Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Hlutabréf þýska lúxusbílafram- leiðandans Porsche féllu um 11 prósent á mánudag þegar fyrir- tækið tilkynnti um fyrirhuguð kaup á 20 prósenta hlut í bíla- framleiðandanum Volkswagen fyrir um 3,3 milljarða evra. Nú- verandi hlutur fyrirtækisins er um fimm prósent. Með kaupun- um á að koma í veg fyrir að fjandsamleg yfirtaka geti átt sér stað sem gæti stefnt viðskipta- sambandi fyrirtækjanna tveggja í hættu. Búist er við að lög sem verndað hafi VW gegn slíkum yfirtökum falli úr gildi á næst- unni og því grípur Porsche til þessa ráðstafana nú. Hlutabréf í VW fóru stöðugt hækkandi í síðustu viku vegna sögusagna um að stór fjárfestir væri að byggja upp hlut sinn til að undirbúa yfirtöku en eftir að í ljós kom hver fjárfestirinn var hafa þau hins vegar staðið í stað. Hluthafar í Porsche virðast óá- nægðari með fyrirhuguð kaup og hlutabréf féllu um 11 prósent strax við opnun kauphalla á mánudag. Porsche og VW hafa unnið saman að ýmsum verkefnum og hönnuðu til dæmis í sameiningu Porsche Caynenne-jeppann. Fyrirtækin vinna nú að þróun mótors sem getur gengið fyrir hvort sem er rafmagni eða bens- íni. VW framleiðir um þrjátíu prósent af sölu Porsche og því um töluverða sameiginlega hags- muni að ræða. Samstarfið á sér langa sögu og er stjórnarformað- ur Volkswagen, Ferdinand Piech, barnabarn Ferdinands Porsche, stofnanda Porsche-veldisins og mannsins sem þróaði VW-bjöll- una, „bíl fólksins“, fyrir Hitler á sínum tíma. - hhs Þennan dag árið 1704 lést breski heimspekingurinn John Locke þá 72 ára að aldri. Locke var þekktastur fyrir skoðanir sínar á samfélagsmálum og þekking- arfræði. Hugmyndir hans um „ríkisstjórn með samþykki þeirra sem stjórnað er“ og rétt manna til lífs, frelsis og eigna- réttar höfðu gríðarlega mikil áhrif á þróun stjórnmálaheim- speki og voru meðal þess sem notað var sem grunnur að laga- kerfi Bandaríkjanna. Locke lærði læknisfræði en starfaði aldrei sem læknir af því að hann fór út í pólitík að loknu námi og gerðist hluti af „whig“-hreyfingunni svoköll- uðu. Árið 1683 flúði hann til Hollands vegna gruns um að hann hefði átt þátt í misheppn- aðri skipulagningu á morðinu á Karli II Englandskonungi og bróður hans. Þar gafst honum tími til að sinna ritstörfum á ný og skrifaði sín merkustu rit í út- legðinni. Locke sneri ekki aftur heim úr útlegð til Bretlands fyrr en eftir að Jakob II Eng- landskonungi hafði verið steypt af stóli árið 1688 í blóðlausu byltingunni og voru þau rit sem hann hafði ritað gegnum árin þá fljótlega gefin út. Locke hafði talsverð áhrif á heimspeki og pólitík og hug- myndir hans varðandi frelsi og samfélagsmál áttu eftir að hafa áhrif á menn eins og Thomas Jefferson og James Madison. Frelsisyfirlýsing Bandaríkj- anna byggðist á mörgum póli- tískum hugmyndum 19. aldar sem margar hverjar voru frá honum komnar. Því hafa hug- myndir Locke oftar en ekki verið tengdar Bandaríkjunum og frjálshyggju. S Ö G U H O R N I Ð John Locke deyr Sex konur meðal þeirra ríkustu í Bandaríkjunum Bill Gates er eftir sem áður ríkasti Bandaríkjamaðurinn. Stofnendur Google yngstir. Porsche hyggst kaupa í VW Virði hlutabréfa í Porsche féll um 11 prósent í kjölfar fréttanna. Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 11,05 Lev 38,65 -1,02% Carnegie Svíþjóð 100,00 SEK 8,10 2,78% Cherryföretag Svíþjóð 27,10 SEK 8,10 -2,41% deCode Bandaríkin 8,65 USD 62,88 -6,44% EasyJet Bretland 2,86 Pund 111,57 -2,55% Finnair Finnland 10,66 EUR 75,80 -2,00% French Connection Bretland 2,72 Pund 111,57 -2,14% Intrum Justitia Svíþjóð 68,75 SEK 8,10 2,71% Keops Danmörk 17,40 DKR 10,16 3,07% Low & Bonar Bretland 1,10 Pund 111,57 3,62% NWF Bretland 5,78 Pund 111,57 -0,59% Sampo Finnland 13,25 EUR 75,80 -0,44% Saunalahti Finnland 2,55 EUR 75,80 2,36% Scribona Svíþjóð 15,40 SEK 8,10 -0,18% Skandia Svíþjóð 40,30 SEK 8,10 0,97% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 5 , 8 8 - 0 , 2 5 % Þú gengur að gæðunum vísum VT-47 • Skjávarpi • Birta: 1500 ANSI LUMEN • Upplausn: SVGA 800 x 600 • Skerpa: 400:1 • Þyngd: 2.9 kg • Skjávarpi • Birta: 2000 ANSI LUMEN • Upplausn: SVGA 800X600 • Skerpa: 400:1 • Þyngd: 2.9 kg VT-470 • Skjávarpi • Birta: 2000 ANSI LUMEN • Upplausn: XGA 1024X768 • Skerpa: 1000:1 • Þyngd: 2.9 kg LT-180 A u glýsingasto fa G u ð rú nar Ö nnu Sterkir og skýrir NEC skjávarpar verð kr.89.900,- verð kr. 119.900,- verð kr. 139.900,- SÍÐUMÚLA 9 SÍMI 530 2800 www.ormsson.is JOHN LOCKE Breski heimspekingurinn John Locke lést 28. september árið 1704. Hugmyndir hans höfðu mikil áhrif og voru meðal annars grunnurinn að frelsisyfirlýs- ingu Bandaríkjanna. Fá bætur eftir bókhaldssvik Samkomulag hefur náðst um 6,13 milljarða dollara endur- greiðslu til 830 þúsund einstak- linga og fyrirtækja sem töpuðu þegar bandaríska fjarskiptafyr- irtækið WorldCom lýsti sig gjaldþrota á síðasta ári í kjölfar- ið af mestu bókhaldssvikum í sögu Bandaríkjanna. Listinn yfir þau fyrirtæki sem greiða munu bæturnar er langur og á honum eru m.a. trygginga- félög, endurskoðunarstofur og önnur fyrirtæki sem áttu við- skipti við WorldCom og eru talin hafa vitað um þau svik sem þarna fóru fram. Bernard Ebbers, stofnandi og fyrrver- andi forstjóri fyrirtækisins, sem í sumar var dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar vegna þáttar síns í svikunum, þarf að sjá á eftir stórum hluta eigna sinna en milljarðahús í Missisippi og golfvöllur eru þar á meðal. Málið þykir skref í rétta átt til að rétta hlut þeirra sem hlunnfarnir voru en margir hlut- hafanna fá þó aðeins brot af því sem þeir töpuðu við hrun fyrir- tækisins bætt. WorldCom lýsti sig gjaldþrota en starfar nú und- ir nafninu MCI. - hhs BERNARD EBBERS Þarf að láta stóran hluta eigna sinna af hendi vegna þáttar síns í mestu bókhaldssvikum í sögu Bandaríkjanna. Dave Whelan, eigandi enska úr- valsdeildarliðsins Wigan, vill að úrvalsdeildin taki upp launaþak eins og þekkist í NBA-deildinni og bresku rúgbídeildinni. Hann óttast að yfirburðir milljarðaliðs Chelsea séu orðnir það miklir að önnur félög fái ekki rönd við reist. „Það er aðeins ein leið til að tryggja heilbrigða samkeppni í úrvalsdeildinni og þess vegna vil ég að deildin taki upp launaþak,“ segir Whelan. Hugmyndir hans ganga út á að hvert úrvalsdeildarlið borgi að hámarki 25-30 milljónir punda í launakostnað á ári. Launahæstu leikmennirnir eru að fá um fimm til sex milljónir punda á ári. Whelan telur að hugmynd hans eigi hljómgrunn víða, til dæmis í herbúðum Blackburn Rovers, WBA, Sunderland og Charlton, en ekki er eins víst að stóru liðin taki hugmyndinni vel. - eþa Launaþak í ensku deildinni Yfirburðir Chelsea orðnir of miklir. LAUNAÞAK Í ENSKU DEILDINNI Stjórnarformaður Wigan vill taka upp launaþak til að minnka yfirburði Chelsea. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Ríkustu menn Bandaríkjanna verða æ ríkari. Hækkun fasteignaverðs og olíuverðs á síðasta ári kom sér vel fyrir bandaríska auðjöfra og námu eignir 400 ríkustu Kananna um 1,13 billjónum dala. Það kemur líklega ekki á óvart að Bill Gates, for- stjóri Microsoft og stærsti hluthafi þess, vermi efsta sæti lista Forbes yfir ríkustu menn Bandaríkj- anna. Tímaritið metur hreinar eignir hans á 51 milljarð dala eða þrjú þúsund milljarða króna. Í öðru sæti er hinn 75 ára gamli ofurfjár- festir Warren Buffet, hjá Berkshire Hat- haway, en eignir hans eru um 40 milljarðar dala. Í næstu sætum á eftir eru karlmenn úr tölvuheiminum, Paul Allen, sem var meðal stofnenda Microsoft, hinn fertugi Michael Dell, stofnandi Dell, og Larry Ellison, aðal- eigandi Oracle. Í sætum sex til tíu eru erfingjar Sams Walton sem stofnaði Wal-Mart. Þar fer fremst Christy Walton, ekkja Johns Walton sem lést í slysi í sumar. Jim Walton, annar sonur stofnandans, er í sama sæti. Systkinin Robson, stjórnarformaður Wal- Mart, og Alice Walton eru í áttunda og níunda sæti. Síðust er svo Helen Walton, ekkja stofnandans. Hinar öldruðu systur Barbara og Anne, dætur fjölmiðlakóngsins James M. Cox, sitja svo í tólfta og þrettánda sæti á lista Forbes. Stofnendur Google-leitarvélarinnar, Sergey Brin og Larry Page, eru í sextánda og sautjánda sæti list- ans. Hreinar eignir þeirra eru metnar ellefu millj- arðar dala. Þeir eru jafnframt yngstir á lista For- bes, aðeins 32 ára gamlir. Nafn Hreinar eignir Helsta eign í milljörðum dala 1. Bill Gates 51 Microsoft 2. Warren Buffet 40 Berkshire Hathaway 3. Paul Allen 22,5 Microsoft 4. Michael Dell 18 Dell 5. Larry Ellison 17 Oracle 6. Christy Walton 15,7 Wal-Mart 7. Jim Walton 15,7 Wal-Mart 8. Robson Walton 15,6 Wal-Mart 9. Alice Walton 15,5 Wal-Mart 10. Helen Walton 15,4 Wal-Mart 11. Steve Ballmer 14,0 Microsoft 12. Barbara Cox Anthony 12,5 Cox Enterprises 13. Anne Cox Chambers 12,5 Cox Enterprises 14. Abigail Johnson 12,5 Fidelity 15. Sheldon Adelson 11,5 Spilavíti F I M M T Á N R Í K U S T U M E N N B A N D A R Í K J A N N A BILLGATES Hreinar eignir hans nema um 51 milljörðum dala eða rúmum þrjú þúsund milljörðum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.