Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 46
Mikil djasshátíð verður haldin á Skógum undir Eyjafjöllum um helgina þar sem átta landsþekktir djassistar koma saman og leika í ýmsum sam- setningum. Um helgina, laugardaginn 27. ágúst og sunnudaginn 28. ágúst, fer fram heilmikil djasshátíð á Skógum undir Eyjafjöllum og ber hún yfirskriftina Jazz undir fjöll- um. „Hátíðin er nú haldin í annað skipti og því er þetta örlagapunkt- urinn. Með því að halda hátíðina aftur erum við að leggja drög að því að hátíðin verði hefð. Í fyrra komu um 400 manns á hátíðina og fór aðsókin fram úr okkar björt- ustu vonum. Vonandi verður að- sóknin ámóta góð í ár,“ segir Sig- urður Flosason saxófónleikari, sem er skipuleggjandi tónlistar- atriða á hátíðinni auk þess að vera einn af átta djassistum sem þar leika. Djassistarnir sem taka þátt í hátíðinni, auk Sigurðar, eru Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Gunnarsson orgelleikari, Matthí- as Hemstock trommuleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Pétur Grétarsson trommu- og slagverksleikari og Tómas R. Ein- arsson sem leikur á kontrabassa. Sigurður segir að efnisskrá tónleikanna á hátíðinni sé afar ólík en að allir séu þeir aðgengi- legir og í léttari kantinum og segir hann það gert til að laða fólk að hátíðinni. Á laugardaginn klukkan 15.00 verður Tríó Björns Thorodd- sen með tónleika í kaffiteríu sam- göngusafns Byggðasafnsins á Skógum þar sem leiknir verða hefðbundnir djassstandardar, Havanaband Tómasar R. Einars- sonar treður svo upp með latín- sveiflu í félagsheimilinu Fossbúð klukkan 21.00 um kvöldið og á sunnudaginn leika Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson íslensk ættjarðarlög og sálma í nýju ljósi klukkan 15.00 í Skóga- kirkju, Byggðasafninu á Skógum. „Þess ber svo að geta að á laug- ardaginn, milli klukkan 19 og 21, í Félagsheimilinu Fossbúð, getur fólk gætt sér á gómsætum mat rómaðra kokka frá Hótel Skógum og það er aldrei að vita nema einhverjir okkar grípi í hljóð- færin sín yfir borðhaldinu og skemmti gestum á meðan,“ segir Sigurður og skorar á fólk að láta sjá sig á Skógum um helgina. ■ 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Djass undir fjöllum Ásatrúarfélagið Aukaallsherjarþing laugardaginn 10. september 2005 kl. 14:00. Ásatrúarfélagið boðar til aukaallsherjarþings í húsnæði félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík, laugardaginn 10. september nk. Eina málið á dagskrá verður umræða og atkvæðagreiðsla um sölu húsnæðis félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík. Reykjavík, 23. ágúst 2005, f.h. lögréttu, lögsögumaður. 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus 12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 sæti laus 27.ágúst, kl. 14 / sunnd. 28.ágúst, kl. 14.00 / laugd. 3.sept, kl. 14.00 / sunnd. 4.sept, kl.14.00 Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus Föstudaginn 2. september Laugardaginn 3. september Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. HAVANABAND TÓMASAR R. EINARSSONAR Óskar Guðjónsson, Matthías Hemstock, Tómas R. Einarsson, Ómar Guðjónsson og Pétur Grétarsson eru fimm af átta djassistum sem leika á mikilli djasshátíð á Skógum um helgina. SIGURÐUR FLOSASON OG GUNNAR GUNNARSSON Leika á tónleikum á djasshátíðinni á Skógum á sunnudaginn klukkan 15.00. BJÖRN THORODDSEN Tríó Björns opn- ar jasshátíðina á Skógum á laugardaginn klukkan 15. Hry›juverk í LA Vetrardagskrá Leikfélags Akur- eyrar verður kynnt í dag, en nú standa yfir æfingar á Pakkinu á móti, sem einnig var sýnt á síðasta leikári. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri segir að þó að verkið hafi verið samið í tilefni hryðju- verkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 sé söguþráður- inn mjög keimlíkur hryðjuverka- árásinni í Lundúnum í sumar þar sem strætisvagn var sprengdur í loft upp. „Ef við hefðum ekki verið búin að ákveða að endursýna verk- ið í haust hefðum við örugglega ákveðið það eftir árásirnar í London,“ segir Magnús. - kk ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Tónlistarandakt í Hallgríms- kirkju á Kirkjulistahátíð 2005. Einar Jóhannesson, klarinett, og Douglas A. Brotchie, orgel, leika verk eftir Bach, Mozart og John A. Speight.  17.00 Hljómsveitin Shadow Parade leikur í Gallerí humar og frægð.  23.00 Vonbrigði, Dýrðin og Helvar leika á Grand Rokk ■ ■ OPNANIR  15.00 Margrét Guðmundsdóttir sýnir í Grafíksafni Íslands, sal Ís- lenskrar Grafíkur, að Tryggvagötu 17, hafnarmegin, 101 Reykjavík. Á sýn- ingunni eru grafíkmyndir, blönduð tækni og ljósmyndir. Sýningin stend- ur til 11. september 2005. ■ ■ MÁLÞING  18.00 Kirkjulistaspjall með kaffi- húsastemningu í Suðursal Hall- grímskirkju. Þér eruð salt jarðar: passían og guðspjöllin í listinni. Stutt innlegg, almennar umræður. Umræð- um stýra Ævar Kjartansson og dr. Sig- urður Árni Þórðarson. Trond Kverno tónskáld og Terje Kvam kórstjóri ræða meðal annars um Einleikurinn Alveg brilljant skiln- aður verður sýndur aftur vegna fjölda áskorana á nýja sviði Borg- arleikhússins í september. Alveg brilljant skilnaður var sýndur sextíu sinnum síðastliðið vor fyrir fullu húsi og var ein fimm sýninga sem hlutu flest atkvæði sem sýn- ing ársins í netkosningu almenn- ings á visir.is fyrir veitingu Grímuverðlaunanna fyrr í sumar. Alveg brilljant skilnaður er eftir Geraldine Aron en Gísli Rún- ar Jónsson íslenskaði og gerði leikgerð. Einleikurinn gerist í Reykjavík á þessum síðustu og verstu tímum. Leiknum mætti lýsa sem harmskoplegum en í honum segir frá ofur hvunndags- legri miðaldra höfuðborgarmær, Ástu að nafni. Ásta stígur á stokk og veitir áhorfendum einlægan og opinskáan aðgang að innstu hugar- fylgsnum sínum skömmu eftir að elskulegur eiginmaður hennar til tuttugu ára yfirgefur hana til að taka saman við aðra yngri konu. Miðasala er í Borgarleikhúsinu í síma 5688000 og einnig á netinu á www.borgarleikhus.is. EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR Í hlutverki sínu í einleiknum Alveg brilljant skilnaður. Alveg brilljant skilna›ur aftur HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 Föstudagur ÁGÚST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.