Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 31
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 7 Ú T L Ö N D Bandaríska fyrirtækið WellPoint, sem er stærsti söluaðili heilsu- farstrygginga í Bandaríkjunum, keypti á dögunum fyrirtækið WellChoice, sem starfar í sama geira, fyrir rúmlega fjögur hund- ruð milljarða íslenskra króna. Með þessu ætlar WellPoint sér að sækja enn á markaðshlutdeild UnitedHealth Group sem er næststærsti aðilinn í sölu heilsu- farstrygginga í Bandaríkjunum. Árleg velta fyrirtækja í þessum geira er gífurleg enda flestum íbúum landsins nauðsynlegt að hafa góðar tryggingar þar sem almannatryggingakerfi ná aðeins til tiltekinna grunnþátta í heil- brigðisþjónustu landsins. Höfuðstöðvar WellChoice eru í New York og er ætlunin að WellPoint sæki í frekari mæli inn á það markaðssvæði sem er talið vera það stærsta og eftirsóknar- verðasta í tryggingageiranum. „New York svæðið er mjög gott markaðssvæði fyrir þá sem selja tryggingar með mikið af stórum fyrirtækjum sem hægt er að nýta til þess að ná svo til ann- arra landsvæða,“ sagði Michael Obuchowski sem stýrði yfirtök- unni. - hb Keyptu tryggingafélag á fjögur hundruð milljarða FRÁ NEW YORK Eitt stærsta markaðs- svæði fyrir seljendur trygginga í Bandaríkj- unum. TOYOTA RAV4 Færri Toyota-bifreiðar voru fluttar út frá Japan í ágúst en á sama tíma í fyrra. Japanar flytja út færri bifreiðar Þrír af stærstu bílaframleiðend- um Japans tilkynntu í gær að út- flutningur hefði dregist saman í ágústmánuði þegar litið er til sama tíma fyrir ári. Toyota til- kynnti að félagið hefði framleitt rétt tæplega 230.000 bíla til út- flutnings í ágústmánuði sem er 9,7 prósenta samdráttur frá því á sama tíma fyrir ári. Nissan til- kynnti einnig um samdrátt í út- flutningi og sama gerði Honda. Mazda tilkynnti hins vegar að fyrirtækinu hefði gengið betur í ágústmánuði í ár heldur en í fyrra og jókst framleiðsla fé- lagsins til útflutnings um 0,8 prósent og framleiddi félagið alls rétt tæplega 21.000 bíla í því skyni. - hb Carlsberg lok- ar brugghúsum Á næstu árum fyrirhugar Carls- berg að loka helmingnum af öll- um brugghúsum fé- lagsins í Evrópu. Ef af verður mun félagið því loka alls 14 brugg- h ú s u m víðs veg- ar í Evr- ó p u . Ástæðan er einkum sú að samkeppni á evrópskum bjór- mörkuðum er að færast í aukana og félagið hyggst endurskipu- leggja dreifingarleiðir og fram- leiðslu á dönsku öli fyrir evr- ópskan markað. „Við erum búin að gera áætlun og erum að skoða hvernig þetta á eftir að þróast. Við viljum hafa stóra markaðshlutdeild og við verðum að aðlaga okkur,“ sagði talsmaður Carlsberg. - hb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.