Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 48
Innmúruð
Peningamál
Peningamál Seðlabankans koma
út á fimmtudag og eru vænting-
ar um að Seðlabankinn hækki
vexti samhliða útgáfunni.
Áhugafólk um efnahagsmál bíð-
ur jafnan spennt eftir Peninga-
málum, en ekki síst nú þegar
óvissa er í umhverfinu. Birgir
Ísleifur Gunnarsson kynnir nú
Peningamál í síðasta sinn, en
hann hefur kynnt þau af miklum
skörungsskap undanfarin ár.
Þótt menn séu spenntir nú er
líklegt að menn verði enn
spenntari þegar kemur að útgáf-
unni í mars, en þá mun ónefndur
maður kynna peningamálin. Sá
verður þá búinn að vera innmúr-
aður og innvígður í musteri
efnahagsmálanna í tæpt hálft ár.
Parkódín við
Baugsmálum
Samfélagið hefur verið undir-
lagt af Baugsmálum að undan-
förnu og lítið um annað talað
manna á meðal. Umræðan hefur
eins og vænta mátti farið út um
víðan völl og verður að segjast
að sum innleggin í þá umræðu
hafa valdið mörgum höfuð-
verknum. Forsíða Fréttablaðs-
ins var undirlögð Baugsfréttum
þrjá daga í röð. Fjórða daginn
var hlé og þar var kannski á
ferðinni lýsing á ástandinu í
þjóðfélaginu og til hvaða ráða
gripið hefði verið vegna
óskapanna allra. Fyrirsögning
um viðbrögð þjóðarinnar var:
„Taka 70 töflur af parkódíni
daglega.“
Fé þvegið
Starfsemi Kaupþings banka í
London flytur á nýju ári í glæsi-
leg húsakynni í miðborg Lund-
úna. Húsnæðið er tíu þúsund
fermetrar svo bankinn ætti að
rúmast vel, þrátt fyrir mikinn
vöxt. Starfsemi Singer og Fried-
lander flytur með og verður þá
starfsemin öll undir einu þaki.
Á hliði núverandi höfuðstöðva
Singer og Friedlander er stytta
af hvítri kind og margir hafa
velt því fyrir sér hvort kindin sú
arna myndi flytja með í nýtt
húsnæði bankans. Skýringin á
veru kindarinnar er sú að hús-
næðið sem Singer og Friedland-
er er í var áður ullarþvottastöð.
Kindin mun því verða eftir á
gamla staðnum til heiðurs sögu
hússins. Engin skortur er á for-
ystufé í KB banka og ekki er
heldur ætlunin að þvo fé í nýj-
um höfuðstöðvum Kaupþings
banka.
123,4 57 1252Væntingavísitala Gallup sem lækkaðium 11 stig milli mánaða. milljónir áhorfenda sem Latibær nær til eftir nýjansamning við BBC. Hluthafar Símans sem fá sentyfirtökutilboð.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
410 4000 | www.landsbanki.is
B2B | Banki til bókhalds
Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna
Fyrirtækjabanki
B A N K A H Ó L F I Ð