Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 36
Aðeins tvisvar sinnum hefur Reyk-
víkingum verið gefinn kostur á því
að segja skoðun sína á málum sem
til afgreiðslu hafa verið hjá Reykja-
víkurborg. Í bæði skiptin voru nið-
urstöðurnar að engu hafðar. Með
tilliti til þess er kannski ekki undar-
legt að ekki skuli vera neinn sýni-
legur þrýstingur á borgaryfirvöld
að taka upp nútímalegar starfsað-
ferðir þar sem borgarbúum er
boðið upp á að hafa bein og virk
áhrif á niðurstöður mála. Íbúalýð-
ræði byggir á þeirri grundvallar-
hugsun að enda þótt stjórnmála-
mönnum sé afhent umboð í kosn-
ingum til þess að fara almennt með
málefni sveitarfélagsins er ekki
með því verið að segja að kjósend-
ur ætli sér ekki að vera virkir þátt-
takendur þegar kemur að mikil-
vægum ákvörðunum. Fyrir slíkum
sjónarmiðum hefur núverandi
meirihluti borgarstjórnar oft talað
á hátíðlegum stundum en við blasir
að efndir á þessu sviði eru engar.
Einungis gamaldags úreltir
stjórnmálamenn geta verið mót-
fallnir því að skjóta ákvörðunum
mikilvægra mála til kjósenda. Í því
felst auðvitað ákveðið framsal
valds sem mörgum er fast í hendi.
Atburðarásin er þá ekki lengur í
höndum stjórnmálamanna heldur í
höndum umbjóðenda þeirra. Þess
vegna verður niðurstaðan skýr og
skyldan til þess að vinna sam-
kvæmt sameiginlegri og lýðræðis-
legri ákvörðun íbúanna ætti einnig
að vera skýr. Skynsamleg og reglu-
bundin beiting íbúalýðræðis breyt-
ir starfsumhverfi sveitarfélaga
vegna þess að það fylgir íbúalýð-
ræði í verki að horfa yfir þröngt
sjónarhorn flokkadrátta. Þetta
sáum við til dæmis á Seltjarnarnesi
þar sem íbúalýðræði var virkt og
til fyrirmyndar hvernig að var
staðið. Tvær skýrar skipulagstil-
lögur lágu fyrir. Minnihluti og
meirihluti störfuðu saman að til-
lögugerðinni og undirbúningi til at-
kvæðagreiðslu.
Því hefur verið haldið fram að
íbúalýðræði hafi þann galla að þátt-
taka í kosningum verði dræm og
þess vegna endurspegli niðurstað-
an ekki endilega afstöðu íbúanna.
Því er til að svara að þau mál sem
til umfjöllunar eru hverju sinni
varða ekki endilega alla íbúa sveit-
arfélagsins. Þeir sem vilja taka
þátt í að móta sitt umhverfi og láta
skoðun sína í ljós fá til þess tæki-
færi. Það er aðalatriðið. Þróunin
getur líka orðið með jákvæðum
hætti. Ekki er ólíklegt að einmitt
endurtekið framsal ákvarðana til
íbúanna sjálfra með beinum kosn-
ingum verði til þess að áhugi fyrir
þátttöku aukist og meðvitund borg-
aranna fyrir umhverfi sínu eflist.
Þegar í ljós kemur að kosningar
um málefni eru ekki bara pólitískt
upphlaup sem ekkert verður gert
með held ég að borgarbúar muni
gæta sín sérstaklega á því að láta
ekki slíkt tækifæri fara framhjá
sér. Lýðræðislegir starfshættir
auka samkennd, samfélagsvitund
og vellíðan borgarbúa.
Ég hef bent á eitt mál sem ég
tel að beina eigi til borgarbúa sem
allra fyrst. Það er lega Sunda-
brautar. Fyrir liggja þrír skýrir
kostir. Sundabrautin hefur verið
metin og reiknuð betur en nokkuð
annað mannvirki á landinu. Lega
brautarinnar yfir Kleppsvík mun
hafa áhrif á nærliggjandi byggð
beggja vegna víkurinnar. Mann-
virkið mun hafa mikil áhrif á sam-
göngukerfi borgarinnar. Reykvík-
ingum á að vera gefinn kostur á
að kynna sér vandlega þá kosti
sem í boði eru og velja þann sem
þeim þykir bestur. Það er ekki
eftir neinu að bíða.
Framtíðarskipulag Viðeyjar
hefur verið talsvert til umræðu að
undanförnu enda blasir við nýtt
skeið niðurlægingar þessa merka
staðar ef ekkert verður að gert.
Mjög skiptar skoðanir eru um þær
hugmyndir sem komið hafa fram.
Aðallega má draga þær saman í
þrjár meginhugmyndir. Sú fyrsta
er að láta eyjuna eiga sig og vernda
hana sem náttúruperlu að mestu
ósnortna. Önnur gengur út á það að
flytja þangað gömul hús og taka
mið af því þorpi sem á eyjunni stóð
um aldamótin 1900 við staðsetn-
ingu húsanna. Sú þriðja gengur út á
það að skipuleggja austurhluta eyj-
unnar sem nýtt byggingarsvæði í
borginni. Viðey er dæmi um flókið
skipulagsmál þar sem taka þarf til-
lit til ríkrar menningarsögu og
náttúruverndar með það að mark-
miði að finna staðnum hlutverk í
nútímanum. Það á ekki að vinna
eina tillögu sem tekin verður
ákvörðun um á lokuðum fundi
Skipulagsráðs heldur að fullvinna
að minnsta kosti þrjár tillögur og
bera þær undir borgarbúa.
Almenningur hefur mikinn
áhuga á skipulagsmálum enda
snertir skipulag borgar okkur öll
sem í henni búum. Það er tímabært
að leita samstarfs og nýta þennan
áhuga og þekkingu borgarbúa á
umhverfi sínu með því hreinlega
að afhenda þeim skipulagsvaldið í
mikilvægum málum. Við hvað eru
menn hræddir?
Höfundur er fyrrverandi borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR24
Hundra› og fimmtíu afturkræfir hektarar
Nú um helgina kom fram ályktun
frá fundi ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík. Efni hennar er að fund-
armenn vilja Reykjavíkurflugvöll
burt hið fyrsta og að innanlandsflug
verði alfarið flutt til Keflavíkur.
Telja þeir sömu jafnframt að með
þessu megi þétta byggð og hamla
gegn vexti umferðar. Af þessu til-
efni vil ég segja að það er mín til-
finning að víða í stjórnmálaflokkun-
um og aðildarfélögum þeirra hafi
hagsmunaaðilar reynt að koma
þessu máli á dagskrá – hið fyrsta –
eins og það er gjarna kynnt, jafnvel
þó að ljóst sé að skipulag höfuðborg-
arinnar gerir ráð fyrir flugvellinum
þarna út skipulagstímabilið – til
a.m.k. árið 2016 og framkvæmdir
vegna endurbóta verða að fullu af-
skrifaðar árið 2024. Jafnan þegar
þeir sem koma að umræðu um þetta
mál stíga upp úr skotgröfunum, þá
virðist það reglan að reynt er að
grafa nýjar og ekkert annað en full-
ur sigur vallaróvina kemur til
greina, þ.e. að flytja innanlandsflug
til Keflavíkur.
Ýmsar tölur hafa verið raktar í
þessarri umræðu. Til dæmis að inn-
anlandsflugið sé best nýttu almenn-
ingssamgöngur á Íslandi þar sem
yfir 20% landsmanna hagnýti sér
það reglulega. Að samkvæmt úttekt
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
sé þjóðhagslega hagkvæmara að
innanlandsflug sé tíðkað frá
Reykjavík en Keflavík. 18,3% Reyk-
víkinga á kjörskrá vildu árið 2001
að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýr-
inni (öðrum kom málið ekki við eða
hvað?). Og 379.382 farþegar fóru
um Reykjavíkurflugvöll árið 2004.
Reykjavíkurflugvöllur er aðalflug-
völlur sjúkraflugs og mikilvægur
varaflugvöllur fyrir Keflavík. Flug-
vallarsvæðið allt er 150 hektarar.
Það er ljóst að ef innanlandsflug
hverfur frá Reykjavík mun fleira
hverfa. Sumir hafa gengið svo langt
að segja að þá fari höfuðborgartitill-
inn með. Kannski er það ágætis hug-
mynd að Keflavík verði framtíðar-
höfuðborg Íslendinga. Þar með
myndi frekari uppbygging, m.a.
Landspítala, Háskóla Íslands og
helstu þjónustustofnana ríkisins,
flytjast til Keflavíkur. Við það
myndi náttúrlega einnig aukast
framboð af húsnæði í Reykjavík.
Andstætt því sem fundur ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík telur
myndi ríflega 20.000 manna byggð í
Vatnsmýrinni ekki hamla vexti bif-
reiðaumferðar, hvorki innan svæð-
isins né utan þess. Því miður má
einnig leiða að því líkur að mun
fleiri slasist eða látist vegna bif-
reiðaumferðar á svæðinu en núver-
andi flugumferðar. Reykjavíkur-
flugvöllur í Vatnsmýrinni er aftur-
kræf framkvæmd. Hvenær sem er
eftir árið 2024 væri hægt að endur-
ráðstafa landinu enda er þá af-
skriftatími lagfæringanna liðinn. Er
ekki yndislegt til þess að vita að það
skuli geta áfram verið til land í
hjarta miðborgarinnar sem kyn-
slóðir framtíðarinnar munu geta
ráðstafað að hætti komandi tíma og
samkvæmt þörfum framtíðarinnar?
Höfundur er flokkstjórnarmað-
ur í Samfylkingunni og varabæjar-
fulltrúi á Ísafirði.
BJÖRN DAVÍÐSSON ÞRÓUNARSTJÓRI
SKRIFAR UM REYKJAVÍKURFLUGVÖLL
Vi› hva› eru menn hræddir?
fia› er ljóst a› ef innanlands-
flug hverfur frá Reykjavík mun
fleira hverfa. Sumir hafa gengi›
svo langt a› segja a› flá fari
höfu›borgartitillinn me›.
Kannski er fla› ágætis hug-
mynd a› Keflavík ver›i framtí›-
arhöfu›borg Íslendinga.
Einungis gamaldags úreltir
stjórnmálamenn geta veri›
mótfallnir flví a› skjóta
ákvör›unum mikilvægra mála
til kjósenda. Í flví felst au›vit-
a› ákve›i› framsal valds sem
mörgum er fast í hendi.
TÍSKA
GÆÐI
BETRA
VERÐ
FÓLK ehf.
sími 5 88 44 22
www.hm.is
Stjórnvöld
skulda
Bílddælingum
Síðustu tvo mánuði hefur atvinnu-
ástandið á Bíldudal verið í frétt-
um í kjölfar þess að fiskvinnslu-
fyrirtækið á staðnum hætti
vinnslu 1. júlí síðastliðinn. Í kjöl-
farið var kallaður saman fundur
þingmanna Norðvesturkjördæm-
isins og var þá afráðið að Atvinnu-
þróunarfélag Vestfjarða færi yfir
stöðu mála. Ákveðið var að At-
vinnuþróun-
a r f é l a g i ð
skilaði af sér
skýrslu fyrir
miðjan ágúst
en í stað þess
að skýrsla
lægi fyrir
um málið á
t i l s e t t u m
tíma fengu
þ i n g m e n n
kjördæmis-
ins minnisblað sem er í rauninni
innihaldslaus kjaftavaðall. Í lok
minnisblaðsins kemur fram að
einhverrar niðurstöðu með grein-
ingu sé að vænta undir lok sept-
embermánaðar. Þess ber að geta
að þeir sem hafa áhuga geta kynnt
sér innihald minnisblaðsins á
heimasíðu minni sigurjon.is.
Með því að upplýsa um hvernig
lopinn er teygður í málefnum
fiskvinnslu á Bíldudal er ég ekki
að beina megingagnrýni að
Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða
og því ágæta fólki sem starfar þar
heldur fyrst og fremst að stjórn-
völdum sem sníða félaginu of
þröngan stakk til þess að taka af
alvöru á atvinnumálum á Bíldu-
dal.
Það ættu allir að sjá fáránleik-
ann í málinu, að sérfræðingar ætli
að taka sér rúma tvo mánuði til
þess að kryfja til mergjar ein-
falda fiskvinnslu. Fremur mætti
ætla að stjórnvöld hefðu einstak-
lega skýra mynd af stöðu fisk-
vinnslunnar á Bíldudal í ljósi þess
að Byggðastofnun á þrjátíu pró-
senta hlutafé í fiskvinnslunni sem
hætti starfsemi og mann í stjórn
hennar.
Nú er liðinn of langur tími síð-
an fiskvinnslunni á Bíldudal var
hætt og sérstaklega er hann lang-
ur hjá því fólki sem er atvinnu-
laust og bíður í óvissu.
Fáum dylst að atvinnuástandið
á Bíldudal er afleiðing stefnu
kvótabrasksflokkanna Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokks. Stjórn-
völd skulda fólkinu á Bíldudal
vegna þess tjóns sem kvótakerfið
hefur valdið byggðinni.
Það þarf vart að taka fram að
mun bjartara væri yfir atvinnu-
og byggðamálum ef stjórnvöld
framfylgdu stefnu Frjálslynda
flokksins í sjávarútvegsmálum.
Höfundur er alþingismaður
Frjálslynda flokksins.
JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON
UMRÆÐAN
ÍBÚALÝÐRÆÐI
SIGURJÓN
ÞÓRÐARSON
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI