Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 64
32 25. september 2005 SUNNUDAGUR Hár og förðunarmódel 18-25 ára óskast á Sebastian sýningu sem verður haldin í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 09. Október kl.15.00. Á þessari sýningu kynna erlendir fagaðilar haust og vetrarlínur 2005 -2006 frá Sebastian í hári og förðun. Skráning er í síma 563 63 00 (Anna eða Rósa) fyrir miðvikudaginn 05. Október. Paris Hilton er orðin einn mesti höfuðverkur lögreglunnar í Mary- land eftir að yfirvöld komust að því að hún hafi boðið unglingum að reykja gras til að fá þá til að slaka á áður en einn af þáttum hennar The Simple Life var tekinn upp. Ef þetta reynast sann- ar sögur gæti Paris Hilton þurft að borga háa sekt og hugsanlega þurft að fara í fangelsi. Talsmaður Fox-sjónvarpsstöðvarinnar held- ur því fram að sögurnar séu ekkert annað en uppspuni. ■ Paris gó›kunningi löggunnar Finnska hljómsveitin Nightwish gerir það gott Finnska hljómsveitin Nightwish gefur nú út sína sjöttu plötu. Hún ber nafnið Highest Hopes - The best of Nightwish og kemur út á mánudaginn. Þó hljómsveitin sé lítið þekkt hér á landi, þá hefur hún verið að gera það gott allt frá árinu 1997 um alla Evrópu. Hún hefur selt yfir 2,5 milljónir platna á ferli sínum sem spannar nú heil níu ár. Síðasta plata þeirra, Once, sem kom út í október á síðasta ári, hlaut mikið lof og náði meðal ann- ars platínusölu í Finnlandi daginn eftir útgáfudag. Once varð vin- sælasta plata Evrópu í tvær vikur á síðasta ári og sýnir það hversu miklum árangri hljómsveitin finnska hefur náð. Nightwish hef- ur mjög sérstakan stíl, en hún blandar saman melódísku þunga- rokki og klassískri tónlist. Söng- kona Nightwish, Tarja, er lærð sópransöngkona og hún á stóran þátt í því að skapa frumlegan hljóm þeirra. Tuomas sem er hljómborðs- leikari Nightwish segir að tónlist hljómsveitarinnar hafi þróast að miklu leyti frá því að fyrsta plata þeirra kom út árið 1997. „Þemað á bakvið tónlistina er að vissu leyti það sama, en að sjálfsögðu hefur hún breyst örlítið. Við byrjuðum sem þungarokksband en en höfum þróast mikið með árunum og erum orðnir mun fjölbreyttari en áður.“ Tuomas skrifar bæði tónlist og texta hljómsveitarinnar og hann segir sinn helsta áhrifavald á tónlistarsviðinu koma úr kvik- myndatónlist. „Textarnir mínir eru á mjög persónulegum nótum. Ég skrifa mikið um tilfinningar og líka bara um lífið og tilveruna.“ Hann segir hljómsveitarmeðlimi Nightwish hlusta á allar tegundir tónlistar sem gefur þeim vissan fjölbreytileika. „Við hlustum á allt frá poppi til þungarokks. Eigin- lega allt nema rapp.“ Nightwish hefur haldið fjölda tónleika út um allan heim og Tuomas segist hafa mikinn áhuga á því að leika á Íslandi. „Ég hef aldrei hitt né talað við neinn frá Íslandi og hef alltaf velt því fyrir mér hvað sé eiginlega á seyði þar. Ísland er svo framandi. Við höfum haldið tónleika í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en aldrei á Íslandi. Ef það er áhugi fyrir því að fá okkur, þá munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þangað og spila.“ drifa@frettabladid.is PARIS HILTON Hefur einstakt lag á að koma sér í klandur og er nú með lögguna í Maryland á hælunum. NIGHTWISH Það hefur ekki farið mikið fyrir þessari vinsælu finnsku hljomsveit á Ís- landi en það gæti farið að breytast. Aðdáendur Belle and Sebastian ættu að hafa eyrun opin fyrir sveitinni The Boy Least Likely To. Það ríkir sami vinalegi viðar andi yfir sveitunum en hljómar eins og hún hafi eytt lengri tíma á leik- skólanum. Miðað við hversu ynd- islega barnalega útsetningar eru kæmi mér ekkert á óvart ef þessi sveit væri full af leikskólakennur- um. Hér er spilað á klukkuspil, blokkflautur og alls kyns smádót sem þið finnið eflaust í dótakass- anum hjá börnunum ykkar. Þetta er þó ekki tónlist fyrir smákrakka, þó að það kæmi mér ekkert á óvart ef litli átta ára frændi minn og eins árs frænka hefðu gaman af þessu. Þau myndu tengja sig við hversu einfaldar og upplífgandi lagasmíðarnar eru. Svo þegar þau fara að færast nær þrítugu eiga þau eftir að tengja við textana, sem eru hreint út sagt af- bragð. Söngvarinn setur sig oftast í hlutverk þrítugs barns sem botn- ar ekkert í heiminum. Hann veltir sér upp úr einföldum hlutum eins og af hverju hann hugsi of mikið, og hvers vegna allir gömlu skóla- félagarnir hans séu að breytast í sömu skrímsli og hann fyrirleit sem unglingur. Já, og það að sofa með skammbyssu undir koddanum af ótta við heiminn. Allt er þetta sungið ofan á tónlist sem er svo upplífgandi að hún gæti skorið glufur á þykkustu og dökkustu regnský fyrir sólina að sleppa í gegn. Þau eru í stuði, þó svo að það þau séu ein í teitinu og það sé hvirfilbylur á leiðinni. Ef þú eruð eitthvað örlítið dán þessa dagana, þá er þetta rétta platan til þess að tékka á. Það skemmir ekki heldur fyrir að þessi sveit hefur algjörlega rennt sínum eigin bolta af stað. Þau hljóðrituðu plötuna sjálf og stofnuðu svo sitt eigið útgáfu- fyrirtæki til þess að gefa út þessa frumraun sína. Næst redduðu þau sér dreifingu um Bretland og komust þannig inn í tónlistar- blöðin. Nýverið gerði sveitin svo samning við stærri útgáfu sem lofar að skila plötunni í búðir um allan heim. Svona á að fara að þessu krakkar mínir! Gera afbragðs plötu, vera sjálfs síns herra og hafa stærri útgáfurnar í vasanum þegar þær koma bank- andi upp á. Birgir Örn Steinarsson Leikskólapopp fyrir fullor›i› fólk THE BOY LEAST LIKELY TO The Best Party Ever NIÐURSTAÐA: Breska sveitin The Boy Least Likely To er með vinalegri sveitum sem þið heyrið í. Spilagleðin lekur af plötunni eins og sýróp af pönnukökum. Textarnir eru svo frá- bærar vangaveltur um hversdagsleikann, sagð- ar frá sjónarhorni manns sem neitar að þroskast um of. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.