Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 6
LEIKSKÓLAMÁL Foreldrar í Grafar- vogi segja ófremdarástand ríkja í leikskólamálum. Deildum á leik- skólum er lokað dag og dag í senn, og dæmi eru um að foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn á sama leik- skóla missi tvo eða fleiri daga í viku hverri úr vinnu. „Okkur barst bréf undirritað af Halldóru Pétursdóttur, leikskóla- stjóra á Laufskálum í Grafarvogi, þar sem því var lýst yfir að óhjá- kvæmilegt væri að loka deildum á leikskólanum á næstunni. Ekki hefði tekist að ráða í stöður og við það bættust starfs- og undirbún- ingsdagar þeirra starfsmanna sem fyrir eru,“ segir Ásta Marta Róbertsdóttir, en dóttir Ástu er í Laufskálum. Ásta segir að foreldrar barna á leikskólanum Laufskálum skipt- ist nú á að vera heima með börn- um hver annars. „Þetta er náttúr- lega langsamlega erfiðast fyrir einstæðar mæður,“ bætir Ásta við. Ásta segist vita til þess að sambærilegt ástand sé á leikskól- unum Lyngheimum og Fífuborg í Grafarvogi. Í gærkvöld var haldinn fundur í Laufskálum þar sem borgarfull- trúarnir Stefán Jón Hafstein og Guðlaugur Þór Þórðarson hittu leikskólakennara og foreldra. Ekki var laust við að nokkurra vonbrigða gætti hjá foreldrum sem rætt var við eftir fundinn. Marteinn Þorkelsson foreldri sagði að skilaboðin hefðu verið að foreldrar þyrftu að standa sína plikt, Laufskáli væri ekki eini leikskólinn sem byggi við skort á starfsfólki. Hvorki náðist í Stefán Jón Hafstein né Guðlaug Þór Þórðarson vegna málsins í gær- kvöld. Halldóra Pétursdóttir leik- skólastjóri meinaði starfsmanni Fréttablaðsins aðgangi að fund- inum og sagðist enga umfjöllun vilja um þessi mál. Hún sagði í samtali að blaðið ætti frekar að fjalla um börn að leik. „Það er enginn ávinningur af því að fjalla meira um þetta mál í fjöl- miðlum en orðið er,“ segir Hall- dóra. saj@frettabladid.is 6 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR Næstráðandi al-Kaída í Írak felldur um helgina: Ekkert lát á uppreisninni BAGDAD, AP Lík 22 manna fundust sundurskotin í borginni Kut í Írak í gær. Þá var skýrt frá því að bandarískar og íraskar hersveitir hefðu fellt næstráðanda al-Kaída í Írak um helgina. Líkin í Kut voru í borgaraleg- um klæðum en þau eru talin vera af sjíum. Ekki er vitað hvenær þeir voru teknir af lífi en talið er að margir dagar geti verið síðan. Hendur þeirra höfðu verið bundn- ar og bindi sett fyrir augun. Yfirvöld skýrðu frá því í gær að Abdullah Abu Azzam, háttsett- ur félagi í al-Kaída í Írak, hefði fallið í bardögum við íraska og bandaríska hermenn á sunnu- dagsmorguninn. Azzam er sagður hafa stýrt ýmsum hryðjuverka- árásum al-Kaída í landinu undan- farin misseri, meðal annars lýsti hann ábyrgð á tilræðinu við Izza- dine Saleem, forseta ráðgjafaráðs Íraka, í maí 2004. Hann er auk þess sagður hafa fjármagnað flutning á erlendum vígamönnum sem streymt hafa inn til landsins undanfarin misseri. Ekki er víst hvaða áhrif drápið á Azzam mun hafa. Bandaríkjaher hefur margoft sagst hafa haft hendur í hári háttsettra hryðju- verkamanna en þrátt fyrir það hefur ekkert lát orðið á uppreisn- inni í landinu. - shg KÓPAVOGUR „Það hefur verið mikil umferð hjá okkur bæði í gær og í dag. Raunverulega hefur verið biðröð hér síðan hálf níu í morgun og alveg þangað til fresturinn rann út klukkan þrjú,“ segir Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri í Kópavogi. Frestur rann út í gær til að sækja um 30 íbúðalóðir í fjölbýli, fimmtán einbýlishúsalóð- ir, sex parhús, eitt raðhús og eitt fjórbýli. Kópavogsbær gerði kröfu um 25 milljóna greiðslugetu fyrir einbýlishúsalóð og tuttugu millj- óna greiðslugetu fyrir raðhúsum og parhúsum. Birgir segir næsta skrefið vera að koma öllum gögn- um fyrir í tölvukerfinu. „Um- sóknirnar verða svo teknar fyrir á bæjarráðsfundi. Bæjarráðið vinnur úr þessu samkvæmt verk- lagsreglum. Næsti bæjarráðs- fundur verður á fimmtudag í næstu viku. Það er mögulegt að það náist að taka þetta fyrir þá,“ segir Birgir. Birgir segir þessa miklu ásókn í lóðir sýna hversu bærinn er vin- sæll. „Það komast færri að en vilja,“ segir Birgir. - saj Foreldrar skiptast á a› gæta barnanna Foreldrar í Grafarvogi segja ófremdarástand ríkja í leikskólamálum. Deildum er loka› og foreldrar skiptast á a› sinna börnunum. Leikskólastjórinn vill ekki opinbera umfjöllun um máli›. ABDULLAH ABU AZZAM Azzam er af mörgum talinn hægri hönd Abu Musab al- Zarqawi, leiðtoga al-Kaída í Írak. LEIKSKÓLABÖRN Á fundi í leikskólanum Laufskálar í gærkvöld fengu foreldrar þau skilaboð að þeir þyrftu að standa sína plikt. Vandamál í starfsmannahaldi leikskólanna væru víðar en í Grafarvogi. Þjófur dæmdur: Braut rú›ur í átta bílum DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað- ur var dæmdur í fjögurra mán- aða fangelsi, skilorðbundið í tvö ár, í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Dóminn hlýtur maðurinn fyr- ir margvísleg þjófnaðarbrot. Auk þjófnaðar var hann í eitt sinn gripinn með tæpt gramm af marijúana á sér. Í september í fyrra braust maðurinn inn í átta bíla við Freyjugötu í Reykjavík, en hann braut í þeim öllum rúðu og stal svo úr sumum. Fjórir gerðu kröfu um bætur fyrir rúðubrotin og þurfti mað- urinn að greiða þremur þeirra alls, rúmar 81 þúsund krónur með vöxtum, en einni kröfunni var vísað frá vegna misræmis milli málsskjala og ákæru. - óká PERÚ MANNSKÆÐUR JARÐSKJÁLFTI Jarðskjálfti af stærðinni 7,5 reið yfir norðurhluta Perú í gær. Að minnsta kosti fjórir fórust í hamförunum og um sextíu slösuðust. Tæplega fjög- ur hundruð hús eru sögð hafa hrunið á jarðskjálftasvæðinu og rafmagns- og símalaust er á stórum hluta svæðisins. Jarð- skjálftar eru algengir á þessum slóðum enda eru þar jarðfleka- mót. RÉTTAÐ YFIR UPPREISNARLEIÐ- TOGA Réttarhöld eru aftur hafin yfir Abimael Guzman, leiðtoga hinnar róttæku kommúnista- hreyfingar Skínandi stígs, í Perú. Talið er að 70.000 manns hafi látist í átökum hreyfingar- innar og stjórnarhersins í gegn um tíðina. Herréttur dæmdi Guzman á sínum tíma í ævi- langt fangelsi og var verjandi hans svartsýnn á að niðurstað- an yrði önnur nú. Ætlarðu á skíði í vetur? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt(ur) við að Davíð sé hættur í ríkisstjórn? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 76% 24% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Tölvunám eldri borgara Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Grunnur 30 kennslustunda byrjendanámskeið fyrir 60 ára og eldri. Engin undirstaða nauðsynleg, hæg yfirferð með þolinmóðum kennurum. Á námskeiðinu er markmiðið að þátttakendur verði færir að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta, fara á internetið, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 3. október og lýkur 24. október. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustunda námskeið, hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í Word. Framhaldsæfingar í Internetinu og tölvupósti auk þess sem stafrænar myndavélar verða kynntar. Kennsla hefst 4. október og lýkur 25. október. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Framhald II 30 kennslustunda námskeið ætlað þeim sem lokið hafa fyrra framhaldsnámskeiðinu eða hafa sambærilegan grunn og vilja enn meiri þekkingu og þjálfun. Byrjað er á upprifjun og svo er haldið áfram og kafað dýpra. Kennsla hefst 4. október og lýkur 25. október. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 17.000,- BÆJARSKIPULAG KÓPAVOGS Biðraðir mynduðust á skrifstofunum í gær. Frestur rann út í gær til að sækja um lóðir í Kópavogi: Bi›ra›ir hjá Bæjarskipulagi Kópavogs Bandaríski herinn: Yfirgefur Úsbekistan ÚSBEKISTAN, AP Bandaríski herinn mun leggja herstöð sína í Úsbekist- an niður fyrir lok þessa árs, að því er erindreki Bandaríkjastjórnar greindi frá í gær. Herstöðin hefur þjónað hernaðarumsvifum Banda- ríkjamanna í Afganistan. Stjórnvöld í Úsbekistan fóru fram á brottflutninginn en sam- skipti þeirra við Bandaríkin og önnur Vesturlönd hafa verið mjög stirð eftir harkalegar aðgerðir Úsbekistanstjórnar gegn stjórn- arandstöðunni þar í landi. Búist er við því að Bandaríkjamenn efli herstöð sína í nágrannalýðveldinu Kirgisistan eftir brottförina frá Úsbekistan. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.