Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 6
LANDBÚNAÐUR Uppskera á korni hér á landi hefur meira en tutt- ugufaldast frá árunum 1991-1993 og ekkert lát virðist á aukning- unni. Í ár er talið að bændur hafi sáð 3.300 hekturum af korni, samanborið við 150 árið 1991 og búist er við að uppskeran verði um 11.000 tonn í ár, en hún var rúm 500 tonn fyrir fjórtán árum. Nánast allt korn sem ræktað er hér á landi er bygg, en það er sú korntegund sem skemmstan tíma þarf til að þroskast. Þó er eitthvað um að bændur hafi sáð hveiti. „Þetta hefur aukist jafnt og þétt um tíu til fimmtán prósent á ári og ég býst ekki við öðru en að það haldi áfram,“ segir Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri á Korpu, en þar hefur Rannsókna- stofnun landbúnaðarins lengi stundað tilraunir með kornrækt. Hann á ekki von á neinum stórum stökkum. „Bæði er bændum sem rækta korn að fjölga og menn eru líka að rækta meira hver fyrir sig.“ Að sögn Hermanns eru um 50 prósent kornakra á Suðurlandi, rúm 30 prósent á Norðurlandi, um 15 prósent á Vesturlandi og fimm prósent á Austurlandi. Ræktunin fylgir nokkurn veginn mjólkurframleiðslunni. „Þetta er enn sem komið er fyrst og fremst notað sem fóður fyrir mjólkur- kýr, bændurnir rækta þetta fyrir þær.“ Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri búvélafyrirtækis- ins Jötunn Vélar á Selfossi, spáir því að kornrækt hér á landi muni margfaldast á næstu árum. „Við finnum fyrir mjög miklum áhuga á kornrækt meðal bænda,“ segir Finnbogi. „Til dæmis seldum við þrjár nýjar þreskivélar í ár og við erum alltaf að selja meira og meira af kornsniglum, kornvöls- um og fleiru í kringum þetta.“ Finnbogi segir þennan áhuga ekki bundinn við bændur í ein- stökum landshlutum heldur finni sölumenn fyrir honum um allt landið. Þá hefur það stóraukist síð- ustu ár að bændur þurrki korn frekar en að súrsa það. Jónatan giskaði á að nú væri um helming- ur alls korns þurrkaður, en lengi vel var nánast öll kornfram- leiðsla súrsuð. grs@frettabladid.is 6 25. september 2005 SUNNUDAGUR Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu eftir að Berlusconi krafðist afsagnar bankastjóra Seðlabankans: Afsögn fjármálará›herra veldur ólgu RÓM, AP Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu í kjölfar þess að forsætis- ráðherrann Silvio Berlusconi krafðist þess á föstudag að banka- stjóri Seðlabanka Ítalíu segði af sér. Fjármálaráðherrann Domen- ico Siniscalco sagði af sér emb- ætti á fimmtudag þar sem tilraun- ir hans til að koma Fazio frá völd- um í seðlabankanum höfðu mis- tekist. Háværar ásakanir eru á hend- ur Fazio um að hann hafi verið vil- hallur ítalska bankanum Popolare Scarl í samkeppni við hollenska Amro bankann um yfirtöku á Banco Antonveneta. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa birt hleruð samtöl sem benda eindregið til þessa. Fazio neitar öllum ásökunum og ætlar ekki að segja af sér. Giulio Tremonti hefur tekið við embætti fjármálaráðherra. Hann er svar- inn andstæðingur Fazios. Hann hefur hvatt Fazio til að segja af sér. „Afsögn Siniscalcos er rot- höggið fyrir trúverðugleika stjórnar Berlusconis,“ segir í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera á föstudag. - saj Fjölveiðiskip Samherja hafa lokið veiðum á norsk-íslenskri síld: Aflaver›mæti› um tveir milljar›ar SÍLDARVERTÍÐ Fjölveiðiskip Sam- herja, Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi af frystum síldarflökum til Akureyrar á föstu- dag en um þrír mánuðir eru síðan skipin komu síðast til hafnar á Ís- landi. Skipin hafa verið að veiðum á norsk-íslenskri síld frá 10. maí, aðallega utan íslensku lögsögunn- ar, og var aflinn unninn um borð. Bæði skip hafa nú fullnýtt afla- heimildir sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum og er aflaverð- mætið um tveir milljarðar króna. Baldvin Þorsteinsson kom með 640 tonn af frystum síldarafurð- um úr síðustu veiðiferðinni og um borð í Vilhelmi Þorsteinssyni voru 592 tonn. Samanlagður afli beggja skipa á vertiðinni var 39 þúsund tonn af síld úr sjó eða um 20 þús- und tonn af frystum afurðum. Til að fagna heimkomu skip- anna, og góðri síldarvertíð, fóru á þriðja hundrað boðsgestir í sigl- ingu með skipunum um Eyjafjörð í gær og var hádegisverður snæddur um borð í boði Sam- herja. - kk Sprenging í kornframlei›slu Kornrækt hefur tuttugufaldast hér á ári sí›ustu fimmtán ár og er búist vi› a› uppskeran ver›i 11.000 tonn í ár. fiá hefur fla› stóraukist a› menn flurrki korn frekar en a› súrsa fla› til manneldis. VETUR Á HEIÐUM Það borgar sig ekki að leggja á heiðar öðruvísi en á vel búnum bílum. Umferð á heiðum: Bílvelta og útafakstur VEÐUR Víða um land er illfært á heiðum enda er þar vetur genginn í garð. Í umdæmi Sauðárkrókslög- reglunnar urðu tvö umferðar- óhöpp í gær, annað á Siglufjarðar- vegi en hitt á Sauðárkróksbraut. Bílar lentu utan vegar vegna krapa og veðurskilyrða en engan sakaði. Mikil umferð var á svæð- inu vegna Laufskálarétta sem eru um þessa helgi. Á Siglufirði varð bílvelta í Mánárbeygju í fyrrakvöld. Öku- maður og farþegi voru tveir í bíln- um og var farið með þá til skoðun- ar á heilsugæslustöðina en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. Bíllinn var hins vegar óökufær eftir og var fluttur með kranabíl til Siglufjarðar. Á Egilsstöðum hafa ökumenn lent í vandræðum og björgunar- sveitin á Seyðisfirði var kölluð út til aðstoðar ökumanni jeppabif- reiðar sem ekki var nógu vel búin til aksturs í snjó og slyddu. - bb www.icelandfi lmfestival.is MasterCard kynnir: „Mundi það drepa þetta lið að halda þetta að sumri til?“ - jökull ii 20% afsláttur af 10 mynda pössum til MasterCard korthafa. Sjá www.kreditkort.is 40 MYNDIR Á 3 VIKUM HVERT FER JÖKULL II? OKTÓBERBÍÓFEST Í Háskólabíói og Regnboga 26. október - 14. nóvember 2005 Heldurðu að Baugsmálið fái efnislega meðferð fyrir dómi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Var eðlilegt að ýta rannsókn á hóp- nauðgun til hliðar vegna rannsóknar á líkamsárás? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 60,5% 39,5% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Forstjóri Samherja ávarpaði boðsgesti áður en haldið var í siglingu um Eyjafjörð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN ÍTALSKIR RÁÐAMENN Núverandi fjármála- ráðherra Tremonti, Berlusconi forsætisráð- herra, Letta aðstoðarritari og Siniscalco, fjármálaráðherrann sem sagði af sér. M YN D /A P 19921991 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005* 525 150 240 200 440 200 1.700 500 960 400 2.960 800 4.560 1.200 4.680 1.200 4.620 1.400 6.300 1.500 6.500 2.000 7.100 2.400 10.300 2.600 10.900 2.900 11.000 3.300 3,5 1,2 2,2 3,4 2,4 3,7 3,8 3,9 3,3 4,2 3,3 3,0 4,0 3,8 3,3 H ek ta ra r H ek ta ra r To nn a f ko tn i To nn a f ko tn i Tonn á hektara Eins og sjá má hefur kornræktin, það er sánir hektarar, vaxið jafnt og þétt, en uppskeran hefur verið mjög mismikil og þá ræður veðurfar mestu. Önnur súlan fyrir hvert ár sýnir sána hektara en hin uppskeruna. Eins og sjá má hefur uppskeran á góðu ári orðið 4,2 tonn á hektara á ári hverju en hefur minnst orðið 1,2 á hörðu ári. KORNSKURÐUR UNDIR EYJAFJÖLLUM Kornskurður stendur nú yfir. Búist er við að heildaruppskeran af 3300 hekturum verði 11.000 tonn. *Áætlun Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Heimild: Handbók bænda FRÉTTAB LAÐ IÐ /H EIÐ A LÖGREGLUFRÉTTIR SLAGSMÁL Á SELFOSSI Tveir gistu fangageymslur lögreglunn- ar á Selfossi aðfaranótt laugar- dags vegna óláta og slagsmála eftir að skemmtistöðum bæjarins var lokað. Mönnunum hefur báð- um verið sleppt en búist er við að einhverjar kærur verði lagðar fram. Málin voru aðskilin. Ekkert sérstakt tilefni var til skemmt- anahalds annað en helgin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.