Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 2
2 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR
Greiðslustöðvun Slippstöðvarinnar á Akureyri rennur út 4. október:
Bærinn hugsanlega tilbúinn a› leggja fram hlutafé
ATVINNUMÁL Jakob Björnsson, for-
maður bæjarráðs Akureyrarbæjar,
telur að til greina komi að Akur-
eyrarbær komi að rekstri slipp-
stöðvar á Akureyri ef eigendum
Slippstöðvarinnar tekst ekki að
bjarga félaginu frá gjaldþroti en
greiðslustöðvun Slippstöðvarinnar
rennur út 4. október.
„Þetta er um 100 manna vinnu-
staður og því mikilvægt fyrir at-
vinnulífið í bænum að starfsemin
leggist ekki af. Ef það verður til að
tryggja rekstur slippstöðvar í bæn-
um þá vil ég ekki útiloka að bærinn
leggi fram hlutafé ef á því finnst
einhver flötur,“ segir Jakob.
Hafnarsamlag Norðurlands, sem
að stærstum hluta er í eigu Akur-
eyrarbæjar, á flotkvína og dráttar-
brautina á Akureyri en Slippstöðin
hefur leigt þessi upptökumannvirki
af Hafnarsamlaginu.
Hörður Blöndal hafnarstjóri
segir að fari Slippstöðin í gjaldþrot
þá verði hafnarsamlagið fyrir fjár-
hagslegu tjóni þar sem Slippstöðin
er í vanskilum með leigugreiðslur
vegna upptökumannvirkjanna.
Hann vill hins vegar ekki upplýsa
um fjárhæðir í þeim efnum. - kk
Borgaralegir flokkar ræða stjórnarmyndun í Póllandi:
Marcinkiewicz forsætisrá›herraefni
PÓLLAND, AP Jaroslaw Kaczynski,
formaður pólska íhaldsflokksins
Lög og réttlæti sem hlaut flest at-
kvæði í þingkosningunum um
liðna helgi, sagði í gær að hann
hygðist tafarlaust ganga til stjórn-
armyndunarviðræðna við frjáls-
hyggjuflokkinn Borgaravettvang.
Hann tilkynnti jafnframt að for-
sætisráðherraefni væri ekki hann
sjálfur heldur Kazimierz
Marcinkiewicz, 45 ára gamall
e f n a h a g s m á l a s é r f r æ ð i n g u r
flokksins.
Endanleg úrslit kosninganna
voru kunngjörð í gær. Þegar öll
atkvæði höfðu verið talin lá fyrir
að Lög og réttæti hefði fengið
26,99 prósent atkvæða en hinn
væntanlegi samstarfsflokkur
24,14 prósent. Alls fengu þessir
tveir flokkar 288 af 460 þingsæt-
um. Kjörsókn var dræm, aðeins
40,57 prósent.
Kaczynski hefur sem leiðtogi
stærsta flokksins á þingi tilkall til
forsætisráðherraembættisins, en
þar sem svo gæti farið að eineggja
tvíburabróðir hans Lech sigri í
forsetakosningum nú í október,
vill hann hlífa eigin landsmönnum
og umheiminum fyrir ruglingnum
sem það gæti valdið að tvíburar
sætu samtímis í æðstu valdaemb-
ættum landsins. - aa
Halldór undrandi
og hneyksla›ur
Halldór Ásgrímsson kve›st telja a› fjölmi›lar séu gerendur í Baugsmálinu, en
fla› sé hlutverk fjölmi›la a› uppl‡sa um mál. Hann segir máli› hafa ska›a›
fljó›ina og vill a› dómstólar fái fri› til a› ljúka verkum sínum.
BAUGSMÁLIÐ „Ég er bæði undrandi
og hneykslaður á mörgu því sem
hefur komið fram síðustu daga,“
segir Halldór Ásgrímsson forsæt-
isráðherra um framvindu Baugs-
málsins og fjölmiðlaumfjöllun
síðustu daga. „Ég tel að það sé
hlutverk fjölmiðla að upplýsa um
mál eftir bestu getu. En mér
finnst að nokkru leyti eins og þeir
séu gerendur í þessu máli. Ég er
þeirrar skoðunar að það sé mjög
mikilvægt núna að dómstólar
landsins fái frið til að vinna í mál-
inu. Það er mjög alvarlegt ef
menn liggja undir grun og ásök-
unum árum saman um alvarleg
brot og þess vegna held ég að það
sé best fyrir okkur öll ef dómstól-
arnir geta ráðið þessu máli til
lykta sem allra fyrst.“
Halldór var þessu næst spurð-
ur hvað hann ætti við með því að
fjölmiðlarnir væru gerendur. „Ég
held að ég þurfi ekkert að útskýra
það. Ef menn hafa lesið blöðin nú
síðustu daga þá held ég að það sé
alveg ljóst að það eiga sér stað
hatrömm átök um málið og ég
held ég þurfi ekkert að útskýra
það fyrir ykkur.“
Halldór taldi að Baugsmálið
hefði skaðað allt þjóðfélagið. „Það
hefur verið gagntekið af þessu
máli og ég tel að umfjöllunin
núna upp á síðkastið hafi verið
þannig að fólk hefur ruglast í
ríminu. Það er ekki gott. Og þess
vegna tel ég að það sé mjög mik-
ilvægt að þessu máli ljúki þannig
að við getum farið að vinna að því
sem skiptir okkur máli í framtíð-
inni. Ég tel að þetta mál taki allt
of mikinn tíma og orku í umfjöll-
uninni núna.“
Halldór kvaðst ekki vilja segja
neitt um það hvaða fjölmiðlar
hefðu verið að reyna að hafa áhrif
á atburðarásina. „Það sjá allir
sem lesa blöðin þessa dagana
hvað um er að vera.“
Halldór segir að ætlunin sé að
leggja fram fjölmiðlafrumvarp á
alþingi í haust. „Það er búið að
ljúka störfum um þetta mál. Það
náðist um það ágætt samkomu-
lag. Mér finnst sjálfsagt að
byggja á því,“ segir Halldór, en
hann telur að vilji sé til að byggja
á þeirri vinnu.
Halldór segir ómögulegt fyrir
sig að grípa inn í atburðarásina.
Um skipan rannsóknarnefndar
segir hann að þetta mál sé mál-
efni lögreglu og dómstóla. „Mikil-
vægast af öllu er að sú niðurstaða
fáist.“ johannh@frettabladid.is
Löggæsla í Breiðholti:
N‡ stö› opnu›
LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík
opnar í dag nýja lögreglustöð í
Álfabakka 12 í Mjóddinni í stað
stöðvarinnar í Völvufelli.
Með þessum breytingum segist
lögreglan færa sig nær íbúum
Breiðholts, enda með nýju stöðina
í aðal þjónustu- og verslunar-
kjarna Breiðholts. „Aðalvarð-
stjóri hefur verið skipaður til að
veita stöðinni forstöðu og auglýst
hefur verið eftir lögreglumönnum
sem eingöngu munu vinna í Breið-
holti. Auk þess er hverfislög-
reglumaður áfram starfandi í
Breiðholti,“ segir á vef lögregl-
unnar, en með þessu er tekið upp
sama fyrirkomulag á löggæslu og
verið hefur í Grafarvogi. - óká
LOGI BERGMANN Logi hætti hjá RÚV í
gær. Hann fer til Stöðvar 2.
Logi Bergmann:
Fer til Stö›var 2
FJÖLMIÐLAR „Já, ég er hættur,“ seg-
ir Logi Bergmann Eiðsson. Logi
segist ekki vita hvenær hann hef-
ur störf á Stöð 2, en það verði á
næstunni.
„Hlutverk Loga verður tví-
þætt. Hann verður helsti fram-
leiðslustjóri frétta ásamt mér og
svo mun hann sinna margvíslegri
þáttagerð,“ segir Sigmundur
Ernir Rúnarsson, fréttastjóri
Stöðvar 2. „Þetta hefur einhver
áhrif á nýja magasín-þáttinn okk-
ar, en Loga var ætlað hlutverk í
honum,“ segir Bogi Ágústsson hjá
Ríkissjónvarpinu. - saj
SPURNING DAGSINS
Gu›mundur, hef›i ekki veri›
nær a› kaupa snjótro›ara?
„Nei, það er betra að hafa vaðið fyrir
neðan sig.“
Guðmundur Karl Jónsson er forstöðumaður
Skíðastaða í Hlíðarfjalli á Akureyri. Tafir hafa orð-
ið á uppsetningu snjóframleiðslukerfis vegna of
mikils snjós.
Alltaf einfalt
www.ob.is
15 stöðvar!
STYRMIR GUNNARSSON RITSTJÓRI MORG-
UNBLAÐSINS Blaðamenn Morgunblaðsins
spyrja hvort Styrmir sé orðinn þátttakandi í
Baugsmálinu. Sjálfur telur hann sig hæfan
til að stýra fréttaflutningi af málinu.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
„Þjóðfélagið hefur verið
gagntekið af þessu máli og
ég tel að umfjöllunin núna
upp á síðkastið hafi verið
þannig að fólk hefur ruglast
í ríminu.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
G
U
N
N
AR
SS
O
N
M
YN
D
/A
P
EINEGGJA Tvíburarnir Lech og Jaroslaw Kaczynski. Lech er í forsetaframboði en Jaroslaw á
tilkall til forsætisráðherraembættisins, sem hann hyggst hins vegar gefa flokksbróður sín-
um eftir.
SLIPPSTÖÐIN Á AKUREYRI Formaður bæjar-
ráðs Akureyrar útilokar ekki að bærinn leggi
fram fjármuni til að tryggja rekstur slipp-
stöðvarinnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
R
IS
TJ
ÁN
Danskur ráðherra:
Ójöfnu›ur er
bætandi
DANMÖRK Þrátt fyrir óheppileg
ummæli Evu Kjer Hansen, félags-
málaráðherra Danmerkur, í síð-
ustu viku um
að aukinn
ó j ö f n u ð u r
myndi leiða af
sér kraftmeira
samfélag, hef-
ur fylgi Ven-
s t r e - f l o k k s
Anders Fogh
R a s m u s s e n ,
forsætisráð-
herra og
flokksbróður
Hansen, ekki
dalað sam-
kvæmt skoðanakönnun sem
Jyllandsposten greinir frá.
Umtalsverð reiði greip um sig í
síðustu viku þegar ráðherrann lét
þessi ummæli falla en hún dró þau
til baka þegar Rasmussen hótaði
að svipta hana ráðherraembætt-
inu.
Flokkurinn fær í könnuninni
29,5 prósent og stjórnin og banda-
menn hennar 53,6 prósent. ■
EVA KJER HANSEN
Félagsmálaráðherra
Danmerkur.
UTANRÍKISMÁL
TVEIR NÝIR SENDIHERRAR Krist-
ján Andri Stefánsson hefur verið
skipaður sendiherra frá 1. októ-
ber, en þá tekur Kristján við sem
stjórnarmaður eftirlitsstofnunar
EFTA, ESA. Þá hefur Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir verið
skipuð sendiherra í Suður-Afríku
frá 1. júní 2006.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BÁTAR SUKKU Í ÍSAFJARÐARHÖFN
Tveir róðrarbátar sukku í Ísafjarð-
arhöfn í gær. Ástæður eru ekki
ljósar en bátarnir eru opnir, léttir
plastbátar og var í þeim nokkur
krapi sem gæti hafa átt sinn þátt í
að bátarnir sukku. Greiðlega gekk
að ná bátunum á þurrt.