Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 25.09.2005, Blaðsíða 60
FÓTBOLTI Þýsku meistararnir í Bayern München töpuðu loks sín- um fyrsta leik í þýsku úrvals- deildinni í gær þegar liðið sótti sprækt lið Hamburger heim í upp- gjöri toppliðana. Hamburger sigr- aði leikinn 2-0 en áður en að leikn- um kom hafði Bayern unnið 15 leiki í röð í deildarkeppninni. Hol- lendingurinn Rafael van der Vaart gerð fyrra mark heima- manna og Piotr Trochowski það síðaðar. Hamburger er nú aðeins stigi á eftir Bayern sem trónir á topp deildarinnar. Fyrir sigurinn fengu stuðningsmenn Hamburger 10.000 lítra af bjór í gjöf frá þýsku bjórrisanum Bitburger. „Við vorum ekki nógu einbeitt- ir í dag. Nú erum við búnir að slá þetta met og nú er það úr sögunni, Á vissan hátt er það ánægjulegt því fólk talaði ekki um annað. Nú erum við komnir aftur á byrjunar- reit,“ sagði Oliver Kahn, mark- vörðu og fyrirliði Bayern München sem átti mjög góðan leik og kom í veg fyrir stærra tap. Werder Bremen sem er í þriðja sæti vann góðan sigur á Bayer Leverkusen 2–1. Ivan Klasnic og Miroslav Klosen gerðu mörk Bremen gegn lærisveinum Rudi Völlers. Þá vann Schalke sinn fyrsta sigur frá því um miðjan ágústmánð þegar þeir lögðu Hannover 2–0. - hh 28 Frank Lampard trygg›i Chelsea 2-1 sigur á Aston Villa me› tveimur mörkum eftir a› Luke Moore haf›i or›i› fyrstur til fless a› skora gegn Chelsea á tímabilinu. Bæ›i Arsenal og Liverpool ger›u jafntefli. Pedersen sá um United á Old Trafford FÓTBOLTI Morten Gamst Pedersen tryggði Blackburn 1-2 sigur á Manchester United á Old Trafford í gær með því að skora bæði mörk síns liðs, það fyrra beint úr auka- spyrnu á 33. mínútu og það seinna á 81. mínútu eftir slæm varnar- mistök Paul Scholes. Inni á milli markanna hafði Ruud van Nistel- rooy jafnað leikinn þegar hann fylgdi á eftir skoti Wayne Rooney en Rooney byrjaði á bekknum hjá Manchester-liðinu í gær. „Það er hrikalegt að tapa svona leik hérna heima,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. „Undanfarin ár hefur okkur gengið mjög vel á heimavelli og ég vona að svona úr- slit endurtaki sig ekki. Við fórum illa með fjölmörg marktækifæri og okkur var einfaldlega refsað,“ sagði Skotinn allt annað en sáttur í leikslok. Fyrsta markið á Chelsea Luke Moore kom Aston Villa yfir gegn Chelsea rétt fyrir hlé og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora hjá Chelsea-vörninni á tímabilinu en Chelsea hafði haldið hreinu 642 fyrstu mínútur tíma- bilsins. Þetta varð þó skammgóð- ur vermir fyrir Aston Villa því Frank Lampard sá til þess að Chelsea hefur enn fullt hús. Lampard jafnaði leikinn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og skoraði síðan sigurmarkið á 75. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Olaf Mellberg hafði fellt Didier Drogba í teignum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Arjen Robben í leiknum og spilaði síð- ustu 28 mínúturnar. David O’Leary knattspyrnustjóri Aston Villa var ekki sáttur við dómara leiksins því rétt áður en Chelsea fékk dæmda vítaspyrnu handlék Eiður Smári boltann að mati O’Leary. Tvö mörk frá Danny Murphy í upphafi leiks voru nóg fyrir Charlton í 2-1 sigri á West Bromwich og Hermann Hreiðars- son og félagar eru eina liðið sem virðist ætla að halda eitthvað í við Chelsea á upphafsmánuðum tíma- bilsins. Martröð Everton Tímabil Everton heldur áfram að versna. Í gær tapaði liðið fyrir nýliðum Wigan 1-0 á heimavelli sínum, Goodison Park. Mark Wigan gerði Damien Francis á 47. mínútu. Everton sem óvænt varð í fjórða sæti úrvaldseildarinnar í fyrra er nú í næst neðsta sæti deildarinnar. Bikarmeistarar Arsenal gerðu markalaust jafntefli við nágranna sína frá London, West Ham á Upton Park. Hvorugt lið skapaði sér afgerandi færi í leiknum. West Ham heldur þvi áfram að koma á óvart og er í fjórða sæti deildarinnar. Bolton skaust upp í þriðja sætið með sigri á Portsmouth 1-0 á heimavelli sín- um. Kevin Nolan gerði sigur- markið með glæsilegri bakfalls- spyrnu. Nú var skorað í Liverpool-leik Birmingham og Liverpool skildu jöfn á St. Andrews heima- velli Birmingham 2-2. Liverpool jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu sem Djibril Cisse framkvæmdi. Rafael Benitez var ekki ánægður í leiks- lok: „Í heildina vorum við betra liðið. Við sköpuðum okkur færi til að gera út um leikinn en því mið- ur þá tókst það ekki. Þrátt fyrir að hafa jafnað rétt fyrir lok leiksins þá fannst mér við tapa tveimur stigum en ekki fá eitt,“ - óój, hh LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin: BIRMINGHAM–LIVERPOOL 2–2 0–1 Luis Garcia (68.), 1–1 sjálfsmark (72.), 2–1 Walter Pandiani (75.), 2–2 Djibril Cisse, víti (85.). CHELSEA–ASTON VILLA 2–1 0–1 Luke Moore (44.), 1–1 Frank Lampard (45.), 2–1 Frank Lampard, víti (75.). Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 62. mínútu. EVERTON–WIGAN 0–1 0–1 Damien Francis (47.). MAN. UTD–BLACKBURN 1–2 0–1 Morten Gamst Pedersen (33.), 1–1 Ruud Van Nistelrooy (67.), 1–2 Morten Gamst Pedersen (81.). NEWCASTLE–MAN. CITY 1–0 1–0 Michael Owen (18.). WEST BROMWICH–CHARLTON 1–2 0–1 Danny Murphy, víti (9.), 0–2 Danny Murphy (31.), 1–2 Curtis Davies (51.). Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn. WEST HAM–ARSENAL 0–0 BOLTON–PORTMOUTH 1–0 1–0 Kevin Nolan (25.). STAÐAN: CHELSEA 7 7 0 0 14–1 21 CHARLTON 6 5 0 1 10–4 15 BOLTON 7 4 2 1 8–4 14 WEST HAM 6 3 2 1 10–4 11 MAN. UTD 6 3 2 1 7–3 11 MAN. CITY 7 3 2 2 7–6 11 ARSENAL 6 3 1 2 9–4 10 WIGAN 6 3 1 2 5–4 10 TOTTENHAM 6 2 3 1 5–3 9 MIDDLESB. 6 2 2 2 6–7 8 NEWCASTLE 7 2 2 3 5–7 8 BLACKB. 7 2 2 3 5–9 8 LIVERPOOL 5 1 4 0 3–2 7 BIRMINGH. 7 1 3 3 7–11 6 ASTON VILLA 7 1 3 3 6–11 6 FULHAM 6 1 2 3 5–9 5 PORTSM. 7 1 2 4 5–9 5 WBA 7 1 2 4 7–13 5 EVERTON 6 1 0 5 1–7 3 SUNDERL. 6 0 1 5 3–10 1 Enska 1. deildin: BURNLEY–BRIGHTON 1–1 COVENTRY–HULL 0–2 CREWE–WATFORD 0–0 CRSYTAL PALACE–PRESTON 1–1 LEEDS–IPSWICH 0–2 Gylfi Einarsson var í byrjunarliði Leeds en var skipt útaf á 59. mínútu. LEICESTER–QPR 1–2 Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester. MILLWALL–CARDIFF 0–0 NORWICH–READING 0–1 Ívar Ingimarssson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunaliði Reading og spiluðu allan leikinn. SHEFF. UTD–DERBY 2–1 SOUTHAMPTON–PLYMOUTH 0–0 Bjarni Guðjónsson var í byrjunarliði Plymouth en var skipt útaf á 85. mínútu. STOKE–WOLVES 1–3 STAÐA EFSTU LIÐA: SHEFF. UTD 10 9 0 1 22–10 27 READING 10 7 2 1 19–6 23 WATFORD 10 5 3 2 19–12 18 LUTON 10 5 3 2 14–10 18 WOLVES 10 4 4 2 13–10 16 STOKE 10 5 1 4 11–14 16 SOUTHAMPT.10 3 6 1 12–9 15 QPR 10 4 3 3 9–11 15 LEEDS 9 4 2 3 10–9 14 Enska 3. deildin: N. COUNTY–RUSHDEN & DIAMONDS 0–0 STAÐAN: GRIMSBY 10 6 2 2 14–8 20 WYCOMBE 10 4 6 0 18–11 18 ROCHDALE 10 5 2 3 20–12 17 CHESTER 10 4 5 1 18–11 17 N. COUNTY 10 4 5 1 11–8 17 Spænska úrvalsdeildin: ESPANYOL–VILLARREAL 1–2 0–1 Josico (44.), 1–1 Luis Garcia (60.), 1–2 Senna (66.). VALENCIA–REAL SOCIEDAD 2–1 1–0 Aimar (34.), 2–0 Villa (48.), 2–1 Nihat (62.). ATLETICO MADRID–GETAFE 0–1 0–1 Pernia (71.) ZARAGOZA–DEPORTIVO 1–1 1–0 Milito (13.), 1–1 Tristan (45.). Ítalska A-deildin: REGGIANA–UDINESE 2–0 1–0 Cozza (43.), 2–0 Cavalli (77.). PARMA–JUVENTUS x–x 1–0 Delvecchio (13.), 1–1 Camoranesi (44.), 1–2 Vieira (82.). Newcastle vann annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í gær: FÓTBOLTI Michael Owen gerði sigurmark Newcastle sem sigr- aði Manchester City 1-0 á heima- velli í gær í ensku úrvalsdeild- inni. Owen sem nýlega gekk til liðs við Newcastle frá spænska liðinu Real Madrid fyrir tvo milljarða íslenskra króna. Hann hefði hæglega getað skorað þrennu í fyrri hálfleik en heppn- in var ekki með honum. „Michael er frábær leikmað- ur. Ef hann helst heill mun hann færa liðinu mikið af mörkum. Ástæðan fyrir því að hann kost- aði svona mikið er sú að hann skorar mikið af mörkum. Við keyptum ekki bara einhvern framherja þegar við fengum Michael Owen,“ sagði Graeme Souness, knattspyrnustjóri New- castle. Liðið er nú komið í tíunda sætið eftir slæma byrjun á tímabilinu. Eftir að Stuart Pearce, stjóri City, tók við verð- laununum sem knattspyrnustjóri mánaðarins hefur hvorki gengið né rekið hjá liðinu. Á einni viku hefur það tapað þremur leikjum, tveimur í deild og einum í deild- arbikar. - hh Owen skora›i sigurmark Newcastle SIGURKARFAN Dirk Nowitzki var frábær. MARKINU FAGNAÐ Michael Owen og Lee Bowyer fagna hér sigurmarki Newcastle gegn Man. City en liðið er nú komið í 10. sæti deildarinnar eftir mjög slæma byrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES FYRSTA TAPAIÐ Á TÍMABILINU Oliver Kahn og félagar hans í Bayern þurftu að sætta sig við tap fyrir Hamburger eftir að hafa unnið 15 leiki í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES KLÁRAÐI MANCHESTER Á OLD TRAFFORD Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen fagna hér sigurmarki sínu fyrir Blackburn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Evrópukeppni í körfubolta: fijó›verjar og Grikkir í úrslit KÖRFUBOLTI Þjóðverjar og Grikkir mætast í úrslitaleik Evrópu- keppni landsliða í körfubolta í dag í Serbíu. Mikil dramatík var í und- anúrslitaleikjunum þar sem sig- urkörfurnar komu á lokasekúnd- um leikjanna. Þjóðverjar sigruðu Spánverja 74–73. Þar var NBA leikmaðurinn Dirk Nowitzki hetja Þjóðverja, hann skoraði sigurkörfuna með fallegu stökkskoti þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Novitzki sem leikur með Dallas Mavericks gerði 29 stig í leiknum og var stigahæstur Þjóðverja. Hjá Spánverju var Javier Navarro stigahæstur með 27 stig. Í hinunm undanúrslitaleiknum sigruðu Grikkir lið Frakka 77-76. Grikkinn Dimitrios Diamantidis gerði þriggja stiga körfu þegar þrjár sekúndur voru eftir af leikn- um. Papadopoulos var stigahæst- ur Grikkja með 15 stig en hjá Frökkum var Tony Parker, leik- maður NBA meistara San Antonio Spurs atkvæðamestur með 20 stig. - hh Í GÓÐUM MÁLUM Spánverjinn Fernando Alonso getur tryggt sér Heimsmeistara- titlinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Tímataka í formúlu eitt: Alonso fyrstur FORMÚLAN Spænski ökuþórinn Fernando Alonso náði besta tím- anum í tímatökum í gær fyrir brasilíska kappaksturinn í for- múlu eitt kappakstrinum sem fram fer á dag. Juan Pablo Montoya náði öðr- um besta tímanum, en félagi Alonso hjá Renault, Giancarlo Fisichella, varð þriðji. Alonso get- ur orðið yngsti heimsmeistarinn í sögu Formúlu 1 á morgun ef hann nær góðum úrslitum í dag, en þessi 24 ára gamli ökumaður þarf að hafna í þriðja sæti eða ofar til að tryggja sér titil ökumanna. Eini maðurinn sem getur náð Alonso, Finninn Kimi Räikkönen, náði aðeins fimmta besta tíman- um. Heimsmeistarinn Michael Schumacher byrjar sjöundi en tímabilið hjá honum hefur valdið miklum vonbrigðum. - hh Belgíska knattspyrnan: Rúnar skora›i sigurmarki› FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson gerði sigurmark Lokeren sem sigraði Club Brugge á útivelli 1–0 í belgísku úrvalsdeildinni í fót- bolta. Mark Rúnars kom á 30. mínutu leiksins en sigur Lokeren hefur vakið verðskuldaða athygli því Club Brugge, sem er í Meist- aradeildinni hefur verið besta lið Belgíu ásamt Anderlecht á undan- förnum árum. Rúnar skoraði markið á laglegan hátt framhjá Tomislav Butina, landsliðs- markverði Króatíu en Rúnari var síðan skipt útaf á 65. mínútu. Arn- ar Þór Viðarsson lék allan leikinn og Arnar Grétarsson spilaði fyrstu 72. mínútur leiksins en Marel Baldinsson er ennþá meiddur. - hh 25. september 2005 SUNNUDAGUR Þýska bundesligan í knattspyrnu í gær: Loksins tapa›i Bayern München
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.