Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 45
LAUGARDAGUR 20. ágúst 2005 29
GETUR FÓLK SEM MISSIR ÚT-
LIM ENN FUNDIÐ FYRIR HON-
UM ÞÓTT HANN VANTI?
Hægt er að finna fyrir útlim sem
fólk hefur misst eða fæðst án og
nefnist það að hafa vofuverk eða
gerningaverk. Á ensku kallast út-
limurinn sem er horfinn ‘phantom
limb’ og á íslensku draugalimur.
Draugalimur er nokkuð algengur
þar sem um 70% fólks sem missir
útlim finnur fyrir honum áfram.
Algengast er að fólk finni til í
draugalimnum en það getur
einnig fundið fyrir hita, kulda,
þrýstingi og kláða. Skynjunin get-
ur jafnvel verið svo sterk að fólk
reyni að grípa um hluti með
draugahönd eða stíga í draugafót,
án mikils árangurs að sjálfsögðu.
Boð frá taugaendum í stubbnum
ekki skýringin
Eitt sinn var talið að skýringin á
draugalimum lægi í því að tauga-
endar í útlimastubbnum sendu
enn frá sér skynboð rétt eins og
útlimurinn væri til staðar. Til að
lækna sársauka í draugalim
reyndu menn því með ýmsum ráð-
um að koma í veg fyrir að þessi
boð bærust heilanum, til að
mynda með því að skera á taug-
arnar frá útlimastubbnum eða
laska skyntaugabrautir í mænu
eða heila. Þetta hafði hins vegar
yfirleitt engin langtímaáhrif á
sársaukaskynjun í draugalim
sjúklingsins og því var farið að
leita annarra hugsanlegra skýr-
inga.
Enduruppbygging í heila
Nú er almennt talið að skýringuna
á draugalimum megi finna í gerð
heilans. Þessu til stuðnings má
nefna að fólk sem fæðist án út-
lims getur fundið fyrir draugaút-
lim, nokkuð sem erfitt er að skýra
með virkni tauga sem eitt sinn
tengdust útlimnum því hann var
jú aldrei til staðar. Einnig er
áhugavert að þegar fólk missir út-
lim verður oft allvíðtæk endur-
uppbygging í heilanum. Því meiri
sem þessi enduruppbygging er,
þeim mun líklegra er að fólk finni
fyrir einhverju í draugalimnum,
svo sem sársauka.
Skynsvæði heila taka við boðum
Þegar boð hætta að berast frá til-
teknum útlimum til skynsvæða
heilans, fara þessi heilasvæði oft
að svara skynboðum frá öðrum
svæðum líkamans. Ef fólk missir
til að mynda aðra höndina virðist
handarskynsvæðið taka að ein-
hverju leyti við hlutverki andlits-
skynsvæðisins, en þessi tvö svæði
eru aðliggjandi. Þegar kinn slíks
sjúklings er snert finnur hann því
fyrir snertingu við kinnina en get-
ur á sama tíma fundist að drauga-
þumallinn sé snertur; snerting
efri varar myndi sömuleiðis sam-
tímis vekja upp skynjun um
snertingu á draugavísifingri og
svo framvegis. Meira að segja er
dæmi um mann sem missti fót-
legg en fann fyrir fullnægingu í
draugafætinum þegar kynfæri
hans voru örvuð. Þetta skýrist að
öllum líkindum af því að skyn-
svæði fóta og kynfæra liggja
hvort að öðru, og fótaskynsvæðið
hefur því farið að taka við upplýs-
ingum frá kynfærunum.
Hreyfingar draugaútlims
Að lokum má geta þess að „hreyf-
ing“ draugaútlims getur haft
áhrif á hreyfigetu samsvarandi
eðlilegs útlims. Margir kannast
við að erfitt er að gera eitthvað
tvennt ólíkt með hvorri hendi, svo
sem að klappa sér á koll með
annarri hendinni en strjúka með
hringhreyfingum á sér magann
með hinni. Sjúklingur með
draugahönd var látinn leysa svip-
að verkefni, eða að teikna línu
með eðlilegu hendinni á meðan
hann „gerði“ hringhreyfingar
með fingri draugahandarinnar. Í
ljós kom að sjúklingurinn truflað-
ist jafnmikið við þetta og annað
fólk sem hafði raunverulegan
fingur til að hreyfa.
Heiða María Sigurðardóttir,
B.A. í sálfræði og starfsmaður
Vísindavefsins
HVAÐ ÞARF MARGAR GAS-
BLÖÐRUR TIL AÐ LYFTA FULL-
ORÐNUM MANNI?
Til þess að svara þessari spurn-
ingu þarf að hafa í huga lögmál
Arkímedesar sem felur í sér að
hlutur sem dýft er í vökva eða gas
léttist sem nemur þyngd efnisins
sem hann ryður frá sér.
Helín léttara en andrúmsloft
Gasblöðrur, eins og þær sem seldar
eru á 17. júní, eru fylltar með helíni
(He). Helín er létt gastegund, mun
léttari en loftið í andrúmsloftinu.
Gasblaðra ryður frá sér lofti sem
er þyngra en helínið innan í henni.
Eðlismassi helíns er 0,18 kg/m3 og
eðlismassi lofts er 1,29 kg/m3.
Hver rúmmetri af helíni getur því
lyft 1,11 kílógrömmum.
1200 blöðrur þarf til að lyfta
barni
Ef gert er ráð fyrir að gasblaðra
sé alveg kúlulaga og þvermál
hennar um 30 cm þá inniheldur
hún 0,0141 m3 af helíni. Miðað við
að 1 rúmmetri helíns lyfti 1,11
kílógrömmum getur því hver
blaðra lyft 15,7 grömmum. Ef við
miðum við fullorðinn karlmann
sem er 80 kg þá þarf um 5.100
blöðrur til að hann takist á loft.
Við sjáum að það þarf ansi
margar blöðrur til að lyfta mann-
inum en hvað ætli þurfi margar til
að lyfta barni? Ef miðað er við
barn sem er aðeins 20 kg, þá þarf
samt meira en 1.200 blöðrur til að
lyfta því. Fólki er því óhætt að
kaupa nokkuð margar blöðrur
handa krökkunum án þess að eiga
á hættu að þau takist á loft.
Einhverjir sérvitringar hafa
þó látið drauminn um að svífa upp
í loftið hangandi í litríkum blöðr-
um rætast. Á síðunni www.clu-
sterballoon.org má sjá skemmti-
legar myndir af flugferðum með
stórar helínblöðrur. Blöðrurnar
sem þarna eru notaðar eru þó ekki
venjulegar 17. júní-blöðrur. Þær
eru mun stærri og úr sterkara
efni.
Hildur Guðmundsdóttir, eðlis-
fræðinemi og starfsmaður Vís-
indavefsins
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafn-
aði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt
við að undanförnu eru: Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn, hvort
er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn, geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í
frumum, hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp, er vitað hversu margir
loftsteinar hafa fallið á jörðina og er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígris-
dýra? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni
www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Draugaverkir í draugalimum
Svifið um loftið,
hangandi í blöðrum.
Fröken Freyja leysir vandann
Alltaf að horfa á afturenda.
Ég er virðulegur maður á sextugs-
aldri. Ég er framkvæmdastjóri í stór-
fyrirtæki og tel mig vera mikinn
herramann í eðli mínu. Um daginn
var ég í viðskiptaferð ásamt ungri
vinkonu minni. Ég hef hingað til
haft unun af því að labba á eftir kon-
um og fylgjast með hvernig rass-
kinnarnar hreyfast undir pilsinu.
Núna finn ég hins vegar hvernig
þessi þörf eykst og get ég ekki haft
augun af afturendum kvenmanna al-
mennt. Er þetta eðlilegt eða er ég að
breytast í pervert? GG í Garðabæ
Þú þarft ekki að byrja að hafa áhyggjur
fyrr en þú ferð að missa hluti í gólfið til þess
að reyna að horfa upp undir pilsin með
myndavélasíma við höndina. Þá fyrst
verður þú kominn í vandræði.
Miklar vangaveltur
Málið er að ég er að fara að gifta mig
í janúar 2006. Ég er að farast úr
áhyggjum því ég veit ekki hvort ég
eigi að láta snyrta „vinkonuna“ í
brasilískum stíl eða velja Vegas bik-
inívax. Hvort ætti ég að velja?
LU í Borgarnesi
Hey, það er skítkalt í janúar og þar að
auki er það löngu dottið úr móð að raka
kynfærin hvað þá vaxa þau. Nú myndi ég
bara safna og láta svo snyrta kantana
stuttu fyrir brúðkaupið. Maðurinn þinn
hlýtur að gera sér grein fyrir að hann er að
giftast konu ekki ellefu ára stúlkukind.
Deitvandræði
Dóttir mín er farin að vera með strák
sem mér líkar alls ekki við. Í mínum
huga er hann dóttur minni ekki sam-
boðinn og ég sé ekki fyrir mér að þau
geti átt bjarta framtíð. Hvað get ég
gert? Slitið þau í sundur með mínum
klækjum eða lokað augunum fyrir
þessum hrotta?
BB á Vopnafirði
Slitið þau í sundur??? Hvað
heldur þú að móðir þín hafi sagt
þegar þú komst með barnsföð-
ur þinn heim í fyrsta
skipti? Hún hefur varla hugsað:
„Vá hvað hann er æðislegur
þessi“. Bíttu á jaxlinn og
vertu góð við tilvonandi
tengasoninn. Þú veist ekki
hvað framtíðin ber í
skauti sér.
Sendið fyrirspurnir og vandamál til fröken Freyju,
Fréttablaðið, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, eða
sendið henni tölvupóst á netfangið frk-
freyja@frettabladid.is. Nöfn sendanda verða ekki
gefin upp í blaðinu.