Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 42
26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR > Við undrumst ... ... ummæli Barkar Edvardssonar hjá knattspyrnudeild Vals við vefmiðilinn Fótbolta.net síðdegis í gær. Þar kvaðst hann ekki vita hver Atli Jóhannsson hjá ÍBV væri, en Börkur er sakaður um að hafa rætt við hann á ólögmætan hátt. Stuttu síðar sagði hann við Fréttablaðið að málið væri misskilningur sem til væri kominn vegna rangra upplýsinga frá heimildarmanni sínum, sem Börkur vill með engu móti gefa upp. Það Það þarf varla að minna Börk á það að tvísaga málflutningur á það til að grafa undan trú- verðugleika. Hannes strax til Stoke? Landsliðsframherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem er á mála hjá Viking í Noregi, mun hugsanlega ganga til liðs við Stoke áður en félagaskiptafresturinn í Evrópu rennur út 1. september, en áður stóð til að Hannes færi til félagsins um áramótin. Hann kom ekki við sögu hjá Viking í Evrópukeppninni í gærkvöldi og gefur það til kynna að hann sé á förum á allra næstu dögum. sport@frettabladid.is 30 > Við óskum ... .... Breiðabliki hjartanlega til hamingju með að vera búið að tryggja sér sigur í 1. deildinni. Blikar hafa verið með lang- besta liðið í 1. deildinni í sumar og eru enn taplausir. Meistaradeildin: A-RIÐILL BAYERN MÜNCHEN JUVENTUS CLUB BRUGGE RAPÍD VÍN B-RIÐILL ARSENAL AJAX AMSTERDAM SPARTA PRAG THUN C-RIÐILL BARCELONA PANATHINAIKOS WERDER BREMEN UDINESE D-RIÐILL MANCHESTER UNITED VILLARREAL LILLE BENFICA E-RIÐILL AC MILAN PSV EINDHOVEN SCHALKE FENERBAHCE F-RIÐILL REAL MADRID LYON OLYMPIAKOS ROSENBORG G-RIÐILL LIVERPOOL CHELSEA ANDERLECHT REAL BETIS H-RIÐILL INTER MILAN PORTO RANGERS ARTMEDIA BRATISLAVA Árni Gautur Arason, markvörður ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, átti stórleik í fyrrakvöld þegar Våler- enga mætti Club Brugge frá Belgíu í Meistaradeild Evrópu. Belgíska liðið hafði sigur í víta- spyrnukeppni eftir að staðan hafði verið 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Geir Bakke, aðstoðar- þjálfari Vålerenga, sagðist aldrei hafa orðið vitni að eins góðri frammistöðu hjá markverði. „Þetta var ótrúlegt. Árni hreinlega lok- aði markinu í fram- lengingunni og varði frábærlega vel allan leikinn. En því miður dugði það ekki til.“ Og Erik Thorstvedt, fyrrverandi landsliðsmark- vörður Noregs, tók í sama streng. „Árni er góður markvörður en frammistaða hans í þessum leik var stórbrotin.“ Árni sjálfur var frekar daufur í dálkinn enda alltaf slæmt að falla úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Hann sagðist ekki hafa upplifað aðra eins stórskotahríð á sín- um ferli. „Ég hef ekki haft svona mikið að gera á mín- um ferli, nema þá helst þegar ég var með landslið- inu gegn Brasilíu. Það var skotið mikið á markið eftir að við urðum einum færri í seinni hálfleik. Ég reyndi bara að verja það sem kom á markið og það gekk vel. En úrslitin eru auðvitað vonbrigði. Núna þurfum við bara að taka okkur saman í andlitinu og vinna deildina í Noregi og helst bikarkeppnina líka.“ Norskir fjölmiðlar héldu ekki vatni yfir frammistöðu Árna Gauts og halda því fram að hún hefur örugglega vakið at- hygli hjá útsendurum stórliða sem fylgj- ast vel með forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Ég er ekkert að hugsa um neitt annað félag en Vålerenga, sem í mínum huga er stórt félag. Ég efast nú um að það muni einhver lið vera að fal- ast eftir kröftum mínum núna þegar ég er orðinn þrítugur. Ég er viss um að Vålerenga getur komist í Meistaradeild Evrópu á næstu árum.“ ÁRNI GAUTUR ARASON: ÁTTI STÓRLEIK Í EVRÓPUKEPPNINNI Í FYRRAKVÖLD Aldrei haft eins miki› a› gera í leik Dregið í Meistaradeildinni: Chelsea mætir Liverpool á n‡ FÓTBOLTI Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu og þar bar hæst að Liver- pool og Chelsea, sem mættust í undanúrslitum keppninnar í fyrra, verða saman í riðli í ár, ásamt Real Betis og Anderlecht frá Belgíu. Steven Gerrard, fyrir- liði Liverpool, var kosinn leikmað- ur keppninnar í fyrra við þetta sama tækifæri og sagði það mikinn heiður. „Það er ótrúlegt að verða fyrir valinu innan um alla þessa frábæru leikmenn og ég get ekki beðið eftir að mæta Chelsea í riðlinum núna. Það eru samt fleiri sterk lið þarna sem má alls ekki vanmeta,“ sagði Gerrard. - bb Sófasett í úrvali Glæsilegt opnunartilboð: Þriggja sæta hægindasófi og tveir hægindastólar (3+1+1) af bestu gerð. Sannkallaðir letistólar. Verð aðeins 209.900 Mikið úrval af borðstofusettum Úrval skilrúma, kommóða, borða. Sjón er sögu ríkari! Haukur Dór - Sýningin stendur yfir Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallery Húsgögn Stofuborð. Listagripur úr kopar og gleri. Einn sá flottasti! Horn sófi með snúningi á endasætum. Opnunartilboð aðeins 221.800 í glæsilegri og rúmgóðri verslun okkar að Dalvegi 18 Opið alla virka daga frá 11-18, laugardaga 11-16 og sunnudaga frá 13-16 SÍÐASTA HELGI OPNUNARTILBOÐS SÍÐASTA HELGI OPNUNARTILBOÐS Láttu verðið koma þér á óvart! HM U-21 í Ungverjalandi: Loksins unnu Íslendingar HANDBOLTI Íslenska piltalandsliðið í handknattleik vann í gær Suður- Kóreu, 34-33, á heimsmeistara- mótinu í Ungverjalandi og vann sér þar með rétt á að spila um níunda sæti á mótinu. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti stórleik og skoraði þrettán mörk í fimmtán skottilraunum. Arnór Atlason var hetja Íslands í leiknum með því að skora sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins, en íslenska liðið var með yfirhöndina nánast allan leikinn og átti sigurinn skilinn. ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON Náði loksins að sýna sitt rétta andlit gegn S-Kóreu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.