Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 48

Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 48
Aspartam var uppgötvað árið1965 þegar efnafræðingursem vann að framleiðslu á lyfi eða smyrsli fyrir sár uppgötv- aði fyrir tilviljun að efnið sem myndaðist var sætt á bragðið. FDA, matvælaeftirlitið í Bandarí- kjunum, samþykkti notkun asp- artams í þurrvöru 1981 og í gos- drykki 1983 en það var ekki fyrr en 1996 að FDA leyfði notkun asp- artams í öllum gerðum matvæla. Sumir hafa haldið því fram að notkun aspartam útskýri vaxandi tíðni heilaæxla í Bandaríkjunum og annars staðar. Vísindanefnd Evrópusambandsins um matvæli (SCF) fór yfir rannsóknir um asp- artam árið 2001 vegna þrýstings frá bresku matvælastofnuninni (FSA). Nefndin fór yfir meira en 500 vísindagreinar og efni sem kom út á þrettán ára tímabili og komst nefndin að þeirri niður- stöðu að daglega neyslugildið, sem er 40 mg á hvert kíló líkams- þyngdar á dag (40 mg/kg/dag) væri öruggt, magnið sem talið er óhætt að neyta daglega alla ævi án þess að hætta stafi af. Ný rannsókn vísbending um skaðsemi aspartams Rannsókn vísindamanna á Ítalíu sem gerð var opinber 14. júlí 2005 (gerð af The cancer research cen- tre of the European Foundation of Oncology and Environmental sci- ences „B. Ramazzini“ í Bologna) leiddi í ljós að aspartam olli mark- tækri aukningu á hvítblæði og ill- kynja eitilfrumum í kvenrottum í skammtastærðum á borð við þær sem menn neyta af efninu. Rann- sóknin fann hins vegar enga marktæka aukningu á illkynja heilaæxlum í rottunum. Hér á landi fer Umhverfisstofnun með samræmingu eftirlits með auka- efnum í matvælum og hefur Ingólfur Gissurason, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun, kynnt sér mál- ið. „Rannsóknin bendir til þess að aspartam gæti hugsanlega verið skaðlegra en menn héldu áður. Þetta er einungis vísbending en ekki niðurstaða enda aðeins um eina dýrarannsókn að ræða og þarf fleiri rannsóknir svo hægt sé að draga vísindalegar ályktanir. Það væri nú þegar búið að taka aspartam af markaði ef aukaefnið væri bráðhættulegt. Þetta er í ferli núna hjá Matvælaöryggis- stofnun Evrópusambandsins, EFSA (European Food Safety Aut- hority). Brugðist verður við ef eitthvað nýtt kemur fram því helsta markmið aukaefnareglu- gerðarinnar er að tryggja öryggi neytandans,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að sennilega sé aspartam það efni í matvöru sem er hvað mest rannsakað. Aukin neysla sætuefna Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri gert sér grein fyrir óholl- ustu sykurs, til dæmis vegna Atk- ins og annarra kolvetnislausra kúra og þá leitar fólk í sykurlaus- ar vörur með sætuefni í staðinn. Mjólkuriðnaðurinn á Íslandi hef- ur nýlega kynnt til sögunnar fjölda sykursnauðra vara með aspartami og efnið er að finna í ýmsum öðrum vörum. Björn Gunnarsson, matvæla- og næring- arfræðingur hjá Mjólkursamsöl- unni, segir að matvælaiðnaðurinn út um allan heim sé í þeirri klemmu að nota annað hvort syk- ur, sem er mjög óvinsæll hjá stór- um hóp fólks, eða bragðbæta vör- ur með sætuefni og þá sé asp- artam besti kosturinn enda mest rannsakað. „Að sjálfsögðu mynd- um við vera fyrstir til þess að kippa þessu af markaðnum ef þetta væri hættulegt, því við höf- um engan sérstakan hag af því að selja vöru með aspartami,“ segir Björn. Hann telur að mest hætta stafi af gosdrykkjum með sætu- efni því það sé vara sem sumir neyti í lítravís á dag. „Það hefur oft komið fram þessi brandari um að maður þurfi að innbyrða bað- kar á dag en þetta er ekki það mikið,“ segir hann. Ingólfur hjá Umhverfisstofnun segir að í ljósi aukinnar neyslu á aspartami sé nauðsynlegt að skoða vel nýjar rannsóknir á efn- inu en að fólk þurfi að borða mjög mikið af efninu daglega til þess að fara yfir hættumörkin. Daglega neyslugildið (ADI, „acceptable daily intake,“ 40 mg/kg) er gefið upp í mg á kg líkamsþyndar þannig að þeir sem eru þyngri geta borðað meira af aspartami en þeir sem léttari eru, til dæmis börn. „Auðvitað á fólk alltaf að hugsa um þetta. Þetta er mjög góður kostur, til dæmis fyrir syk- ursjúka og þá sem vilja forðast sykur, en eins og með öll matvæli er allt best í hófi.“ Einhver hópur fólks hugsanlega nálægt hættumörkum Magnið er einmitt aðalatriðið. „Það er hægt að segja að járn valdi hjartasjúkdómum og járn drepi en það gerist einungis í mjög miklu magni. Svipað er að segja um asp- artam, þó að það sé auðvitað ekki lífsnauðsynlegt næringarefni eins og járn,“ segir Inga Þórsdóttir, pró- fessor í næringarfræði á Rann- sóknarstofu í næringarfræði á Landspítalanum og Háskóla Ís- lands. Er hugsanlegt að þeir sem drekki einn til tvo lítra á dag af sykurlausu gosi og borði nokkra skammta af mjólkurvörum með sætuefni daglega innbyrði of mikið af aspartami? Inga segir að vís- bendingar séu um að þeir sem borði mjög mikið af vörum með aspartami nálgist hættumörkin. „Norðmenn hafa reiknað þetta og fundu að það er ákveðinn hluti ung- lingsstúlkna sem eru á mörkum þess að neyta magns sem fer yfir hættumörkin. Þess vegna myndi ég vilja geta gert þessa úttekt á gögnum um matarræði Íslendinga sem liggja fyrir,“ segir Inga. Hvað segir hómópatinn? Birna Ásbjörnsdóttir hómópati og næringarráðgjafi hefur sterkar skoðanir á aspartami. „Það veikir ónæmiskerfið í líkamanum og er örvandi efni, það örvar heilafrum- ur sem síðan deyja. Þetta eru svipuð áhrif og af áfengi í raun- inni, það má líka þessu saman. Sætuefnið í gosdrykkjum gerir fólk örara þannig að fólk dettur inn í það að drekka marga lítra á dag svo það er ávanabindandi á sinn hátt. Aspartam hægir líka á eða kemur í veg fyrir myndun á serótónín og þýðir að það verður aukin löngun í kolvetni. Þannig að þetta eykur í raun matarlyst og löngun í sætindin og er alls ekki grennandi,“ segir Birna. Hún seg- ir þó að sykur sé ekkert góður heldur en hann sé náttúruleg fæða og því hótinu skárri. Læknar og næringarfræðingar ekki jafnáhyggjufullir „Ég hef ekkert séð sem bendir til þess að þetta veiki ónæmiskerfið en það eru vísbendingar í dýratil- raunum sem benda til þess að í mjög miklu magni hafi aspartam áhrif á heila- og taugakerfið,“ seg- ir Inga. Fréttablaðið hafði sam- band við nokkra lækna og flestir töldu að umræðan um skaðsemi sætuefna væri gömul og búið væri að sýna fram á að þau væru skaðlaus í réttu magni. „Maður verður að vega kosti og galla þess að vera að nota sætuefni eins og aspartam og hingað til hef ég ekki heyrt að gallarnir séu stærri en kostirnir. Þetta er betri kostur en sykur fyrir stóran hóp fólks. En hvort aspartam valdi krabba- meini er ég ekki tilbúinn að tjá mig um,“ segir Sigurður Björns- son krabbameinslæknir og for- maður Krabbameinsfélagsins. 32 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Eitur e›a kaloríulaus snilld? Eitt algengasta sætuefni› í matvælum í dag er aspartam sem finna má me›al annars í sykurlausum gosdrykkjum og mjólkurvörum án vi›bætts sykurs. Styr hefur sta›i› um aspartam alla tí› og í júlí komu fram n‡jar rannsóknir sem setja aspartami› í eldlínuna á n‡. Rósa Sign‡ Gísladóttir kynnti sér máli›. Sætuefni skiptast í tvo flokka. Ann- ars vegar er um að ræða efni sem finnast ekki í náttúrunni og eru ef- nafræðilega óskyld sykri. Þessi efni, sem kalla má gervisykur, gefa mjög litla orku en eru nokkur hundruð sinnum sætari en sykur. Aspartam, oft kallað Equal eða NutraSweet, er algengast ásamt acesulfame-k sem oft má finna í vörum sem einnig innihalda asp- artam, til dæmis í Coca Cola Light. Sakkarín (í Sweet n’Low), sucra- lose (oft kallað Splenda) og cykla- mat eru önnur algeng gervisætu- efni. Öll eru þau umdeild en leyfð til notkunar í matvælum. Hin sætuefnin eru náttúruleg að því leyti að þau finnast í náttúr- unni, til dæmis í berjum og öðrum ávöxtum, grænmeti og sveppum. Þau eru hins vegar framleidd í verksmiðjum. Efnin kallast sykur alkahól, eða polyols. Xylitól, sor- bitól, mannitól og maltitól eru vinsæl náttúruleg sætuefni. Xylitol er algengast og er nokkurn veginn jafnsætt og sykur en inniheldur 40 prósent minni orku. Það hefur góð áhrif á tennur og mikið notað í tyggjó og sælgæti af þeim sökum. Flest náttúruleg sætuefni, þar á meðal xylitol, geta haft hægðalos- andi áhrif í miklu magni en að öðru leyti hafa engar rannsóknir komið fram sem benda til skað- semi þeirra. Fólk hefur innbyrt allt að 400 grömm af xylitoli á dag til langs tíma án þess að verða vart við slæmar afleiðingar. Rannsóknarstofnunin á Ítalíu: http://www.ramazzini.it/eng/fond- azione/ BIRNA ÁSBJÖRNSDÓTTIR HÓMÓPATI Birna segir að aspartam veiki ónæmiskerf- ið, sé örvandi og ávanabindandi. INGÓLFUR GISSURASON HJÁ UM- HVERFISSTOFNUN Ingólfur hefur fylgst með rannsóknum og úttektum á aspartam og segir að ef efnið væri hættulegt væri búið að taka það af markaðnum. INGA ÞÓRSDÓTTIR NÆRINGAR- FRÆÐINGUR Inga segir að vísbendingar séu um að ákveðinn hópur fólks neyti of mikils aspartams.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.