Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN10
F R É T T A S K Ý R I N G
„Okkar markmið er að vera leiðandi fyrir-
tæki í matvælaframleiðslu og einbeita okkur
að kældum sjávarafurðum. Það er nákvæm-
lega það sem við erum að gera í dag. Við vilj-
um samt ekki einskorða okkur við fram-
leiðslu á sjávarafurðum og leggjum áherslu á
að vera alhliða matvælafyrirtæki. Því til
staðfestingar heitum við ekki Fram Seafood
heldur Fram Foods,“ segir Halldór Þórarins-
son, stjórnarformaður fyrirtækisins.
Það hefur ekki farið mikið fyrir forsvars-
mönnum Fram Foods frá árinu 2003 þegar
þeir keyptu fyrirtækið, sem áður var rekið
undir merkjum Bakkavarar. Lýður og Ágúst
Guðmundsson í Bakkavör voru þó áfram
hluthafar í sínu gamla félagi ásamt KB banka
og juku nýverið hlut sinn úr 19 prósentum í
31 prósent. KB banki á um 25 prósent en Hall-
dór Þórarinsson og Hilmar Ásgeirsson,
stjórnarformaður og forstjóri Fram Foods,
fara með meirihluta atkvæða í félaginu. Þeir
eru stærstu hluthafarnir úr hópi starfsmanna
en samanlagt fara þeir ásamt sautján öðrum
starfsmönnum og lykilstjórnendum í dóttur-
félögum með um 44 prósent hlutafjár.
KEYPTU BOYFOOD OY
Ástæðan fyrir hlutafjáraukningu í Fram
Foods voru kaup félagsins á einum stærsta
síldarframleiðenda Finnlands, Boyfood Oy.
Halldór segir kaupverðið trúnaðarmál að ósk
seljenda, en Boyfood var í eigu Finna að nafni
Matti Ruuska, sem mun sitja í stjórn fyrir-
tækisins. Hann segir kaupin að verulegu leyti
fjármögnuð með eigin fé en KB banki hafi
líka lánað til kaupanna.
Það er sterk hefð fyrir síld á matarborðum
Finna segir stjórnarformaðurinn. Boyfood
hafi sterka stöðu í finnskum verslunum og sé
með um 60 prósenta markaðshlutdeild í sölu
síldarafurða. Þetta sé mjög vel rekið fyrir-
tæki sem efli starfsemi Fram Food á Norður-
löndum. Þeir séu með starfsemi á Íslandi og í
Svíþjóð en einnig í Frakklandi og Þýskalandi.
Starfsemin í Finnlandi sé hrein viðbót við
annan rekstur sem þeir muni byggja enn
frekar upp.
Áætluð velta Fram Foods á þessu ári eftir
kaupin á Boyfood er um 55 milljónir evra eða
um fjórir milljarðar íslenskra króna. Starf-
semin hefur vaxið hægt og bítandi, meðal
annars starfsemin hér á Íslandi, þar sem um
fimmtán prósent af allri veltu félagsins er.
Áttatíu prósent af allri framleiðslunni fara til
annarra verksmiðja Fram Foods erlendis.
Mest af því eru afurðir unnar úr hrognum
sem notaðar eru í kavíar og smurálegg.
FJÖLMARGIR VÖRUFLOKKAR
Í verksmiðjum Fram Foods eru framleiddar
vörur undir merkjum stórmarkaða. Vöru-
merkjastefnan er sú að framleiða undir vöru-
merkjum annarra ásamt eigin vörumerki
þegar það á við. Þegar framleitt er fyrir aðra
er um að ræða vörur verslananna sjálfra eða
þá vörur sem Fram Foods hefur þróað. Hall-
dór og Hilmar segja að með því að framleiða
eigin vörur samhliða sé hægt að halda uppi
góðri þjónustu hvað varði vöruþróun og
markaðssókn. Verslanir, annars staðar en í
Bretlandi, stundi yfirleitt enga vöruþróun.
„Það er vandasamt og verðugt verkefni að
framleiða vörur undir vörumerkjum versl-
anakeðjanna. Fólk sér það ekki endilega
þannig en ríkar kröfur eru gerðar til þeirra
sem framleiða fyrir þessar verslanir, enda
bera þeir á endanum ábyrgð á vörunni gagn-
vart viðskiptavinum sínum,“ segir Halldór.
Með því að byggja upp eigið vörumerki séu
verslanir ekki eins háðar birgjum, auglýsa
sig sjálfar upp og neytendur gangi að gæðun-
um vísum. Þetta sé alþekkt í Evrópu.
Þegar starfsemi Fram Foods er skoðuð
sést að kaupendur framleiðslunnar eru marg-
ir og enginn einn vöruflokkur ber uppi starf-
semina. Helstu vöruflokkarnir eru smur-
álegg, síldarafurðir og kavíar. Mikið er selt af
kavíar í túbum í Svíþjóð sem telst vera smur-
álegg í þessu sambandi. Af heildartekjum
Fram Foods koma á milli 26 og 29 prósent
teknanna vegna sölu hvers vöruflokks. Tæp
tuttugu prósent tekna eru vegna sölu annarra
afurða. Þessar vörur eru seldar í tíu af
fimmtán stærstu verslunarkeðjum í Evrópu
að sögn Halldórs. Rekstraráhættan sé með
þessu móti lágmörkuð, þar sem enginn einn
aðili geti haft úrslitaáhrif á afkomu félagsins.
LÍTIL YFIRBYGGING
Hilmar Ásgeirsson segir yfirbyggingu Fram
Foods litla. Hjá móðurfélaginu starfi þeir
Halldór, fjármálastjóri og einn sérfræðingur.
Framkvæmdastjórar dótturfélaganna sjái
svo um reksturinn hér heima, í Svíþjóð, Finn-
landi, Frakklandi og Þýskalandi. Þá séu þeir
að prófa sig áfram í Chile í útgerð sem sér-
hæfi sig í veiðum á kóngakrabba ásamt
fleiru.
Halldór segir að hver rekstrareining sé til-
tölulega sjálfstæð. Þeir líti á Evrópu sem sinn
heimamarkað og sátt sé innan fyrirtækisins,
meðal stjórnenda og eigenda, hvert skuli
stefna. Í Frakklandi hafi verið vannýtt tæki-
færi þar sem takmörk voru fyrir því hvað
verksmiðjan þar gat framleitt. Henni hafi
verið lokað og ný opnuð í kjölfarið á öðrum
stað.
„Við höfum verið að byggja upp og rekst-
urinn hefur breyst í Frakklandi. Miðað við
stærð markaðarins fannst okkur möguleik-
arnir miklir en vannýttir. Við keyptum því
nýja verksmiðju og vélar og buðu starfsfólk-
inu vinnu. Að þessu einbeittum við okkur
fyrsta eina og hálfa árið sem við tókum við
Fram Foods. Að okkar mati höfum við náð
mjög góðum árangri og innri vöxtur verið um
fimmtíu prósent í ár,“ segir Halldór. Þar í
landi séu þeir meðal stærstu framleiðenda
laxa- og sílungakavíars, sem líka sé selt til
Þýskalands.
Framleiða síld fyrir Finna
Lítið hefur farið fyrir íslenska matvælafyrirtækinu Fram Foods eftir að nýir eigendur tóku við
fyrirtækinu fyrir tveimur árum. Á vegum Fram Foods er framleitt mikið af kavíar fyrir fólk á
Norðurlöndum, Frakklandi og Þýskalandi. Í síðustu viku var svo tilkynnt um kaup á Boyfood Oy
sem sér fjölmörgum Finnum fyrir síld. Björgvin Guðmundsson skoðaði fyrirtækið.
SVARTUR KAVÍAR Í KRUKKUM PAKK-
AÐ Starfsemi Fram Foods í Reykjanesbæ
byggist að stærstum hluta á því að vinna
hráefni fyrir verksmiðjur fyrirtækisins í Evr-
ópu. Einnig eru unnin hrogn sem seld eru
til sushi-staða í Bandaríkjunum. Mikil krafa
er gerð um hreinlæti enda kröfur um gæði
gríðarmiklar.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/V
ík
ur
fr
ét
tir
HILMAR ÁSGEIRSSON FORSTJÓRI OG HALLDÓR ÞÓRARINSSON STJÓRNARFORMAÐ-
UR Þeir hafa stjórnað uppbyggingu Fram Foods síðastliðin tvö ár og segja starfsemina hafa
styrkst og eflst milli ára.
Grásleppukavíar í tonnavís
„Þetta er ungt félag undir merkjum Fram Foods. Það er ekki nema rúmlega tveggja ára. En
vöxturinn hefur verið stöðugur frá því að við tókum við,“ segir Halldór Þórarinsson, stjórn-
arformaður Fram Foods, sem áður var rekið undir nafni Bakkavarar. Stjórnarformaðurinn og
forstjórinn, Hilmar Ásgeirsson, keyptu félagið ásamt fjölmörgum starfsmönnum.
„Við erum einir stærstu framleiðendurnir á grásleppukavíar í heimi. Við framleiðum um
sjö þúsund tunnur og hver tunna er um hundrað kíló,“ segir Halldór. Þeir framleiða ekki
mjög stóra vöruflokka, ef síldin er undanskilin, en vilja vera stórir í sínum flokkum.
Halldór segir að starfsemi Fram Foods í Svíþjóð hafi alltaf gengið vel og sé traust. Á upp-
hafsárinu 2003 hafi þeir einbeitt sér meðal annars að starfseminni í Frakklandi og flutt hana
í nýtt húsnæði sem bauð upp á frekari vaxtamöguleika. Það hafi komið mjög vel út og nú sé
útlit fyrir að innri vöxturinn, það er aukning starfseminnar, verði um fimmtíu prósent.
Halldór segir að með kaupum á finnska síldarframleiðslufyrirtækinu Boyfood Oy stækki
fyrirtækið þónokkuð. Finnar borði mikið af síld og Boyfood sé með um 60 prósenta mark-
aðshlutdeild í þeim flokki undir vörumerkinu Boy. „Þetta er mjög vinsæl og góð vara,“ segir
hann og í framhaldinu verður reynt að selja aðrar vörur samstæðunnar undir merkjum Boy.
Breytilegt er eftir tíma árs hve margir vinna hjá samstæðunni en Hilmar segir að tæplega
200 manns séu starfandi hjá þeim að staðaldri. Í verksmiðju félagsins í Njarðvík vinna milli
20 og 25 manns.