Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 43
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 19 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Bros sérhæfir sig í sölu og merkingum á fatnaði, auglýsingavörum og fánum SÍÐUMÚLA 33 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 581 4141 • WWW.BROS.IS ER ÞITT FYRIRTÆKI SÝNILEGT? SPK og HK gefa út kort Sparisjóður Kópavogs og íþróttafélagið HK hafa gert með sér samn- ing um útgáfu á HK-kortum. Kortin eru bæði debetkort og hraðbanka- kort og eru kortin einkum ætluð fyrir yngra fólkið en þau gilda einnig sem félagsskírteini og á alla heimaleiki hjá HK. Sparisjóður Kópa- vogs er nú aðalstyrktar- aðili allra deilda og flokka HK og mun niður- greiða æfingagjöld yngri iðkenda hjá félaginu. Í hvert skipti sem greitt er með kortinu, rennur ákveð- inn hluti fjárhæðarinnar beint til HK. Kortin standa öllum félagsmönnum til boða. HK-KORTIÐ Í hvert sinn sem greitt er með kortinu, rennur tiltekin upphæð til HK. Jákvæð niðurstaða fyrir álver í Helguvík Öll skilyrði fyrir álver hagstæð. Könnun sem fulltrúar Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja létu framkvæma um ýmsa þætti fyrirhugaðs álvers í Helguvík, bendir til þess að mjög hagstæð skilyrði séu fyrir álver á þeim stað þar sem áætlað er að reisa álverið. Meðal þeirra þátta sem kannaðir voru, eru orkuöflun, umhverfisskilyrði og aðstaða fyrir álverið. Það var verkfræðistofan Hönnun hf. sem framkvæmdi könnunina. Meðal þess sem fram kemur í könnuninni er að hafnarskilyrði í Helguvík séu mjög ákjósanleg. Hægt sé að byggja um 250 þús- und tonna álver á núverandi iðn- aðarsvæði í Helguvík þannig að öllum umhverfisskilyrðum sé fullnægt. Einnig kemur fram að með því að teygja byggingar- svæði aðeins til norðurs frá skipulögðu iðnaðarsvæði séu stækkunarmöguleikar enn meiri. Og síðast en ekki síst kem- ur fram að fyrstu athuganir á flutningsleiðum fyrir raforku gefi jákvæð fyrirheit. Niðurstöður könnunarinnar hafa verið kynntar fyrir for- svarsmönnum þeirra sem létu framkvæma könnunina. Áhersla er lögð á að fyrirhug- að álver trufli ekki núverandi íbúabyggð í nágrenni við Helgu- vík og benda fyrstu rannsóknir til þess að það standist allar um- hverfiskröfar sem gerðar eru til þess. Hitaveita Suðurnesja á að tryggja orku fyrir verkefnið en áður hefur komið fram að mögulegt sé að Hitaveitan þurfi að leita til annarra orkufyrir- tækja, svo sem Orkuveitu Reykjavíkur eða Landsvirkjun- ar, til þess að afla nægilegrar orku í verkefnið. Gert er ráð fyrir því að ef af byggingu ál- versins verði, að álframleiðsla geti hafist á árunum 2010-2015 en framkvæmdir gætu hafist jafnvel á árinu 2007. - hb TEIKNING AF ÁLVERI Í HELGUVÍK Svona gæti álver í Helguvík litið út ef það verður að veruleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.