Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 24
Hreinlæti
Hreinlæti skiptir sköpum við matargerð og þarf að þrífa hendur og
öll áhöld vel. Sérstaklega þarf að fara varlega þegar kjúklingur er
meðhöndlaður og varast að safinn úr honum fari í aðra matvöru.[ ]
Útsalan hefst í dag
Í takt við nýja tíma
Bræðurnir Björn og Sveinn Christensen hafa rekið Kjöthöllina í 30 ár.
Kjöthöllin hefur verið til í rúm
fimmtíu ár og er bæði kjöt-
vinnsla og verslun. Hún þjónar
því stórum sem smáum.
Kjöthöllin er með elstu versl-
unar- og kjötvinnslufyrirtækjum
landsins, stofnuð 1. maí 1944.
Fyrstu árin var verslunin og kjöt-
vinnslan rekin á Klömbrum á
Klambratúni, þar sem einnig var
rekið sláturhús til nokkurra ára
ásamt reykhúsi. Þar var starfsem-
in fram til ársins 1963. Stofnandi
Kjöthallarinnar var Christian H.
Christensen og rak hann fyrir-
tækið fyrstu 30 árin.
„Við bræðurnir tókum við
rekstrinum árið 1974, þannig að
þetta eru orðin þrjátíu ár hjá okk-
ur,“ segir Björn Christensen,
annar sonur Christensens eldri.
Bræðurnir eru báðir kjötiðnaðar-
menn og lærðu af föður sínum.
„Við erum alltaf með nokkra kjöt-
iðnaðarfagmenn hér, en við vinn-
um mikið af kjöti fyrir veitinga-
staði, í mötuneyti og leikskóla og í
búðirnar.“ Árið 1964 fluttist kjöt-
vinnsla Kjöthallarinnar í Skip-
holtið efir að hafa verið að Há-
teigsvegi í þrettán ár. Þar er nú
verslun, en Kjöthöllin rekur
einnig verslun í Miðbæ að Háa-
leitisbraut.
„Við höfum sérhæft okkur
helst í nautakjöti og lagt áherslu á
að hafa gæðin í góðu lagi,“ segir
Björn. „Hakkið hefur verið vin-
sælt í gegnum árin en það er fín-
hakkað og nánast fitulaust. Við
höfum passað það mjög vel og svo
höfum við verið með steikur á
grillið sem við köllum Red roy 200
gramma lundir og eru sérverk-
aðar hjá okkur,“ segir Björn.
Hann segir þá mjög öfluga í ham-
borgaragerð og þeir séu með
fimm stærðir af hamborgurum
sem þeir framleiði daglega.
„Í upphafi var þetta pylsugerð
og mikið um kjötfars en það voru
neysluvenjurnar hér áður fyrr.
Við höfum þróast með árunum
með þessum breyttu neysluvenj-
um yfir í hamborgara og hakk á
pítsur og slíkt,“ segir Björn. Í
Kjöthöllinni er þó ekki bara fram-
leitt kjöt í skyndibitamat því Kjöt-
höllin útvegar talsvert mikið af
kjöti á fína veitingstaði eins og
Ítalíu og Jómfrúna og útbýr jafn-
vel carpaccio bæði fyrir veitinga-
staði og viðskiptavini verslunar-
innar.
„Annað sem hefur verið að þró-
ast hjá okkur síðustu ár eru þessir
sparkassar sem við erum með.
Hér áður fyrr var fólk mikið að
kaupa heila og hálfa skrokka af
nauti, en það hefur þróast yfir í
sparkassana þar sem við erum
með hakk, gúllas og lundir og
sparar fólk mikið að kaupa þetta í
svona miklu magni,“ segir Björn.
Hann segir þá í kjötvinnslunni
prófa eitt og annað þótt nauta-
kjötið sé þeirra aðalsmerki. „Við
höfum verið með danska línu og
gert villipate og lifrarpylsu og
fleira,“ segir Björn og staðfestir
þar með að Kjöthöllin sé bæði sí-
gild og í takt við nýja tíma.
Sjá www.kjothollin.is.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Í Kjöthöllinni starfa faglærðir kjötiðnaðarmenn. Bræðurnir verka hér saman kjötskrokk.
Eplamauk í stað olíu
Stundum getum við aukið
hollustu fæðunnar með því að
minnka fituna eða sykurinn
án þess að skerða bragðgæð-
in verulega.
Þótt gott sé að styðjast við upp-
skriftir við eldamennskuna þýð-
ir það ekki að við þurfum að
fara eftir þeim í öllum atriðum.
Hægt er að skipta út hráefni í
sumum tilfellum og setja annað
inn í staðinn eða sleppa ein-
hverju. Kökur með of lítilli fitu
verða gúmmíkenndar en ein-
ungis getur þurft tvær mat-
skeiðar af olíu til að gera þær
góðar. Ostinn í lasagna má
minnka um þriðjung án þess að
ganga á gæðin að ráði og í sætt,
bakað góðgæti má setja
eplamauk eða aðra maukaða
ávexti í staðinn fyrir olíu, smjör
eða smjörlíki. Hrein jógúrt get-
ur komið í staðinn fyrir sýrðan
rjóma í sumum tilfellum og lítill
munur er á lauk sem steiktur er
í einni matskeið af olíu og þeim
sem steiktur er í þremur mat-
skeiðum.
Þá er gott að fjarlægja skinnið
af kjúklingnum, annaðhvort áður
en hann er eldaður eða á eftir en
kjúklingur sem steiktur er í ofni
án skinnsins verður þó of þurr. ■
DEAKIN ESTATE:
Hittir beint í mark
með ferskleika
sínum
Hér á landi fást fimm tegundir vína
frá Deakin Estate í öllum helstu Vín-
búðum. Eitt þeirra er Deakin Estate
Merlot, sem þykir ein bestu kaup í
áströlskum vínum í dag. Áströlsk
blöð hafa verið óspör á lofsyrði, The
Courier Mail gaf víninu 88 stig og
telur það „bestu kaupin“ og mælir
sérstaklega með því með grilluðu
lambi eða jafnvel pizzum, sé áleggið
af veglegri gerðinni! Herald Sun
segir það hitta beint í mark með
ferskleika sínum. The Advertiser
bendir á að flest góð merlot-vín séu
afar dýr en hér sé vín á ferðinni sem
gefi dýrum vínum ekkert eftir þótt
það sé á afar hagstæðu verði. Vínin
komu fyrst á markaðinn 1994 í tak-
mörkuðu upplagi. Allar götur síðan
hefur Deakin Estate jafnt og þétt
aukið framleiðsluna og hlotið fjöl-
mörg verðlaun, sem hefur leitt til
þess að núna fást vínin um allan
heim og nýlega bættist Ísland í hóp-
inn.
Verð í Vínbúðum 1.290 kr.
Með meira grænmeti gerum við matinn
hollari en ella.