Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 8
1Hversu marga verjendur sína rakSaddam Hussein í vikunni? 2Hvað heitir einleikurinn sem AuðunnBlöndal leikur í og verður frumsýndur í október? 3Hvaða sóknarmaður hefur verið orð-aður við Breiðablik að undanförnu? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Áfengismál ofarlega á baugi í norsku kosningunum: Íhuga lækkun skatta NOREGUR Áfengismál eru á meðal þess sem norskir stjórnmálamenn karpa um þegar rétt rúmur hálfur mánuður er til kosn- inga. Kristilegi þjóðarflokkur- inn hefur hingað til talað fyrir aðhaldi í áfengismálum en á fundi í Levanger í Þrændalög- um í vikunni viðurkenndi Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra og leiðtogi flokksins, að stjórnvöld yrðu sennilega að slá af gjaldtöku af áfengi ef svo færi að Svíar drægju úr álögum á sitt vín eins og Göran Person, forsætisráð- herra Svíþjóðar, hefur rætt um. „Við búum í alþjóðasamfélagi með opnum landamærum, ekki síst með tilliti til Svíþjóðar. Það þýðir að við getum ekki haldið áfram að takmarka áfengisneyslu með álagn- ingu gjalda, því þá myndi smygl og heimabruggun einfaldlega færast í auk- ana,“ sagði Bondevik á fundinum í Levanger. Þá lýsti Bjarne Håkon Hansen, tals- maður Verkamannaflokksins í fé- lagsmálum, þeirri skoðun í samtali við Bergens Tidende að snarfjölga ætti áfengisverslunum ríkisins á landsbyggðinni. Það væri besta leið- in til að koma í veg fyrir að áfengi yrði selt í matvörubúðum. - shg UPPBYGGING Mosfellsbær hefur gert samkomulag við eigendur landsins Leirvogstungu í Mos- fellsbæ um uppbyggingu 400 íbúða næstu fjögur árin. Samning- urinn er nýmæli því um einka- framkvæmd að öllu leyti er að ræða og uppbyggingin sveitar- félaginu alveg að kostnaðarlausu. Skipulag gerir ráð fyrir að byggð verði sérbýli að mestu, enda mikil eftirspurn eftir slíkum eignum nálægt höfuðborgarsvæð- inu. Heildarkostnaður vegna verkefnisins er talinn nema tveimur milljörðum króna en í þeim tölum er allur kostnaður vegna skipulagsvinnu og bygg- ingakostnaðar auk vegavinnu. Framkvæmdaaðilinn tekur einnig að sér að fjármagna og byggja skóla og leikskóla á svæðinu en slíkt hefur ekki verið gert áður hér á landi. Mun sá skóli að líkind- um verða sambyggður ef nú- verandi hugmyndir ganga eftir. Bjarni Sv. Guðmundsson, sem á og rekur fyrirtækið Leirvogs- tungu ehf. ásamt konu sinni Katrínu Sif Ragnarsdóttur, segir engar hugmyndir uppi um hugs- anlegt lóðaverð. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa það til þrautar en leyfum markaðnum að ráða því þegar þar að kemur. Ann- ars standa vonir til að íbúða- kaupin á þessu svæði verði á færi venjulegs fólks og ekki endilega í þeim hæðum sem fregnir hafa borist af undanfarið.“ Hann segir að hugmyndin að íbúðarbyggð hafi kviknað fyrir alllöngu síðan en ekki sé sérstak- lega hlaupið til vegna þess að fýsi- legt sé að selja þessa dagana. „Það hefur tekið ákveðinn tíma að gera þetta að veruleika og ákvörðunin hefur ekkert með núverandi ástand á markaðnum að gera.“ Leirvogstunga markast af Leirvogsá að norðan og Köldu- kvísl að sunnan og verður svæðið sérstaklega skipulagt með þarfir fjölskyldufólks í huga. Stutt er í íþrótta- og útivistarsvæði að Varmá auk annarra útivistar- svæða í nágrenninu. Mun byggðin samræmast stefnu Mosfellsbæjar og koma til móts við kröfur mark- aðarins um aukið framboð sérbýla í nágrenni Reykjavíkur. albert@frettabladid.is 38.000 km. 5.700.000,00 skr. 07. 2003 STRÁKARNIR OKKAR Hjón reisa 400 íbú›a hverfi Mosfellsbær hefur gert samkomulag vi› eigendur landsins Leirvogstungu í Mosfellsbæ um uppbyggingu 400 íbú›a á næstu fjórum árum. Heildarkostna›ur framkvæmdanna er talinn nema tveimur milljör›um króna. Me› flessu vill bærinn koma til móts vi› auknar kröfur um frambo› sérb‡la í nágrenni Reykjavíkur. LEIRVOGSTUNGA Hjónin Bjarni Sv. Guðmundsson og Katrín Sif Ragnarsdóttir ásamt syninum Sveini Gabríel. Þau segja vonir standa til þess að íbúðakaup í nýja hverfinu verði á færi venjulegs fólks og ekki endilega í þeim hæðum sem fregnir hafa borist af undanfarið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L HUGMYNDIR ARKITEKTA Endanlegar tillög- ur liggja ekki fyrir um skipulag á Leirvogs- tungusvæðinu en allri uppbyggingu á að vera lokið að fjórum árum liðnum. Teikn- ing þessi er meðal þeirra hugmynda um svæðið sem verið er að skoða. ÁFENGISVERSLUN Norski forsætisráðherrann hall- ast að því að álagning áfengisgjalda leiði af sér smygl frá Svíþjóð. M YN D /A FP BANDARÍKIN ROBERTSON BIÐST AFSÖKUNAR Bandaríski sjón- varpspredikarinn Pat Robertson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að stjórnvöld í Washington ættu að láta ráða Hugo Chavez, forsætis- ráðherra Venesúela, af dögum. Hann hélt þó áfram að líkja Chavez við Adolf Hitler og Saddam Hussein og kvað hann tifandi tíma- sprengju. GLEYPTI DEMANT Dómstóll í Raleigh í Norður-Karólínu hefur dæmt mann í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Hann stal tveimur demöntum að verðmæti þriggja milljóna króna úr skartgripaversl- un í bænum. Annan demantinn faldi maðurinn í skógi en gleypti hinn. Sá síðarnefndi skilaði sér fljótlega en ekkert hefur spurst til þess í skóginum. Erlendir eftirlitsmenn: Fylgjast me› kosningunum NOREGUR Norðmenn hafa boðið eftir- litsmönnum frá ýmsum ríkjum þar sem lýðræði hefur staðið völtum fótum að fylgjast með framkvæmd norsku þingkosninganna. Um er að ræða samvinnuverk- efni Utanríkismálastofnunar Nor- egs (NUPI) og Den Norske Hels- ingforskomite og hefur 26 eftirlitsmönnum frá fyrrum lýð- veldum Sovét- ríkjanna í Mið- Asíu, Kákasus og Moldóvu verið boðið til landsins. „Vestrænir eftirlitsmenn hafa fylgst með kosningum í þessum löndum um árabil. Nú viljum við sjá hvort norskar kosningar standast kröfur Öryggissam- vinnustofnunar Evrópu – ÖSE,“ segir Berit Lindeman, ráðgjafi hjá Den Norske Helsingforskomite. ■ Norsku ÞINGKOSNINGARNAR Norsku ÞINGKOSNINGARNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.