Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 25. september 2005 19 augnskugga í stíl við himininn og fallega lakkaðar fingur- og tánegl- ur. Fjallið tekur við okkur Aðfaranótt 16. ágúst stóðu 16 fjallamenn við gamlan snjótroð- ara. Klukkan var fjögur og frost- næðingurinn beit aðeins lítillega. Við höfðum ákveðið að spara 3-4 klukkustundir með því að ganga ekki enn einu sinni að Pastukhof- klettunum heldur greiða slatta af evrum fyrir að láta skutla okkur þangað. Dúnúlpa, höfuðlukt, tvö- faldir skór, mannbroddar og göngustafir á sínum stað. Nesti og drykkur til 10-15 klukkustunda ferðar í bakpokanum. Við göngum í einfaldri röð. Brekkan er nokkuð brött og skref- in verða hæg og stutt og næstum óendanlega mörg, klukkustund eftir klukkustund. Kærasta Sergeis, fjallaleiðsögumaðurinn Anastasia, leiðir hópinn og með okkur eru líka Bled, Yuri og Val- entin úr sömu starfsgrein því 19 manns eru komnir í lestina. Sprungusvæði eru neðan við tröð- ina sem myndast hefur þessa viku í jökulinn. Við göngum ekki í línu. Falli einhver verður hann að kunna að stöðva sig með ísöxi. Um miðjan júlí lést fjallgöngu- maður við fall skammt frá klett- unum. Árlegur tollur mannslífa á Elbrus er 10-15 mannslát vegna falls í bratta eða ofan í sprungur, snjóflóða eða ofkælingar. Dagrenningin er engu lík. Him- inninn verður fjólublár, blágrænn og gulur meðan Kákasustindarnir stíga fram úr myrkrinu, einn af öðrum, og stjörnur og tungl hverfa. Það hættir að stirna á hjarnið, klettarifin á eystri tindin- um verða skörp og hvít birta sker í augu þangað til jöklagleraugun eru tekin upp. Eftir ríflega 5 tíma puð erum við komin upp í skarðið milli tind- anna og þar hvílumst við vel og lengi. Ég sturta í mig Magic-orku- drykk sem ég er búinn að geyma innanklæða, borða fíkjustangir og maula þurrt rúgbrauð. Greinilegt er að hæðaraðlögunin er komin ansi skammt á veg og við bæði andstuttir og orkusognir. Enginn er þó lasinn og allir leggjum við í tindsbrekkuna sem er sýnu bratt- ari en það sem að baki er. Hvergi er þó ís í henni og því ekki þörf á neinum auka öryggisráðstöfunum. Að ná á toppinn Við stefnum upp í heiðbláan himininn því tindurinn sést ekki fyrir hvelfdum jökulskalla. Það er kominn skafrenningur. Íslenskur renningur. Tvær klukkustundir líða. Einn fótur taktfast fram fyrir hinn. Best að gæta þess að láta broddana grípa. Brekkan er löng fyrir neðan okkur. Allt í einu stöndum við á ávölum hrygg og framundan sést svolítill hóll með veifum. Tolli tekur strikið að hætti íslenskrar sauðkindar en hægir svo á sér og saman stönd- um við allir á kolli hólsins sem var takmark ferðarinnar. Klukkan er tæplega tólf á há- degi. Varla er ský á himni. Þarna uppi er minningartafla um endur- heimt Elbrus úr höndum þýskrar innrásarsveitar í síðari heims- styrjöldinni. Við föðmumst gæti- lega að hætti karlmanna, tökum myndir, meðal annars af okkur með íslenska fánann og svo af bangsanum hans Árna, og við drekkum í okkur útsýnið. Á aðra hönd sjást allir fjallaröðlarnir nema hvað eystri tindurtinn skyggir dálítið á þá en á hina sér ofan á víðáttur Suður-Rússlands, brúnar, gular, grænar og safarík- ar. Nær lítum við niður úfna skriðjökla sem líkt og hverfa und- ir sjálfa sig. Eftir stundarfjórðung, sem kostað hafði langan tíma og mikla áreynslu erum við lagðir af stað niður. Meira þarf fjallamaðurinn ekki því leiðin er markmiðið. Og eftir fimm tíma staulumst við inn á planið við Tunnurnar. Hvað skyldi vera í pottunum hjá Veru? Hún heilsar hverjum og einum, óskar honum til hamingju og gefur barmmerki frá Sovéttíman- um sem staðfestir að við séum ljón hins háa og bjarta fjalls. Svo er að borða, drekka, sofa, drekka meira og hraða sér niður í súrefnið í Cheget þar sem allt bragðast vel og loftið er fullt af alls konar lykt. Í Adyl-Su og heim Í Cheget er haldin kvöldveisla daginn eftir uppgönguna. Haldnar eru ræður. Þær eru að vísu stuttar en með vel völdum orðum. Sergei hrósar hópnum og við hrósum þeim öllum, Rússunum. Valentín hittir naglann best á höfuðið í stystu ræðunni. Hún hljóðaði svona : „Við skulum gleðjast og skála en munum að þegar allt kemur til alls erum við að klífa fjallið fyrir afkomendur okkar og af virðingu fyrir forfeðrunum og formæðrun- um. Þetta verður að liggja ljóst fyrir. Skál.“ Við snæðum lauk og grillað lambakjöt á teini sem er eins kon- ar þjóðarréttur á svæðinu og skál- um í vodka eða blávatni. Sergei og Anastasia fá bók um Ísland á rúss- nesku að gjöf og einhverja aura með og við skipuleggjum ferð næsta dag í Adyl-Su dalinn sem er einna fegurstur allra fjalladal- anna. Þar göngum við í fáeinar klukkustundir. Virðum fyrir okkur stórskorið landslag, stríðar ár og gróður. Jöklar gægjast ofan hlíðar og risavaxnir tindar mynda hálf- hring um dalinn. Þar er Shkelda sem líkist skörðóttum hrygg á risaeðlu, með stórum falljöklum, og Cheget-Tau-Chana, fullkominn íspíramídi. Mörg blómanna fram með jaðri furu- og birkiskógarins koma kunnuglega fyrir sjónir, undafífill, eyrarrós, rænfang, baldursbrá og blóðberg. Segið svo að fjallamenn líti ekki nær sér, bara hátt til tinda. Flugstöðin í Mineralnye Vody hafði ekkert breyst þegar við komum þangað eftir 8 daga dvöl í fjöllunum. Reyndar hefur stöðin ekkert breyst frá því upp úr 1960, nema hvað vopnaleitartæki voru þar í gangi. Allt annað fór fram handvirkt, handvegið og hand- skrifað af festu og öryggi og eng- um lá á. Hitinn var um 30 stig en í fríhafnarbiðsalnum suðaði loft- ræsting. Forsjálir áttu klósettpappír því hann er ekki hafður á opinberum salernum og mátti bjóða í mýkstu gerðirnar með evrum en ekki rúblum. Tupolev T-154-vélin var sú sama og flutti okkur til lands- ins frá München. Gömul, traust og rennileg. Um borð fékk ég soðna styrju, rófur og maís með bjórglasi og lét eftir mér að sofa dálítið við hliðina á hvíthærðum gyðingi með ljótt ör á loðnum handlegg ásamt tattóver- uðu númeri í þýskum útrýmingar- búðum. Hann kinkaði bara kolli þegar ég benti á örið og muldraði Treblinka og svo ræddum við um úr, mat, Ísland og fjölskylduna hans frá Úkraínu sem nú býr í Þýskalandi. Við spurðum ekki um nöfn en ég komst að því að hann var upprunalega úrsmiður en lifði nú nærri níræður við Svartahaf á peningum sem fjölskyldan sendi honum. Nú ætlaði hann að heim- sækja afabörnin. Ég sagðist eiga tvö afabörn, Andra Dag og Aron Mána, og við skildum sáttir. Á þriðja degi eftir gönguferð- ina inn Adyl-Su dalinn sagði vin- gjarnleg flugfreyjurödd í hátal- arakerfi Iceland Express-vélar- innar: „Velkomin heim. Klukkan er 15.40 að staðartíma.“ Leiðangursmenn þakka Iceland Express, Gym80, Útilífi og Fjallakofanum fyrir að létta undir með þeim. TINDURINN UNDIR Árni Árnason og Ari Trausti á tindi Elbrus þann 16. ágúst. KLIFIÐ Á ELBRUS í morgunsárið. Skuggi fjallsins nær langt. USHBA, eitt erfiðasta klifurfjallið í Kákasus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.