Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 27
5FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2005 Hjá Húsasmiðjunni má nú fá nýja gerð af viðarvörn á sér- stöku tilboði. Vörninni er úðað á tréverkið. Það getur tekið tíma að skríða á fjórum fótum eftir sólpallinum til þess að bera viðarvörn á með pensli. Nú er komin á markað ný tegund af viðarvörn sem nefnist Gori. Viðarvörnin hefur þann eiginleika að henni er hægt að úða á tréverkið úr þar til gerðum úða- brúsa. Þessa dagana er Gori-viðar- vörnin á sérstöku tilboði í versl- unum Húsasmiðjunnar. Ef þú kaupir fjórar fimm lítra dósir af Gori útiviðarvörn færðu dæluna í kaupbæti. Pakkinn, sem áður kostaði 5.490 krón- ur, fæst því á aðeins 3.990 krónur. Gori-viðarvörnin er fáanleg í nokkrum litum og hún er afar einföld í notkun. Yfirborðið er undirbúið og gæta verður þess að hylja það sem ekki á að úða. Þá er Gori- viðarvörnin sett í dæluna og úðað yfir. Að lokinni notkun er nóg að hreinsa dæluna með vatni og þá er hún tilbúin til notkunar næst þegar þarf að úða. Hjá Nýherja má fá prentara og ljósritunarvélar á góðum afslætti. Nýherji býður upp á mikið úrval af prenturum, ljósritunarvél- um, faxtækjum og öðrum skrifstofuvörum. Um þessar mundir má fá ýms- ar vandaðar vörur á góðu tilboðsverði. Canon iR3100CN „Smart Colour“ ljósritunarvél og prentari er til dæmis á sérstöku til- boðsverði og kostar 699 þúsund krónur. Vélin er afar fjölnota og hentar vel fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Í vélinni er matari, rað- ari og skápur og getur prentarinn prentað allt að 31 blaðsíðu á mín- útu í svarthvítu en sjö blaðsíður í lit. Upplausnin er góð. Þá fást einnig ýmsir minni prent- ar á góðum kjör- um. Canon W6400 plotter er fullkom- inn teikningaprent- ari sem prentar í hágæðaupplausn. Hann kostar 219 þúsund krónur. Hreinlega… …ótrúleg verð!!!! Sturtuklefar og baðker í úrvali! Símaþjónusta frá 10-19: 899-4567 Öll viðgerða/varahluta og uppsetningaþjónusta fyrir hendi www.sturta.is allan sólarhringinn! Gallabuxur á börnin Vandaðar gallabuxur á börn- in eru á góðu verði í Doremí á Akureyri. Það eru gallabuxur í línunum Pippi og Cosmo sem eru á tilboði þessa dagana í Doremí á Akur- eyri. Þær eru dönsk framleiðsla og hafa reynst mjög vel, að sögn afgreiðslustúlku í Doremí. „Þetta eru vandaðar buxur sem koma fínar út úr þvottavélinni,“ segir hún. Pippi eru fyrir smábörnin og fást í stærðunum 62- 90 en Cosmo eru í stærðum frá 92 til 140, fyrir börn frá tveggja ára aldri til 9-10 ára. Cosmo-buxurnar voru áður á 2.990 en kosta nú 2.290 og Pippi lækkar enn meira, úr 2.590 í 1.690. Buxurnar eru aðeins til í dökkbláum. ■ Nýstárleg viðarvörn á tilboði Með nýju viðarvörninni verður einfaldara að bera á timbrið. Skrifstofuvörur á góðu verði Canon iR3100CN Smart Colour, ljósritunarvél og prentari. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.