Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 16
Paul McCartney gaf nýverið út sína fyrstu hljóðversplötu í sex ár, Chaos and Creation in the Back- yard, sem hefur fengið frábæra dóma víðast hvar. McCartney, sem er orðinn 63 ára, hefur verið afar afkasta- mikill eftir að Bítlarnir hættu árið 1970. Hann var fljótt duglegastur þeirra í að gefa út og fara í tón- leikaferðir og hefur hann haldið þeim dampi allar götur síðan. McCartney hefur gefið út alls 38 plötur á þessum 35 árum, þar af fjórtán hljóðversplötur. Plöturnar hafa undantekningalítið selst mjög vel og tónleikar hans verið ákaflega vel sóttir, þó svo að gagnrýnendum hafi stundum þótt tónlist hans lítilfjörleg, sérstak- lega þeim bresku. Fyrsta sólóplatan kemur út Fyrsta sólóplata Paul McCartney hét einfaldlega McCartney og kom út 1970, tveimur vikum áður en síðasta plata Bítlanna, Let It Be, átti að koma í búðir. Þegar sólóplatan kom út tilkynnti McCartney að Bítlarnir væru hættir án þess að ráðfæra sig fyrst við hina meðlimina. Í kjöl- farið urðu samskipti hans og hinna Bítlanna, sérstaklega John Lennon og George Harrison, afar stirð í mörg ár á eftir. Sökuðu þeir hann um að hafa notfært sér enda- lok Bítlanna til að kynna sína fyrstu plötu. 1971 stofnaði McCartney hljómsveitina Wings ásamt þáver- andi eiginkonu sinni Lindu McCartney. Á næstu árum var sveitin dugleg við tónleikahald og útgáfu. Á meðal þekktra laga frá sveitinni voru Give Ireland Back to the Irish, Mary Had a Little Lamb og Hi Hi Hi. Nokkru áður hafði McCartney gefið út smá- skífulagið Another Day sem var það fyrsta sem hann gerði vinsælt á sólóferli sínum. Árið 1973 samdi McCartney lagið Live and Let Die fyrir sam- nefnda James Bond-mynd og naut það mikilla vinsælda. Sama ár kom út platan Band on the Run með Wings sem fékk mjög góðar viðtökur. Dúettar með Wonder og Jackson Wings var ein vinsælasta popp- hljómsveit áttunda áratugarins en McCartney leysti sveitina upp 1980 skömmu eftir morðið á John Lennon. Tveimur árum síðar gaf McCartney út sólóplötuna Tug of War þar sem meðal annars var að finna lagið Ebony and Ivory sem hann söng með Stevie Wonder. Sló það umsvifalaust í gegn víða um heim, líkt og The Girl Is Mine sem hann söng með Michael Jackson á metsöluplötu hans Thriller. Í framhaldinu söng Jackson dúett með McCartney í laginu Say Say Say, sem er síðasta smáskífulag McCartney til að ná efsta sæti vinsældalistanna. Tilraunamennskan tekur við Á næstu árum prófaði McCartney ýmislegt. Hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Give My Re- gards to Broad Street, sem fékk slæma útreið gagnrýnenda. Lagið No More Lonely Nights úr mynd- inni varð aftur á móti afar vin- sælt. Einnig samdi hann titillag gamanmyndarinnar Spies Like Us við góðar undirtektir. 1989 gaf McCartney út plötuna Flowers in the Dirt, sem þótt besta plata hans í langan tíma. Þar samdi hann mörg lög með Elvis Costello en þeir félagar sömdu einnig saman lög á plötu Costello, Spike, þar á meðal hið vinsæla Veronica. Árið 1991 kom út platan Un- plugged með McCartney sem var sú fyrsta af mörgum í þeirri út- gáfuröð. Síðar á því ári gaf McCartney út sína fyrstu klass- ísku plötu, Liverpool Oratorio. McCartney gaf einnig út tvær ambient-plötur undir dulnefninu The Fireman auk þess sem önnur klassísk plata, The Leaf, kom út 1995. Safnboxið Anthology kom út 1996 þar sem eftirlifandi meðlim- ir Bítlanna söfnuðu saman sjald- gæfu efni frá árum sveitarinnar í einn pakka. Árið eftir gaf McCart- ney út plötuna Flaming Pie, sem fékk góða dóma, og sama ár var hann sæmdur riddaratign og fékk þar með nafnbótina Sir Paul McCartney. Árið 1998 lést Linda McCartn- ey eftir þriggja ára baráttu við brjóstakrabbamein. Tveimur árum síðar kvæntist Paul fyrir- sætunni fyrrverandi Heather Mills. Um svipað leyti samdi hann titillag myndarinnar Vanilla Sky og fékk Óskarstilnefningu fyrir vikið, auk þess sem hann fór í sitt fyrsta tónleikaferðalag í tíu ár. Í samstarf með Nigel Godrich Nigel Godrich er upptökustjóri Chaos and Creation in the Back- yard en hann er meðal annars þekktur fyrir plöturnar OK Computer með Radiohead og Sea Change með Beck. „Ég vissi ekki hver ætti að stjórna upptökum á plötunni en vissi að ég vildi þann allra besta,“ sagði McCartney. „Ég hringdi í George Martin (fyrrum upptökustjóra Bítlanna), sagði honum að ég ætlaði að gera nýja plötu og spurði hver væri rétti maðurinn í starfið. Hann tal- aði við mig viku síðar og sagði: „Nafnið sem kemur aftur og aftur upp er Nigel Godrich.“ Ég þekkti Radiohead og líkaði mjög vel við hljóminn á OK Computer. Ég vissi líka að hann hefði tekið upp In- visible Band með Travis og ég var því ánægður með hans störf. Við töluðum saman til að sjá hvort við værum á sömu bylgjulengd og við vorum það,“ sagði hann. McCartney spilar á flest hljóð- færi á plötunni, rétt eins og hann gerði á sinni fyrstu plötu. Er hún að sumu leyti afturhvarf til laga- smíða McCartney er hann var í Bítlunum og lýsir hann meðal annars laginu Jenny Wren sem dóttur lagsins Blackbird. Plötunni hefur verið vel tekið víðast hvar og McCartney sagður kominn í sitt gamla form. Kappinn er ný- byrjaður á tónleikaferð um Bandaríkin og fyrir löngu er orðið uppselt á alla tónleikana. PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi hefur vakið mikla athygli fyrir nýjustu plötu sína. 16 25. september 2005 SUNNUDAGUR Afkastamesti Bítillinn Paul McCartney gaf n‡veri› út plötuna Chaos and Creation in the Backyard, sem hefur fengi› pr‡›ileg- ar vi›tökur. Freyr Bjarnason sko›a›i sólóferil Bítils- ins fyrrverandi. Menningarstarf í Kópavogi Lista- og menningarrá› Kópavogs augl‡sir eftir umsóknum um styrki til verkefna /vi›bur›a á svi›i menningar og lista í Kópavogi. Einstaklingar, félagasamtök og stofnanir geta sótt um styrki úr sjó›num. Umsóknum skal skila› á flar til ger›um umsóknarey›ublö›um fyrir 14. október nk., ásamt fylgiskjölum. Ey›ublö›in fást á skrifstofu Tómstunda- og menningarsvi›s Fannborg 2, 2. hæ›. og á heimasí›u Kópavogs, www.kopavogur.is Lista- og menningará› Kópavogs veitir styrki til menningarstarfs í Kópavogi tvisvar á ári, í október og apríl . Lista- og menningarrá› Kópavogs 15 ÞEKKT LÖG EFTIR PAUL MCCARTNEY: Hey Jude Eleanor Rigby Yesterday Let It Be Helter Skelter Blackbird The Long and Winding Road Maybe I'm Amazed Another Day Live and Let Die Band on the Run Silly Love Songs No More Lonely Nights Ebony and Ivory Say Say Say ÁHRIFAVALDAR ALMA GEIRDAL SAMTÖKUNUM FORMA „Ég verð fyrst að fá að nefna pabba minn,“ segir Alma Geirdal aðspurð um hennar helstu áhrifa- valda. Hún er ásamt Eddu Ýrr Einarsdóttur í farar- broddi samtakanna Forma sem berjast gegn átröskun á Íslandi. „Pabbi kenndi mér að standa á rétti mínum og að vera sterk og sjálfstæð. Ég hef alltaf kunnað að meta það að hafa fengið slíkt uppeldi. Hann hefur hjálpað mér mjög mikið og er án efa einn af mínum stærstu áhrifavöld- um.“ Alma segir marga hafa náð til hennar með góðum ráðum og umhyggju. „Ég verð að fá að nefna bróður minn, en hann hefur líka hjálpað mér mjög mikið. Hann hefur að miklu leyti haft svipuð áhrif á mig og pabbi minn. Hann kenndi mér að nýta þá eigin- leika sem ég hef og að vera sterk. Hann kenndi mér einnig að horfa í eigin barm og að láta ekki aðra komast upp með að traðka á rétti mínum.“ Fjöl- skylda Ölmu er án efa hennar stærsta fyrirmynd og hún segist líta upp til móður sinnar á marga vegu. „Mamma er alveg ótrúleg kona. Hún er búin að upplifa margt í lífinu og ganga í gegnum ýmis- legt. Með árunum hef ég séð hve mikil áhrif hún hefur haft á svo marga hluti hjá mér.“ Alma, sem er sjálf í móðurhlutverkinu, segir börn sín það mikilvægasta sem hún eigi. „Litlu kríl- in mín hafa kennt mér að meta lífið.“ Alma nefnir einnig Eddu sem áhrifavald. En þær stöllur skipa samtökin Forma sem stóðu að málþingi um átrösk- un um síðustu helgi. „Edda kenndi mér að taka skref í átt að bata og hún er gríðarlega mikill áhrifavaldur í mínu lífi, sérstaklega í sambandi við heilbrigðina og hamingjuna.“ EDDA ÝRR EINARS- DÓTTIR „Hún kenndi mér að taka skref í átt að bata.“ Litlu krílin skipta mestu ALMA GEIRDAL Segir fjölskylduna skipa stóran sess í lífi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.