Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 2
2 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR FJÁRLÖG Geir Haarde fjármála- ráðherra og Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra fengu í gær heimild þingflokka sinna til að vinna áfram að gerð fjárlaga fyrir næsta ár á grundvelli sem kynntur hefur verið stjórnar- þingmönnum. „Þetta byggist á þeim lang- tímamarkmiðum sem við kynnt- um fyrir tveimur árum. Fyrir liggur að hagur ríkissjóðs er mjög góður og horfur ágætar fyrir næsta ár. Við verðum að halda okkur við markmið um aðhald en það er mjög mikil- vægt eins og nú er ástatt í efna- hagslífinu,“ segir Geir Haarde. Hann vill ekki ræða nánar hvað í aðhaldinu felist, en gera verði ráð fyrir verulegum afgangi á fjárlögum næsta árs. „Andvirði Símans er ekki enn til umræðu í þessu sambandi.“ Geir kveðst ekki hafa bak- þanka vegna væntanlegrar lækkunar tekjuskatts og afnáms eignaskatts. „Áhrifa lækkunar- innar gætir ekki fyrr en árið 2007, þegar gera má ráð fyrir að dragi úr þenslunni.“ „Þetta verður velferðarfrum- varp sem tekur einnig tillit til þenslunnar í efnahagslífinu,“ segir Hjálmar Árnason, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins. - jh Svæðisstjóri Ríkisútvarpsins missir traust fréttastjóra vegna skrifa á netinu: Bónuspakk og bankastjórahyski RÍKISÚTVARPIÐ Sigmundur Sigur- geirsson, svæðisstjóri Ríkisút- varpsins á Suðurlandi, vinnur ekki framar fréttir fyrir útvarpið vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni, www.skelja- fell.blogspot.com. „Vegna þess dómgreindarleys- is sem Sigmundur hefur sýnt með harkalegum og ósæmilegum um- mælum á bloggsíðu sinni um for- ráðamenn Baugs og KB banka treystum við honum ekki framar til að vinna fréttir fyrir okkur,“ segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri útvarpsins, en hann og Bogi Ágústsson, forstöðumaður frétta- sviðs, tóku þessa ákvörðun. Sigmundur talaði meðal annars um „Bónuspakk“ og „hyski af ódýrustu sort“. Þá talaði hann um „andskotans bankastjórahyski í KB banka“ í sömu færslu. Sig- mundur tók bloggfærsluna út og baðst afsökunar á ummælunum eftir að blaðamenn DV hringdu í hann vegna þeirra. Ekki er víst að málinu ljúki með þessu, en Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur beðið lögfræðing Ríkisútvarpsins um að fara yfir skrif Sigmundar, sem er enn starfsmaður hjá stofn- uninni. - grs Telja fingraför borgar- stjóra á sk‡rslunni SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks segja Reykja- víkurborg hafa greitt 68 til 73 millj- ónum króna of mikið þegar Stjörnu- bíósreitur var keyptur af Jóni Ólafssyni athafnamanni árið 2002. Þeir segja „rangar forsendur og óvönduð vinnubrögð“ í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem komist var að þeirri niður- stöðu að kaupverðið væri eðlilegt. „Ég tel alveg ljóst eftir okkar at- huganir og yfirferð með sérfræð- ingum að greitt hafi verið algjört yfirverð, enda urðu strax ýmsir fasteignasalar til að benda okkur á það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Hann gagnrýnir sérstaklega að í skýrslu innri endurskoðunar hafi verið miðað við verð fasteigna árið 2003 þrátt fyrir að kaupin hafi átt sér stað árið 2002, auk fleiri atriða. „Við höfum krafist þess að skýrslan verði dregin til baka og leiðrétt, eða okkur ella svarað með rökum.“ Kjartan segir það hafa verið gagnrýnt strax við stofnun innri endurskoðunar borgarinnar að embættið heyrði ekki undir borgar- ráð og borgarstjórn, heldur undir borgarstjóra beint. „Í flestum fyrir- tækjum og stofnunum heyrir innri endurskoðun beint undir stjórn. Vinnubrögðin í þessu máli vekja því miður þær spurningar hjá manni hvort borgarstjóri hafi þarna pantað álit og komist upp með það,“ segir hann. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hafnar þessum málflutningi. „Það sem sjálfstæðis- menn létu frá sér fara í garð emb- ættismanns hjá Reykjavíkurborg í bókun sinni í borgarráði er algjör- lega fordæmislaust. Þeir efast um dómgreind hans og gefa í skyn að hann lúti pólitískum skipunum frá mér,“ segir Steinunn og telur sjálfstæðismenn hafa blindast af póli- tískum ásetningi um að ná sér niðri á Reykjavíkurlistan- um. „Þeir fengu út- tekt óháðs end- u r s k o ð - anda sem komst að þeirri niðurstöðu að verðið, sem þeir töldu of hátt, hefði verið full- komlega eðlilegt.“ Hún segist ekki muna eftir því að áður hafi verið gengið fram með slíku offorsi í borgarstjórninni. Steinunn sagði sjálfstæðismenn ekki hafa fundað með Ágústi Þor- kelssyni, innri endurskoðanda, áður en þeir gerðu sínar athugasemdir, líkt og þeir hafi gefið í skyn. „Það er bara skotið fyrst og spurt svo.“ olikr@frettabladid.is Framsóknarflokkurinn: B‡›ur fram í eigin nafni STJÓRNMÁL Framsóknarmenn í Reykjavík ákváðu í gærkvöld að bjóða fram undir eigin merkjum í komandi borgarstjórnarkosningum. Alfreð Þorsteinsson borgar- fulltrúi lagði til að opnað yrði fyrir þátttöku óháðra í framboðinu. Ekki var tekin formleg afstaða til þeirrar tillögu heldur sögðu menn það rúmast innan samþykktar fundar- ins um að gefa sem flestum kost á að taka þátt í vali á listann. Framsóknarflokkurinn er síð- astur flokkanna þriggja sem stóðu að framboði R-listans 2002 til að lýsa því yfir framboði undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. - bþg George W. Bush: Fjölga› ver›ur í herli›inu BANDARÍKIN Aukið verður við her- afla Banda- ríkjamanna í Írak á næstu m á n u ð u m , þegar kosn- ingar fara fram í land- inu. George W. Bush Bandaríkja- forseti segir óðs manns æði að kalla herinn heim þar sem það myndi bjóða hættunni á hryðju- verkum heim. Bush gerði hlé á sumarfríi sínu í annað sinn á tæpri viku í fyrrakvöld þegar hann ávarpaði samkomu í Idaho þar sem komnir voru saman ættingjar hermanna í Írak. „Að kalla hermenn heim frá Mið-Aust- urlöndum um þessar mundir, eins og margir hafa krafist, myndi blása hryðjuverkamönnum kapp í kinn og skapa fyrir þá aðstæður til að gera árásir á Bandaríkjamenn.“ -shg SPURNING DAGSINS Jón, finnst florsknum gott a› láta klappa sér? „Honum líkar það vel en er styggur á sporðinn“ Þorskurinn í Arnarfirði er svo gæfur að hægt er að klappa honum. Jón Þórðarson er einn af umsjón- armönnum hafrannsókna í firðinum. M YN D /A P Landspítalinn: Reksturinn ná- lægt jafnvægi HEILBRIGÐISMÁL 79 milljóna króna halli var á rekstri Landspítala - há- skólasjúkrahúss fyrstu sex mánuði ársins. Uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára gerir greiðslustöðu Land- spítalans erfiða, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri spítalans. Fyrsta hálfsársuppgjör Landspítal- ans var birt í gær. Skammtímaskuldir Landspítala - háskólasjúkrahúss nema 1.993 milljónum króna og viðskiptaskuld- ir 1.421 milljón. Gjöld mánuðina janúar til júní voru 79 milljónir króna umfram tekjur, 14.367 millj- ónir á móti 14.288 milljónum. - óká Sjálfstæ›ismenn í borgarstjórn gagnr‡na sk‡rslu innri endursko›unar borgar- innar um Stjörnubíósreitinn og telja borgarstjóra geta hafa panta› álit. Borg- arstjóri segir fletta fordæmislausa árás á embættismann borgarinnar. Hæstiréttur úrskurðar: Kosningarnar eru löglegar BERLÍN, AP Hæstiréttur Þýskalands úrskurðaði í gær að fyrirhugaðar þingkosningar mættu fara fram 18. september eins og ráðgert hafði verið. Tveir þingmenn höfðu lagt fram kvörtun þar sem þeir efuðust um lögmæti þess hvernig Gerhard Schröder kansl- ari boðaði til kosninganna í sumar. Kosningabaráttan er þegar hafin af fullum krafti en kjör- fundur verður haldinn ári áður en kjörtímabilinu lýkur. Eftir þennan úrskurð Hæstaréttar er síðasta ljóninu rutt úr vegi. - oá fi‡sku ÞINGKOSNINGARNAR BUSH FORSETI Vill viðhalda öflugum herstyrk í Mið-Austur- löndum. UMDEILDUR BYGGINGARREITUR Í BORGINNI Borgarstjórinn í Reykjavík sagðist gera ráð fyrir að innri endurskoðandi fundaði með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og færi yfir skýrslu sína með þeim, óskuðu þeir þess. Að öðru leyti segir hún skýrslu hans standa, enda unna „af heil- indum og heiðarleika“. KJARTAN MAGNÚSSON Kjartan, sem er borgarfulltrúi sjálfstæðis- manna í Reykjavík, vill að svarað verði gagn- rýni sem sett var fram í tíu liðum í bókun í borgar- stjórn í gær. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Telur sjálfstæðismenn hafa blindast af pólit- ískum ásetn- ingi. Gert er ráð fyrir verulegum afgangi á fjárlögum næsta árs: A›halds gætt í velfer›arfjárlögum GEIR HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA „Við verðum að halda okkur við markmið um aðhald en það er mjög mikilvægt eins og nú er ástatt í efnahagslífinu.“ MINNI HÁTTAR MEIÐSLI Juan Carlos Valles, eins árs, lifði flugslysið af. Ekki er þó vitað um afdrif ættingja hans. Kraftaverk í Perú: Kornabarn komst lífs af PUCALLPA, AP Alls komust 58 manns lífs af úr flugslysinu í Perú í vikunni. Kraftaverki þykir ganga næst að ekki fór verr. Boeing 737-flugvél TANS-flug- félagsins fórst við borgina Pucallpa á Amazon-svæðinu á þriðjudaginn en hún var á leið frá Líma. 37 týndu lífi í misheppnaðri nauðlendingu vél- arinnar, sem hreppti vont veður. Miðað við skemmdir vélarinnar þykir með ólíkindum að nokkur skyldi komast lífs af. Til dæmis fannst reifabarn í mýrinni skammt frá flakinu og amaði ekkert að því. Sumir farþeganna eru taldir hafa gengið til heimila sinna í Pucallpa. ■ SIGMUNDUR SIGURGEIRSSON Kallaði Baugsfjölskylduna hyski af ódýrustu sort á blogg- síðu sinni en færslan hefur nú verið fjarlægð af vefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.