Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 37
Bygg›akvótinn stenst lög, ekki spurning! Í Fréttablaðinu 12. ágúst sl. var frétt um sjávarútvegsmál sem bar yfirskriftina „Látið reyna á hvort byggðakvóti stenst lög“. Þar segir m.a. Magnús Kristinsson útvegs- maður í Vestmannaeyjum: „Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráð- herra stendur fyrir.“ Og síðar í sama viðtali: „Það er alveg ljóst að nú látum við sverfa til stáls. Það er ekkert annað en hrein og klár eigna- upptaka þegar eignir manna eru teknar og þeim deilt út til annarra.“ Undir þetta tekur að sjálfsögðu Friðrik J. Arngrímsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ. Veiðiheimildir íslensku þjóðar- innar, lög nr. 38. 1990. 1. gr.: „Nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sam- eign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiði- heimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Staðreyndin er að veiðiheimildum er úthlutað af breytilegum forsendum frá ári til árs til útgerðar. Úthlutun veiðiheim- ilda hefur alltaf verið í höndum sjávarútvegsráðherra og hefur aldrei leikið vafi á um rétt hans og vald til þeirra aðgerða. Umræða um eignarhald er því út úr kortinu því stöðug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum sínum eru til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um veiðiheimildir. Aðili sem hefur fengið úthlutað þeirri sérstöðu að afla 10 tonna fyrir sam- félagið og fær úthlutað eitt árið sem gera 9 tonn hefur ekki orðið fyrir skerðingu á verðmætum heldur tek- ist á við þann áhættuhluta sem alltaf hefur fylgt sjávarútvegi, t.d. minnkandi fiskgengd við landið og/eða vegna sértækra byggðasjón- armiða. Þetta er jafn innbyggt í sjávarútveginn og andrúmsloftið er umhverfi okkar því við erum veiði- samfélag. Sá sami hefur ekki heldur hlotnast happdrættisvinningur þeg- ar árið þar á eftir færir honum til verks að afla 11 tonna fyrir sam- félagið. Tilkall til þessa viðauka er ekkert frekar hans en samfélagsins því yfirráðin yfir auðlindinni kemur frá þeim sem úthlutar í nafni þjóð- arinnar og er kosinn til þess af al- menningi. Þegar þetta svokallaða kvóta- braskkerfi var sett á fengu útgerð- irnar veiðiheimildir í formi afla- hlutdeildar fyrir óverulegt gjald en ekki til eignar. Þess vegna er ekki hægt að selja það sem menn hafa aldrei eignast, þ.e.a.s. veiðiheimild- ir. Þau kaup hins vegar manna á milli í gegnum tíðina á þessum ímynduðu verðmætum í kvótalík- ingu, varðar okkur samfélagið ekkert um. Þeir gerðu þessi við- skipti sín á milli, án samráðs við þjóðfélagið, gegn vilja settra laga og því alfarið á þeirra ábyrgð. Stjórnvöld þurfa hins vegar að skoða ofan í kjölinn hvort þetta kvótabrask sé ekki búið að skaða hagkerfið svo mikið að fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu. Eins og segir nú í lögum um stjórn fiskveiða eru aflaheimildir eign þjóðarinnar og svo skal áfram vera um auðlind okkar óháð því hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi er við lýði hverju sinni. Höfundur situr í miðstjórn Frjálslynda flokksins. 25FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2005 Úrbóta er flörf Stjórnvöld hafa unnið markvisst að því á undanförnum árum að bæta réttindi og aðstæður fatl- aðra hér á landi. Alþingi Íslend- inga hefur tryggt þessum þjóð- félagshópi l ö g b u n d i n réttindi sem eiga að stuðla að því að fatlaðir, líkt og aðrir hópar sam- f é l a g s i n s , geti lifað eðlilegu lífi. Í gegnum árin hef ég tekið eftir því að allt of algengt er að ófatlaðir einstaklingar leggi bifreiðum í stæði sem eru sérmerkt hreyfihömluðum. Slíkt er aumkunarvert og í raun er ekki hægt að leggjast lægra í umferðinni en í brotum af þessu tagi! Brot sem þessi skerða ferðafrelsi hreyfihamlaðra og með því er gengið á lögbundin réttindi þeirra. Ég beindi þeirri fyrirspurn til samgönguráðherra á Alþingi síðastliðið vor hvort ráðherra þætti koma til greina að hann tæki ákvörðun um upphæð gjalds fyrir brot á umferðarlög- um af þessu tagi. Ástæða þess- arar fyrirspurnar er sú að gjald vegna þessara brota er fárán- lega lágt, um 2.500 krónur, en viðkomandi sveitarfélög ákvarða í dag upphæð þessara sekta. Sem dæmi eru sektir vegna sambærilegra brota margfalt hærri í Bandaríkjun- um, 15 til 20 þúsund krónur í sekt er ekki óalgengt þar. Það er nauðsynlegt að gera átak í því að gera merkingar við stæði hreyfihamlaðra greini- legri þannig að ómögulegt sé að leggja þar af misgáningi. Sjálf- sagt er í framhaldinu að hækka sektir vegna þessara brota, 10 til 20 þúsund krónur væri ásættan- legt að mínu mati. Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson boðaði það í umræð- unni að óhjákvæmilega væri þetta eitt af þeim atriðum sem þyrfti að taka upp við endur- skoðun umferðarlaga sem verða til meðferðar á haustþingi. Ég hef enga trú á öðru, í ljósi áhuga ráðherrans og þingmanna á rétt- indum fatlaðra í umferðinni, að breytingar verði gerðar í þá átt að tryggja ferðafrelsi fatlaðra hér á landi. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit- stjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. BIRKIR J. JÓNSSON BALDVIN NIELSEN UMRÆÐAN SJÁVARÚTVEGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.