Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 12
MÓTMÆLT Í BANGLADESS Kona heldur á mótmælaskilti í árlegum mótmælum í Dhaka þar sem konur í Bangladess krefjast réttar til stjórnmálaþátttöku á við karla. 12 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Búið að ráða í nær allar lausar stöður í leikskólum á Akureyri: Hátt hlutfall mennta›ra kennara LEIKSKÓLAR Mun betur gengur að manna leikskólana á Akureyri en í Reykjavík og Kópavogi og er búið að ráða í nær allar lausar stöður hjá leikskólum bæjarins. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeild- ar, segir þar muna mestu um hátt hlutfall menntaðra leikskólakenn- ara á leikskólunum fyrir norðan en Háskólinn á Akureyri hafi út- skrifað marga leikskólakennara á undanförnum árum. „Okkur hefur því gengið vel að fá menntaða kennara og starfsmannaveltan hefur dregist verulega saman á undanförnum árum þar sem okkur hefur tekist að halda í kenn- arana,“ segir Gunnar. Hlutfall menntaðra leikskóla- kennara er 67 prósent á Akureyri en 40 prósent í Reykjavík. Auk þess gengur betur að fá ófaglærða starfsmenn til starfa á leikskólum á Akureyri en á höfuðborgar- svæðinu. Helena Karlsdóttir, forstöðu- maður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra, telur ýmsar ástæður liggja að baki og segir að hugsanlega eigi hátt hlutfall kvenna á atvinnuleysisskrá á Akureyri einhvern þátt en telur minna framboð af störfum á Akureyri en á höfuðborgarsvæð- inu þó vega þyngra. - kk MILLJÓNIN AFHENT Birkir Þór Bragason, Ástríður Pálsdóttir, Martha Ósk Kjartans- dóttir, Bergþór Már Arnarson og Kjartan H. Kjartansson. Arfgeng heilablæðing: Milljón til rannsókna STYRKTARTÓNLEIKAR Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktar- tónleikum til rannsóknar á arf- gengri heilablæðingu í Smáralind- inni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdótt- ur, lífefnafræðingi við Tilraunastöð- ina á Keldum, 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna. „Unnusta mín lést í febrúar af völdum sjúkdómsins,“ segir Berg- þór. „Mér fannst þetta svo sérstakt, þar sem þessi sjúkdómur finnst ein- ungis hér á landi. Því ákváðum við fjölskylda hennar að vinna að þessu verkefni.“ Bergþór segir tónleikana hafa verið stórkostlega, og ekki hafi verið síðra að allir gáfu sína vinnu og framlög til þeirra. - ss Kærir lögmann Húseigenda- félagsins fyrir ærumeiðingar. Erna kærð fyrir að selja syni sínum íbúð LÖGREGLUFRÉTTIR KLIPPT AF BÍLUM Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ klippti númer af þrettán bifreiðum í fyrrinótt sem eigendur höfðu ekki hirt um að greiða ábyrgðar- tryggingar af á réttum tíma. Ókeypis á netið: Kringlan er heitur reitur UPPLÝSINGATÆKNI Gestir og gang- andi geta tengst netinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðanettenging. „Heit- ur reitur gerir gestum með fartölv- ur mögulegt að vafra um á Netinu, sýsla með tölvupóst og miðla gögn- um sín á milli,“ segir í tilkynningu félagsins, en einnig verður hægt að tengjast skólanetum um svokölluð vinnuhlið (VPN-gátt og TELNET). Kringlan er því orðin stærsta þráðlausa netsvæði landsins sem er ætlað almenningi; um 20 þúsund fermetrar. - óká LEIKSKÓLABÖRN Á AKUREYRI Á leikskólunum á Akureyri er hlutfall menntaðra leikskóla- kennara 67 prósent en 40 prósent í Reykjavík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN OLÍUVERÐ Sérfræðingar búast við að olíuverð lækki á næstu misser- um, þrátt fyrir að olíufatið hafi í gær farið í 68 dali á fat í Asíu og verð hafi aldrei verið hærra. Í Morgunkornum Íslandsbanka kemur fram að samkvæmt sér- fræðingum Morgan Stanley- banka séu miklar hækkanir undanfarinna mánuða til komnar vegna aukinnar eftirspurnar og að þar með sé innbyggð ákveðin leiðrétting ef hægja fari á hjólum efnahagslífs iðnríkjanna. Olía kostaði rúmlega tuttugu dali á fat um áramótin 2001 til 2002 og hefur verð síðan hækkað jafnt og þétt. Sérfræðingar Morg- an Stanley telja að meðalverð olíufats verði 48 dalir þetta ár og næsta og muni líklega staðnæm- ast í 38 dölum um síðir. Hækkanir undanfarinna daga eru raktar til þess að gengið hefur á umframbirgðir Bandaríkja- manna, auk þess sem eftirspurn Kínverja hefur aukist. Ekki bætti heldur úr skák að loka varð olíu- vinnslustöðvum við Mexíkóflóa vegna hættu á fellibyljum. - jsk NÓG AÐ GERA HJÁ KAUPENDUM OG SELJENDUM Olían heldur áfram að hækka og fór í rúma 68 dali í gær. Sérfræðingar telja þó líklegt að verðhækkanir gangi til baka. M YN D /A FP Sérfræðingar spá allt að þriðjungs verðlækkun: Olíuver› aldrei veri› hærra Næsta lota vi›ræ›na a› hefjast Fulltrúar Bandaríkjamanna og Íslendinga hittast í næsta mánu›i hér á landi til a› ræ›a framtí› herstö›v- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Laga flarf starfsemina a› núverandi öryggishagsmunum a› mati banda- rískrar nefndar sem n‡veri› skila›i flingi og forseta sk‡rslu um starfsemi herstö›va. VARNARSAMNINGURINN Nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda leggur til að varnarsamningur- inn við Íslendinga verði endur- skoðaður með breytta öryggis- hagsmuni í huga í kjölfar kalda stríðsins. Lagt er til að endur- skoðuð verði þörf fyrir herafla og umsvif sjó- eða flughers hér á landi. Nefndin skilaði Bandaríkja- forseta og bandaríska þinginu um 200 blaðsíðna skýrslu 15. ágúst síðastliðinn. Í niðurstöð- um skýrslunnar eru aðeins átta tillögur og lýtur ein þeirra ein- vörðungu að varnarsamningn- um við Ísland. Í bréfi með skýrslunni segj- ast nefndarmenn vona að hún veki og styrki þjóðlega vitund um hve mikilvæg staðsetning Bandaríkjamanna hvarvetna í heiminum sé fyrir öryggishags- muni þjóðarinnar. Nefndin kveðst hafa einbeitt sér að þess- um hagsmunum sem og aðbún- aði hermanna og fjölskyldna þeirra þegar þeir snúa heim frá herstöðvum víða um heim. Meðal þess sem nefndin legg- ur til er að Bandaríkjaþing hafi meira eftirlit með áætlunum bandaríska varnamálaráðuneyt- isins um endurskipulagningu og samhæfingu herstöðva sinna víðsvegar um heim. Huga verði vel að tímaáætlunum í því sam- bandi. Meðal annars er fjallað um herstöðvar Bandaríkjanna í Japan en þar er gert ráð fyrir að flugherinn taki við einni herstöð af sjóhernum á Okinawa-eyju. Lagt er til að herfylki sem ráðgert var að snúa aftur til Bandaríkjanna verði áfram í Evrópu. Einnig er mælt með því að stjórnvöld hugi að auknum tengslum við svæði í Afríku og Suður-Ameríku sem kunni að verða hernaðarlega mikilvæg í framtíðinni. Viðræður um framtíð her- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli hófust í sumar. Annar fund- ur viðræðunefnda bandarískra og íslenskra stjórnvalda verður hér á landi í byrjun september næstkomandi. Ráðgjafar og sérfræðingar á vegum flughersins sátu fyrir mánuði fund með yfirmönnum herstöðvarinnar. Þar var fjallað um rekstur hennar og búnað, en ráðgert er að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar. johannh@frettabladid.is HERSTÖÐIN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Viðræðum um umsvif herstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli í framtíðinni verður fram haldið í næsta mánuði. KRINGLAN ORÐIN ÞRÁÐLAUST NETSVÆÐI Um fimmtán þúsund manns leggja leið sína í Kringluna á degi hverjum og eiga þess nú kost að tengjast netinu þráðlaust hvar sem þeir eru staddir í húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.