Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 10
„Höfuðmarkmið okkar er að efla skilning landsmanna á mikilvægi eignarréttar og frjálsra viðskipta fyrir samfélagið. Þá eigum við ekki bara við mikilvægi fyrir hag- vöxt og efnahagslega velsæld heldur líka fyrir lýðræði og rétt- indi borgaranna. Þetta markmið næst ekki á einni nóttu heldur horfum við til langs tíma,“ segir Birgir Tjörvi Pétursson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarmið- stöðvar um samfélag- og efna- hagsmál (RSE). Í fyrrahaust var RSE stofnuð af Ragnari Árnasyni prófessor, Birgi Þór Runólfssyni dósent, Jóhanni J. Ólafssyni kaupmanni, Jónasi Haralz fyrrverandi bankastjóra og Birgi Tjörva, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra. Hann segir ætlunina að byggja starfsem- ina upp hægt og bítandi. Ekki eigi endilega að byrja með miklum lúðrablæstri strax í upphafi heldur undirbúa jarðveginn vel. „Við höfum horft til áþekkra stofnana sem eru starfræktar víða erlendis. Þá á ég við stofnan- ir Hoover Institution í Bandaríkj- unum, Fraser Institute í Kanada, Timbro í Svíþjóð og IEA í Bret- landi. Þangað sækjum við fyrir- myndinina þótt hugmyndafræðin sé ekki í alla staði eins. Við byggj- um málflutning okkar á grunni sem hefur verið lagður af þeim einstaklingum sem koma að starf- inu,“ útskýrir Birgir Tjörvi. Breiður hópur fólks Hann segir að starfrækt sé sér- stakt rannsóknarráð sem fari með æðsta vald um þau verkefni sem ráðist sé í á vegum stofnunarinnar og sé skipað fræðimönnum í fremstu röð. „Þeir sem koma úr hópi fræðimanna, úr háskólum og vísindasamfélaginu munu bera ábyrgð á allri rannsóknarvinnu og faglegri hlið starfseminnar. Aðrir, sem koma aðallega úr atvinnulíf- inu, koma meira að rekstrarlegum þáttum. Þetta er því sameiginlegt átak breiðs hóps fólks víða að.“ Birgir segir að RSE ætli að ná markmiðum sínum meðal annars með rannsóknum, fræðslu, útgáfu, ráðstefnum og annarri starfsemi. Ekki eigi bara að beina umræðunni að fólki í atvinnulífinu og stjórn- málamönnum heldur ekki síður til almennings; fólksins í landinu. Þótt umræðan eigi að vera fagleg og byggja á fræðilegum forsendum verði framsetningin að vera öllum skiljanleg. Aukinn skilningur allra á mikilvægi eignarréttar og frjálsra viðskipta fyrir lýðræðis- legt þjóðfélag sé mikilvægur. „Þótt Íslendingar hafi í saman- burði við aðra góðan skilning á mikilvægi frelsis, lýðræðis og eignarrétti, hornsteinum réttarrík- isins, er ekki þar með sagt að við séum alltaf á verði gagnvart þeim hættum sem steðja að þessum grundvallaratriðum,“ segir Birgir Tjörvi. „Þá er ég ekki að segja að við þurfum að vera meðvituð um það, þegar við kaupum inn í kvöld- matinn úti í búð, að við séum í raun að gera samning um skipti á eign- um, samning sem hægt er að fram- fylgja fyrir dómstólum. Ekki frek- ar en að við þurfum að vita allt um rafmagn til að geta kveikt ljós í herbergi. Hins vegar er þjóðfélag- ið á stöðugri hreyfingu og ef við erum ekki vakandi yfir því hvað skapar gott samfélag er hætta á að við glötum því sem hefur áunnist. Það þarf ekki að gerast á einni nóttu heldur frekar smátt og smátt.“ Öfgafull sjónarmið Birgir segir að þau sem standa að RSE hafi fundið að í góðæri sé til- hneigingin frekar sú að taka frjáls- um viðskiptum og skýrum eignar- rétti sem sjálfsögðum hlut. Um leið og það gerist sé meiri hætta á bakslagi sem þörf sé að vinna gegn. Það megi til dæmis sjá á um- ræðu um umhverfismál og alþjóða- væðingu þar sem öfgafull sjónar- mið hafi sprottið fram og notið vaxandi hylli, einkum hjá ungu fólki. Þar sé málflutningurinn á köflum ómálefnalegur og feli jafn- vel í sér ofbeldisfullan áróður. Núna sé jafnvel stemning hjá ungu fólki að taka undir þessi sjónarmið. „Þetta er eitt af þessum hættu- merkjum sem við sjáum ástæðu til að bregðast við og ræða um. Það þarf stöðugt að halda á lofti þeim hugmyndum sem hafa skapað hér gott samfélag til mótvægis við öfgafullan málflutning sem grefur undan þeim.“ Aðspurður segir Birgir einstak- linga og fyrirtæki fjármagna starf- semina. Það sé tekið sérstaklega fram í skipulagsreglum rannsókn- armiðstöðvarinnar að ekki sé tekið á móti opinberum styrkjum. Það eigi að tryggja sjálfstæði RSE og ýta undir frumkvæði. Þetta fyrir- komulag sé ekki algengt á Íslandi, að stofnun sem fjalli fyrst og fremst um þjóðfélagsmál og sinni rannsóknum með langtímamark- mið að leiðarljósi sé ekki fjármögn- uð af hinu opinbera. Það sé vonandi vísir að því sem koma skuli því ekki sé heilbrigt að öll slík starf- semi sé fjármögnuð af skattfé borgaranna og háð vilja stjórn- málamanna. Óháð stjórnmálaflokkum Hann segir RSE ekki tengt nein- um stjórnmálaflokki og muni ekki taka þátt í pólitískum framboðum. „Það eina sem við munum gera er að leggja til og taka þátt í umræðu um þau mál sem eru efst á baugi, en nálgast þau á faglegum for- sendum. Við ætlum að taka þátt í rökræðunni en ekki kappræðunni. Við viljum ekki festast í einhverj- um flokkspólitískum skilgreining- um og ætlum ekki að nálgast hlut- ina út frá þeim.“ Rannsóknarmiðstöð um sam- félags- og efnahagsmál mun vera í miklum alþjóðlegum samskipt- um að sögn framkvæmdastjórans og er m.a. um þessar mundir að byggja upp samstarf við sam- bærilegar norrænar stofnanir. Þetta framtak hafi fengið góðan hljómgrunn hér á landi og nú sé bara að sýna fram að hægt sé að reka svona stofnun án þess að reiða sig á mjúkan faðm hins opin- bera. „Við verðum að standa okkur sem óháð rannsóknarmiðstöð og flytja mál okkar þannig að eftir sé tekið. Við erum bjartsýn og höfum fulla trú á að það gangi upp enda verkefnin mýmörg. Við ætlum að minna á þessi grund- vallargildi, byggja upp þekkingu á þessu sviði og hafa áhrif á hug- myndir fólks til langs tíma. Von- andi verður það til þess að fólk vilji styrkja þessar grunnstoðir þjóðfélagsins sem byggja á frelsi, eignarrétti og lýðræði,“ segir Birgir Tjörvi Pétursson. 25. september 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Mikilvægi eignarréttarins árétta› Símennt HR býður upp á tvö námskeið á haustönn 2005 sem eru metin til þriggja eininga á háskólastigi: Aðferðafræði Áhersla á aðferðafræði sem notuð er við heimildavinnu í tengslum við gerð náms- og starfstengdra greinargerða. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Leifur Geir Hafsteinsson Ph.D. lektor við Viðskiptadeild HR. Fjármál fyrirtækja Fjármálafræði og fjármálastjórnun verða kynnt fyrir nem- endum auk þýðingar þeirra fyrir atvinnurekstur. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigurður Atli Jónsson, kennari við Viðskiptadeild HR. - Námskeiðin eru sniðin fyrir þá sem hafa hug á að byrja í háskólanámi. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti 2: Aðferðafræði: 10. október – 16. nóvember. Fjármál fyrirtækja: 11. október – 24. nóvember. Verð fyrir eitt námskeið: 65.000,- Þátttökuskilyrði er stúdentspróf. Umsóknarfrestur til 3. október 2005 Hagnýt námskeið á háskólastigi Frekari upplýsingar veitir: Charlotta Karlsdóttir Beinn sími: 599 6258 Skiptiborð: 599 6200 Charlotta@ru.is www.ru.is/simennt SÍMENNT HR www.ru.is/simennt BIRGIR TJÖRVI PÉTURSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI RSE „Þótt Íslendingar hafi í samanburði við aðra góðan skilning á mikilvægi frelsis, lýðræðis og eignarrétti, hornsteinum réttarríkisins, er ekki þar með sagt að við séum alltaf á verði gagnvart þeim hættum sem steðja að þessum grundvallaratriðum,“ segir Birgir Tjörvi. 10 „Hins vegar er fljó›félagi› á stö›ugri hreyfingu og ef vi› erum ekki vakandi yfir flví hva› skapar gott samfélag, er hætta á a› vi› glötum flví sem hefur áunnist.“ Ný Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efna- hagsmál ætlar að efla skilnings fólks á mikil- vægi eignarréttar og frjálsra viðskipta fyrir lýðræðislegt samfélag. Stofnunin er óháð stjórn- málaflokkum og treystir á frjáls fjárframlög. RSE Í HNOTSKURN Á heimasíðu Rannsóknarmið- stöðvar um samfélags- og efna- hagsmál segir að RSE hafi það skýra markmið aðÝefla skilning á mikilvægi eignarréttar og frjálsra við- skipta fyrir lýðræðislegt og framsækið samfélag.ÝRSE muni leggja mikinn metnað í að vinna að þessum mark- miðum með faglegum hætti, þannig að efni sem fráÝrannsóknarmiðstöð- inni stafi sé málefnalegt og vandað framlag til umræðu um samfélags- og efnahagsmál. „Réttur manns til eigna sinna og frjálsra viðskipta með þær eru ekki bara mikilvæg mannréttindi, heldur líka hornsteinn hins frjálsa, lýðræðis- lega samfélags. Ekki síður er vernd og virðing fyrir hvorutveggja eignaréttin- um og frjálsum samskiptum manna grundvöllur efnahagslegrar veldældar og framfara,“ segir á heimasíðunni www.rse.is ERLENDAR HUGMYNDASMIÐJUR Rannsóknarstofnun um samfélags- og efnahagsmál á sér fyrirmyndir erlendis þar sem sambærilegar stofnanir hafa haft mikil áhrif á opinbera umræðu og hugmyndir fólks. Áherslur og rann- sóknastarf eru þó mismunandi. CATO Institute – Bandaríkin Cato-stofnunin var stofnuð 1977. Mark- mið Cato er að halda uppi umræðu sem stuðlar að auknu frelsi einstak- lingsins, takmarkar ríkisvaldið og styð- ur frjáls viðskipti. www.cato.org IEA – Bretland Institute of Economic Affairs var stofn- uð 1955. IEA er hugmyndasmiðja sem berst fyrir frjálsu markaðshagkerfi sem er samtvinnað frelsi einstaklingsins. www.iea.org.uk Timbro – Svíþjóð Timbro var stofnað árið 1978. Timbro stendur fyrir útgáfu á efni sem fjallar um frjálslynd þjóðfélagsmál og hug- myndafræði markaðshagkerfisins. www.timbro.se Fraser Institute – Kanada Fraser-stofnunin var stofnuð 1974. Markmið Fraser er að hafa áhrif á op- inbera stefnumótun svo frjálslynd sjón- armið, eins og markaðslausnir í stað ríkislausna, fái aukið vægi. www.fraser- institute.ca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.