Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 12
„Maður er bara orðinn hel- víti gamall,“ segir Ragnhild- ur Steinunn Jónsdóttir eftir að hafa látið hugann reika aftur til fortíðar í leit að fyrsta starfinu. „Það hefur sjálfsagt verið þegar ég var tólf ára og var að kenna litl- um krökkum fimleika á laugardögum,“ rifjar hún upp. Ragnhildur hafði æft fimleika um skeið þegar henni var treyst til að leið- beina krökkum á aldrinum sex til tólf ára. „Mér fannst þetta rosa gaman og var auðvitað bara krakki sjálf.“ Launin voru hins vegar ekki upp á marga fiska. „Heilar 75 krónur á tímann ef ég man rétt,“ segir hún hlæjandi. „Enda held ég að ég hafi ekki gert þetta pen- inganna vegna.“ Þá litlu hýru sem hún fékk fyrir starfið lagði hún engu að síður inn á bankabók og safnaði til geta keypt fimleikaólar til að vefja um hendurnar fyrir tvíslána. „Mig grunar hins vegar að pabbi hafi splæst eitthvað upp í. Ólarnar kost- uðu um 3.500 krónur og ég held ég hafi ekki verið búin að safna svo miklu.“ Þrátt fyrir lúsarlaun skipti starfið Ragnhildi miklu máli fyrir. „Það var rosa sport að fá eigin laun í fyrsta sinn og mér fannst ég orðin voða stór.“ „Um leið og þú byrjar að spyrja spurninga hverfur sakleysið.“ Mary Astor var Hollywood-leikkona sem vakti hvað mesta athygli þegar dagbók hennar var gerð opinber og upp komst um ýmis hneykslismál. Sigurður Helgason lét af stöfum sem forstjóri Flug- leiða í vor. Þá hafði hann starfað hjá félaginu í rúm þrjátíu ár þar af tuttugu sem forstjóri. Í lok ágúst skipaði utanríkisráðherra hann formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnun- ar Íslands (ÞSSÍ) til fjög- urra ára. „Í sjálfu sér hef ég lítið verið í þessum málum en hef þó ferðast töluvert um Afríku,“ segir Sigurður sem kemur ekki að dagleg- um rekstri stofnunarinnar heldur mætir á stjórnar- fundi einu sinni í mánuði þar sem stefnan er mörkuð. „Þróunarsamvinnustofnun er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir beint undir utanríkisráðuneytið og er einkum ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi Íslands við þróunarlöndin og þar er einkum lögð áhersla á þau lönd þar sem lífskjör eru lökust,“ segir Sigurður sem hefur kynnt sér málefnin töluvert undanfarið og hitt fólk sem vinnur fyrir stofn- unina bæði hérlendis og er- lendis. Síðan Sigurður lét af störfum í vor hefur hann fengist við ýmislegt. „Ég hef reynt að ferðast meira en ég gerði hjá Flugleiðum, eða fara öðruvísi ferðir og lengri,“ segir Sigurður sem dvaldi í þrjár vikur í Bandaríkjunum í sumar og heillaðist af Norður- Karólínu. Eins og gefur að skilja hefur Sigurður meiri tíma fyrir sjálfan sig nú og nýtir hann í hreyfingu. „Við konan mín förum í sund hér um bil á hverjum degi og út að ganga.“ segir Sigurður og telur alveg eins á dag- skránni að skella sér í golfið. Hann saknar ekki starfsins hjá Icelandair. „Ég var búinn að vera á fullu þar í mjög langan tíma og því mjög kærkom- in breyting að geta aðeins slappað af,“ segir Sigurður sem getur þó ekki slitið sig alveg frá fyrirtækinu og er stjórninni innan handar sem ráðgjafi. Auk þess tók hann nýlega að sér stjórn- arfomennsku Vildarbarna á vegum Icelandair sem sjá um að skipuleggja ferðir fyrir langveik börn. „Mark- miðið er að senda um tutt- ugu fjölskyldur á ári í draumaferð,“ segir Sigurð- ur sem finnst starfið mjög gefandi enda sé fólkið sem verði fyrir valinu ákaflega þakklátt. 12 25. september 2005 SUNNUDAGUR MARY ASTOR (1906-1987) lést þennan dag. Kærkomið að slappa af SIGURÐUR HELGASON SKIPAÐUR STJÓRNARFORMAÐUR ÞSSÍ timamot@frettabladid.is ANDLÁT Ragnheiður Ásgeirs, Hvammi, heimili aldraðra, Húsavík, áður til heimilis Flókagötu 55, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingey- inga fimmtudaginn 15. septem- ber. Útför hennar fór fram í kyrr- þey. Gísli Viðar Harðarson, slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður, Óðinsvöllum 4, Keflavík, lést fimmtudaginn 22. september. Ingibjörg Ágústdóttir frá Borgar- holti, síðast til heimilis á Suður- götu 35, Akranesi, lést á Sjúkra- húsi Akraness miðvikudaginn 21. september. Þorkell Máni Þorkelsson, Rán- argötu 44, Reykjavík, lést á Land- spítalanum Fossvogi miðviku- daginn 21. september. HEIMAVIÐ Sigurður er jafnframt stjórnarformaður Vildarbarna sem skipuleggur ferðir fyrir langveik börn. Á þessum degi struku 38 fangar úr öryggisfangelsi á Norður-Írlandi og drápu einn fangavörð sem þeir skutu. Fangelsið var kallað Völundarhúsið og er nærri bænum Lisburn. Tíu fangar náðust innan fárra klukkustunda en lög- reglan hrinti af stað umfangsmestu leit í sögu landsins. Fangarnir notuðu byssur, sem smyglað var inn í fangelsið, og hnífa til að yfirbuga fangaverði og komust undan í vörubíl sem þeir óku í gegnum hlið fangelsisins. Fangavörður reyndi að hindra för þeirra með því að leggja bifreið sinni fyrir þá. Fang- arnir réðust á hann og aðra fangaverði með þeim afleiðingum að einn var stunginn til bana og annar skotinn í höfuðið, en sá var fluttur á sjúkrahús og lifði af árásina. Eftir að úr fangelsinu var komið flúðu sumir fang- anna á bílum sem þeir stálu. Innan nokkurra daga hafði lögreglan haft hendur í hári nítján strokufanga en hinir komst undan. Árið 1992 voru fimm strokufangar til viðbótar handsam- aðir en þrír voru drepnir í fyrirsát lögreglu. Sumir fanganna hafa aldrei náðst og öðrum var veitt sakaruppgjöf til að stuðla að friðarferli á Norður-Ír- landi. Völundarhúsinu var lokað árið 2000. ÞETTA GERÐIST > 25. SEPTEMBER 1983 MERKISATBURÐIR 1850 Erfðatilskipun er sett. Þetta er fyrsta heildarlöggjöf um erfðir og er í gildi í tæpa öld. 1950 Sameinuðu þjóðirnar taka völdin í borginni Seúl í Suður-Kóreu. 1957 Yfir þúsund hermenn fylgja níu svörtum nem- endum inn í skóla í Little Rock í Arkansas en nokkrum dögum fyrr hafði æstur múgur meinað þeim inngöngu í skólann. 1958 Fyrsti breski togarinn er tekinn innan nýju tólf mílna landhelginnar. 1975 Lagarfossvirkjun er vígð. 1983 Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra andast, 72 ára. 2000 Vala Flosadóttir vinnur bronsverðlaun á ólympíu- leikunum í Sydney með því að stökkva 4,50 metra í stangarstökki. Fangaflótti á Nor›ur-Írlandi Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, Guðbjörg Björgvinsdóttir elliheimilinu Grund, áður Meðalholti 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. september kl. 13.00. Ersla Björg Guðjónsdóttir Guðbjörg Svala Guðjónsdóttir Sigurður Viðar Guðjónsson Jón Kristinn Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn Hallberg Sigurjónsson til heimilis að Stuðlaseli 2, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Seljakirkju, Hagaseli 40, kl. 16.00-19.00 í dag. 60 ára er í dag www.steinsmidjan.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Oddnýjar Aðalbjargar Jónsdóttur Rauðalæk 20, Rvk. áður Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deildum L-4 og L-1 á Landakotsspítala. Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir Víðir Sigurðsson Guðný Björg Þorvaldsdóttir Sigurður Þorgeirsson Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Kristján Þorvaldsson Ómar Ásgeirsson Helga Jóna Óðinsdóttir barnabörn og langömmubörn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FYRSTA STARFIÐ: RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR SJÓNVARPSKONA Tólf ára gamall fimleikafljálfari RAGNHILDUR STEINUNN Launin voru ekki beysin en dugðu langleiðina til að kaupa fimleikaólar þó pabbi hafi dregið hana að landi. IÐ /H EI Ð A Haustmót TR hefst í dag AFMÆLI Sigurður Guðmundsson land- læknir er 57 ára. Bera Nordal listfræðingur er 51 árs. Markús Sigurbjörnsson hæsta- réttardómari er 51 árs. Arnar Páll Hauksson fréttamað- ur er 51 árs. Dofri Hermannsson leikari er 36 ára. Fyrsta umferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur verður tefld í Skákhöllinni, Faxafeni 12, í dag. Mótið er í reynd meistaramót TR og því eitt af helstu skákmótum hvers árs. Jón Viktor Gunnarsson bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra, hlaut 7 vinninga af 9. Teflt verður á sunnudög- um, miðvikudögum og föstu- dögum en mótinu lýkur mið- vikudaginn 19. október. Teflt verður í nokkrum flokkum og er raðað í þá eftir styrk- leika skákmanna. Peninga- verðlaun eru í boði og fást 60 þúsund krónur fyrir fyrsta sætið í A-flokki en lægri fjárhæðir eru í boði fyrir önnur sæti og aðra flokka. Sest verður að taflborð- unum klukkan 14 í dag og er góðra takta að vænta enda mikil gróska í skáklífi lands- ins um þessar mundir og áhuginn á baráttunni á reit- unum 64 mikill. SIGURVEGARINN 2004 Jón Vikt- or Gunnarsson (t.h.) etur hér kappi við Hannes Hlífar Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.