Fréttablaðið - 26.08.2005, Page 12

Fréttablaðið - 26.08.2005, Page 12
MÓTMÆLT Í BANGLADESS Kona heldur á mótmælaskilti í árlegum mótmælum í Dhaka þar sem konur í Bangladess krefjast réttar til stjórnmálaþátttöku á við karla. 12 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Búið að ráða í nær allar lausar stöður í leikskólum á Akureyri: Hátt hlutfall mennta›ra kennara LEIKSKÓLAR Mun betur gengur að manna leikskólana á Akureyri en í Reykjavík og Kópavogi og er búið að ráða í nær allar lausar stöður hjá leikskólum bæjarins. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeild- ar, segir þar muna mestu um hátt hlutfall menntaðra leikskólakenn- ara á leikskólunum fyrir norðan en Háskólinn á Akureyri hafi út- skrifað marga leikskólakennara á undanförnum árum. „Okkur hefur því gengið vel að fá menntaða kennara og starfsmannaveltan hefur dregist verulega saman á undanförnum árum þar sem okkur hefur tekist að halda í kenn- arana,“ segir Gunnar. Hlutfall menntaðra leikskóla- kennara er 67 prósent á Akureyri en 40 prósent í Reykjavík. Auk þess gengur betur að fá ófaglærða starfsmenn til starfa á leikskólum á Akureyri en á höfuðborgar- svæðinu. Helena Karlsdóttir, forstöðu- maður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra, telur ýmsar ástæður liggja að baki og segir að hugsanlega eigi hátt hlutfall kvenna á atvinnuleysisskrá á Akureyri einhvern þátt en telur minna framboð af störfum á Akureyri en á höfuðborgarsvæð- inu þó vega þyngra. - kk MILLJÓNIN AFHENT Birkir Þór Bragason, Ástríður Pálsdóttir, Martha Ósk Kjartans- dóttir, Bergþór Már Arnarson og Kjartan H. Kjartansson. Arfgeng heilablæðing: Milljón til rannsókna STYRKTARTÓNLEIKAR Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktar- tónleikum til rannsóknar á arf- gengri heilablæðingu í Smáralind- inni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdótt- ur, lífefnafræðingi við Tilraunastöð- ina á Keldum, 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna. „Unnusta mín lést í febrúar af völdum sjúkdómsins,“ segir Berg- þór. „Mér fannst þetta svo sérstakt, þar sem þessi sjúkdómur finnst ein- ungis hér á landi. Því ákváðum við fjölskylda hennar að vinna að þessu verkefni.“ Bergþór segir tónleikana hafa verið stórkostlega, og ekki hafi verið síðra að allir gáfu sína vinnu og framlög til þeirra. - ss Kærir lögmann Húseigenda- félagsins fyrir ærumeiðingar. Erna kærð fyrir að selja syni sínum íbúð LÖGREGLUFRÉTTIR KLIPPT AF BÍLUM Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ klippti númer af þrettán bifreiðum í fyrrinótt sem eigendur höfðu ekki hirt um að greiða ábyrgðar- tryggingar af á réttum tíma. Ókeypis á netið: Kringlan er heitur reitur UPPLÝSINGATÆKNI Gestir og gang- andi geta tengst netinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðanettenging. „Heit- ur reitur gerir gestum með fartölv- ur mögulegt að vafra um á Netinu, sýsla með tölvupóst og miðla gögn- um sín á milli,“ segir í tilkynningu félagsins, en einnig verður hægt að tengjast skólanetum um svokölluð vinnuhlið (VPN-gátt og TELNET). Kringlan er því orðin stærsta þráðlausa netsvæði landsins sem er ætlað almenningi; um 20 þúsund fermetrar. - óká LEIKSKÓLABÖRN Á AKUREYRI Á leikskólunum á Akureyri er hlutfall menntaðra leikskóla- kennara 67 prósent en 40 prósent í Reykjavík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN OLÍUVERÐ Sérfræðingar búast við að olíuverð lækki á næstu misser- um, þrátt fyrir að olíufatið hafi í gær farið í 68 dali á fat í Asíu og verð hafi aldrei verið hærra. Í Morgunkornum Íslandsbanka kemur fram að samkvæmt sér- fræðingum Morgan Stanley- banka séu miklar hækkanir undanfarinna mánuða til komnar vegna aukinnar eftirspurnar og að þar með sé innbyggð ákveðin leiðrétting ef hægja fari á hjólum efnahagslífs iðnríkjanna. Olía kostaði rúmlega tuttugu dali á fat um áramótin 2001 til 2002 og hefur verð síðan hækkað jafnt og þétt. Sérfræðingar Morg- an Stanley telja að meðalverð olíufats verði 48 dalir þetta ár og næsta og muni líklega staðnæm- ast í 38 dölum um síðir. Hækkanir undanfarinna daga eru raktar til þess að gengið hefur á umframbirgðir Bandaríkja- manna, auk þess sem eftirspurn Kínverja hefur aukist. Ekki bætti heldur úr skák að loka varð olíu- vinnslustöðvum við Mexíkóflóa vegna hættu á fellibyljum. - jsk NÓG AÐ GERA HJÁ KAUPENDUM OG SELJENDUM Olían heldur áfram að hækka og fór í rúma 68 dali í gær. Sérfræðingar telja þó líklegt að verðhækkanir gangi til baka. M YN D /A FP Sérfræðingar spá allt að þriðjungs verðlækkun: Olíuver› aldrei veri› hærra Næsta lota vi›ræ›na a› hefjast Fulltrúar Bandaríkjamanna og Íslendinga hittast í næsta mánu›i hér á landi til a› ræ›a framtí› herstö›v- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Laga flarf starfsemina a› núverandi öryggishagsmunum a› mati banda- rískrar nefndar sem n‡veri› skila›i flingi og forseta sk‡rslu um starfsemi herstö›va. VARNARSAMNINGURINN Nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda leggur til að varnarsamningur- inn við Íslendinga verði endur- skoðaður með breytta öryggis- hagsmuni í huga í kjölfar kalda stríðsins. Lagt er til að endur- skoðuð verði þörf fyrir herafla og umsvif sjó- eða flughers hér á landi. Nefndin skilaði Bandaríkja- forseta og bandaríska þinginu um 200 blaðsíðna skýrslu 15. ágúst síðastliðinn. Í niðurstöð- um skýrslunnar eru aðeins átta tillögur og lýtur ein þeirra ein- vörðungu að varnarsamningn- um við Ísland. Í bréfi með skýrslunni segj- ast nefndarmenn vona að hún veki og styrki þjóðlega vitund um hve mikilvæg staðsetning Bandaríkjamanna hvarvetna í heiminum sé fyrir öryggishags- muni þjóðarinnar. Nefndin kveðst hafa einbeitt sér að þess- um hagsmunum sem og aðbún- aði hermanna og fjölskyldna þeirra þegar þeir snúa heim frá herstöðvum víða um heim. Meðal þess sem nefndin legg- ur til er að Bandaríkjaþing hafi meira eftirlit með áætlunum bandaríska varnamálaráðuneyt- isins um endurskipulagningu og samhæfingu herstöðva sinna víðsvegar um heim. Huga verði vel að tímaáætlunum í því sam- bandi. Meðal annars er fjallað um herstöðvar Bandaríkjanna í Japan en þar er gert ráð fyrir að flugherinn taki við einni herstöð af sjóhernum á Okinawa-eyju. Lagt er til að herfylki sem ráðgert var að snúa aftur til Bandaríkjanna verði áfram í Evrópu. Einnig er mælt með því að stjórnvöld hugi að auknum tengslum við svæði í Afríku og Suður-Ameríku sem kunni að verða hernaðarlega mikilvæg í framtíðinni. Viðræður um framtíð her- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli hófust í sumar. Annar fund- ur viðræðunefnda bandarískra og íslenskra stjórnvalda verður hér á landi í byrjun september næstkomandi. Ráðgjafar og sérfræðingar á vegum flughersins sátu fyrir mánuði fund með yfirmönnum herstöðvarinnar. Þar var fjallað um rekstur hennar og búnað, en ráðgert er að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar. johannh@frettabladid.is HERSTÖÐIN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Viðræðum um umsvif herstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli í framtíðinni verður fram haldið í næsta mánuði. KRINGLAN ORÐIN ÞRÁÐLAUST NETSVÆÐI Um fimmtán þúsund manns leggja leið sína í Kringluna á degi hverjum og eiga þess nú kost að tengjast netinu þráðlaust hvar sem þeir eru staddir í húsinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.