Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, ávarpaði fundinn í upphafi en nefnd á veg- um ráðuneyta hennar hefur meðal annars unnið að því að bera saman stöðu kvenna á Íslandi við stöðu kvenna í nágrannaríkjunum og kanna hvort þau hafa gripið til einhverra ráðstafana í þessu skyni. Valgerður telur að um nokkra framför sé að ræða, konum hafi fjölgað í stjórnum fyrirtækja miðað við óopinbera könnun gerða af ráðuneytum hennar en þó sé ljóst að hæfileikar kvenna eru vannýttir. Eftir opnunarorð Valgerðar tók til máls Lisa Levey en hún er einn æðstu stjórn- enda ráðgjafafyrirtækisins Catalyst sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og ráðgjöf á því hvernig fjölga megi tækifærum kvenna í forystu fyrir- tækja. Alcoa, Cisco Systems, General Motors, Pepsi og Shell eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa nýtt sér ráðgjöf þess. Catalyst gerði könnun meðal 500 tekjuhæstu fyrirtækja Bandaríkjanna og komst að því að sam- band er milli góðrar fjárhagslegrar afkomu fyrir- tækja og stjórnunaraðildar kvenna. Annars vegar var arðsemi eigin fjár skoðuð og hins vegar með- alarðgreiðslur til hluthafa. Hvað báðar mælingar varðar var fjárhagsleg afkoma þeirra fyrirtækja sem höfðu konur í stjórnum fyrirtækjanna eða sem framkvæmdastjóra umtalsvert betri en hinna (at- huga að láta inn graf). Því er ekki haldið fram að af- koma fyrirtækjanna sé betri af því að konur eru í stjórn heldur sé um að ræða vel rekin fyrirtæki og þetta sé eitt atriði sem sýni það. Konur eru ekki í minnihluta á öllum stjórnunar- stigum, þær eru um helmingur millistjórnenda í Bandaríkjunum en þegar komið er upp í næsta stjórnunarþrep (corporate management) fellur talan niður í 15,7 prósent og fer svo áfram lækkandi eftir því sem ofar dregur. Bandaríkin eru þó töluvert á undan hvað varðar að hafa konur í stjórnum fyrirtækja en 11% af bandarísku Fortune 500 fyrirtækjunum hafa enga konu í stjórn á meðan sú tala er 51 prósent í Kanada, 37 prósent meðal 500 tekjuhæstu ríkja Norðurland- anna en 58 prósent á Íslandi. Þóranna Jónsdóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Kali- ber ehf., var annar framsögumaður fundarins. Hún vakti athygli á því að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er mun lægra en í nágrannalöndum okk- ar og að hér eru mun fleiri stjórnir eingöngu skipað- ar körlum en annars staðar. Þetta þykir skjóta skökku við því aðstæður eru óvíða betri en hérlend- is hvað varðar menntunarstig og atvinnuþátttöku kvenna. Framsögumenn reifuðu ýmsar ranghugmyndir um konur og hæfi- leika þeirra til að sinna stjórnunar- störfum. Að þeirra mati þurfa konur stöðugt að berjast við mýtur, til dæm- is hugmyndina lífseigu um að konur hafi ekki það sem til þarf og séu metn- aðarlausar. Miklum hæfileikum kann að vera sóað með nú- verandi fyrirkomulagi. Fjölgun kvenna í forystu- sveit atvinnulífsins er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur atvinnulífsins, hagkerfisins og sam- félagsins í heild. Í þessu samhengi benti Þóranna á að einungis fjórir karlar skráðu sig á fundinn en sal- urinn var annars þétt setinn konum. Í lok fundarins fékk Guðfinna Bjarnadóttir, rekt- or Háskólans í Reykjavík, nokkur valinkunn fyrir- menni úr íslensku viðskiptalífi til að segja hug sinn. Í umræðunum kom meðal annars fram að konur þykja viljugri til að læra og taka ráðum en karlar og samviskusamari en á móti komi að þær séu óörugg- ari í ákvörðunartökum og ekki eins duglegar að mæta á fundi og ráðstefnur, sýna sig og sjá aðra, kynna sig og auka sinn veg. Þó þurfi konur ekki að verða eins og karlar til að vera gjaldgengar í þessum heimi, þær eru einfaldlega öðruvísi stjórnendur og það er kostur en ekki galli. Það var sameiginleg skoðun manna að lagasetn- ing væri ekki lausnin. Fyrirtækin sjálf sæju hag sinn í því að hafa konur með í ráðum og auka þannig hag- sæld sína. Þetta væri einungis spurning um tíma. M Á L I Ð E R Konur í forystu fyrirtækja Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, var fund- arstjóri morgunverðarfundar Viðskiptaráðs Íslands og Sam- taka kvenna í atvinnurekstri síð- astliðinn fimmtudag. Af hverju er Ísland eftirbátur nágrannalanda sinna þrátt fyrir alla burði til að vera í forystu hvað varðar hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunar- stöðum? Spurningunni er erfitt að svara því rannsóknir skortir á þessu sviði. Ég vil taka undir að við höfum alla burði til að vera í forystu, við vorum fyrst þjóða til að kjósa konu sem þjóðarleið- toga, atvinnu- þátttaka kvenna á Íslandi er með því hæsta sem þekkist, mennt- unarstig kvenna er hátt, úrræði til dagvistunar eru góð í sam- anburði við önn- ur lönd og rétt- ur til fæðinga- og foreldraor- lofs er með því besta sem þekk- ist. Kannski hefur blindað okkur jákvæð ímynd af vel menntuðum, sjálfsöruggum og sterkum ís- lenskum konum og einhverra hluta vegna gerðum við ráð fyrir að vera komin lengra en nágrannaþjóðirnar. Hugsanlega hefur líka gleymst að benda viðskiptalífinu á þann fjárhags- lega ávinning sem fólginn er í því að hafa konur í æðstu stöð- um. Hvað er til ráða fyrir konur? Konur þurfa að taka höndum saman og leggja áherslu á þær viðskipta- og markaðslegu ástæður sem eru fyrir því að fjölga konum í stjórnar- og stjórnunarstöðum, rannsóknir styðja að það eru góðir við- skiptahættir að fjölga konum í þessum stöðum. Konur sem hafa hug á leið- togastörfum geta ýmislegt gert til að koma sér á framfæri og ég vil birta hér lista af tillög- um: • Setja markmið, brjóta þau niður í undirmarkmið og verkefni, og vinna markvisst að því að auka færni og þekk- ingu á stjórnun. • Láta vita hafi þær áhuga á að sinna stjórnarstörfum eða æðstu stjórnunarstörfum í fyrirtækjum eða stofnunum. • Efla tengslanet sitt bæði meðal annarra kvenna og ekki síður meðal karla. • Vera sýnilegar og mæta á viðburði og fundi til að sýna sig og hitta aðra stjórnendur. • Fá lærimeistara eða fyrir- myndir til að leiðbeina sér. • Standa saman og styðja hverja aðra. Hvað þarf atvinnulífið að gera sjálft? Fyrirtæki og stofnanir gera sér æ betur grein fyrir því að kon- ur taka mikilvægar ákvarðanir um hvers konar verslun og við- skipti, þær hafa mikil völd sem skynsamlegt er að endurspegla í skipun í æðstu stöður. Lisa Levey frá Catalyst í New York kynnti nýlega rannsóknir sem gefa vísbendingu um að seta kvenna í stjórnum fyrirtækja skili árangri í viðskiptum. At- vinnulífið er í raun einstök fyr- irtæki og stofnanir, ýmislegt er hægt að gera og hér fer listi af tillögum: • Endurskoða viðhorf til kvenna – staðalímynd í huga margra stjórnenda virðist sú að konur séu ekki nógu her- skáar og að þær skorti getu og metnað. • Ræða af fullri alvöru hvort ástæða sé til að nýta krafta kvenna í stjórn eða æðstu stjórnunarstöðum. • Sýna í verki að eigendur/stjórn- endur hafi þörf fyrir og vilji nýta krafta kvenna í æðstu stöðum fyr- irtækis/stofnunar. • Þróa og þjálfa fleiri konur til ábyrgðar og stjórnunarstarfa og gefa þeim kost á þeirri reynslu sem til þarf. • Bjóða konum að fá leiðbein- endur (e. mentors) sem hafa náð árangri í stjórnum eða stjórnun fyrirtækja. • Vera duglegri að auglýsa æðstu stöður viðskiptalífsins og leita í tengslanet kvenna eftir ábendingum. • Muna að meiri munur er á milli karla innbyrðis en er á milli karla og kvenna. Eiga stjórnvöld að grípa inn í? Stjórnvöld bera einhverja ábyrgð og verða fyrst og fremst að ganga á undan með góðu fordæmi. Það má deila um réttmæti þess að setja lög á fyrirtæki, en stjórnvöld verða með einhverju móti að gefa skýr skilaboð og sýna í verki að þau vinna fyrir konur og karla. Hver er afleiðing þess að konur eiga ekki jafn greiða leið og karlar í æðstu stöður? Afleiðingarnar eru þær að fyr- irtæki og atvinnulífið fer á mis við að nýta krafta vel mennt- aðra og hæfileikaríkra kvenna. Stjórn fyrirtækjanna verður einhæf en rannsóknir benda til þess að því fjölbreyttari sem stjórn fyrirtækjanna er, því meiri árangri er hægt að ná. Við höfum oft tilhneigingu til að ráða fólk sem er líkt okkur, hugsar eins og við og er sam- mála okkur. Nýsköpun á sér stað þegar ólíkir einstaklingar taka saman höndum. Allir leggist á eitt T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Guðfinnu S. Bjarnadóttur rektors Háskólans í Reykjavík Hagsmunir þjóðarinnar Síðastliðinn fimmtudag stóð Viðskiptaráð Íslands í samráði við Samtök kvenna í atvinnurekstri fyrir morgunverðarfundi á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins var „Eykur breidd í forystu hagnaðinn?“ Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fór á fundinn og komst að raun um að fjölbreytileika og breidd í forystu fyrirtækja má tengja bættri afkomu þeirra. KARLAR VORU EKKI ÁBERANDI Á FUNDINUM NEMA Á PALLBORÐI Á myndinni eru Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðj- unnar hf.; Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins; Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista ehf., og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair og formaður stjórnar VÍ, en þeir sátu fyrir svörum á fundinum ásamt Hreggviði Jónssyni, forstjóra Vistor hf. Ísland Noregur Svíþjóð Finnland Danmörk US UK Kanada Hlutfall kvenna í stjórnum 11,4% 21,6% 18,7% 13,5% 11,7% 13,6% 9,7% 11,2% Karlar eingöngu í stjórn 58% 27% 32% 46% 43% 10,8% 31% 51,4% K Y N I N Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.