Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 2
BAUGSMÁL Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttar- lögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjart- an Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní/júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjart- an um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum „vandaðs og heiðarlegs lögmanns“ ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsending- um milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: „Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að.“ 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: „Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?“ 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: „Jón Ger- ald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið.“ 20. júní áframsendir Jón Ger- ald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis. sda@frettabladid.is 2 25. september 2005 SUNNUDAGUR Kjartan Gunnarsson um samráð við Styrmi Gunnarsson: Ræddu eingöngu um hæfi Jóns Steinars BAUGSMÁL Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær vegna frétta af samráði hans við Styrmi Gunnarssona, rit- stjóra Morgunblaðsins, varðandi Jón Gerald Sullenberger. Þar kemur fram að Kjartan og Stymir séu nátengdir fjölskyldu- böndum og hafi leitað ráða hvor hjá öðrum um lengi, jafnt um einkamál sem margt annað. „Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál og verið á vitorði allra sem okkur þekkja,“ segir í yfir- lýsingunni. Þá kemur fram að sumarið 2002 hafi Styrmir spurt Kjartan álits um hvort Jón Steinar Gunn- laugsson væri ekki hæfur til að reka mál Jóns Geralds gegn Baugi og svaraði Kjartan því til að vand- aðri lögfræðingur væri vandfund- inn. Það ítrekaði hann þegar Styrmir spurði hann aftur í viður- vist Jóns Steinars. Kjartan segir tal þeirra Styrm- is ekki hafa snúist um nein efnis- atriði ágreinings Baugs hf. og Jóns Geralds, heldur „alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.“ - bs Jón Ásgeir Jóhannessson, forstjóri Baugs: A›koma Styrmis er áfall BAUGSMÁL „Það kemur ekki á óvart að Kjartan og Jón Steinar áttu hlut að máli, en það að Styrmir skuli hafa verið með í ráðum og stýrt atburðarásinni er áfall,“ segir Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, um fréttir Fréttablaðsins í gær af aðkomu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, að Baugsmál- inu, þar sem kom fram að Styrmir átti milligöngu um að Jón Gerald Sullenbergar leitaði til Jóns Steinars Gunnlaugssonar um að Jón Steinar yrði lög- fræðingur Jóns Geralds. Jón Ásgeir segist lengi hafa grunað að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokkins, og Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttardómari væru með í ráðum í aðgerðum gegn Baugi og sagði að nýjustu fréttir smellpössuðu inn í at- burðarásina. „Þetta rennur allt saman í stóra mósaíkmynd þar sem allir innviðir tengjast.“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn verða að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég skora á flokkinn að upplýsa um aðra leynifundi og baktjaldamakk.“ Jón Ásgeir segist ekki búast við að leita til yfirvalda vegna málsins. „Við höfum ítrekað lent í því að öllum ábendingum um leka og vankanta í rannsókninni hefur verið vísað frá. Við virðumst ekki búa við það sama og aðrir um að geta leitað réttar okkar hjá yfir- völdum, sem er mjög sorglegt.“ - bs Jón Gerald hringdi í Jón Steinar í maí Kjartan Gunnarsson segist hafa veitt Styrmi Gunnarssyni álit sitt á hæfi Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns Jóns Geralds um mána›amót júní/júlí 2002. Samskipti Jóns Steinars og Jóns Geralds hófust hins vegar í maí sama ár. Gömlum Kínverjum fjölgar: Álag á kom- andi kynsló›ir KÍNA, AP Eldri borgarar í Kína eru nú um 130 milljónir og meira en tíu prósent íbúanna þar, sam- kvæmt upplýsingum frá ríkis- stjórn Kína. Búist er við að þeim Kínverjum sem eru sextugir eða eldri eigi munu telja 280 milljón- ir árið 2025. Kínverskir embættismenn hafa áhyggjur af því að allir þess- ir ellilífeyrisþegar verði þung byrði á komandi kynslóðum, sem verða mun fámennari þar sem hjón í Kína hafa í þrjár kynslóðir aðeins eignast eitt barn. ■ Stjórn Árvakurs: Engin vi›brög› BAUGSMÁL Ekki fengust viðbrögð frá aðalstjórn Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins, við frétt- um af aðkomu ritstjóra blaðsins að Baugsmálinu þegar eftir því var leitað í gær. Halldór Þór Halldórsson, ritari stjórnarinnar, sagðist ekki hafa getað kynnt sér málið og vildi því ekki tjá sig um það að svo stöddu. Honum vitanlega hafði ekki verið boðað til stjórnarfundar vegna málsins. Stefán Pétur Eggertsson, for- maður stjórnarinnar, var vant við látinn þegar leitað var eftir við- brögðum hans. Kristinn Björns- son varaformaður var staddur er- lendis og þar að auki undir stýri og gat því ekki rætt við blaða- mann. Ekki náðist í Finn Geirsson meðstjórnanda, sem einnig mun vera í útlöndum, né Huldu Valtýs- dóttur meðstjórnanda. - bs www.icelandfi lmfestival.is MasterCard kynnir: „Mundi það drepa þetta lið að halda þetta að sumri til?“ - jökull ii 20% afsláttur af 10 mynda pössum til MasterCard korthafa. Sjá www.kreditkort.is 40 MYNDIR Á 3 VIKUM HVERT FER JÖKULL II? OKTÓBERBÍÓFEST Í Háskólabíói og Regnboga 26. október - 14. nóvember 2005 SPURNING DAGSINS Vilhjálmur, ertu or›inn of gamall fyrir Heimdall? „Nei, maður allra aldurshópa.“ Nafni Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa hefur boðið sig fram til forystu í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og telja sumir það bjóða upp á misskilning. KJARTAN GUNNARSSON Segir sig og Styrmi hafa leitað ráða og umsagna hvor hjá öðrum um ára- tugaskeið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Innbrot á Dalvík: fijófur gripinn gló›volgur LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í mannlausa íbúð á Dalvík síðastlið- inn fimmtudag. Tilkynnt var um innbrotið um klukkan tvö síðdegis og um sjöleytið sama kvöld var málið upplýst. Maður hafði brotist inn í íbúð og meðal annars tekið þar myndavél og tölvubúnað. Til þjófsins sást við athæfið og vitni gátu gefið greinargóðar lýsingar á honum sem leiddu til handtöku hans nokkrum klukkustundum síðar. Þjófurinn er búsettur á Dal- vík. - bb VERJAST ÁLYKTUN Reza Vaidi, aðalerindreki Írans hjá IAEA, ávarpar blaðamenn á stjórn- arfundi stofnunarinnar í Vínarborg í gær. Meintur kjarnorkuvígbúnaður: Írönum gefi› lokatækifæri AUSTURRÍKI, AP Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), sem í sitja fulltrúar 35 ríkja, samþykkti í gær ályktun sem gæti leitt til þess að Írans- stjórn verði stefnt fyrir öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna vegna meintra brota á alþjóðasáttmála um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Í ályktuninni er Írönum gefið færi á að hreinsa sig af ásökunum um slík brot, að öðrum kosti fari málið fyrir öryggisráðið. Öryggis- ráðið hefur vald til að ákveða þvingunaraðgerðir gegn Íran, verði þarlend stjórnvöld fundin sek um ólöglega kjarnorkuvíg- búnaðartilburði. ■ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Segist lengi hafa grunað að Kjartan Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson væru með í ráðum. MORGUNBLAÐSHÖLLIN Stjórnarmenn gátu ekki tjáð sig um Baugsmálið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.