Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 70
34 23. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR Eins og sjá máhér til hliðar mætir Quentin Tarantino hing- að til lands ásamt fylgdarliði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Tar- antino taki ein- hverja af vinum sínum með. Eins og glöggir kvikmyndahúsagestir hafa tekið eftir þá drakk persóna Michaels Madsen íslenskt brenni- vín í myndinni Kill Bill. Leikarinn óstýrláti hefur ennfremur lýst því yfir í blaðaviðtölum að hann hafi áhuga á að sækja landið heim. Strákarnir okkar,kvikmynd Ró- berts Douglas, fær fína dóma í kvik- myndatímaritinu Variety. Gagnrýnand- inn er mjög hrifinn af þeim húmor sem er gegnum- gangandi í myndinni en segir hana sláandi líka þýsku myndinni Guys & Balls. Það vekur þó athygli að hvergi fá leikarar myndarinnar neitt fyrir sinn snúð. Rýnirinn tekur þó fram að honum finnist líklegt að myndin kunni að höfða til kaupenda. Það er mikill uppgangur á tímarit-inu Gestgjafanum um þessar mundir en tímaritið er eitt af blóm- legustu tímaritum Fróða. Á morgun mun fyrirtækið opna heimasíðu á slóðinni www.gestgjaf- inn.is. Heyrst hefur að þær Gestgjafakonur séu þó ekki nærri hættar því sjónvarpsþáttur sé í burðar- liðnum. Ekki er þó vitað hvort Nanna Rögnvald- ardóttir feti í fótspor Nigellu Law- son. LÁRÉTT: 1óhress,6mús,7íí,8um, 9aða,10önd,12nes,14lap,15 gá, 16af, 17gil, 18gljá. LÓÐRÉTT: 1ómur, 2húm,3rs,4síðdegi, 5sía,9ann,11tafl,13 sála,14lag,17gá. Fá tæp mánaðarlaun leikskólakennara fyrir hálftíma skemmtun á leikskóla Birta og Bárður í Stundinn i okkar 1. nóvember kemur út nýjasta bók glæpahöfundarins Arnaldar Ind- riðasonar. Ber hún heitið Vetrar- borgin. Mun Erlendur rannsóknar- lögreglumaður snúa aftur auk að- stoðarmanna sinna, þeim Elín- borgu og Sigurði Óla. Heimildir blaðsins herma að 1. nóvember sé yfirleitt frátekinn hjá Eddu fyrir Arnald enda njóta fáir rithöfundar jafn mikilla vinsælda. Rithöfund- urinn vildi þó ekki gefa upp hvert næsta verkefni Erlendar væri, sagði það ekki tímabært á þessu stigi. Það þarf vart að taka það fram að bókin er líklegur kandítat á topplista bóksala. Síðasta bók Arn- aldar, Kleifarvatn, fékk bæði góða dóma gagnrýnanda og var sölu- hæsta bókin síðustu jól. Það er mikið um að vera í kring- um bækur Arnalds. Verið er að vinna að tveimur kvikmyndum eftir bókum hans. Annars vegar mun Reynir Lyngdal leikstýra kvik- mynd eftir Mýrinni, þar sem Ingvar E. Sigurðsson leikur Erlend. Það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina en Edward Martin Weinman skrifar handritið í samstarfi við Jón Atla Jónasson. Þá er kvikmyndafyrirtækið Pegasus að vinna að fyrstu drögum handrits eftir Napóleonsskjölunum en Snorri Þórisson og Paul Da Silva eru að vinna handritið. ■ Arnaldur me› a›ra metsölubók? ARNALDUR INDRIÐASON Vetrarborgin kemur út 1. nóvember en hún er ný skáldsaga úr smiðju höfundarins. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Einar K. Guðfinnsson Þorsteinn J. Vilhjálmsson Guðlaugur Baldursson Quentin Tarantino kemur á Októ- berbíófest sem hefst 26. október. Með honum í för verður leikstjór- inn Eli Roth en tilefnið er heims- frumsýning hryllingsmyndarinnar Hostel eftir Roth. Verður hún önn- ur tveggja lokamynda hátíðarinn- ar. Tarantino mun ásamt Roth svara spurningum boðsgesta á sér- stakri sýningu auk þess að loka há- tíðinni. „Það verða síðan tvær al- mennar sýningar á Hostel á sunnu- deginum og mánudeginum,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. „Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og Tar- antino hefur margoft lýst því yfir að hann vilji koma til Íslands,“ seg- ir Ísleifur. „Hann er eftirsóttur og hefur mikið að gera og það hefur reynst erfitt þangað til núna,“ út- skýrir hann, en Tarantino er náinn vinur Eli Roth, leikstjóra Hostel auk þess að vera einn aðalframleið- andi myndarinnar. Þar að auki eig- um við Íslendingar okkar fulltrúa í myndinni því Eyþór Guðjónsson leikur partíljónið Óla sem er áber- andi fyrsta hálftímann í myndinni. Koma Tarantinos verður mikill hvalreki á fjörur íslenskra kvik- myndaáhugamanna en kvikmyndir hans hafa notið mikillar hylli hér á landi. Nægir þar að nefna Kill Bill- myndirnar og Pulp Fiction. Auk Tarantinos og Roth munu framleiðendur myndarinnar mæta en það eru þeir Mike Fleiss og Chris Biggs. „Sá fyrrnefndi er framleiðandi Bachelor- og Bachelorette-þáttanna auk þess að vera frændi Heidi Fleiss, hóru- mömmunnar frægu,“ segir Ísleifur og hlær en Chris Biggs hefur aðal- lega framleitt sjónvarpsþætti. „Þetta tvíeyki er að fara að fram- leiða nýjustu mynd Wolfgangs Pet- ersen, Poseidon, sem er tvö hund- ruð milljóna dollara verkefni,“ seg- ir Ísleifur. Þá mun leikarinn Jay Hernandez einnig vera hluti af fylgdarliðinu en hann hefur verið að fikra sig upp stjörnustigann í Hollywood. „Hann er meðal annars búinn að fá hlutverk í nýjustu mynd Olivers Stone um hryðju- verkaárásirnar á New York,“ segir Ísleifur. Það er þó ljóst að kvikmynda- gerðamenn eru spenntastir yfir komu Tarantinos. Þá skemmir það ekki fyrir að Októberbíófest verð- ur fyrsta kvikmyndahátíðin sem sýnir Hostel í endanlegri mynd og sagðist Ísleifur því allt eins reikna með nokkrum fjölda erlendra blaðamanna í kringum uppátækið. freyrgigja@frettabladid.is QUENTIN TARANTINO Leikstjórinn frægi er væntanlegur til landsins 12. nóvember og verður viðstaddur heimsfrumsýningu Hostel eftir Eli Roth. OKTÓBERBÍÓFEST: HEIMSFRUMSÝNIR HOSTEL Tarantino kemur til landsins FRÉTTIR AF FÓLKI ....fær Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem tekur þessa dagana saman fótboltasögur boltasnillingsins Guðna Bergssonar. HRÓSIÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HUGSA MIG UM Ég hef alltaf verið svona þokkalega meðvitaður um óör- yggið sem í þessu felst. Ég hef gert mér grein fyrir því að þetta er ekki hundrað prósent öruggt og maður hugsar sig stundum um. En þetta er eins og með svo margt í lífinu að maður lætur ýmislegt flakka og tekur sénsa. STEND EKKI Í LEYNIMAKKI Ég hef nú gert það hingað til en það er spurning hvort ég verði að endurskoða það. Nei, nei ég treysti þeim sem ég sendi póst og einnig þeim sem hýsa póst- inn minn. Og svo kannski það mikil- vægasta er að ég stend ekki í leyni- makki og ætti því ekki að hafa ástæðu fyrir áhyggjum. SET EKKI HVAÐ SEM ER Í PÓSTINN Ég sendi nú oft tölvu- póst sem ég vil að margir lesi en þegar ég sendi einkapóst þá reyni ég að setja ekkert í „e-mailið“ sem þolir ekki dags- ljósið. Það er lítið í mínu starfi sem þolir ekki að koma upp á yfirborðið. Ég passa mig þó alltaf og og nei, ég set ekki hvað sem er í tölvupóstinn. HILMAR ODDSSON leikstjóri. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR, þingkona Samfylkingarinnar. EINAR BÁRÐASON, framkvæmdastjóri Concert. ÞRÍR SPURÐIR SKRIFARÐU HVAÐ SEM ER Í TÖLVUPÓST? 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 LÁRÉTT: 1 leiður 6 lítið nagdýr 7 tveir eins 8 kringum 9 skel 10 fugl 12 tangi 14 þunnur vökvi 15 leita að 16 Austfirðir 17 gljúfur 18 glansa. LÓÐRÉTT: 1 hljómur 2 rökkur 3 í röð 4 tími dags 5 sigti 9 elskar 11 skák 13 andi 14 tónsmíð 17 kíkja. LAUSN:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.