Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 40
„Mér líst mjög vel á þetta. Lista-
háskólinn er mjög kraftmikil
stofnun og í stöðugri þróun,
starfsfólkið er kraftmikið og nem-
endur frjóir,“ segir Kjartan Ólafs-
son tónskáld sem nýverið var ráð-
inn prófessor í tónsmíðum við
Listaháskóla Íslands en það er
fyrsta staða sinnar tegundar hér á
landi. Kjartan lauk doktorsgráðu í
tónsmíðum og tónfræðum frá Sí-
belíusar-Akademíunni í Helsinki
árið 1995 en hafði áður lagt stund
á nám í raftónlist í Hollandi.
„Þetta starf er þrískipt.
Kennsla er grunnurinn, síðan er
stjórnunarþáttur þar sem námið
er skipulagt og þróað áfram í sam-
ræmi við þróun í listalífinu. Í
þriðja lagi eru tónsmíðar og rann-
sóknir,“ segir Kjartan sem býst
við að geta sinnt tónsmíðum af
jafn miklum krafti og áður. „Þetta
kallar á meiri skipulagningu sem
er af hinu góða,“ segir Kjartan
sem semur allar gerðir tónlistar.
„Ég hef mest starfað við nú-
tímatónsmíðar fyrir kammerhópa
og sinfóníuhljómsveitir og verið
mikið í raftónlist sem er mjög
spennandi vettvangur sem er
alltaf í þróun. Síðan hef ég gert
leikhústónlist, barnatónlist og
popptónlist,“ segir Kjartan sem
hlustar á mjög fjölbreytta tónlist
þegar hann slakar á heimavið.
„Plötuskápurinn hjá mér er mjög
fjölbreyttur og svo veltur bara á
því hvaða stemmningu maður vill
ná fram,“ segir Kjartan sem er
sem stendur á norrænni ráðstefnu
um höfundarrétt á Egilsstöðum.
Kjartan hefur frá árinu 1988
unnið að hönnun og þróun tón-
smíðaforritsins CALMUS. „Þetta
forrit er í raun bara framlenging
af eldri aðferðum. Reikniaðferð-
um er beitt til að vinna með
tónefni eins og hefur verið gert
frá því Pýþagóras kom fram með
sínar kenningar,“ segir Kjartan
og bætir við að Bach hafi meðal
annars notað þessar aðferðir mik-
ið.
„Ég hannaði forritið fyrst og
fremst til að auka fjölbreytni í
tónsköpun,“ segir Kjartan sem
tók snemma þá ákvörðun að fara
ekki út í markaðssetningu á því
enda hefði hann þá hugsanlega
endað sem fínstrokinn stórlax í
viðskiptum frekar en prófessor
með úfið hár tónskáldsins. ■
28 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Semur allar gerðir tónlistar
KJARTAN ÓLAFSSON TÓNSKÁLD: RÁÐINN PRÓFESSOR Í TÓNSMÍÐUM
timamot@frettabladid.is Hljóðver hinnar rafmögnuðu
dömu eða The Electric Lady
Recording Studio var þennan
dag árið 1970 opnað í New York
í Bandaríkjunum. Hugmynda-
smiður og upphafsmaður hljóð-
versins var gítarhetjan Jimi
Hendrix, sem hafði í mörg ár
dreymt um að koma á stofn nú-
tímalegu hljóðveri. Vegna vandamála dróst það
til 1970 en hljóðverið var opnað aðeins mán-
uði fyrir dauða Hendrix.
Jimi Hendrix fæddist í Seattle árið 1942 og ólst
nánast upp með gítar í hönd. Hann fór í herinn
árið 1959 og varð fallhlífahermaður. Hann
hætti í hernum árið 1961 vegna meiðsla og
þurfti af þeim sökum ekki að gegna herstörf-
um í Víetnam.
Snemma á sjöunda áratugnum
spilaði hann sem varagítarleikari
fyrir ekki minni listamenn en Little
Richard, B.B. King og Ike og Tinu
Turner. Eitt kvöld heyrði bassaleik-
ari hljómsveitarinnar The Animals
Hendrix spila á kaffihúsi í New
York. Hann heillaðist af spila-
mennskunni, gerðist umboðsmað-
ur Hendrix og flutti hann til Bretlands þar sem
hann stofnaði hljómsveit. Fyrsta smáskífa sveit-
arinnar, Hey Joe, sló rækilega í gegn.
Hendrix kom í síðasta sinn fram á tónlistar-
hátíð í Bretlandi í ágúst árið 1970. Hann lést í
London í september sama ár. Dauðdagi hans
var ekki fagur þar sem hann kafnaði í eigin
ælu eftir ofneyslu eiturlyfja. Hann var aðeins
27 ára gamall.
JIMI HENDRIX
MERKISATBURÐIR
1920 Konur fá rétt til að
kjósa í Bandaríkjun-
um.
1948 Loftleiðir hefja áætl-
unarflug til Bandaríkj-
anna.
1950 Vegurinn um Óshlíð,
milli Hnífsdals og
Bolungarvíkur, er
vígður.
1974 Flugkappinn Charles
Lindbergh deyr 72
ára að aldri á Hawaii.
1984 Keppt er í fyrsta sinn í
Reykjavíkurmaraþoni.
1991 Ísland stofnar fyrst
ríkja formlega til
stjórnmálasambands
við Eystrasaltsríkin
þrjú, Eistland, Lett-
land og Litháen.
1994 Jón Arnar Magnússon
bætir tíu ára Íslands-
met í langstökki um
21 sentimetra.
Hendrix opnar hljó›ver
Tilkynningar um merkisatbur›i,
stórafmæli, andlát og jar›arfarir
í smáletursdálkinn hér a› ofan
má senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Erlendur Kr. Vigfússon
Rjúpufelli 42, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. ágúst síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum veittan stuðning.
Jóhanna S. Sigurðardóttir
Vigfús Erlendsson Ásta Kjartansdóttir
Björk Erlendsdóttir Símon Jónsson
Sigurður Erlendsson Rósa Williamsdóttir
Guðmundur Erlendsson Dagný Svavarsdóttir
Guðbjörg Erlendsdóttir Ólafur H. Ólafsson
og fjölskyldur
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma,
Alda Sigurvinsdóttir
Barðastöðum 11, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. ágúst
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Kristín S. Vilhelmsdóttir Atli Edgarsson
Guðmundur J. Vilhelmsson Jóndís Einarsdóttir
Ragna G. Vilhelmsdóttir Rudolf K. Rúnarsson
Linda B. Vilhelmsdóttir Óskar G. Óskarsson
Halldór G. Vilhelmsson Íris Ólafsdóttir
Alda Guðlaug, Bryndís Ósk, Ragnar Björn,
Hanna Liv, Guðný Ása og Vilhelm Frank.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
dóttir, tengdadóttir og amma,
Guðný (Nína) Jóhannesdóttir
Einhamri (áður Jörundarholti 26), Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 22. ágúst sl. Útför hennar verður gerð
frá Akraneskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Hjörleifur Jónsson
Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Elvar Trausti Guðmundsson
Lísbet Fjóla Hjörleifsdóttir Gunnar Sigurðsson
Guðrún Hjörleifsdóttir Hilmar Ægir Ólafsson
Fjóla Guðbjarnadóttir
Lilja Helgadóttir
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Héðinn Jónsson
skipstjóri, Mýrum 14, Patreksfirði,
andaðist mánudaginn 22. ágúst.
Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. ágúst
kl. 14:00.
Guðrún Jónsdóttir
Elín Magnea Héðinsdóttir Bolli Ólafsson
Jón Már Héðinsson Rósa Líney Sigursveinsdóttir
Inga Mirjam Héðinsdóttir Kristján Hermannsson
Jóhannes Héðinsson Styrgerður Fjeldsted
Freyr Héðinsson Steinunn Finnbogadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Snjólaug Magnea Bjarnadóttir
Þelamörk 54, Hveragerði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 21.
ágúst, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag föstudag
kl. 11.00.
Magnús Kr. Guðmundsson Guðrún Reynisdóttir
Gyða Ó. Guðmundsdóttir Kolbeinn Kristinsson
Bjarni R. Guðmundsson Brynja Sveinsdóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir Lars D. Nielsen
Sveinn H. Guðmundsson Erna Þórðardóttir
Hildur Rebekka Guðmundsdóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
www.steinsmidjan.is
ANDLÁT
Erlendur Kr. Vigfússon, Rjúpufelli 42,
Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hring-
braut 11. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrr-
þey.
Guðrún Agla Gunnlaugsdóttir, Sörlaskjóli
28, Reykjavík, lést á Landspítalanum við
Hringbraut þriðjudaginn 16. ágúst. Útför hef-
ur farið fram í kyrrþey.
Daníel Teitsson, Hátúni 12, Reykjavík, lést í
Hátúni 12 sunnudaginn 21. ágúst.
Guðrún Jóna Dagbjartsdóttir, Brekku,
Núpasveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri þriðjudaginn 23. ágúst.
Jóhanna Sigrún Thorarensen, Lágholti 17,
Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 24. ágúst.
JAR‹ARFARIR
11.00 Guðbrandur Jóhannsson frá Ás-
hóli, Grenilundi 6, Akureyri, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju.
11.00 Guðmundur Benediktsson, fyrr-
verandi ráðuneytisstjóri, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni.
11.00 Jenný Oddsdóttir, Kárastíg 13b,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
11.00 Snjólaug Magnea Bjarnadóttir,
Þelamörk 54, Hveragerði, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju.
13.00 Guðmundur Helgason málara-
meistari, Fensölum 6, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digranes-
kirkju.
13.00 Haraldur Steinþórsson, Neshaga
10, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju.
13.00 Sigurjón Jóhannsson, Kapla-
skjólsvegi 65, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Neskirkju.
13.00 Valgerður Ólöf Adolfsdóttir, til
heimilis á hjúkrunarheimilinu
Fellsenda, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu.
14.00 Sigrún Edda Jónasdóttir, Snægili
23, Akureyri, verður jarðsungin frá
Glerárkirkju.
14.00 Stefán Gunnarsson frá Skipanesi
verður jarðsunginn frá Akranes-
kirkju.
16.00 Margrét Hallgrímsdóttir frá
Skálanesi, til heimilis á Suðurgötu
14, Keflavík, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju.
ÞETTA GERÐIST > 26. ÁGÚST 1970
PRÓFESSOR Í TÓNSMÍÐUM
Kjartan býst við að geta sinnt
tónsmíðum af jafn miklum
krafti og áður.
M
YN
D
/Þ
Ó
R
IR
B
AL
D
U
R
SS
O
N