Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 20
K
A
R
LA
R
82%
K
O
N
U
R
18%
Lögregla var við það að missa
tökin. Svona lýsti Geir Jón
Þórisson, yfirlögregluþjónn í
Reykjavík, ástandinu á
Menningarnótt í ár eftir að skipu-
lagðri dagskrá lauk með flug-
eldasýningu. Frá miðnætti til
klukkan fjögur aðfaranótt sunnu-
dags er á sjöunda tug færslna í
atburðaskrá lögreglu. Þar af eru
að minnsta kosti á annan tug til-
vika sem tengjast slagsmálum,
líkamsárásum eða afskiptum
lögreglu af slösuðu fólki.
Jóna Hrönn Bolladóttir mið-
borgarprestur, sem var á vakt
með sjálfboðaliðum við eftirlit,
segir að fjöldi þeirra sem neyti
áfengis og fíkniefna hafi vaxið ár
frá ári á undanförnum fjórum ár-
um. Ástandið síðustu Menningar-
nótt hafi verið hættulegt og ein-
kennst af miklu unglingafylleríi
og fíkniefnaneyslu.
Um níutíu þúsund manns sóttu
miðborgina heim á Menningar-
nótt. Flestir skemmtu sér vel og
fóru heim skömmu eftir að skipu-
lagðri dagskrá lauk, en meira var
að gera á skemmtistöðum borgar-
innar en vanalega. Við þetta
bætist að Menningarnótt bar upp á
síðustu helgi fyrir skólabyrjun og
hafa ýmsir bent á að það hafi enn
fremur aukið á drykkju unglinga.
Vegna þessa ástands mun
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, halda
fund með samstarfsaðilum Menn-
ingarnætur í dag til að ræða
mögulegar breytingar á skipulag-
inu að ári. Meðal þeirra breytinga
sem ræddar hafa verið er að
leggja Menningarnótt niður í eitt
ár, til að athuga hvað gerist, eða
færa Menningarnótt yfir á sunnu-
dag. Ef síðari tillagan verður
samþykkt eru líkur á að áfengis-
drykkja verði mun minni eftir að
skipulagðri dagskrá lýkur og
færri safnist saman í miðborginni.
Fyrir þremur árum má segja
að soðið hafi upp úr með ofbeldi
og drykkjulátum, en þá var meira
fjölmenni á Menningarnótt en
nokkru sinni fyrr. Þá var ungur
maður stunginn og kom til meiri
óláta en lögregla hafði áður
kynnst. Var meðal annars slegist
við sjúkraflutningamenn sem
reyndu að koma slösuðum til að-
stoðar. Hreinsunarmenn höfðu þá
ekki séð annan eins óþrifnað á
götum borgarinnar. Í umræðu um
þá nótt var meðal annars rætt um
hvort skortur á lögregluþjónum
hefði valdið því að átök urðu eins
alvarleg og raun bar vitni. Ekki
var þó farið í breytingar á
Menningarnótt og var hún haldin
með svipuðu sniði árið eftir.
20 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Hefur florskurinn minna a› éta en á›ur?
FBL GREINING: MATSEÐILL ÞORSKSINS
fréttir og fró›leikur
HVERS KYNS ERU REKTORAR Í SKÓLUM
Á HÁSKÓLASTIGI?
Heimild: HAGSTOFAN
52
.87
0 k
r
Dal.is
Eldshöfða 16
Sími: 616 9606
Opið 12 - 16
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR
svanborg@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
LEIGUBÍLSTJÓRAR
KVARTA EKKI
„Umferðin gekk mjög vel miðað
við fjölda manns í bænum og lög-
reglan stóð sig vel að því leyti,“
segir Kristinn
Snæland leigubíl-
stjóri, sem var að
keyra til klukkan
sex á sunnudags-
morgun. „Okkur
leigubílstjórum
finnst þó að ekki
hafi verið passað
upp á að við kæm-
umst leiðar okk-
ar. Hverfisgata
var til dæmis lokuð, nema fyrir
strætisvagna og hópferðabíla.
Hún mætti hafa verið opin fyrir
okkur líka. Þeir sem skipuleggja
umferðarmál gera ekki ráð fyrir
að leigubíll sé almenningsfarar-
tæki, en það er það farartæki
sem almenningur notar til að
flýta sér. Fólk tekur leigubíla af
því það hefur ekki tíma til að fara
í strætó.“
Kristinn segir mikla drykkju
hafa verið á Menningarnótt, og
biðraðir eftir leigubílum hafi
verið fjölmennari en venja er á
laugardagskvöldum. „Það var
mikið fyllerí, en ég lenti ekki í
neinum leiðindum. Leigubílstjór-
ar virðast hafa sloppið vel frá
helginni og það hefur enginn
talað um það í mín eyru að hafa
lent í vandræðum.“
MINNA RUSL
Í MIÐBÆNUM
„Það gekk bara mjög vel að
hreinsa ruslið, það hefur oft
verið verra en þetta,“ segir Rún-
ar Harðarson,
v e r k s t j ó r i
Hre ins i tækna ,
sem sá um að
hreinsa rusl í
miðborginni að-
faranótt sunnu-
dags. „Það var
verra í fyrra,“
segir hann og
telur eina helstu
ástæðu þess vera
rigninguna sem hélt fólki inni.
„Það var færra fólk eftir mið-
nætti en í fyrra og mesta ruslið
kemur þá. Þá var meira þrifið um
daginn heldur en í fyrra.“
Umhverfis- og heilbrigðistofa
Reykjavíkurborgar sá um að
halda götunum hreinum yfir dag-
inn og fram til miðnættis og var
áhersla lögð á að taka upp brotið
gler og tæma ruslafötur.
Aðspurður segir Rúnar að
hann og hans menn hafi ekki orð-
ið varir við mikla spennu á Menn-
ingarnótt. „Spennan var að
minnsta kosti ekki áþreifanleg.“
SKÓLANEMAR
MEST ÁBERANDI
„Við þurfum að vinna í því að
minnka umburðarlyndi gagnvart
þessari unglingadrykkju,“ segir
Bergþóra Vals-
dóttir, fram-
k v æ m d a s t j ó r i
SAMFOKS, Sam-
bands foreldrafé-
laga og foreldra-
ráða í grunnskól-
um Reykjavíkur
vegna frétta um
mikla unglinga-
drykkju á Menn-
ingarnótt. „Þessi
hópur sem var mest áberandi var
framhaldsskólanemar. Við höfum
náð góðum árangri með grunn-
skólabörnin en framhaldsskólar
eru næsta skref.“ Bergþóra segir
að foreldrar þurfi að gera sér
grein fyrir því að þeir beri
ábyrgð á börnum sínum til átján
ára aldurs. „Við ættum í raun og
veru að fara í bæinn með sextán
og sautján ára börnum líka. Við
berum jafnmikla ábyrgð á þeim
og fimmtán ára börnum.“ Hún
segir að styrkja þurfi börn
þannig að þau sjái annan valkost
en að skemmta sér með áfengi.
Því þurfi fullorðna fólkið að líta í
eigin barm og skoða hvað það
geri þegar það skemmti sér. „Það
er ekki hægt að neita því að við
fullorðna fólkið erum fyrirmynd-
ir og því miður erum við ekki
alltaf góðar fyrirmyndir.“
Drykkjulæti og ofbeldi
Skelfilegt ástand var í mi›borginni á Menningarnótt og var lögregla vi› a›
missa tökin. Fyrir tveimur árum taldi lögreglan sig aldrei hafa kynnst ö›ru
eins. Líkt og á flessu ári kom til hópslagsmála og var ungur ma›ur stunginn.
AFLEIÐING ÓLÁTA Að minnsta kosti tveir menn hafa fengið lífshættulegar stungur á
Menningarnótt undanfarin ár.
KRISTINN
SNÆLAND
RÚNAR
HARÐARSON
BERGÞÓRA
VALSDÓTTIR
Í Arnarfirði er unnið að fiskifræðilegum
rannsóknum sem miða að því að vernda
rækjuna í firðinum fyrir þorski. Rannsóknin
er fólgin í því að að gefa þorskinum loðnu
á ákveðnum stöðum og með því móti er
reynt að laða hann frá heimkynnum rækj-
unnar í firðinum. „Það er mikið í húfi að
vernda þennan rækjustofn í Arnarfirði þar
sem þetta er eini rækjustofninn sem eftir er
hér við land sem heldur sig innan fjarðar,“
sagði Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnuninni, í samtali við
Fréttablaðið. Hann kvað þorskinn hafa étið
upp rækjuna annars staðar.
Hvað étur þorskurinn? Þorskurinn er rán-
fiskur. Útbreiðsla hans um öll norðurhöf
bendir til þess að hann sé ekki sérlega mat-
vandur. Glöggir fiskimenn hafa einnig þóst
sjá náið samband milli fæðuframboðs og
útbreiðslu þorsksins í hafinu. Þegar lítið sé
að hafa dreifi þorskurinn sér um allan sjó
og nálgist jafnvel strendur landsins. Í
góðæri halli hann sér fremur að loðnutorf-
um eða annarri svipaðri fæðu. Margir sjó-
menn telja jafnvel að þorskurinn fylgi eftir
flökkutorfum á borð við síld og loðnu lang-
ar leiðir.
Hafrannsóknastofnunin hefur frá árinu 1995
farið í svonefnt haustrall og aflað sýna úr
þorskmaga allar götur síðan.
Í gögnum stofnunarinnar má sjá að á árunum
1995 til 2002 kom fyrir að loðna var allt að
helmingur fæðunnar á matseðli þorsksins.
Síðustu þrjú árin hefur hlutfall loðnu í fæðu
þorsksins minnkað hratt og var orðið óveru-
legt í fyrra. Um fjórðungur fæðunnar var
rækja á árunum 1995 til 1997. Þetta hlutfall
hefur einnig lækkað mjög á síðustu árum.
Í haustralli Hafrannsóknastofnunarinnar í
fyrra var loðna og rækja orðin óverulegur
þáttur í fæðu þorsksins. Um 60 prósent
fæðunnar voru annað og óskilgreint en tals-
vert af fæðunni var síld og kolmunni og
jafnvel smáýsa. Þess má einnig geta að
magafylli þorsksins hefur minnkað samfellt í
fjögur ár.
Ekki verður ráðið af gögnum Hafrannsókna-
stofnunarinnar hvort þorskurinn éti meira
undan sjálfum sér við þessar aðstæður.