegt, stíl- hreint og nokkuð smart eins og alltaf þegar Renault á í hlut. Blæjubíllinn myndar skemmtilega and- stæðu við rigninguna í Heiðmörk. Toppur bílsins hverfur ofan í skottið eins og hendi sé veifað. Baksvipurinn er sportlegur þegar búið er að taka niður blæjuna. MEGANE CC 1600 vél 115 hö Dynamique Comfort-útgáfa með svörtu áklæði og innréttingu með burstuðu stáli, samlitum hliðarspeglum, krómuð- um hurðaropnurum, leðurklæddu stýri, gírhnúð og gírpoka og 16“ Nervastella- álfelgum. Verð: kr. 2.470.000 Sjálfskipting kostar 150.000 krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.