Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 59
27SUNNUDAGUR 25. september 2005 Ásthildur er líklega sú besta frá upphafi Þóra B. Helgadóttir – „Einfaldlega besti markvörðurinn sem ég hef spilað með.“ Katrín Jónsdóttir – „Sú duglegasta sem ég hef leikið með. Leggur sig alltaf hundrað prósent fram.“ Guðrún Sóley Gunnarsdóttir – „.Hennar helsti kostur er hraði. Gott að spila með henni í miðri vörninni.“ Rósa Júlía Steinþórsdóttir – „Les leikinn mjög vel. Alltaf hægt að treysta á hana.“ Guðlaug Jónsdóttir – „Fjölhæf, sterk í vörn og sókn. Með mjög góðar sendingar“ Ásthildur Helgadóttir – „Góður samherji, mikill leiðtogi. Líklega besti leikmaður sem Ísland hefur átt.“ Laufey Ólafsdóttir – „Með mikla hæfileika, góðar sendingar. Alhliða leikmaður sem getur leyst allar stöður á miðjunni.“ Margrét Ólafsdóttir – „Mjög teknísk, heldur vel bota. Einn af þessum leikmönnum sem getur unnið leiki upp á sitt eindæmi.“ Olga Færseth – „Markaskorari af Guðs náð. Segir allt sem segja þarf um hana.“ Ásta B. Gunnlaugsdóttir – „Það var mjög gaman að spila með Ástu. Fjölhæfur framherji sem gat einnig farið á miðjuna.“ „Annars var mjög erfitt að gera upp á milli alls þess hóps sem ég hef spilað með í gegnum tíðina.“ Þóra Björg Laufey 4-4-2 LIÐIÐ MITT > BESTU SAMHERJAR ERLU HENDRIKSDÓTTUR Á FERLINUM Katrín Guðrún Sóley Erla Rósa Júlia Ásthildur Olga Guðlaug Margrét Ásta Eftir 517 daga í eyðimörkinni gekk Jonathan Woodgate loks hnarreistur í hvítum kyrtli Madrídinga inn á Bernabeau á fimmtudagskvöldið. Þurfti enga greiningardeild til að reikna út að gengi þar á völl ungur maður með mikla byrði á herðum. En almættið létti ekki byrðinni því eftir rúmar 20 mínútur var hann búinn að skora sjálfsmark og þegar sam- herjar hans voru loks signir framúr Bilbæingum lét hann reka sig útaf. Áhorfendur fundu svo til með pilti að þeir klöppuðu fyrir honum er hann gekk beygður af velli. Og þótt sumir fengju aumingjahroll yfir þessum gjörningi varð öðrum tilefni spekúlasjóna að þyrfti nú býsna mikið til að bræða hjörtu hinna kaldhæðnu og krítísku aðdáenda kon- ungsliðsins. Ný költhetja fæddist þetta kvöld í Madrídarborg. Æðruleysisleg viðbrögð Woodgates heilluðu spænsku pressuna. „F**k me! What a debut,“ stundi hann við enskan blaðamann og sló síðan í gegn hjá spænskum blaðamönnum með því að svara á giska góðri spænsku á skýran og einfaldan hátt öllum þeim andstyggilegu spurn- ingum sem að honum var varpað. Stúderað á sjúkrabeði „Komm on strákar, ef einhver af okkur ensku guttunum átti að hafa tíma til að læra málið var það ég, alltaf að spjalla við hjúkkurnar,“ svar- aði Woodgate og vísaði til góðra stunda á sjúkrabeði syðra og stam- andi talanda Beckham og Owen. „Með viðkynningu sinni hefur hann eignast hjörtu aðdáenda Madríd þótt ekki hafi hann enn náð virðingu þeirra sem leikmaður,“ sagði blaðamaður óopinbers málgagns félags- ins, dagblaðsins AS. Anarkistahetjan Blissett Hverju sem framvindur hjá Woodgate hefur frumraun hans komist á spjöld sögunnar sem einhver lygilegasta endurkoma allra tíma. Skyrta númer 18 með nafni hans á bakinu flýgur út og sýnir hvernig gæfa og gjörvileiki kallast ekki alltaf á. Minnir saga Woodgates að þessu leyti á Luther Blissett sem ótrúlegt en satt er vinsælasti enski leikmaður sem leikið hefur á Ítalíu. Blissett var aðalstjarna spútnikliðs Watford ásamt John Barnes á öndverðum áttunda áratugnum er liðið styrkt af aurum Elton John skreið um stund í hásæng enskrar knattspyrnu. Hann var seldur til AC Milan 1982 fyrir milljón pund en skoraði aðeins fimm mörk og var seldur til heimahúsa fyrir 55 þúsund pund tveimur árum síðar. Sú tala samsvaraði kostnaðinum við að flytja fjölskyldu hans og hafurtask heim. Blissett varð frægur í annað sinn að endemum 1997 er fjórir ungir anarkistar voru ákærðir fyrir dómi í Rómaborg fyrir að hafa svindlað sér um borð í lest. Þeir sögð- ust vera með einn miða og þar sem „Við erum allir Luther Blisset“ þá dygði sameig- inlegt nafn þeirra til sameignar á lestarmiðanum. „Við völdum Bliss- ett af því að hann var svona gæi eins og við sem vissi ekki hvað í helvítinu hann var að gera hérna á Ítalíu,“ var svar Bliss- ettanna aðspurðra að nafn- giftinni. Síðan hafa sprottið upp þúsundir vefsíðna kenndra við Blissett og vinsæll spennusagnahöf- undur tekið sér þetta leyninafn. Hvort Woody nær viðlíka vinsældum er óljóst en byrjunin er lygi- lega lofandi. Vi› erum allir Luther Blissett EINAR LOGI VIGNISSON: JONATHAN WOODGATE ORÐINN KÖLTHETJA Kunnir kappar kvaddir: Ólafur valinn í heimsli›i› HANDBOLTI Ólafur Stefánsson hefur verið valinn í heimsliðið sem leikur á móti Rússum í Moskvu 28. desember næstkom- andi. Hér á ferðinni kveðjuleikur fyrir marga af kunnustu hand- boltamönnum Rússa, þar á meðal markvörðinn Andrei Lavrov og skytturnar Alexander Tutsjkin og Vladimir Kudinov. Ólafur er einn af 35 leikmönnum sem voru vald- ir í liðið hvaðan að úr heiminum en flestir voru valdir frá Króatíu, alls fimm leikmenn eða í allar stöður á vellinum nema vinstri horn og hægri skyttu þar sem okkar maður er einn af fimm örv- hentum skyttum liðsins. Heimsliðið er þannig skipað: Markmenn: Vlado Sola (Króatía), David Barufett (Spánn), Peter Gentzel (Svíþjóð), Janos Szatmari (Ungverjaland), Arpad Sterbik (Serbía) Vinstra horn: Lars Christiansen (Dan- mörk), Istvan Pasztor (Ungverjaland), Stefan Kretzschmar (Þýskaland) Vinstri skyttur: Wissem Hmam (Túnis), Blazenko Lackovic (Króatía), Bruno M. de Sousa (Brasilía), Hussein Zaky (Egypta- land) Iker Romero (Spánn), Siarhei Rutenka (Slóvenía), Stefan Lövgren (Sví- þjóð) Miðjumenn: Ivano Balic (Króatía), Joachim Boldsen (Danmörk), Kristian Kjelling (Noregur), Uros Zorman (Slóven- ía), Ljubomir Vranjes (Svíþjóð), Jackson Richardson (Frakkland) Hægri skyttur: Kyun Shin-Yoon (Kórea), Lazlo Nagy (Ungverjaland), Mateo Garr- alda (Spánn), Ólafur Stefánsson (Íslandi), Volker Zerbe (Þýskaland) Hægra horn: Mirza Dzomba (Króatía), Sawas Karypidis (Grikkland), Jan Filip (Tékkland), Gregory Anquetil (Frakkland) Línumenn: Christian Schwarzer (Þýska- land), David Juricek (Tékkland), Bertrand Gille (Frakkland), Ratko Nikolic (Serbía), Igor Vori (Króatía). Slæmur fyrri hálfleikur var› íslensku stelpunum a› falli íslenska kvennalandsliðið tapaði 0–1 fyrir Tékkum í gær en þetta var fyrsta tap íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM í Kína 2007. Sænska landsliðið vann Hvít-Rússa 6–0 á sama tíma og er komið á toppinn í riðlinum. FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistara- mótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir að- eins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálf- leik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var ís- lenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnileg- um leik ytra. Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smá- bænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik not- uðu íslensku stelpurna hálfleik- inn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuð- ust. Það besta féll í skaut Mar- gréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson lands- liðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úr- slit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafn- tefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn,“ sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum.“ Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins. hjorvar@frettabladid.is GEKK EKKI Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu náðu ekki að kveðja Erlu Hendriksdóttur með sigri en íslenska liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2007 í Tékklandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Í HEIMSÚRVALSLIÐI Ólafur Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.