Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2005 STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Lau 27/8 kl 14, Su 28/8 kl 14, Lau 3/9 kl 14, Su 4/9 kl 14, Su 11/9 kl 14 EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Stórtónleikar Fö 2/9 kl 20 - UPPSELT Fö 2/9 kl 22:30 - UPPSELT KYNNING LEIKÁRSINS Leikur, söngur, dans og léttar veigar Su 11/9 kl 20 Opið hús og allir velkomnir NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN REYKJAVIK DANCE FESTIVAL Nútímadanshátíð 1.-4. september No, he was white (forsýning) höf: Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Margrét Sara Guðjóns- dóttir, Anne Tismer og Rahel Savoldelli Videoverk Jared Gradinger Lau 27/8 kl 20. 10 verk eftir 14 höfunda Miðaverð kr 2000 Passi á allar sýningarnar kr 4000 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau 3/9 kl 20, Fö 9/9 kl 20, Lau 10/9 kl 20 Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Endurnýjun áskriftarkorta hefst í dag! Sala nýrra áskriftarkorta hefst laugardaginn 3. september - Það borgar sig að vera áskrifandi Kvöldskóli BHS Innritun í málmiðndeild í kvöldskóla Borgarholtsskóla verður eftirfarandi daga LAUGARDAG 27. ÁGÚST KL. 11 - 14 Sími : 535-1716 í málmdeild www.bhs.is Afgrei›slufólk biti› og klóra› Heimasíðan baggalutur.is hefur haldið úti stórfróðlegum en um- fram allt skemmtilegum frétta- vef í nokkur ár. Í frétt á síðunni nýverið stóð: „Til átaka kom í miðbæ Reykjavíkur í morgun, þar sem æstir aðdáendur Baggalúts bitust um nýútkomna köntrískífu, „Pabbi þarf að vinna.“ Nokkuð hefur verið um að afgreiðslufólk hljómskífu- og bókaverslana sé bitið og jafnvel klórað af æstum skríl...“ Eins og er um flestar fréttir Baggalútsmanna er eflaust ein- hver spuni í þessari frétt þó svo að aðalatriðið sé dagsatt. Sem sagt hafa félagarnir nú gefið út sína fyrstu plötu og er hún hvorki meira né minna en kántríplata sem gefin er út af Geimsteini. Á henni flytur Köntrísveit Bagga- lúts frumsamda sveitasöngvatón- list. „Það var eitthvað lítið að gera hjá okkur í vor, við vorum nýbún- ir að ljúka við bók og fengum þá þessa hugmynd, að gera köntrí- plötu,“ segir Guðmundur Pálsson Baggalútsmeðlimur. „Við höfum alltaf gert jólalög og svoleiðis og við sem komum mest að tónlist- inni á þessari plötu höfum allir eitthvað grúskað í þessu. Við fengum svo Guðmund Kristin Jónsson úr hljómsveitinni Hjálm- um til að vera upptökustjóri á plötunni og hann hjálpaði okkur mikið.“ Ástæðuna fyrir því að strák- arnir völdu kántrístefnuna fyrir sína fyrstu breiðskífu segir Guð- mundur vera að þeim hafi fundist vanta alíslenska sveitasöngva. „Það hefur alveg verið einhver kántríbylgja hérna og aðallega þá í kringum einn mann. En okkur fannst vanta heiðarlega, ekta og alíslenska köntríplötu þar sem væri fyrir þessi sérstaki köntrí- tregi en um leið ekta sveitastuð. Við Bragi Skúlason semjum sam- an nokkur lög á plötunni og hann samdi líka nokkur laganna einsamall. Það eru svo fleiri en við í Baggalúti sem koma að plötunni og fullt af tónlistar- mönnum sem hjálpuðu okkur við þetta verkefni,“ segir Guð- mundur og bætir því við að út- gáfutónleikar séu væntanlega á næsta leiti. „Það eru allar líkur á því að við höldum útgáfutónleika en bara spurning hvar og hvenær.“ Vefsíðan sjálf hefur nú fengið nýtt útlit eftir sumarfrí en strák- arnir hafa haldið uppi vefsíðunni frá árinu 2000 og að sögn Guðmundar er þetta einungis áhugamál þeirra enda eru þeir allir í fullri vinnu. „Við erum ekkert að græða neinar stórkost- legar upphæðir á þessum vef. Við endurbættum hann þó nýlega og er hann kominn með gamaldags dagblaðayfirbragð og fréttirnar eru aðgengilegri. Við fáum alltaf einhver þúsund heimsókna á dag og stundum fer það upp úr öllu valdi þegar eitthvað sérstakt er á seyði eins og platan núna. Það er einmitt gríðarlegur áhugi fyrir henni. Menn bíða með öndina í hálsinum, enda er þetta stórgóð plata sem fæst í öllum helstu hljómplötuverslunum.“ hilda@frettabladid.is KÖNTRÍSVEIT BAGGALÚTS Strákarnir í Baggalúti fengu þá flugu í höfuðið að búa til köntrítónlist og hafa nú gefið út plötuna Pabbi þarf að vinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.