Fréttablaðið - 26.08.2005, Side 46
Mikil djasshátíð verður
haldin á Skógum undir
Eyjafjöllum um helgina
þar sem átta landsþekktir
djassistar koma saman
og leika í ýmsum sam-
setningum.
Um helgina, laugardaginn 27.
ágúst og sunnudaginn 28. ágúst,
fer fram heilmikil djasshátíð á
Skógum undir Eyjafjöllum og ber
hún yfirskriftina Jazz undir fjöll-
um. „Hátíðin er nú haldin í annað
skipti og því er þetta örlagapunkt-
urinn. Með því að halda hátíðina
aftur erum við að leggja drög að
því að hátíðin verði hefð. Í fyrra
komu um 400 manns á hátíðina og
fór aðsókin fram úr okkar björt-
ustu vonum. Vonandi verður að-
sóknin ámóta góð í ár,“ segir Sig-
urður Flosason saxófónleikari,
sem er skipuleggjandi tónlistar-
atriða á hátíðinni auk þess að vera
einn af átta djassistum sem þar
leika.
Djassistarnir sem taka þátt í
hátíðinni, auk Sigurðar, eru Björn
Thoroddsen gítarleikari, Gunnar
Gunnarsson orgelleikari, Matthí-
as Hemstock trommuleikari,
Ómar Guðjónsson gítarleikari,
Óskar Guðjónsson saxófónleikari,
Pétur Grétarsson trommu- og
slagverksleikari og Tómas R. Ein-
arsson sem leikur á kontrabassa.
Sigurður segir að efnisskrá
tónleikanna á hátíðinni sé afar
ólík en að allir séu þeir aðgengi-
legir og í léttari kantinum og segir
hann það gert til að laða fólk að
hátíðinni. Á laugardaginn klukkan
15.00 verður Tríó Björns Thorodd-
sen með tónleika í kaffiteríu sam-
göngusafns Byggðasafnsins á
Skógum þar sem leiknir verða
hefðbundnir djassstandardar,
Havanaband Tómasar R. Einars-
sonar treður svo upp með latín-
sveiflu í félagsheimilinu Fossbúð
klukkan 21.00 um kvöldið og á
sunnudaginn leika Sigurður
Flosason og Gunnar Gunnarsson
íslensk ættjarðarlög og sálma í
nýju ljósi klukkan 15.00 í Skóga-
kirkju, Byggðasafninu á Skógum.
„Þess ber svo að geta að á laug-
ardaginn, milli klukkan 19 og 21, í
Félagsheimilinu Fossbúð, getur
fólk gætt sér á gómsætum mat
rómaðra kokka frá Hótel Skógum
og það er aldrei að vita nema
einhverjir okkar grípi í hljóð-
færin sín yfir borðhaldinu og
skemmti gestum á meðan,“ segir
Sigurður og skorar á fólk að láta
sjá sig á Skógum um helgina. ■
26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Djass undir fjöllum
Ásatrúarfélagið
Aukaallsherjarþing laugardaginn
10. september 2005 kl. 14:00.
Ásatrúarfélagið boðar til aukaallsherjarþings
í húsnæði félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík,
laugardaginn 10. september nk. Eina málið á
dagskrá verður umræða og atkvæðagreiðsla
um sölu húsnæðis félagsins að Grandagarði 8,
Reykjavík.
Reykjavík, 23. ágúst 2005,
f.h. lögréttu,
lögsögumaður.
10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus
11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus
12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 sæti laus
27.ágúst, kl. 14 / sunnd. 28.ágúst, kl. 14.00 /
laugd. 3.sept, kl. 14.00 / sunnd. 4.sept, kl.14.00
Kabarett
í Íslensku óperunni
Næstu sýningar
Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00
Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00
Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus
Föstudaginn 2. september
Laugardaginn 3. september
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
HAVANABAND TÓMASAR R. EINARSSONAR Óskar Guðjónsson, Matthías Hemstock,
Tómas R. Einarsson, Ómar Guðjónsson og Pétur Grétarsson eru fimm af átta djassistum
sem leika á mikilli djasshátíð á Skógum um helgina.
SIGURÐUR FLOSASON OG GUNNAR
GUNNARSSON Leika á tónleikum á
djasshátíðinni á Skógum á sunnudaginn
klukkan 15.00.
BJÖRN THORODDSEN Tríó Björns opn-
ar jasshátíðina á Skógum á laugardaginn
klukkan 15.
Hry›juverk í LA
Vetrardagskrá Leikfélags Akur-
eyrar verður kynnt í dag, en nú
standa yfir æfingar á Pakkinu á
móti, sem einnig var sýnt á síðasta
leikári. Magnús Geir Þórðarson
leikhússtjóri segir að þó að verkið
hafi verið samið í tilefni hryðju-
verkaárásanna í Bandaríkjunum
11. september 2001 sé söguþráður-
inn mjög keimlíkur hryðjuverka-
árásinni í Lundúnum í sumar þar
sem strætisvagn var sprengdur í
loft upp. „Ef við hefðum ekki verið
búin að ákveða að endursýna verk-
ið í haust hefðum við örugglega
ákveðið það eftir árásirnar í
London,“ segir Magnús. - kk
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Tónlistarandakt í Hallgríms-
kirkju á Kirkjulistahátíð 2005. Einar
Jóhannesson, klarinett, og Douglas
A. Brotchie, orgel, leika verk eftir
Bach, Mozart og John A. Speight.
17.00 Hljómsveitin Shadow Parade
leikur í Gallerí humar og frægð.
23.00 Vonbrigði, Dýrðin og Helvar
leika á Grand Rokk
■ ■ OPNANIR
15.00 Margrét Guðmundsdóttir
sýnir í Grafíksafni Íslands, sal Ís-
lenskrar Grafíkur, að Tryggvagötu 17,
hafnarmegin, 101 Reykjavík. Á sýn-
ingunni eru grafíkmyndir, blönduð
tækni og ljósmyndir. Sýningin stend-
ur til 11. september 2005.
■ ■ MÁLÞING
18.00 Kirkjulistaspjall með kaffi-
húsastemningu í Suðursal Hall-
grímskirkju. Þér eruð salt jarðar:
passían og guðspjöllin í listinni. Stutt
innlegg, almennar umræður. Umræð-
um stýra Ævar Kjartansson og dr. Sig-
urður Árni Þórðarson. Trond Kverno
tónskáld og Terje Kvam kórstjóri
ræða meðal annars um
Einleikurinn Alveg brilljant skiln-
aður verður sýndur aftur vegna
fjölda áskorana á nýja sviði Borg-
arleikhússins í september. Alveg
brilljant skilnaður var sýndur
sextíu sinnum síðastliðið vor fyrir
fullu húsi og var ein fimm sýninga
sem hlutu flest atkvæði sem sýn-
ing ársins í netkosningu almenn-
ings á visir.is fyrir veitingu
Grímuverðlaunanna fyrr í sumar.
Alveg brilljant skilnaður er
eftir Geraldine Aron en Gísli Rún-
ar Jónsson íslenskaði og gerði
leikgerð. Einleikurinn gerist í
Reykjavík á þessum síðustu og
verstu tímum. Leiknum mætti
lýsa sem harmskoplegum en í
honum segir frá ofur hvunndags-
legri miðaldra höfuðborgarmær,
Ástu að nafni. Ásta stígur á stokk
og veitir áhorfendum einlægan og
opinskáan aðgang að innstu hugar-
fylgsnum sínum skömmu eftir að
elskulegur eiginmaður hennar til
tuttugu ára yfirgefur hana til að
taka saman við aðra yngri konu.
Miðasala er í Borgarleikhúsinu
í síma 5688000 og einnig á netinu
á www.borgarleikhus.is.
EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR Í hlutverki
sínu í einleiknum Alveg brilljant skilnaður.
Alveg brilljant skilna›ur aftur
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
24 25 26 27 28
Föstudagur
ÁGÚST