Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 50
34 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR SENU ER Í FULLUM GANGI FRÍR ÍS Á AKTU TAKTU FYRIR ALLA SEM MÆTA Á LAGERSÖLUNA! TÓNLIST TÖLVULEIKIR DVD FYLLTU Á SAFNIÐ FYRIR SMÁAURA 299kr 499kr 699kr 999kr OPIÐ 11-20 ALLA DAGA LAGERSALA SENU FELLSMÚLA 28 (gamla World Class húsinu) „Það var bara hringt í mig og mér leist svo vel á starfið að ég ákvað að slá til,“ segir fjölmiðlakonan Lóa Pind Aldísardóttir en hún hef- ur tekið við nýju starfi á Talstöð- inni í fréttatengda þjóðmálaþætt- inum Allt og sumt. „Ég tek við af Helgu Völu Helgadóttur en hún ætlar að setjast á skólabekk í Há- skólanum í Reykjavík. Leikkonan er nú að fara að læra lögfræði,“ segir Lóa en hún á tíu ára reynslu af frétta- og blaðamennsku að baki. Lóa hefur verið í fæðingar- orlofi síðastliðið ár en áður en hún fór í orlof gegndi hún starfi rit- stjóra tímaritsins Hús og hýbýli í þrjú ár. „Ég var búin með minn tíma í þeim geira og er mjög ánægð að vera að fara að takast á við nýja hluti,“ segir Lóa en hún stýrir þættinum í samstarfi við Hallgrím Thorsteinsson og Helga Seljan. „Ég verð líka að viður- kenna að ég hef meiri áhuga á þjóðmálunum en sófum og eld- húsinnréttingum.“ Lóa hóf störf á Talstöðinni á mánudaginn. „Ég hef ekki tekið þátt í umræðum í beinni útvarps- útsendingu áður og þarf að venj- ast því að geta brugðist skjótt við,“ en útvarpsmiðillinn er fyrr- um ritstýrunni þó ekki algjörlega framandi. „Ég vann einu sinni í hálft ár sem fréttamaður á Rás 1. Þar var maður stundum í beinni en alltaf með texta á blaði fyrir framan sig sem maður var búinn að undirbúa vel. Það verður því ný reynsla að vera með þriggja tíma þátt sem byggist bæði á pistlum og svo viðtölum og umræðum þar sem allt getur gerst. ■ fijó›mál frekar en innréttingar LÓA PIND ALDÍSARDÓTTIR Fyrrverandi ritstýra Húsa og Hýbýla tekur nú við af Helgu Völu Helgadóttur í Allt og Sumt á Talstöðinni. „Já, það er ekkert skrítið að allt hafi þurrkast út af diktafóninum þínum eftir að við höfðum rætt um þessi draugamál áðan. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að minnast á draugana aftur,“ segir Benedikt Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Draugasetursins á Stokks- eyri, eftir að fyrra samtal hans við blaðamann þurrkaðist út af upptökutæki hins síðarnefnda. „Það er alls ekki þorandi að tala um þessa hluti.“ Samtalið fjallaði um heljarinn- ar draugasýningu sem Drauga- setrið á Stokkseyri stendur fyrir í dag í gamla Morgunblaðshúsinu, húsi Tryggingamiðstöðvarinnar, Aðalstræti 6, og hefst hún klukk- an 13. „Þarna verða allir fræg- ustu og merkustu draugar Ís- landssögunnar, svo sem Djákninn á Myrká og ýmsir mórar og skott- ur.“ Hús Tryggingamiðstöðvarinn- ar hefur verið klætt í draugabún- ing af þessu tilefni og er ekki loku fyrir það skotið að stemningin í húsinu verði öll hin skelfilegasta í dag því Þór Vigfússon, stjórnar- formaður Draugasetursins, segir að draugar séu ákaflega félags- lyndar verur sem finnist gaman að láta á sér kræla í mannfögnuð- um. Í dag er einmitt Menning- arnótt og ætti miðbærinn því að verða stútfullur af fólki. „Það væri undarlegt ef draug- arnir fylgdu okkur ekki til Reykjavíkur á laugardaginn því mér fylgir oft einhver móri sem hefur svo gott lag á því að stríða mér. Það hefur til dæmis oft gerst að þegar ég stíg inn í bankann minn á Selfossi fara allar snúr- urnar í húsinu úr sambandi. Þá segir afgreiðslufólkið við mig að þetta sé mér að kenna því ég hafi tekið drauginn minn með mér. Það er svo komið að afgreiðslu- fólkið er farið að segja hvert við annað þegar ég kem í bankann: Vistið allt því Þór er að koma!“ segir Þór. „Það verða vaktir upp draugar og svo verða þeir kveðnir niður aftur, í það minnsta á ég von á því að Tryggingamiðstöðin muni tryggja að svo verði því ekki vilja menn hafa drauga á sveimi í hús- inu sínu. Ég veit ekki til þess að þarna hafi nokkru sinni verið draugur en miðað við öll þau skrif sem þarna hafa farið fram í gegn- um tíðina kæmi það mér ekkert á óvart.“ Prestlærður maður frá Sel- fossi, Kristinn Á. Friðfinnsson, mun taka þátt í uppákomunni og mun hann leika forföður sinn, séra Tómas í Villingaholti, sem uppi var um 1800. Tómas þessi var fenginn til að ráða niðurlög- um uppvaknings erlends bakara sem jarðaður var í kikjugarðinum í Villingaholti eftir að skip sem hann var farþegi á sökk í miklu mannskaðaveðri úti fyrir strönd- um Suðurlands og verður uppá- koman byggð upp á þeirri sögu, sem til er í mörgum myndum á Suðurlandi. „Það má segja að það sé hlutverk okkar prestanna að kveða niður drauga í lifanda lífi og því er þetta vel. Almúgamönn- um á Suðurlandi tókst ekki að kveða niður draug bakarans og því var séra Tómas kallaður til og eins er um mig núna, “ segir Kristinn. Draugagangurinn í húsi Tryggingamiðstöðvarinnar mun standa til klukkan 21 í kvöld og kannski enn lengur ef ekki tekst að bæla myrkraöflin niður með guðsorði og góðri trú. ■ Draugar kveðnir niður í gamla Morgunblaðshúsinu DRAUGAGANGUR Í GAMLA MORGUNBLAÐSHÚSINU Draugasetrið á Stokkseyri stendur fyrir óhugnalegri galdrasýningu í húsi Tryggingamiðstöðvarinnar í Aðalstræti í dag í tilefni Menningarnætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.