Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 8
Ekkert „þjófstolið“? Í niðurlagi varnarræðu sinnar í sunnu- dagsútgáfu Morgunblaðsins (sem út kom í gær) segir Styrmir Gunnarsson ritstjóri orðrétt: „Mér hafa í mínu starfi verið boðin gögn til birtingar, sem aug- ljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafa þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr.“ Sam- kvæmt þessu eru Morgun- blaðið og ritstjóri þess afar vönd að virðingu sinni. Fínt blað tekur ekki við ófínum pappír- um, jafnvel þótt þeir geymi fréttnæmt efni. En er þetta allur sannleik- urinn? Eða bregst ritstjór- anum kannski minnið? SÍA-skýrslurnar Árið 1962 birti Morgunblaðið gögn sem voru „þjófstolin“, svo notað sé orðalag Styrmis. Hér er átt við SÍA- gögnin frægu, einkabréf og skýrslur sem fóru á milli íslenskra náms- manna í kommúnistaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum. Þess- um gögnum var stolið og þeim komið til Morgunblaðsins. Ritstjórar blaðsins vissu um uppruna þeirra en það aftraði þeim ekki frá því að gera sér mikinn mat úr þeim árum saman. Ef okkur misminnir ekki var Styrmir Gunnarsson formaður Heimdallar þegar félagið ákvað að gefa hin „þjófstolnu“ gögn út á bók árið 1963 undir nafn- inu SÍA-skýrslurnar. Stinga undir stól? Hitt er svo annað mál að það er ekki ein- föld ákvörðun á ritstjórn fjölmiðils hvernig fara á með gögn sem geyma þýðingar- miklar upplýsingar og óljóst er hvernig hafa verið fengin. Eiga fjölmiðlar að stinga slíkum gögnum undir stól og láta sem þeir hafi ekki séð þau, eins og ritstjóri Morgun- blaðsins virðist vera að leggja til? Eða eiga þeir, að minnsta kosti stundum, að birta slík gögn? Hlýtur þetta ekki að vera mats- atriði sem ritstjórnir íhuga á sjálfstæðum forsendum hverju sinni? Ef litið er til for- dæmis vandaðra fjölmiðla utanlands er svarið jákvætt. Stórblöð íerlendis hika ekki við að birta gögn sem gætu hafa verið fengin á óeðlilegan hátt, ef innihald þeirra er talið eiga brýnt erindi við almenning. Fréttablaðið fylgir þessari hefð. NASA kynnti í vikunni áætlanir sínar um að koma geimförum aftur til tunglsins fyrir árið 2018 og er áætlaður kostnaður verkefnisins 104 milljarðar dollara. Árið 2018 verða níu ár frá því að Bush Bandaríkjaforseti lét af emb- ætti. Áætlun John F. Kennedy frá árinu 1961 um að koma manni til tunglsins og aftur til baka í heilu lagi varð að veruleika á einungis átta árum. Hvað er eiginlega hér á seyði? Lending Apollo 11 á tunglinu hinn 16. júlí 1969 varpaði skugga á baráttu stórveldanna um heims- yfirráð sem upphaflega hafði verið hvatinn að geimferðarkapphlaup- inu. Fólk úti um allan heim var bergnumið yfir þessum skýra vitn- isburði um sigur mannsandans. Menn spurðu sig hvort nýlendur á tunglinu og leiðangrar til Mars og jafnvel stjarnanna gætu nokkuð verið langt undan. Einungis þremur árum síðar, er kostnaður við Víetnamstríðið hafði gengið á fjárforða Bandaríkja- stjórnar, lauk tímabili mannaðra geimferða snögglega. Síðastliðin 36 ár hefur engin mannvera farið út fyrir lægri sporbaug jarðar. Hvern hefði grunað það þennan ör- lagaríka dag sumarið 1969 að mennirnir myndu ekki fara lengra út í geiminn en á tunglið? Þegar tuttugu ár voru liðin frá lendingu Apollo 11 á tunglinu hélt George H.W. Bush ræðu á tröppun- um á Bandaríska flug-og geim- ferðasafninu í Washington. Forset- inn talaði fyrir nýjum leiðöngrum til tunglsins og mönnuðum leið- angri til Mars. „Líkt og Kólumbus dreymir okkur um fjarlægar strandir sem við höfum enn ekki barið augum,“ sagði forsetinn. George W. Bush virðist hafa ein- sett sér að ljúka óútkljáðum málum föður síns úti í geimnum líkt og hann hefur gert í Írak. En margt hefur breyst síðan þá. Kalda stríð- ið, sem var hvatinn að geimferðaá- ætlun Bandaríkjanna, er löngu búið og tæknilegar framfarir hafa gert þátttöku mannsins í vett- vangsrannsóknum í geimnum óþarfar. Nú er notast við fjarstýrð- ar vélar í geimrannsóknum sem líta má á sem framlengingu á veik- byggðum líkömum mannsins. Margt af því sem okkur lystir að uppgötva í geimnum er órannsak- anlegt. Geimfarar á Mars, innilok- aðir í búningum sínum, geta ekki hætt sér mikið úr skjóli og út á ber- svæði því á Mars dynur stanslaus straumur orkueinda sem komast auðveldlega í gegnum þunnt and- rúmsloftið þar. Fyrir utan Mars er enginn staður í geimnum sem mennirnir geta farið til í náinni framtíð. Hið mikla ævintýri 21. aldarinn- ar verður að kanna staði sem eng- inn maður getur stigið fæti á; leitin að lífi sem er ótengt okkur. Gæti náttúran hafa fundið aðrar lausnir við lífinu en við þekkjum hér á jörðinni? Þegar við komumst að því munum við komast að svo miklu meiru um okkur sjálf. Tveir vélrænir landfræðingar sem heita Hugur og Tækifæri vinna að þessu verki um þessar mundir með því að leita að sönnun- argögnum fyrir tilvist vatns á tveimur andstæðum hliðum Mars. Þeir taka sér ekki hlé til að fara í hádegismat eða kvarta yfir kuldan- um á nóttunni og þeir eru knúnir áfram af sólinni. Í nærri tvö ár hafa þeir verið þar við rannsóknir, en þrátt fyrir það kostar minna að starfrækja þá en að senda geimskutlu til Alþjóðlegu geim- stöðvarinnar. Heilarnir í Huga og Tækifæri eru heilarnir í landfræð- ingum á jörðinni. Framfarir í samfélaginu eru metnar eftir því að hversu miklu leyti störf sem eru hættuleg eða auvirðileg eru unnin af vélum. Það gagn sem við höfum af geim- áætluninni, gervihnettir til veð- urathugana, fjarskiptagervi- hnettir og upplýsingar um stað- setningu í himingeimnum, koma frá vélrænum geimferjum. Þeir vísindamenn sem telja mannaðar geimferðir til tunglsins eða Mars vera nauðsynlegar eru fáir. Rannsóknarleiðangrar mannsins út í geiminn hafa liðið undir lok. Slíkir leiðangrar eru of dýrir og gera ekki nógu mikið gagn. En bandarískir stjórnmálamenn vita að bandarískur almenningur tengir aukna þekkingu á geimn- um við mannlega geimfara en ekki við vélar. Lausn ríkisstjórnar Bush er að búa til fáranlega dýra og tilgangs- lausa áætlun sem einhver önnur ríkisstjórn á svo eftir að hætta við, og mun með því binda enda á mannaða rannsóknaleiðangra í geimnum. Áætlunin um aftur- hvarf til tunglsins er ekki göfug hugmynd eða góð heldur er hún dæmd til að ganga ekki eftir. Grein þessi birtist áður í New York Times. Höfundur er pró- fessor í eðlisfræði við Maryland- háskóla í Bandaríkjunum. „Það er svo gott að eiga þessa menn að,“ segir Jónína Bene- diktsdóttir í tölvupósti til Jóns Geralds Sullenberger vorið 2002, þegar hún vann sem ötulast að því að fá hann til að leggja fram kæru á hendur Baugsfeðgum, Jóhannesi Jóns- syni og Jóni Ásgeiri. Þetta má lesa í fréttum hér í blaðinu í dag. Í gær kom fram hvaða menn átt er við í þessu samhengi. Þeir eru Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson núverandi hæstaréttardómari og Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. Hugsanlega hefur Jónína einnig í huga Davíð þann, sem ekki er nefndur föðurnafni í einum tölvupósta hennar, og hún vildi að hringdi í Sullenberger, en Davíð þessi kann að vera sama persónan og ritstjóri Morgunblaðsins kallar „ónefndan mann“. Um þessa dularfullu persónu, sem virðist afar valda- mikil, segir ritstjórinn enn fremur að tryggð Jóns Steinars við hana sé „innmúruð og ófrávíkjanleg“. Ekki skal dregið í efa að fyrir ýmsa hefur verið gott að eiga ofangreinda menn að. En hinar nýju upplýsingar Fréttablaðs- ins um aðdraganda kæru í Baugsmálinu eru þó ekki til álits- auka fyrir þá einstaklinga sem koma við sögu. Ritstjóri annars stærsta blaðs þjóðarinnar og nánasti samstarfsmaður og ráðgjafi Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, reynast vera virkir gerendur í málinu, en ekki áhorfendur að því eins og þeir hafa látið að liggja. Blaðamaður á Morgun- blaðinu var jafnvel látinn þýða skjal fyrir Sullenberger og rit- stjóri blaðsins bað viðtakandann að eyða „fingraförum Morg- unblaðsins“ af því eins og hann komst að orði. Skýringar sem þeir hafa gefið eru ekki aðeins ótrúverðugar heldur á köflum fjarstæðukenndar og fullar af mótsögnum. Þannig segir til dæmis Kjartan Gunnarsson í yfirlýsingu sinni í gær að hann hafi setið fund með Styrmi og Jóni Steinari og hafi samtal þeirra „eingöngu og alfarið“ snúist um „hæfi og hæfni“ Jóns Steinars til að taka að sér málarekstur fyrir Sullenberger. Fram kemur aftur á móti í grein Styrmis í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins, sem út kom í gær, laugardag, að hann hafi bent Sullenberger á Jón Steinar vegna langrar reynslu af lög- mannsstörfum hans fyrir Morgunblaðið. Hann þurfti því enga ráðgjöf. Efni tölvupóstanna vekur margvíslegar spurningar – sumar ansi óþægilegar – um þræði valda og áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Það vekur einnig spurningar um hvers konar fjöl- miðill eða stofnun Morgunblaðið er undir stjórn núverandi ritstjóra. Örlög Baugsmálsins í héraðsdómi hafa orðið til þess að veikja tiltrú almennings á mikilvægum stofnunum réttar- kerfisins. Fólk er skiljanlega ráðvillt og á erfitt með að átta sig á því hvað raunverulega er að gerast. Þegar í ljós kemur svo að þjóðkunnir áhrifamenn með mikil sambönd í þjóð- félaginu sitja á leynifundum og leggja á ráðin um hvernig hægt sé að greiða fyrir saksókn í málinu er ekki furða að þeim fjölgi sem finnst að eitthvað kunni að vera hæft í ásök- unum sakborninga um að málið í heild eigi sér pólitískar rætur. Það er að minnsta kosti greinilegt er að ekki er allt sem sýnist í Baugsmálinu. 25. september 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ekki er allt sem sýnist í Baugsmálinu. „Gott a› eiga flessa menn a›“ FRÁ DEGI TIL DAGS RÓBERT L. PARK PRÓFESSOR Í EÐLISFRÆÐI UMRÆÐAN GEIMFERÐIR Kynning í Neskirkju þriðjudaginn 27. sept. kl. 20 Námskeið um Postulasöguna í Nýja testamentinu haldið í samvinnu við Leikmannaskóla kirkjunnar. Kjörið framhald af hinum vinsælu Alfanámskeiðum. Hvernig varð kirkjan til? Hvernig breiddist hún út? Hvaða stefnum og straumum mætti hún? Glímir kirkjan við það sama og í frumkristni? Kennari: Sr. Örn Bárður Jónsson. Tími: Á þriðjudögum frá 4. okt.-22. nóv. kl. 19-22. Samtals 8 skipti auk sólahringsferðar í Skálholt 21.-22. október. Skráning í síma 511 1560 kl. 10-12 og 13-15 eða á neskirkja@neskirkja.is Nánari upplýsingar á www.neskirkja.is Nýtt námskeið í Neskirkju! Kirkjan - mesta umbótahreyfing sögunnar Skuggahli› tunglsins gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 GEIMFERÐIR „Rannsóknarleiðangrar mannsins út í geiminn hafa liðið undir lok. Slíkir leið- angrar eru of dýrir og gera ekki nógu mikið gagn,“ segir greinarhöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.