Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 56
Loksins titill hjá Val eftir 13 ára bið 25. september 2005 SUNNUDAGUR EFTIRTALDIR HAFA TRYGGT SÍNUM LIÐUM BIKARINN: 1966 KR-VALUR 1–0 ÁRSÆLL KJARTANSSON 21. MÍN 1969 ÍBA-ÍA 3–2 (FRAML.) KÁRI ÁRNASON, ÍBA 95. MÍN. 1970 FARM–ÍBV 2–1 KRISTINN JÖRUNDSSON, FRAM 31. MÍN. 1971 VÍKINGUR-BREIÐABLIK 1–0 JÓN ÓLAFSSON, VÍKINGI 21. MÍN. 1973 FRAM–KEFLAVÍK 2–1 (FRAML.) MARTEINN GEIRSSON, FRAM 103, MÍN 1975 KEFLAVÍK–ÍA 1–0 EINAR GUNNARSSON, KEFLAVÍK 34.MÍN 1978 ÍA-VALUR 1–0 PÉTUR PÉTURSSON, ÍA 43. MÍN. 1979 FRAM–VALUR 1–0 MARTEINN GEIRSSON, FRAM 90. MÍN 1980 FRAM–ÍBV 2–1 (FRAML.) GUÐMUNDUR TORFAS., FRAM 119. MÍN 1982 ÍA-KEFLAVÍK 2-1 ÁRNI SVEINSSON, ÍA 46. MÍN 1983 ÍA-ÍBV 2–1 (FRAML.) SVEINBJÖRN HÁKONARSON, ÍA 118. MÍN. 1984 ÍA-FRAM 2–1 (FRAML.) ÁRNI SVEINSSON, ÍA 91. MÍN 1986 ÍA-FRAM 2–1 PÉTUR PÉTURSSON, ÍA 90. MÍN 1988 VALUR-KEFLAVÍK 1–0 GUÐLAUGUR BALDURSSON, VAL 67. MÍN. 1991 VALUR–FRAM 1–0 ÁGÚST ÞÓR GYLFASON, VAL 50. MÍN 1993 ÍA–KEFLAVÍK 2–1 MIHAJLO BIBERCIC, ÍA 58. MÍN 1995 KR-FRAM 2–1 MIHAJLO BIBERCIC, KR 84. MÍN 2000 ÍA–ÍBV 2–1 KÁRI STEINN REYNISSON, ÍA 89. MÍN. 2003 ÍA-FH 1–0 GARÐAR GUNNLAUGSSON, ÍA 78. MÍN 2005 VALUR–FRAM 1–0 BALDUR AÐALSTEINSSON, VAL 52.MÍN Baldur A›alsteinsson trygg›i Val níunda bikarmeistaratitil félagsins flegar hann skora›i sigurmarki› gegn Fram me› skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari a›ilinn í leiknum. FÓTBOLTI Það var misheppnuð fyrir- gjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönn- um á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðar- endaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningn- um í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvík- ingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþrótta- mannslega framkomu. En fögnuð- ur Valsmanna þegar Ólafur Ragn- arsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða lið- ið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistar- anna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnar- son sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knatt- spyrnu. hjorvar@frettabladid.is > Við vorkennum ... Frömurum sem spiluðu sennilega sinn besta leik í langan tíma í bikarúrslitaleiknum í gær en máttu samt þola sárt tap í annað skiptið á aðeins einni viku. Þetta hafa verið afar erfiðir sjö dagar í Safamýrinni.Fyrstu nýliðar sögunnar ... Valsmenn eru fyrstu nýliðar sögunnar til þess að vinna gull og silfur á bæði Íslandsmóti og í bikarkeppni á sínu fyrsta ári í efstu deild. Skagamenn eru einu nýliðarnir sem hafa orðið Íslands- meistarar (1992) en þeir duttu það sumar út úr undanúrslitum bikarsins. Valsmenn urðu í 2. sæti á Íslands- mótinu í ár og unnu bikarinn. 60 SEKÚNDUR Körfubolti eða fótbolti? Fótbolti. Hvítur eða appelsínugulur? Bleikur. Hvern myndir þú vilja fá í Fylki? Duncan Ferguson. Ólafur Jóhannesson er? Einstakur. Getur þú unnið Ólaf Jóhannesson í sjómanni? Góð spurning... eða kannski ekki svo góð. Myndirðu vilja taka við íslenska landsliðinu? Tja... Rokk eða popp? Popp. Dómari eða þjálfari? Þjálf- ari... en eru þeir ekki líka dómurum til aðstoðar? Fyrirmynd í starfi? David Moyes junior. Erfiðasti andstæðingur? Keppnis- skapið. Besti samherjinn? Keppnisskapið. Alvöru konur eru? Eiginkona mín og dóttir. Auðveldasti andstæðingur? Ólafur Páll Snorrason í A-reit. Everton er? Á uppleið. Er glasið hálffullt eða hálftómt? Var að klára. Uppáhalds hljómsveit? Sálin hans Jóns míns. Besta bókin er? Dixie Dean – The Legend. Stór eða smár? Aðalatriðið að ná niður. MEÐ LEIFI GARÐARSSYNI sport@frettabladid.is 24 > Við óskum ... .... Valsmönnum til hamingju með fyrsta stóra titil félagsins í þrettán ár. Þetta er búið að vera frábært sumar á Hlíðarenda og Valsliðið kórónaði það með því að vinna bikarinn í gær. Willum Þór Þórsson er búinn að koma þessu fornfræga félagi á toppinn á nýjan leik. Baldur Aðalsteinsson skoraði eina mark bikarúrslitaleiksins í gær: FÓTBOLTI Baldur Aðalsteinsson tryggði Valsmönnum fyrsta stóra félagsins í þrettán ár þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram í gær. „Þetta var skot! Ég sá að Gunnar stóð of framarlega þannig að ég tók þá ákvörðun að skjóta,“ sagði Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson strax eftir leik. „Það er frábært að taka þátt í þessum leik og ekki leiðinlegt að ná að skora sigurmarkið. Stuðn- ingsmennirnir hafa staðið 110% við bakið á okkur og það var mjög gaman að ná að vinna þennan bikar fyrir þá. Framarar eru með hörkulið og þeir sýndu það í dag, eftir að við skoruðum féllum við til baka og þeir voru á tíðum ansi nálægt því að ná að jafna. Þetta var hörkuleikur en við náðum að skora eina markið og það skiptir máli,“ sagði Baldur. „Sumarið er búið að vera stór- skemmtilegt. Ég hef verið að spila vel á köflum en veit enn að ég get spilað betur,“ sagði Baldur, sem skoraði einnig fyrir Skagamenn í 2-1 sigri á ÍBV árið 2000 og varð að verða bikarmeistari í þriðja sinn í gær en hann varð einnig meistari með Skagamönnum fyrir tveimur árum. - egm fietta var skot sag›i Baldur um marki› FÖGNUÐUR Steinþór Gíslason stekkur hér upp í fang Garðars Gunnlaugssonar eftir að sigurinn var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. LANGÞRÁÐ STUND Á HLÍÐARENDA Valsmenn fjölmenntu á bikarúrslitaleikinn og uppskáru langþráða stund þegar fyrsti stóri titilinn í þrettán ár kom í Valshús. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. HETJA DAGSINS Baldur Aðalsteinsson sést hér með bikarinn eftir leikinn í gær en hann skoraði einmitt sigurmark leiksins með skoti lengst utan af kanti. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FYRIRLIÐAKOSS Sigurbjörn Hreiðarsson var sá eini í Valsliðinu sem vann síðasta stóra titil félagsins fyrir 13 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ÞRÍR GÓÐIR Sigurbjörn Hreiðarssonm, fyirrliði Valsmanna, sést hér með bikarinn og Húsvíkingana Sigþór Júlíusson og Baldur Aðalsteinsson sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. *MAÐUR LEIKSINS FRAM 4–3–3 Gunnar 5 Karlefjard 6 Þórhallur Dan 4 Kristján 6 Gunnar Þór 7 Ingvar Þór 5 Mathiesen 6 Viðar 6 Ómar 4 (79. Eggert –) Henriksen 6 Andri Fannar 5 (73. Þorbjörn Atli –) VALUR 4–4–2 *Kjartan 8 Steinþór 5 Atli Sveinn 6 Grétar 6 Bjarni Ólafur 6 Baldur 7 (76. Matthías –) Sigurbjörn 6 Stefán Helgi 5 Sigþór 4 Guðmundur B. 6 (88. Hálfdán –) Garðar 6 (83. Sigurður –) 0-1 Laugard.v., áhorf: 5162 Ólafur Ragnarsson (x) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–11 (6–7) Varin skot Gunnar 5 – Kjartan 5 Horn 6–1 Aukaspyrnur fengnar 23–15 Rangstöður 1–3 0–1 Baldur Aðalsteinsson (52.) Fram Valur FÓTBOLTI „Þetta er alveg meirihátt- ar. Það var svo sannarlega kominn tími til að lyfta alvöru bikar. Ég er kominn með góða æfingu eftir að hafa unnið 1. deildina, Reykjavík- urmótið, Canella Cup, Íslandsmót- ið innan hús og ég veit ekki hvað. Það var því afar kærkomið að fá loks að lyfta einum stórum,“ sagði fyrirliði Valsmanna, Sigurbjörn Hreiðarsson, sem hefur upplifað súrt og sætt á þrettán ára ferli sínum hjá meistaraflokki Vals. „Við spiluðum ekkert sérstak- an leik. En aðalmálið var auðvitað að vinna bikarinn og rita þar með nöfn okkar á spjöld sögunar,“ sagði Sigrurbjörn en nú hafa Vals- menn orðið níu sinnum bikar- meistarar, aðeins KR hefur unnið titilinn oftar eða tíu sinnum. Sig- urbjörn var eini leikmaður Vals sem var í leikmannahóp síðast þegar liðið varð bikarmeistari árið 1992. En þá sat hann allan tímann á varamannabekknum. - hh Sigurbjörn Hreiðarsson: fia› var kominn tími á fletta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.