Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 14
Íslenskur langfer›abíll ver›ur til Ari Arnórsson og sam- starfsmenn hans eru a› leggja lokahönd á smí›i 20 manna rútu sem er sérhönnu› fyrir íslenska vegi. Bíllinn nefnist Ísar R2 og er ætlunin a› hefja ra›smí›i á kom- andi árum. Það má heita ævintýralegt að í húsnæði Vagna og þjónustu á Tunguhálsi í Reykjavík vinni menn myrkranna á milli við að smíða bíl. Og það engan smábíl heldur rútu sem rúmar 21 far- þega, ekil og leiðsögumann. Íslendingar hafa ekki verið í fararbroddi bílaframleiðenda í heiminum en reynsla okkar af breytingum jeppa og smíði yfir- bygginga á vöruflutngabíla er talsverð. Í þann reynslubanka sækir Ari Arnórsson. „Við eig- um mjög færa menn í því sem þarf til að búa til farartæki sem á ekki sinn líka annars staðar í heiminum,“ segir hann. Ari hefur lengi haft haft áhuga á bílum og ferðalögum og sameinar það tvennt í stóra draumnum sínum sem nú er að verða að veruleika. Og ástæða þess að hann réð- ist í verkið er tiltölulega ein- föld. „Ég hef lengi talað um þetta og safnað saman upplýs- ingum og fyrst enginn annar gerði þetta þá varð ég að gera það sjálfur.“ Áratugs undirbúningi lauk í maí þegar smíðin sjálf hófst. Unnið er með svokölluð sam- lokuefni en það er plastefni sem nýtt hefur verið til yfirbygg- inga vöruflutningabíla hérlend- is í á þriðja áratug. En hver var kveikjan að hönnuninni? „Ég vil að ferða- fólk geti farið um Ísland, hvern- ig sem vegirnir eru og notið þess. Ég hef liðið fyrir það í mínu starfi að farþegarnir hafa verið hálf kvaldir af að hristast og hendast til og frá í þeim bíl- um sem við höfum notað. Kveikjan var semsagt að finna eitthvað betra,“ segir Ari en hann hefur starfað sem öku- og leiðsögumaður og veit um hvað hann er að tala. Og honum er talsvert niðri fyrir þegar hann talar um mál- ið. „Það er að mínu mati ólíð- andi hvernig við förum með okkar verðmætu ferðamenn sem hafa borgað háar fjárhæðir fyrir að ferðast um landið. Ég samþykki ekki að vegirnir séu ónýtir og að það eigi að slétta og malbika alla íslenska vegi, ég tel að farartækin eigi að henta vegunum en ekki öfugt.“ Ísar R2-bíllinn er byggður ofan á undirvagn sem er af Ford E 450. Hann er hins vegar mikið breyttur og í raun vafamál hvort hann geti ennþá kallast Ford. „Það er allt gert af Íslend- ingum og þess vegna er þetta ís- lenskur bíll,“ segir Ari sem von- ast til að ljúka smíðinni í októ- ber og geta frumsýnt hann og kynnt fyrir landsmönnum. bjorn@frettabladid.is Neysla parkódíns hér á landi er margfalt meiri en í Danmörku. Sífellt fleiri leita sér aðstoðar vegna lyfja- neyslunnar. Parkódín verður því tek- ið úr lausasölu vegna misnotkunar og gert lyfseðilsskylt. Dæmi eru um að einn og sami lyfjaneytandinn taki allt að því 70 parkódíntöflur á dag. „Ég er sammála þeirri ákvörðun að gera parkódín lyfseðilsskylt,“ segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir, kokkur á Sjávarkjallaranum. Hrefnu finnst of mikið um að fólk umgangist lyf á borð við Parkódín af léttúð. „Ég hef orðið vör við að margir taka inn töfl- ur án þess að nauðsyn beri til.“ Sjálf telur hún það ekki mikil óþæg- indi þótt hún geti ekki keypt park- ódín fyrirvaralaust til dæmis ef hún er með hausverk. „Ef þetta er slík kvöl að maður telur sig verða að fá lyf þá held ég að það sé best að tala við lækni. Maður á að reyna að láta líkamann vinna sjálfan úr þessu,“ segir Hrefna, sem trúir því að breytingin muni draga úr of- neyslu parkódíns. HREFNA RÓSA JÓHANNESDÓTTIR KOKKUR Sammála PARKÓDÍN GERT LYFSEÐILSSKYLT SJÓNARHÓLL 14 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR „Það er allt gott að frétta því orkan er öll að koma til baka,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Hún kveðst hafa verið dauðþreytt allan ágústmánuð þar sem hún hafi ekki hvílt sig nógu mikið í sumar. „En nú er ég öll að koma til og hressast.“ Haustið leggst vel í Sigrúnu að hennar sögn og hún hlakkar til vetursins. „Ég er vetrar- manneskja og kvíði kuldanum ekkert; á þykka úlpu og kuldaskó og klæði hann bara af mér.“ Nýverið birtust myndir af tónlistarhúsinu sem skal rísa í miðborginni og Sigrúnu líst vel á. „Það er stórglæsilegt á að líta og ég get ekki beðið eftir að fá að spila í því. Allir sem ég hef talað við eru líka mjög jákvæðir.“ Sigrún er mikil áhugamanneskja um matseld og hefur einsett sér að elda mikið í vetur. „Mér finnst voða gaman að búa til eitthvað gott. Ég elda allt. Ég á urmul af uppskriftar- bókum og vel mér alltaf eitthvað af handa- hófi til að matreiða. Matseldin er eiginlega heilög enda ver ég stundum nokkrum dögum í undirbúninginn,“ segir hún og hlær. Sigrún hlakkar til að hella sér í vinnu með Sinfóníuhljómsveit Íslands og býst við mikilli veislu þegar Ruman Gamba, aðalstjórnandi mætir til leiks. „Það er alltaf svo gaman þegar hann kemur,“ segir hún en sjálfri finnst henni langskemmtilegast að leika sinfóníur efir Beethoven. Matseldin er heilög HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR FIÐLULEIKARI nær og fjær OR‹RÉTT„ “ Var vanflörf á? „Er það þannig að stjórnar- menn eigi nánast að sitja á öxlinni á starfsmönnum sín- um og passa upp á að þeir fari í öllu að lögum?“ HRAFNKELL JÓNSSON, FYRRUM STJÓRNARMAÐUR Í LÍFEYRISSJÓÐI AUSTURLANDS, Í FRÉTTABLAÐINU UM SAKARGIFTIR Á HENDUR STJÓRNENDA SJÓÐSINS. Sagan öll „Það var bara svolítið per- sónulegt sem kom upp á sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki í þá einbeit- ingu sem þarf til þess að vera í beinni útsendingu.“ ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR ÚT- VARPSMAÐUR ÚTSKÝRIR FJARVERU SÍNA Í KASTLJÓSINU Á SUNNUDAGS- KVÖLD Í FRÉTTABLAÐINU. SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR LÖGREGLA GEKK Í SKROKK Á KARTÖFLU- BÓNDA Vinnumaður Karls keyrði of hratt AÐALSTEINN Á. BALDURSSON Mjalta- vélin kostaði 162 þúsund krónur og Aðal- steinn segir hana hið mesta þarfaþing en hann muni þó ekki sjálfur sjá um dælingu úr þingeyskum mjólkurþrútnum brjóstum. Verkalýðsfélag Húsavíkur: Styrkir kaup á mjaltavél Verkalýðsfélag Húsavíkur sam- þykkti nýverið að styrkja kaup á mjaltavél fyrir mæður með börn á brjósti í Norður-Þingeyjarsýslu. Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður verkalýðsfélagsins, segir félagið kappkosta að þjóna félags- mönnum sínum sem best og því hafi félagið ekki skorast undan þegar beiðni um styrk barst frá hópi norðlenskra kvenna. „Ég mun þó ekki taka að mér sjálfur að bera mjaltavélina á bakinu á milli húsa þar sem hennar er þörf heldur verður hún í umsjón Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga til notkunar fyrir konur á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og í nær- sveitum,“ segir Aðalsteinn. - kk ARI OG ÍSAR R2 Hann segir kosti bílsins marga. „Hann er óvenju öruggur, óvenju léttur, óvenju rúmgóður og óvenju vel einangraður.“ Smíðinni lýkur í október og verður bíllinn þá kynntur formlega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Hopp og hí og hamagangur á Hellu: Endurfundir SS fólks Fólk sem vann í Sláturhúsi SS á Hellu ætlar að hittast í Árhúsum á eystri bakka Ytri-Rangár laugar- dagskvöldið 8. október og rifja upp gömlu dagana. Sigurður Sigurðarson dýralækn- ir, jafnan kenndur við Keldur, er í undirbúningsnefndinni og því við- búið að glaumur og gleði verði á Rangárbökkum enda jafnan mikið stuð þegar hann er annars vegar. „Við ætlum að rifja upp sögur frá liðnum tíma, syngja, dansa og borða,“ segir Sigurður sem býst við að lambakjet verði á borðum, að lík- indum frá SS. Sláturhús SS á Hellu var starf- rækt frá 1941 til 1984 og telur Sig- urður að alls hafi um 400 manns unnið þar í gegnum árin. Hann lætur vel af tímanum í slátur- húsinu og segir gaman að hafa unnið þar. „Það var gríðarlegt kapp í v i n n u n n i en líka s k e m m t i - legheit utan vinnutíma. Karlar og konur bjuggu saman í skála, konurnar í innra her- berginu og karlarnir í ytra og ekki frítt við að það væri laumast á milli. Þarna varð til efni í varanleg sam- bönd,“ rifjar hann upp. Sem alkunna er hefur Sigurður á Keldum gaman af kveðskap og upp í huga hans koma vísur sem urðu til af öðru tilefni. „Það var eitt sinn sem fólk hittist aftur eftir langan tíma. Karlar urðu undrun slegnir þegar þeir sáu það sem eitt sinn voru stelpur því nú voru komnar allt aðrar línur en í gamla daga. Var því ort: Fyrr var meyjan mittisnett mátti greipum spanna. En nú er holdið þykkt og þétt þeirra kerlinganna. Konurnar svöruðu á móti: Þótt árin hafi ýmsu breytt ætla ég að vona. Að þið kvartið ekki neitt við erum betri svona. Sigurður hvetur starfsmenn Slát- urhúss SS á Hellu sem vilja lyfta sér upp með gömlu samstarfs- mönnunum til að hafa sam- band við sig í síma 892 1644 eða á netfang- inu sigsig@hi.is. - bþs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.